Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚIÍ 1988 t Elskuleg móðir okkar, ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR f rá Grímsstöðum, Mýrasýsiu, Álfhólsvegi 12, Kópavogi, sem andaðist sunnudaginn 17. júlíverður jarðsunginfrá Fossvogs- kirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30. Aslaug Oddsdóttir, Sigríður Oddsdóttir. t Eiginkona min og móðir, HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Barmahlíð 63, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. júlí kl. 15.00. F.h. aöstandenda, GunnarEHasson, Auður Gunnarsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, GUÐLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR hárgreiðslumeistarí, Skeiðarvogi 69, verðurjarðsungin í Fossvogskirkju miövikudaginn 27. júlíkl. 13.30. Ágústa Jónsdottir, Kristján Ólafsson, Erla Olaf sdóttir, Ólafur örn Ólafsson, Ólafur Galti Kristjánsson, GuAmundur Reynisson, Björg Arnadóttlr Þorsteinn Danfelsson, Áslaug Alfreðsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÚLÍUS GUÐJÓNSSON, Hólmgarði 4, Reykjavík, er andaðist í Borgarspítalanum 16. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. júlí kl. 13.30. Ingibjörg Björnsdóttlr, Unnur Júlíusdóttlr, Sigurður Sigurðsson, Guðbjörg R. Colton, Bruce Colton, Gylfi M. Guðmundsson, Kristín Erla Þórólfsdóttir, Guftrún Júlfusdóttlr, Haraldur Karlsson, Björn Júlfusson, Jóhanna M. Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, BJÖRNS BJÖRNSSONAR fyrrverandi yf irfiskmatsmanns frá Siglufirði. Anna Frlðleifsdóttir, Alma BJörnsdóttir, Bragi BJÖrnsson. Elín Hallgríms- dóttír — Minning Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. fiS.HELGASONHF ISTEINSMIOJA ¦ SKEMMUVEGI48-5ÍMI 76677 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veítum fúslega upplýsingar og ráðgjbf um gerð og val legsteina. ¦ 1fiS.HELGAS0NHF ISTEINSMIÐJA mr" SKEMMUÆGI 4SSÍMI76677 Elín Hallgrímsdóttir kvaddi þennan heim sunnudaginn 17. júlí eftir langt og fallegt líf. Við krakkarnir kölluðum hana aldrei annað en Ellu frænku. Þegar afi okkar og amma á íslandi dóu fyllti hún það tómarúm sem við það myndaðist og var okkur alla tíð síðan sem amma. Fyrir okkur sem litlum börnum var það ævintýri að koma til henn- ar í Kópavoginn og er hætt við að það hafi farið ansi mikið fyrir okk- ur. Við vorum fimm talsins og tók- um heimilið oft hers höndum. Tröppurnar upp á loft urðu að rennibraut, hatta og skó varð að máta og rannsóknarferðir voru farnar í kjallarann. A jólum og páskum dvöldum við of heilu dagana hjá Ellu frænku í Kópavoginum og nutum gestrisni hennar og dætranna. Var þá oft glatt á hjalla — spilað á spil, sung- ið við píanóið og falin fingurbjörg. Svo gátum við líka gleymt okkur við að hlusta á hana og pabba rekja ættir og rifja upp gamlar sögur, en af því hafði gamla konan mikið gaman og var ótrúlegt hvað hún var fróð og minnisgóð. Við krakkarnir eigum Ellu frænku mikið að þakka og mun hún ávallt lifa í minningu okkar. Hún brúaði fyrir okkur bil tveggja tíma, hinnar rótgrónu sveitamenningar sem hún ólst upp í og borgarlífsins sem við hefðum ef til vill annars aðeins þekkt. Elsku Della og Áslaug, við vott- um ykkur samúð okkar, megi guð styrkja ykkur f söknuðinum. Erling, María, Elín, Orn og Erla Nú, þegar mín kæra frænka, Elín Hallgrímsdóttir er látin á 96. aldursári, streyma margar kærar minningar fram. Hún var uppeldis- systir móður minnar og ætíð henn- ar kærasta vinkona. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Sigríður Helgadóttir frá Vogi á Mýrum og Hallgrímur Níelsson bóndi og hreppstjóri á Grímsstöðum á Mýr- um. Hallgrímur var föðurbróðir móð- ur minnar og er hún missti móður sína 6 ára að aldri fór hún í fóstur til Hallgríms og Sigríðar og undi þar vel hag sínum á því myndar- heimili. Yngstu dæturnar á bænum, þær Sigríður og Elín Hallgríms- dætur, urðu henni sem kærustu systur og héldu þær mikilli tryggð hver við aðra alla tíð. Margar ferðirnar fórum við móð- ir mín til Elínar og man ég þær allt frá bernsku. Hún bjó með dætr- um sínum þremur á Freyjugötu, Bárugötu, Hrefnugötu og Háteigs- vegi í Reykjavík og nú siðast á Álfhólsvegi 12 í Kópavogi. Á öllum stöðunum stóð hús hennar opið fyr- ir mér og minni fjölskyldu. A seinni árum gekk hún börnum mínum í ömmu stað og var. í miklu uppá- haldi hjá þeim öilum. Elín var sérstaklega glaðvær og spaugsöm og einkar barngóð. Gest- risnin var slfk, að ég man að ég treysti mér ekki til að koma við hjá Ellu frænku á leið úr Laugarnes- skólanum, ef ég var ekki vel svang- ur, því enginn slapp við að þiggja vel útilátnar góðgerðir sem bar að hennar rausnargarði. Systurnar þrjár gerðu stundirnar eftirminni- legar, því þær sóru sig í ættina með gestrisnina og hið glaðværa viðmót og oftast settist einhver þeirra við píanóið og menn tóku lagið. Sérstaklega hlakkaði ég til jóla- boðanna hjá Ellu frænku. Þar var vel veitt, en sérstaklega voru hinir ýmsu jólaleikir, sem ætíð var farið í, eftirminnilegir. Eitt sinn vorum við Elín frænka samferða ásamt fleira fólki upp að Grímsstöðum. Meðan hitt fólkið var að kljást við óþæga trússahesta hleypti Eiín sínum klár fram úr hópnum og minn hestur elti. Ég var aðeins 7 ára og dauðhræddur. „Stoppaðu, Ella, ég er að detta af baki," hrópaði ég. Þá Ieit hún um öxl og söng þessar hendingar Ein- ars Benediktssonar: „„Láttu hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist"." Það var Ellu frænku líkt. Hún átti þann eiginleika í ríkum mæli, að láta gleðina ríkja, þá gleði sem lætur drauma hjartans rætast. Blessuð sé minning hennar. Haraldur Ellingsen Þorbjörn Sigurðsson, Höfn - Kveðjuorð Fæddur 7. febrúar 1918 Dáinn 1£. apríl 1988 Sagan líður áfram í tfmabilum. Aldir renna. Lífskeið flestra manna verður einnig í tímabilum, einkum þeirra, er auðnast langt æviskeið. Ég hygg að íslandssagan geymi t.d. skeið, sem nefnt hefur verið Viðreisn. Skeið samfelldrar stjórnar í höfuðdráttum í þrjú kjörtímabil. Því skeiði ætla ég ekki að Iýsa hér, sem tímabili í stjórnmálum. En margt er mér minnisstætt frá þeim tíma, en þá kynntist ég mjög mörgu fólki víðsvegar um Austurland. Á mörgum árum á efri hluta ævi fyrn- ist yfir fólk og atburði, misjafnlega þó. Einn þeirra manna, sem ég minnist furðuglöggt er Þorbjörn Sigurðsson, flugafgreiðslumaður á Höfn. Og stundum tekur fjarlægð upp á því að skýra atburði eða fólk. Á öndverðum síðasta vetri, sóttu þau áhrif að mér, að ég varð að ná sambandi við hann eða fólk hans. Kom þá í ljós að dagar hans kynnu að vera brátt á enda. Og andláts var ekki langt að bíða. Eitt af gildustu gildum á þroska- braut Kfsskeiðsins er að kynnast góðu fólki. Fyrirbæri, sem verður ljósara eftir því sem árin færast yfír. Kynni mín af Þorbirni voru að mestu á árunum, sem flugbraut- in var suður í tanganum og því ætíð farið yfir Hornafjarðarfijót um ósinn. Ákveðnin og skerpan er minnisstæð og traustið, sem hann vakti ótvírætt, þótt stundum kynni yfirbragðið að virðast eilítið hrjúft. En mér er í huga stór fjolskylda við minningar Þorbjörns. Faðir hans, Sigurður Ólafsson, kemur í hugann, þessi stóri maður í stóra stólnum við símann og tal- stöðina á Höfn í flugafgreiðslunni í ekki stórri stofu. Síkátur, síhlæj- andi, háum rómi og sópaði burt öllum drunga er inn kynni að ber- ast. Já, sonur hans var Þorbjörn. Og Þorbjörn var kvæntur. Tengda- foreldrar hans Vignir og Þórunn bjuggu öldruð í nágrenninu. Á fyrstu árum viðreísnartíma- bilsins kom ég oft til þeirra, gisti eða neytti máltíðar. Hvernig á því stóð í upphafí að leiðin lá oft til þeirra man ég ekki. Hitt man ég vel hve notalegt var að koma í eld- húsið. „Hér andar guðs blær og hér er ég svo frjáls!" flitla húsinu við fábreytt skilyrði aldraðra íslenzkra hjóna. Sjálfsbjörg í auðmýkt örygg- is — „í trú sem hærra bendir." Þórunn var systir Skarphéðins á Vagnsstöðum. Þetta er mér minnis- stætt, því eitt sinn er ég var þar á ferð, voru þau systkin að rifja upp almennt týnda Grallarasöngva frá þeirra bernskuskeiði og ég held að upptökumaður frá útvarpinu hafí verið þar að taka á stálþráð, til að bjarga frá glötun. Margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. Frá þessu heimili var Ágústa kona Þorbjörns. Ég kynntist heim- ili þeirra Þorbjörns aldrei mikið, þó nóg til þess að átta mig á hve vel Þorbjörn var giftur. Ég man eftir einni komu á heim- ili þeirra, að mig minnir nokkru síðar. Þá voru þau á nýjum stað í rúmgóðri íbúð. Þau hjón man ég allvel. Þorbjörn var stilltari en oft er hann átti annríkt og „húsmóðir- in" geislaði af Ágústu. Þarna var hjónaband, sem vitnaði um sannleik þess „að maðurinn er ei nema hálf- ur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur!" Samhent hjón, og stærri hlutur-konu innan húss, en einingin fyllti íbúðina. Smám saman hefur skýrst fyrir mér, hve ðll þessi stóra fjölskylda er gæfa byggðarinnar. I fréttum heyrist stundum um sjómennina hornfirzku, skipstjóra, leiðandi hetj- ur — þar í hópi eru synir Ágústu og Þorbjörns. Hve mörg börn þeirra hjóna voru, má ég varla með fara, þó nefni ég 6 sonu. Missagnir eru mér leiðar, og ef yfírbragð mitt á þessum minningarorðum kann að fá í huga nákunnugra dálítð sveim- andi svip, þá á hann þó að sýna af algjörri hreinskilni hugrenningar mínar við þær ljúfu sýnir er nú horfa við. Allar þessar minningar eru ómet- anlegur arður í lffí mínu. Þess vegna fékk ég ekki frið við sjálfan mig, ég þarf að segja samtíð frá þessu. Fjölskyldan, þessi náttúrulega grunneining mennskra samfélaga er í hættu í gróðahyggju viðskipta- æðisins. Vinjar eru þó til og ég held að það sé ekki skáldsýn sem ég er að leitast við að lýsa með þessum minningarorðum. Til þín Ágústa, allra ykkar vösku sona og afkomenda eiga þau að flyta fölskvalausa samúðarkveðju. Bless- uð sé mínning Þorbjarnar Sigurðs- sonar. Jónas Pétursson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsíns í Hafnarstrætí 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.