Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Margt hefur veriö á huldu um árásina áfarþega grísku ferjunnar Cityof Poros, en málin hafa skýrzt. Flest bendir til þess aÖ samtök hins illrœmda hryöjuverkamanns Abu Nidals, ByltingarráðFatah (FC), hafistaÖiÖ aÖ árásinni. Sá sem skipulagöi hana varaÖ öllum líkindum KhadarSamir Mohamed, ööru nafniHejabJaballa, sem myrti kunnan egypzkan blaÖamann á Kýpur 1978 í nafni samtakanna og var látinn laus 1982 vegna morÖhótanaAbu Nidals í garÖ ráöamanna á Kýpur. Fingraför hans eru þau sömu og manns, sem lýst hefur veriÖ eftir í Grikklandi vegna ferjuárásarinnar. MORÐINIFERJUNNI * SamtökAbu Nidals grunuÖ um árásina á City ofPoros CITY OF POROS EFTIR ÁRÁSINA: Ragnarök um borð. Arásin tengist sprengingu, sem varð í kyrrstæðri Datsun- bifreið fjórum tímum áður en hún var gerð, mánudaginn 11. júlí. Bíllinn var staddur í Paleo Faliron, úthverfi Aþenu, skammt frá Trocadero-bátahöfninni, þar sem City of Poros átti að leggjast að bryggju. Tveir menn munu hafa verið í bílnum, sem var hlaðinn sprengjum, og þær virðast hafa sprungið af slysni. „Varaáætlun“ Talið er að mennirnir í bílnum hafi ætlað að ná City of Poros á sitt vald með hjálp vitorðsmanna um borð, þegar ferjan kæmi að landi. Síðan var ætlunin að koma fyrir sprengjum um borð, hóta að taka gísla af lífi og krefjast þess að tveimur stuðningsmönnum Abu Nidals og e.t.v. fleiri arabískum föngum yrði sleppt úr grískum fangelsum. Vélbyssu- og hand- sprengjuárásin í City of Poros hófst þegar hryðjuverkamennirnir um borð fréttu um sprenginguna í "'*• Datsun-bílnum og gripu til sér- stakrar „varaáætlunar." Níu far- þegar af 471 biðu bana og 78 særð- ust. Khadar hafði horfið af hóteli sínu snemma um morguninn og tekið bíl á leigu, en þó ekki þann sem sprakk í loft upp. Hans er nú leitað um allt Grikkland og bíllinn hefur ekki fundizt. Lögreglan vill ekki útiloka með öllu að hann hafi verið í Datsun-bílnum, en gengur út frá því að hann sé á lífi og fari huldu höfði. Tveir félagar Khadars hafa verið nafngreindir: Amoud Aboul Hamid og Mehieddine Mehri. Þeir munu ^ hafa verið í Datsun-bílnum og vera má að einhver þriðji maður hafi verið í honum. Einn eða tveir hryðjuverkamenn virðast hafa beðið bana í árásinni í City of Poros og tveir eða þrír flúið með hraðbát, sem lagði upp að skipinu, en heimildum ber ekki saman. Aðeins einn árásarmann- anna hefur verið nafngreindur og virðist hafa látið lífið. Hann var 21 árs gamall og hét Mohamed Sojod eða Zozab. Lögreglan telur að eitt lík af fjórum, sem ekki hefur tekizt að bera kennsl á, kunni að vera lík -y Sojods. „Meinlaus" Frönsk kona, Rosanna Tortorelli, sem kynntist Sojod í ferðinni, sagði um hann: „Hann var viðfelldinn, vingjamlegur og rólegur. Ég hélt að hann gæti ekki gert flugu mein.“ Hann kom til Grikklands í maílok og var með líbanskt vegabréf. Um helgina áður en árásin var gerð dvaldist hann á Avra-hóteli í Glifada á ströndinni suðvestur af Aþenu og keypti miða í eins dags ferð City of Poros til eyjanna Hydra, Poros og Aegina. Starfsmenn hótelsins létu vel af honum. „Hann var róleg- ur, hringdi ekkert og fékk enga gesti,“ sagði einn þeirra. Arabinn var kominn niður á bryggju hálftíma áður en City of Poros lagði úr höfn kl. 8.30 f.h. Hann þurfti ekki að óttast öryggis- eftirlit, sem er lítið í svona ferðum. Þegar hann tyllti sér niður í borð- salnum gáfu Rosanna og vinkona hennar, Isabelle Bismuth, sig á tal við hann. Hann gantaðist við þær lengi dags og farþegarnir höfðu gaman af að fylgjast með þeim. Sojod hafði bláan bakpoka með- ferðis, en virtist hafa litlar áhyggjur af honum og skildi hann eftir þegar hann fór í land á Hydra og Poros. Hins vegar tók hann bakpokann með sér á síðustu eyjunni, Áegina, og gríska lögreglan telur að hann hafi sótt þangað vopn og sprengjur. „Skaut í blindni“ Fréttir um það sem síðan gerðist eru ósamhljóða, en flestir sögðu að þrír hryðjuverkamenn, tveir karlar og ein kona, hefðu allt í einu farið að skjóta af vélbyssum og kasta handsprengjum á hvað sem fyrir varð. André Gella, 55 ára Frakki, sem sat á þilfarinu þegar ósköpin dundu yfir, sagði: „Grannur, hvítklæddur maður, dökkur yfirlitum og svarthærður, stökk upp úr sæti sínu, rétt eins og hann hefði fengið raflost, og fór að hrópa eitthvað á arabísku. Hann tók vélbyssu upp úr bakpoka, sem lá við fætur hans, og fór að skjóta í blindni, fyrst út í loftið og síðan á farþega. Síðan þusaði hann eitt- hvað meira, tók eina eða tvær hand- sprengjur upp úr bakpokanum og kastaði þeim.“ Ensk skólastúlka, Tracey March- ant, sagði: „Allt í einu sáum við þennan mann koma æðandi með vélbyssu upp á efra þilfar. Hann fór að skjóta á allt sem fyrir varð og lét bara hendingu ráða hvar kúlurnar lentu. Mikill ótti greip um sig og hann skaut ótt og títt, en hvarf svo allt í einu. Síðan leit hann við og fleygði handsprengju ofan í reykháfinn og það olli ofsaspreng- ingu.“ Eldur kom upp í borðsalnum, fólk sem þar var lokaðist inni og loftið • hrundi. Margir farþegar stukku í sjóinn og a.m.k. einn lenti í skipsskrúfunni. Björgunaraðgerðir gengu fljótt og vel og farþegarnir báru lof á áhöfnina fyrir hugprýði. Margir farþegar sýndu einnig hugrekki, ekki sízt hópur enskra skólastúlkna, sem hlaut sérstakt hrós. Isabelle Bismuth, sem Sojod kynntist, var önnur tveggja Frakka sem biðu bana í árásinni. Grísk yfirvöld héldu því fram að hún hefði verið í hópi hryðjuverkamannanna og væri marokkósk. Þessu mót- mælti franska stjórnin og sagði að hún hefði verið saklaus ferðamað- ur. Hún var 21 árs ritari, hafði safnað fyrir Grikklandsferð í fjóra mánuði ogdó á öðrum degi hennar. Þegar Grikkir héldu því fram að annar Frakki, sem týndi lífi, Laur- ent Vigneron, 27 ára verkfræði- stúdent, hefði einnig verið hryðju- verkamaður lýsti franska stjórnin því aftur yfir að þeir færu með fleip- ur. Fleiri yfirlýsingar Grikkja hafa verið rangar eða villandi, en þeir virðast hafa fallið frá ásökunum sínum gegn Vigneron og Bismuth. Alls voru 170 Frakkar í City of Poros, tveir biðu bana og 34 særð- ust. Ábyrgð hverra? Eftir árásina hringdi ókunnur maður í franska útvarpið frá Kaíró og sagði að samtökin Jihad (Heilagt stríð) hefðu staðið fyrir atlögunni til að hefna árásar Bandaríkja- manna á írönsku Airbus-þotuna yfir Persaflóa. Áður óþekkt samtök í Beirút, Samtök píslarvotta byltingarinnar í Palestínu — Abu Jihad-deildin, lýstu líka sök á hendur sér. Þau kváðust hafa gert árásina til að hefna „morða og útrýmingarárása glæpasamtaka gyðinga og Banda- ríkjamanna í Palestínu, Líbanon og á Persaflóa“ og til að „kenna Grikkjum að snerta ekki hár á höfði arabískra borgara". Samtökin eru kennd við næstráðanda Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO),sem ísraelsmenn myrtu á heimili hans í Túnisborg í vor. Aðeins átta daga voru liðnir síðan ráðizt var á írönsku farþegaþotuna og ólíklegt er að tekizt hefði að skipuleggja hefndarárás á City of Poros á svo skömmum tíma. Auk þess voru aðeins sjö Bandaríkja- menn í feijunni. Ekki var heldur talið líklegt að feijuárásin hefði verið gerð að undirlagi HezboIIah, samtaka öfgasinnaðra stuðnings- manna írana í Líbanon, eða 17. nóvembers, hreyfingar grískra vinstriöfgasinna. Yfirmaður CIA, William Webster, vildi ekki útiloka að árásin á City ofPoros hefði verið verk Hezbollah, eða áður óþekkts hóps úr PLO und- ir forystu Hawari ofursta, öðru nafni Mohammed Abdel-Ali Labib, sem er bandamaður Arafats. En hann kvaðst sammála því sem flest- ir hafa talið, að Abu Nidal, sem klauf sig úr PLO fyrir mörgum árum, hefði skipulagt árásina, sem sver sig í ætt við fyrri aðgerðir hans. Ógnarsamtök Byltingarráð Fatah hefur sér- hæft sig í miskunnarlausum hryðju- verkum gegn óbreyttum borgurum undir stjórn Abu Nidals og munu hafa myrt 240 manns áður en árás- in á City ofPoros var gerð. Samtök- in stóðu m.a. fyrir árásunum á flug- völlunum í Róm og Vín 1985 og á bænahús gyðinga í Istanbul 1986 og þegar flugvél egypzka flugfé- lagsins var rænt 1985. í rúmt ár hefur Nidal haft hægt um sig í Líbýu, en skroppið til írans, Búlg- aríu og Líbanons. Líbýumenn virð- nimiiiiiiiiiiiuniiiiiiii«mimmiininimiiiiimiiniminiiimniiiiimiiiiiiifflmmmmiiimiir““l"l,luimTfim‘lli“f111 MI V 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.