Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Ferð á vit fólksins sem hugsar um heiminn Annað hofið í Nabusimake. hafa áhyggjur þvf þeir, „fólkið“ sinntu enn því ábyrgðarhlutverki að hugsa um heiminn. Þeir sögðust enn framkvæma allar þær helgiat- hafnir sem nauðsynlegar væru til áframhaldandi gangs sólar, enn blótuðu þeir mæðrum, feðrum og eigendum allra hluta til að viðhalda ójósemi jarðarinnar. Þjóðflokkar þessir eiga mjög í vök að veijast enda hafa þeir ein- ungis vöm í landfræðilegri einangr- ' un sinni. Landeigendur gína yfir jörðum þeirra og þeir eru auk þess fómarlömb vaxandi ofbeldis í kjöl- far ræktunar og smygls á marihu- ana. Ofbeldismenn hafa einnig látið greipar sópa um grafir hinna fomu Tairona sem f augum afkomenda þeirra eru helgar minjar. Ferð til San Sebastian, heimkynna Ijcanna Um síðustu páska ákváðum við Cheo vinur minn og ég að heim- sækja þorpið San Sebastian eða Nabusimake eins og það heitir á mali Ijcas-indíánanna. Þorpið er í suðurhluta Sierra Nevada í um • 1500 metra hæð yfir sjó. Okkur var sagt að vera viðbúin fullkomnum Qandskap og fyrirlitningu þorps- búa, viðbrögð þeirra við hvíta manninum væru helst þau að snúa í hann baki og skyrpa út í loftið. Klukkan fímm að morgni hófum við ferðina. Fyrsti áfanginn var þægileg tveggja ferð til Barran- quilla í loftkældri rútu með bólstr- uðum sætum. Þetta var afslappandi byrjun. í Barranquilla skiptum við um rútu, í eina af þessum dæmi- gerðu sveitarútum með hnúskóttu stoppi í sætum og engri loftkæl- ingu. Þessar rútur stoppa í hveiju smáþorpi, sem öll eiga það sameig- inlegt að vera án tíma, týnd í iímanum. í fyrstu lá ferðin meðfram ströndinni þar sem gróðurinn tak- markaðist af loftrótartijám og stöku pálmum. Sfðan var beygt upp í landið og við tók ótrúleg gróður- sæld hinna gömlu bananahéraða. Ekið var um Aracataca, heimabæ García Márquez og fyrirmynd Mac- ondo. Á sama hátt og í öllum hinum þorpunum upphófst þegar heljar- mikill markaður inni í og í kringum rútuna. Brátt tóku tindar Sierra Nevada að koma í ljós og eftir sex stunda akstur komum við til Valla d’Upar, höfuðborgar Cesar-fylkis og Val- lenato-tónlistarinnar. Frá Valle d’Upar lá leiðin upp til fjalla. Farar- tækið var yfírbyggður vörubíll með trébekkjum fyrir sæti og ekki annað hægt að gera en einbeita sér að því að halda iðrunum á sínum stað og heita á æðri máttarvöld í hljóði. Þegar til Pueblo Bello var komið varð það ljóst að engin ferð yrði þann daginn upp til Nabusimake. Tveir jeppar sjá um flutningana upp eftir, en birtu var tekið að bregða og vegurinn með öllu ófær í myrkri. Við ræddum þann möguleika við þorpsbúa að halda áfram gang- andi, en heimamenn litu á mig með undrun og vorkunnsemi og töldu mig alltof mjóa og væskilslega til að taka mér slíka ferð á hendur. Að ganga upp til Nabusimake væri ekkert áhlaupaverk. Því var ekki annað að gera en bíða næsta dags ogNona að nógu margir vildu þá uppeftir til að jeppinn gerði sér ómakið að fara. Upp, upp, upp ... Eldsnemma að morgni risum við úr rekkju, sól skein í heiði og bjart- sýnin var allsráðandi, Nabusemake þama rétt „hinu megin við fyallið" og ekkert mál að ganga uppeftir. Eftir að hafa fengið þær upplýsing- ar að þrenn vegamót væru á leiðinni og þar skyldi ávallt beygt til hægri lögðum við af stað. Við áðum fyrst á stórum steini úti í á einni miðri og snæddum morgunverð. Síðan var lagt á brattann og þar eiga best við ljóðlínumar: „Upp í mót, ekkert nema urð og grjót!“ Tíu ára reykingar sögðu fljótt til sín og á 50 metra bili var nauðsynlegt að fleygja sér niður til að ná andanum og hægja á æðaslættinum í höfð- inu. Mér er enn með öllu óskiljanlegt hvemig farartæki á §ómm hjólum kemst upp þennan veg. Er ofar dró fóru kofar Ijcas- indfánanna að birtast inni f gróður- þykkninu, alltaf í hæfilegri fjarlægð hveijir frá öðrum en allir áttu þeir sameiginlegt að falla fullkomlega inn í landslagið og vera umkringdir tandurhreinum og grænum blett- um. Hvergi var rusl né óþarfa dót að sjá. Öðru hvoru mættum við iníánum á leið í kaupstaðinn. Erfíð gangan virtist ekki hafa nokkur áhrif á þá. Með aðra kinnina úttroðna af coca- blöðum skokkuðu þeir áfram með þessu sérkennilega lagi sem ein- kennir fjallaindíánann. Spumingu okkar um fjarlægðina til Nabusim- ake svöruðu þeir allir á sama hátt: „Uhu, langt, langt“ og skokkuðu síðan áfram á sinn hljóðlega hátt. Þegar við komum að fjórðu vega- mótunum lentum við í vandræðum, í hvora áttina skyldi nú farið? Við ákváðum að halda okkur við hægri beygjumar og héldum við þeim hætti það sem eftir var leiðarinnar því vegamótin reyndust óvart vera sex talsins en ekki þijú. Er líða tók á daginn fór þreytan að gera vart við sig. Ský tóku að hrannast upp, enn var langt til Nabusimake og við ekki undir það búin að lenda í rigningu uppi á háijöllum. Gist hjá Ijcas-fjölskyldu í þessari stöðu ákvað ég að freista gæfunnar og nálgast næsta kofa í augsýn. Brátt heyrðust radd- ir og hlátrasköll innan úr skógar- þykkninu og mjór stígur benti til þess að hús væri í nánd. Er ég nálgaðist kofann þögnuðu hlátram- ir, en ekki var fjandsemi að sjá í fari þess fólks er sat fyrir utan hann, aðeins forvitni. Miðaldra maður, sem mér var síðar tjáð að væri „mama“, tvær fullorðnar kon- ur og hópur bama sátu á hækjum sínum á jörðinni. Ég útskýrði ferð okkar og spurði um möguleika á gistingu í nágrenninu. Upphófust þá miklar umræður á tungu sem var með öllu óskiljanleg. Fleira fólk birtist út úr kofanum og síðan tók við löng þögn. Þegar þögnin tók að gerast óþægileg endurtók ég spuminguna og fékk þá það svar að kannski væri kostur á gistingu í næsta kofa, um tíu mínútna gang þaðan. Þegar ég sneri vonsvikin frá fólkinu var skyndilega kallað og ung stúlka kom hlaupandi og sagð- ist skyldu vísa mér veginn. Hún var klædd í hinn hefðbundna kven- búning heimamanna, hvítan, síðan, grófofínn kufl með snæri marg- vöfðu um mittið sem gerir það að verkum að allar virðast þær ólétt- ar. Hún var með hálfsaumaða „mochilu" eða tösku í höndunum og hélt áfram að sauma hana á göngunni. Alicia var hið kristna nafn hennar og hún var 19 ára. Hún fylgdi okkur að kofa frænda síns, en ekki reyndist frændinn vera heima. Hún sýndi okkur því næst smákofa einn er nýttur var til geymslu ýmissa nytjahluta. Skinn kvaðst hún geta fært okkur og eld gætum við kveikt í kofanum. Svo hvarf hún á brott og kvaðst koma von bráðar með skinnin. Er hún kom aftur var bróðir hennar í fylgd með henni og höfðu þau meðferðis eina stóra nautshúð, eitt geitarskinn og eina sauðar- gæru. Feimnin rann brátt af systkinunum og virtust þau vera alveg jafn forvitin um okkar hagi eins og við um þeirra. Aliciu lék hugur á að vita hvort fólkið í Cartagena byggi þétt og þegar henni var sagt að húsin lægju gjam- an þétt saman gretti hún sig og var greinilega lítt hrifin af slíku þröngbýli. Hún vildi líka fá að vita allt um siði og venjur í tengslum við tilhugalíf, giftingar og skilnaði. Ljóst var að henni þóttu siðir hvíta fólksins ansi flóknir og sagði að meðal þeirra væri nóg að maður- inn kæmi nokkra sunnudaga í heimsókn til ljölskyldu stúlkunnar. Litist þeim vel á manninn væri leit- að ráða hjá „el mama“, og væru engir meinbugir á ráðahagnum væru þau gefín saman. Og ef mað- urinn stæði sig ekki, ef hann framleiddi ekki nægjanlega, nú þá færi konan auðvitað frá honum. Eftir að hafa neitað að láta taka mynd bauð Alicia góða nótt og hvarf á braut. Myrkrið skall fljótt á og kuldinn magnaðist. Ljóst var að gærumar myndu ekki halda á okkur hita um nóttina. Gengum við því að næsta kofa þár sem maður einn hafði húkt um daginn. Okkur til mikillar undrunar var kofínn troðfullur af fólki, sem virtist hafa safnast þar gjörsamlega hljóðlaust eftir myrkur. Allir sátu á hækjum sínum í kringum eldstæðið í miðju kofans. Úr loftinu hékk pottur á snúm. Kofínn var fullur af reyk en enginn virtist fínna fyrir honum. Okkur var boðið upp á kaffísopa og auðsótt reyndist að fá nokkur teppi lánuð. Kuldinn vakti okkur einu sinni um nóttina og við kveiktum upp í hlóðunum á ný. Og nóttin leið. Er við risum á fætur í morgunsárið voru systkinin þegar mætt á staðinn ásamt með Leocadio, eiginmanni Aliciu. Leocadio tók að sér að kenna mér að kveikja upp eld og ræddum við saman á meðan. Honum lék forvitni á íslandi og vildi fá að vita hvað farið kostaði frá Kólumbíu til íslands. Ég sagði honum að það kostaði um 100.000 pesosa og blöskraði honum sú upphæð. „Fýrir þann pening er hægt að lifa góðu lífí hér og kaupa jafnvel tvö múl- dýr.“ Fannst honum helst að við skyldum ekkert vera að snúa til Evrópu heldur setjast að í Sierra Nevada. „Þetta er góð jörð, hrein jörð, maður vinnur til að borða, eignast konu og kofa. Vatnið er hreint og loftið er tært. í borgunum er sagt að ekki sé hægt að anda og þar býr fullt af fólki sem ekki borðar nóg.“ Hvaðan svo sem Leocadio hefur fengið þessar upplýsingar, þá hafði hann rétt fyrir sér. Vatnið úr ám og lækjum Sierra Nevada var ólíkt hreinna og betra en úr eldhúskran- anum í Cartagena, loftið tærara og hin viðbjóðslega eymd sem umlukti mann í borgunum þekktist ekki meðal þessa Qallafólks. Hún væri heldur ekki látin líðast því vel- gengni eins má aldrei valda annars örbirgð, slíkt væri algert brot á lög- málum heimsmóðurinnar miklu. Þegar við kvöddum var Cheo færð hnefafylli af coca-blöðum í nesti. Þegar ég spurði hvort konur tyggðu ekki coca-blöð líka hlógu þeir og kváðu slíkt fjarri öllu lagi. Konur væru til að sauma „mochil- ur“ og hugsa um bömin. Það hljómar nokkuð þversagnakennt að í fijósemistrú þar sem helsta goð- magnið er kvenkyns skuli konum meinaður aðgangur að hofunum og þeim meinað að tyggja coca-blöð til að komast í samband við guðina. Nabusimake Eftir um það bil þriggja stunda kiifur tók leiðin að liggja niður í mót og að lokum birtist breiður, iðjagrænn dalur og þorpið eins og lítið dúkkuþorp fyrir miðju hans. Mjúklega löguð þök kofanna virtust mótuð með ijöllin að fyrirmynd, þama var vissulega unnt að tala um byggingarlist í samræmi við iandslagið umhverfís. Yfír þorpinu gnæfír hin gamla bygging Hettu- munkanna. Staðsetningin gefur greinilega til kynna að þama bjó valdið. Nabusimake var byggð rétt fyrir síðustu aldamót að kröfu munkanna en þorpið hefur í reynd aldrei verið fastur bústaður indíánanna. Þeir búa áfram uppi í íjöllunum í kring þar sem þeir hafa sína litlu ræktar- bletti og sína kofa til að búa í. Niður í þorpið koma þeir einungis til að afla vista og til ráðstefnuhalda. Þorpið var því hálfeyðilegt er okkur bar að garði, hlerar fyrir gluggum, slagbrandar fyrir dymm. Þögnin ein réð ríkjum. Kirkjan er lokuð en hún hefur einungis verið notuð til skólahalds eftir að heimamönnum tókst að flæma Hettumunkana á braut. Árið 1977 báðu Los Ijcas mann- fræðinginn Jon Landabum um aðstoð við að gjörbreyta mennta- kerfí því sem hafði verið þröngvað upp á þá. Óskuðu þeir eftir að fá sitt eigið ritmál svo þeir gætu kennt bömum sínum málið betur og hlúð að varðveislu þess. Þegar ritmálið væri fengið og bömin lærðu að lesa á eigin máli tjáðu þeir sig fúsa til að samþykkja kennslu í spænsku. Landabum ferðaðist um sveitir Los Ijcas og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væm þeir einungis reiðu- búnir til að meðtaka allar þær róttæku breytingar sem fylgja mundu í kjölfar ritmáls og lestrar- kunnáttu heldur myndi það senni- lega stórefla þjóðemisvitund þeirra. Eftir miklar rannsóknir málfræð- inga var haldið mánaðamámskeið fyrir hóp indíána, sem að lokinni harðri vinnu snem heim í fyöllin með eigið stafróf og eigin mál- fræði. Þrátt fyrir mótmæli ýmissa afla í Vallde d’Upar svo og Hettu- munkanna létu Los Ijcas engan bilbug á sér fínna og árið 1983 hertóku þeir trúboðsstöðina og flæmdu munkana burt. Hof sín endurreistu þeir á sömu stöðum og fyrr, hin hefðbundni klæðnaður þeirra öðlaðist fyrri virðingu. Eftir margra alda kúgun og niðurlæg- ingu virðist nú ríkja ný þjóðemisvit- und meðal þeirra og þeir em greinilega stoltir af því að vera af- komendur „hinna gömlu“. Hin ýmsu áhrif „menningarinnar“ í námunda við þorpið hafa land- eigendur frá Valle d’Upar tekið sér bólfestu svo og hópur kristinna indí- ána, sem snúið hafa baki við fortíð sinni og menningu og tekið upp ýmsa háttu hins hvíta manns, m.a. klæðaburð. Áhrif „menningarinn- ar“ dyljast engum, alls staðar er msl og sorp og þó sínu mest við dyr símstöðvarinnar, en einmitt þar fengum við leigt herbergi kennar- ans, sem skroppið hafði í frí til Vallde d’Upar (svéfnpokinn hans og náttfötin voru innifalin í leig- unni!). Kofar „Los Ijcas“ birtast allt í einu í gróðurþykkninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.