Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 99 Listahátíð er ekki einungis fyrirbæri sem lætur á sér kræla annað hvert ár heldur er alltaf í gangi u yrir þakklátum íistunnendum er Listahátíð að baki, en hún er þó ekki liðin fyrir öllum. Framkvæmda- stjórinn Rut Magnússon og samstarfsfólk hennar situr enn og gerir dæmið upp, reiknar með að sitja fram á haust, enda fyrirtækið umfangsmikið. Reikningar liggja enn ekki fyrir, en það er hægt að spyija Rut útúr um hvemig fyrir- tæki eins og Listahátíð komist upp, um framkvæmdina og hvaða lær- dóm megi af henni draga. Hvað megi fara betur og hvað henni er efst í huga í hátíðarlok. Rut kom sannarlega ekki reynslulaus inn í hátíðarhaldið, því hún hefur í mörg ár skipulagt tón- leika og meðal annars rekið Tónlist- arfélagið. Hún er því flestum hnút- um kunnug í þeirri grein, sem lítur að skipulagningu listviðburða. Sennilega ekki spillt fyrir í þetta skiptið, því hún var ekki kölluð til starfa fyrr en í ársbytjun 1987. Sá tími er heldur skemri en hefur oft tíðkast, því hugmyndin er sú, að nýr framkvæmdastjóri taki við haustið eftir afstaðna Listahátíð og er þá, auk Listahátíðar, ráðinn til að að skipuleggja Kvikmyndahátíð, sem er haldin það ár, sem Lista- hátíð er ekki haldin. En á hveiju byijaði fram- kvæmdastjórinn, þegar hann kom til starfa? „Formaður framkvæmdastjómar ber ábyrgð á listrænni stefnu og leggur línur að efni hátíðarinnar. Það var strax hafíst handa við að skrifa út og leita eftir listamönnum. En það eru ýmsis atriði, sem tak- marka svigrúmið. Form Listahátíð- ar setur ákveðnar skorður. Og í öðru lagi er ekki víst, að þeir lista- menn, sem við höfum áhuga á, séu lausir. Það streyma hingað alls kyns tilboð frá umboðs- og listamönnum um að koma fram, mest frá dans- og leikhópum. Við reynum að sigta þau athyglisverðustu úr og leita álits. Framkvæmdastjóm hátíðar- innar er líka ötul við þá leit. Auk þess fáum við ábendingar víða að og höfum auðvitað sjálf ákveðnar hugmyndir um hveija okkur langar að fá. Sendiráðin eru okkur einnig innanhandar, bæði að leita uppi áhugaverð atriði og eins við að komast í samband við listamenn." Af hverju ekki Placido Domingo? „Það kostar ekki ófá bréf að koma því heim og saman hver get- ' ur komið og þá hvenær. Vegna þess hve fresturinn var skammur að þessu sinni, enduðu því miður margar fyrirspumir á synjun vegna þess að viðkomandi var upptekinn. Það er til dæmis alltaf verið að spyija, hvers vegna söngvari eins og Placido Domingo sé ekki fenginn hingað, en skýringin er einmitt þessi. Hann er bókaður svo langt fram í tímann, að það er vonlítið að ná honum hingað með aðeins IV2 árs fyrirvara. Það hveijir koma svo á endanum er að hluta til háð tilviljunum og að hluta skipulagt. Við fórum strax að tala um að fá Penderecki á Listahátíð, fundum heimilisfang hans, en gekk illa að ná til hans. í nóvember gekk svo allt í einu allt upp og þá í gegnum stjómandann Gilbert Levine, sem yinnur með Penderecki í Póllandi. Þegar svo á endanum liggur fyr- ir hveijir koma, þá er heilmikil kúnst að raða dagskránni saman, jafna liðunum niður. Ekkert má stangast á, því hugmyndin er sú að það eigi að vera hægt að sækja allt, ef einhver vill.“ Val á íslensku efni Listahátíðar „Varðandi íslenska efnið, þá er fulltrúaráð Listahátíðar skipað full- trúum ýmissa félaga listamanna og annarra, sem sjá um listastarfsemi. Það er leifað til þeirra og þeir beðn- ir um uppástungur. Þetta er ein skýringin á því, hvers vegna það var svo mikið um myndlistarsýning- ar. Þar voru margir aðilar, sem lögðu fram athyglisverðar tillögur. Listahátíð styrkti sumar sýningarn- ar fjárhagslega og tók auk þess að sér að koma þeim á framfæri við fjöhniðla og kynna í dagskrá hátíð- arinnar. Það berst auðvitað mikið af uppá- stungum um íslenska tónlist og tón- listarmenn og það var nefnd sett á laggimar til að velja úr þeim, með tilliti til dagskrár, efnisvals o.s.frv. Að þessu sinni var kannski óvenju- mikið flutt af íslenskum verkum, mikið frumflutt og það er auðvitað ánægjulegt." Kemur til greina að Listahátíð panti verk frá tónskáldum? „Mér fyndist það koma vel til greina að það væri gert, sem sér- stakur liður hátíðarinnar, annað- hvort eitt stórt verk, eða nokkur minni verk, líkt og var með kvik- myndimar núna.“ Og þegar nær dregur, hveiju þarf þá að huga að? „Þegar dagskráin liggur nokkum veginn fyrir, þarf að huga að kynn- ingu hérlendis og erlendis, panta flug og gistingu fyrir erlenda lista- menn, skipuleggja hljóðfæraflutn- ing bæði milli landa og eins innan- bæjar og fleira og fleira þarf að gera. Við reyndum að gera ná- kvæma tímaáætlun og negla allt eins fast niður og hægt var, svo allir sem unnu með okkur, vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera, hvemig og hvenær. Það veitti ekki af þessu, því þegar Listahátíð byij- ar er ekki tími til neins annars en þess sem kemur upp jafnóðum. Vinnan síðustu tvö mánuðina fyrir hátíðina var gífurleg. Auk þess sem ég nefndi áðan, þá þurfti að huga að bæklingagerð, útbúa kynningarbæklinga með dag- skránni, útbúa aðaldagskrá.og efn- isskrár, safna þessu efni saman, ásamt myndum. Sonja B. Jóns- dóttir sá um allt sem laut að fjöl- miðlunum og Sigríður H. Jónsdóttir var móttökustjóri. Við reyndum að skipuleggja mót- töku listamannanna sem best, því við töldum mikilvægt að gera vel við þá, svo þeim liði vel og það er númer eitt. Það var yfirleitt tekið á móti listamönnunum á flugvellin- um og séð um að koma þeim á hótelin. Þar beið þeirra svo bréf með símanúmerum starfsfólks há- tíðarinnar, upplýsingum um æfin- gatíma og -stað 0g annað, sem þeir þurftu að vita. Svo má ekki gleyma að reyna að gera viðskipta- vinum okkar til hæfis og við erum heppin með miðasölufólkið, sem hefur sumt starfað við Listahátíð frá upphafí." Knúið dyra hjá einkaf ramtakinu „í þetta skiptið var ákveðið að leita eftir því, sem á ensku heitir „sponsorship", styrktaraðilum. Tíu fyrirtæki studdu hátíðina og fram- lags þeirra var getið í efnisskrám og auglýsingar þeirra voru þar. Það var okkur mjög mikilvægt að hafa þessa bakhjarla, bæði vegna fjár- framlagsins, en ekki síður vegna þess áhuga, sem þeir sýndu okkur. Vonandi kemur það sér líka vel fyrir þá að tengjast okkur á þennan hátt.“ Hvað er að segja um aðsóknina? „Ef listapoppið er dregið frá, þá var aðsóknin heldur meiri en hún var á hátíðina 1986, milli sextán og sautján þúsund manns fyrir utan Chagall-sýninguna. A Picasso-sýn- iguna komu 12.511 og það stefnir í svipaða aðsókn á Chagall-sýning- una. Listapoppið var ekki nærri eins vel sótt núna og á síðustu hátíð. Ég held að skýringin sé sú, að það hefur verið svo mikið um erlenda popptónlistarmenn hér undanfarið og virðist ekkert lát á. Áður fyrr voru heimsóknir slíkra mann sjald- gæfar." Popptónleikar á Listahátíð? Finnst þér ástæða til að Lista- hátíð haldi alltaf popptónleika? Morgunblaðið/Einar Falur Rætt yið Rut Magnússon framkvæmdastjóra Listahátíðar „Nei, í raun ekki. Eg sé enga ástæðu til að það sé kvöð á hátíð- inni að halda popptónleika, nema að það fáist einhver stórnöfn, sem kæmu hingað tæplega annars. Mér fínnst að það eigi að gilda það sama um popptónlist og aðra viðburði, að á Iistahátíð á fyrst og fremst að reyna að fá það, sem annars gefst ekki tækifæri til að sjá og heyra hér. En þetta verður erfíðara og erfiðara vegna þess hvað það er allt öðruvísi umhorfs í listalífí hér en þegar Listahátíð tók til starfa 1970. Menningarlífið hér yfír vetur- inn, til dæmis í tónlistinni, er svipað og dagskrá Listahátíðar var á fyrstu árum hátíðarinnar. Og mér finnst að það eigi að gilda það sama í poppinu og öðru, velja það besta, en láta það eiga sig ella.“ Undirbúningur að næstu Lista- hátíð, hvemig gengur hann fyrir sig?. „I fulltrúaráði Listahátíðar eiga sæti fulltrúar um tuttugu félaga. Borgarstjóri og menntamálaráð- herra skiptast á að vera formenn ráðsins og næst verður það borgar- stjóri. Fimm manna framkvæmda- stjóm er skipuð þremur úr ráðinu, auk formanns, sem borgarstjóri skipar næst og varaformanns, sem ráðherra skipar þá. Þetta er kerfið að baki Listahátíðar. Á fundi nú í ágúst eða september verður svo valinn ný framkvæmdastjóm, og formaður hennar ræður síðan fram- kvæmdastjóra. En við verðum að fram í september að ganga frá. Listahátíð er ekki einungis fyrir- bæri, sem lætur á sér kræla annað hvert ár, heldur er alltaf í gangi.“ Eru tvö ár eða minna nægilegur undirbúningur fyrir Listahátíð? Eftirsóttir listamenn em bókaðir langt fram í tímann og nú er verið að fara af stað að skipuleggja Lista- hátíð 1990. Þyrfti ekki að fara að skipuleggja Listahátíð 1992 fljót- lega, ef vel á að vera? „Þegar við vomm að spyijast fyrir um ýmsa listamenn, sem reyndust svo bókaðir nú í vor, þá var okkur stundum boðið að fá þá 1990, en við töldum okkur ekki hafa umboð til að negla niður eitt eða neitt fyrir þá hátíð. En óneitan- lega var freistandi að láta taka frá daga. Það væri mun auðveldara að vinna ekki aðeins eitt og hálft ár fram í tímann, heldur tvö eða fjög- ur ár. Margar stórar hljómsveitir em til dæmis þegar búnar að skipu- leggja tónlistarferðir fyrir árin 1990 og 1992, svo það er auðvelt að fá upplýsingar um hveijar fljúga hér yfír þá. Það er gott að vera búin að hafa samband við þær í tíma, áður en farið er að bóka flug og annað, sem er ekki hægt að breyta. En að vissu leyti útilokar of stíf skipulagning kannski líka ýmislegt annað, sem kemur upp í hendur okkar á síðustu stundu.“ Hvað með tímasetningu Lista- hátíðar, sumir nefna haustið sem heppilegri tíma? „Júní er tími listahátíða, sem kannski hjálpar okkur en þó ekki endilega að öllu leyti. Þegar er litið á atriði listahátíða víðs vegar um heiminn, þá koma sömu nöfnin mjög víða fyrir. Við emm þá að keppa við marga um sama fólkið. Sumir geta boðið meiri greiðslur, en það er ekki síst tíminn sem skipt- ir um máli. Tónlistamaður, sem ákveður að koma hingað, nær þá kannski aðeins einum tónleikum á þremur dögum, en í Evrópu getur hann kannski haldið tvenna, jafnvel þrenna á sama tíma. Söngvarar við stóm ópemhúsin em oft bundnir á ferðalögum í júní, því mörg húsin leggja land undir fót þá. Á sumrin emm við líka að keppa á dýmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.