Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 7 Grindavík: Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Eigendur Siglubergs ásamt framkvæmdasljóra, talið frá vinstri: Eiríkur Tómasson, Gunnar Tómasson, Jóhann Pétur Andersen og Pétur Antonsson. Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? í haust liggur leiðin til Thailands, í tuttugu og eins dags ógleymanlega lúxusferð. Lúxushótel -allan tímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrren í Bangkok. Þar verður gist í fjórar nætur á lúxushótelinu Menam við Chao Phya ána í Bangkok. Boðið verður upp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgar og nágrennis, t.d. áfljótandi markað, í konungshöllina og í hof Gullbúddans. Við fljugum í skoðunarferð tilChiangMai 4. nóvemberfljúgum við til hinnarfornu höfuðborgar Thailands, Chiang Mai, við rætur Himalayafjalla. Þarerdvalið í þrjá daga og gist á glæsihótelinu Dusit Inn, um leið og færi gefst á að kynnast landi og þjóð i gjörólíkri mynd. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þar sem dvalið verður í 12næturá hinu glæsilega Royal Cliff lúxushóteli. Enn er boðið upþ á skoðunarferðir, enda afnógu að taka Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið hitastigið 23-30 gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt erað gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þúgeturmeira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. I þessari lúxusferð hjálþar allt til við að gera þér hana ógleymanlega -þú lofarþér örugglega að fara einhvern tíma aftur! Verð aðeins kr. 93.900,- veðursins eða nýtthin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunar sem þérbjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefurþað alveg eins og þú vilt. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, Miðað viðgistingu í 2ja manna herbergi og staðgreiðslu. Innifalið í verðierflug, íslensk fararstjórn og allur akstur í Thailandi. Aukagjaldfyrireinbýli, kr. 14.400.- Brottför: 30. október. Heimkoma: 19. nóvember. Fararstjóri: Svavar Lárusson. Hægt erað framlengja dvöl í Kaupmannahöfn. Bangkok og Pattaya. Samvinnuferóir-Landsýn Austurstræti12-B91-69-10-10 ■ Suðurlandsbraut 18 ■ S 91 -68-91 -91 Hótel Sögu við Hagatorg ■ S 91-62-22-77 • Akureyri: Skipagötu 14 ■ B 96-272-00 Norræna húsið: Fyrirlestur um veröld víkinga PRÓFESSOR Gwyn Jones frá Wales flytur fyrirlestur um ver- öld víkinga i Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag kl. 17. Fyrirlesturinn verður m.a. um ferðir víkinga vestur um haf, en Gwyn Jones er sérfræðingur í Grænlendinga sögu og hefur skrifað mikið um Vínland. Prófessorinn er staddur hér í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, en hann fylgdi henni þegar hún skoðaði Víkinga- safnið í York á Bretlandi. Gwyn Jones hefur einn um áttr- ætt. Hann var prófessor við háskól- ann í Cardiff, The University of South Wales, á árunum 1965 - 1975. Hann hefur ritað bækur um víkinga og veröld þeirra. Eftir hann eru bækurnar „A History of the Vikings“, gefin út 1968 og aftur aukin og endurbætt 1984 og „The Norse Atlantic Saga“, gefin út 1964, endurútgefin 1986. Hjá Nor- ræna húsinu fengust þær upplýs- ingar, að Gwyn Jones sé þekktur fyrir að skrifa aðgengilegan texta, sem þó uppfyllir um leið fræðilegar kröfur. Fyrirlestrar hans þykja einnig vera áheyrilegir og skemmti- legir. Gwyn Jones flytur fyrirlestur sinn á ensku og heitir erindið „The Viking World“. Vestur-þýskir vörulyftarar WlG/obusi LÁGMÚLA 5. S. 681555. Útgerð stofnuð um 3 loðnuskip ÞORBJÖRN hf. og Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík hafa stofnað nýtt útgerðarfélag, Sigluberg hf. sem reka á loðnuskipin Hrafn GK 12, Hrafn Sveinbjarnarson 3. GK 11 og Gísla Árna RE 375 en hlutafé fyrirtækisins var ákveðið 20 milljónir króna. Að sögn Péturs Antonssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins og aðaleigenda Fiskimjöls og lýsis hf. er ráðist í að stofna fyrirtækið til að koma í veg fýrir að Hrafnamir fari úr byggðarlaginu. Eiríkur Tómasson framkvæmda- stjóri Þorbjamar hf. sagði að þar sem stjómvaldsaðgerðir kæmu í veg fýrir að hægt sé að stunda heima- miðin með eðlilegum hætti, hefði legið beinast við að selja skipin og verða sér út um önnur, hugsanlega togara, þó blóðugt sé að þurfa að sækja í smáfískinn eins og aðrir. „Þetta em varnaraðgerðir og er markmiðið að tryggja báðum fyrir- tækjunum hráefni þó ljóst sé að fyrirkomulag í hráefnisöflun muni breytast hjá okkur. Við munum þó fá aflann af skipunum í okkar vinnslu á milli loðnuúthaldanna," sagði Eiríkur Tómasson. Nýja fyrirtækið mun ráða yfir 57 þúsund tonnum af loðnu miðað við síðasta ár og er stefnt að því að landa eins miklu heima og hægt er, þó veður og fleira kunni að hafa áhrif á það. „A síðustu loðnuvertíð tókum við á móti 38 þúsundum tonna, svo við emm hóflega bjart- sýnir á næstu vertíð," bætti Pétur við. Framkvæmdastjóri Siglubergs verður Jóhann Pétur Andersen. - Kr. Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.