Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 9 8. sunnudagur eftir trinitatis. Matt. 7,15.-23. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Úlfurinn í sauðargæru Úlfurinn í sauðargæru kynni að virðast í ætt við þann, sem varð á vegi Rauðhettu. En þessi er þó trúlega eldri, enda langt síðan Jesús varaði við honum — og bræðrum hans, því að þeir voru nú reyndar heill flokkur. En hvað sem því líður, þá vildi Páll postuli ekki vera í þeim flokknum. „Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð —segir hann. Hann vill svipta hulunni af fagnaðarer- indinu, ellegar öllu heldur svipta skýlunni frá sjónum blindingjanna, svo að þeir geti séð dýrð Drottins og endur- speglað hana með óhjúpuðu andliti, ummyndazt til hinnar sömu dýrðar og hann. Hánn á í höggi við þá, sem hafa með höndum „þjónustu dauðans“. í þriðja pistli dagsins heyrist ómurinn af því vopnaglamri. Hann er úr öðru Korintubréfi, ijórða kafla, en stríðið stendur sem hæst í þriðja og fjórða kaflanum. í þriðja kafla segir: „En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina,“ — og þar á hann við lögmálið, —“ kom fram í-dýrð, svo að ísraelsmenn gátu . ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu, hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð.“ Og hver er þá þessi þjónusta andans og hver er dýrð henn- ar? Jú, svarið er skýrt og skor- inort: „Ekki predikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesúm sem Drottin, en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú. Því að Guð sem sagði: „Ljós skal skína fram úr myrkri“ — hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekíringunni á dýrð Guðs, eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists.“ Sú var tíðin, að Páll var sjálf- ur í flokki varganna, úlfurinn í sauðagæru. En Jesús hafði slegið hann til jarðar, lagt hann að velli. Nú var allt hið fyrra orðið einskis vert og verra en það. „Það, sem var mér ávinn- ingur, met ég nú vera tjón sak- ir Krists,“ segir hann í Filippí- bréfi. „Sakir hans hef ég misst allt og met það sem sorp — Nú kýs hann ekkert fremur en fórna lífi fyrir sannleikann og beinir því sjálfur spjótum í vargaflokkinn, gegn lögmáls- þrælunum. Kirkjustríð um sannleikann og kenningarnar eru svo sem engin nýjung, og þau gjósa alltaf upp í hitanum öðru hvoru, einnig á íslandi. Páll átti í sífelldum deilum. Hann var bardagahetja. Jesús átti einnig óvildarmenn og var stór- höggur og þunghöggur, ef því var að skipta. Og spámennirnir gömlu vissu svo sem skil á falsspámönnum. „Þeir draga á tálar,“ segir Jeremía. „Þéir 'boða vitranir, sem þeir sjálfir hafa spunnið upp.“ Og reiði Drottins er þá ekki fyarri: „Sjá stormur Drottins brýst fram, — reiði og hvirfilbylur — En Jesús ræðir um, hversu þekkja megi vargana, falsspá- mennina. „Gott tré getur ekki brotið vonda ávöxtu, ekki held- ur slæmt tré góða ávöxtu.“ — „Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.“ Og Páll er aldrei í nokkrum vafa um, hvað sé gott tré né hveija ávexti hvað hljóti að bera. Orðin ásjóna og auglit eru mikils verð og raunar mik- ill leyndardómur í allri Ritning- unni, bæði Nýja og Gamla testamenti. Það er enginn hé- gómi, maður, þegar Drottinn lætur ásjónu sína lýsa yfir þig og lyftir augliti sínu yfir þig. Þar er hvorki stormur reiðinnar né hvirfilbylur tortímingar. Sumir segja, að Frelsarinn sjálfur, Jesús Messías, sé ásjóna Guðs og auglit, hvorki meira né minna. í einum pistli dagsins er Páll spurður í örvænting: „Hvað á ég að gjöra til að verða hólpinn. Og svarið er skýrt: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. “ Trúin á Jesúm í hjarta manns. Hún er kraftaverk. Hvaðan kom hún? „Guð, sem sagði: „Ljós skal skína fram úr myrkri,“ — hann lét það skína í hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekking- unni á dýrð Guðs, eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists." Drottinn láti ljós sitt skína í hjarta þitt, að þú megir verða gott tré og með óhjúpuðu and- liti líta dýrð Drottins, endur- spegla hana — ummyndast til hinnar sömu dýrðar og hann — sakir þeirrar elsku sem hann ber til þín, hinn góði hirðir þinn. Um það bil 15 þúsund Islendingar hafa treyst Fjárfestingarfélaginu fyrir sparifé sínu undanfarin ár! Þeir, sem hafa fjárfest í Kjara- bréfum eru tryggðir gegn verðbólgusveiflum þjóðfélagsins. Á bak við Kjarabréfin stendur Verðbréfasjóðurinn hf, stœrsti verðbréfasjóður landsins, en sjóð- urinn dreifir áhœttu sinni með kaupum á bréfum ríkis og sveitar- félaga, bankaábyrgðum, sjálf- skuldarábyrgðum, bréfum stórfyr- irtœkja og fasteignatryggðum bréfum. Á verðbólgutímum eru Kjara- bréfin öruggur og arðbœr kostur. Þar af leiðandi hafa Kjarabréfin skilað umtalsverðum vöxtum umfram verðbólgu, eins og sést greinilega á línuritinu. FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7,101 Reykjavík 0 (91) 28566 Kringlunni, 103 Reykjavík 0 (91) 689700 Ráöhústorgi 3, 600 Akureyri 0 (96) 25000 Ofangreint línurit sýnir mánaðarlega hækkun umreiknaða til árshækkunar. Símsvari^LLAN_SÖLARHRINGINN^jiíma_28506^Uppl£singarjimjiaglegt^gengiJ<jarabréfa^Markbréfa£FjölþiódabréfaogTekiubréfa Gengi: 22. júlí 1988: Kjarabréf 3,108 - Tekjubréf 1,491 - Markbréf 1,626 - Fjölþjóðabréf 1,268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.