Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 37
 Láttu Polarís vísa þér veginn — sólarströnd og London / sömu ferð- FERÐASKFUFSTÖFAN MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 ÚTSALAN HEFST Á MÁNUDAGINN 40-70% afsláttur. í Nabusimake vorum við í tvo daga og nutum veðurblíðunnar. Ekki urðum við mikið vör við þorps- búana. Við ræddum mest við afgreiðslumanninn í kaupfélaginu þeirra. Alltaf var hann með troðinn gúlinn af coca-blöðum, hovrt heldur var klukkan níu að morgni eða fimm síðdegis. Heldur var úrvalið fátæk- legt í þessu blessaða kaupfélagi, áfengir drykkir og sardínur í dósum voru það sem fyllti hillur búðarinn- ar. Áfengisvandamál eru tíð meðal indíánanna og landeigendur hafa löngum notað sér áfengi sem kúg- unartæki á innfæddum. Forðum greiddu þeir vinnulaun einkum í áfengum drykkjum. Hvíti maðurinn hefur alla tíð beitt þessu skæða vopni til að brjóta niður menningu innfæddra og þekkjum við þá sögu úr flestum löndum álfunnar. Leið- togar innfæddra hér í Sierra Nevada hafa lengi reynt að hamla gegn áfengisneyslunni og má nefna sem dæmi þegar „hinn mikli mama“ Ignacio bannaði sínu fólki að nota áfengi, vindlá og sígarettur árið 1950. Morð í morgixnsárið Síðasti dagurinn í Nabusimake rann upp. Við höfðum ákveðið að taka jeppann niður til Pueblo Bello þar sem við vissum að niðurgangan yrði uppgöngunni ekki auðveldari. Fyrir framan símstöðina hafðu belju verið slátrað um morguninn og þar hjá stóð önnur kýr og baulaði átak- anlega og grét þá dauðu. Andrúmsloftið var hlaðið spennu. Allir virtust þungir á brún og undar- legir í bragði. En það var ekki fyrr en við komum á staðinn þar sem jeppinn átti að taka okkur að við heyrðum fréttina. Maðurinn sem hafði selt okkur nokkur egg kvöldið áður hafði verið myrtur um nóttina. Hann hafði setið hinn rólegasti með dóttur sína í fanginu er þrír menn ruddust skyndilega inn í kofann og skutu hann mörgum skotum. Hin indíánska kona hans stökk til fjalla í skjóli myrkurs en tilræðismennim- ir gengu hinir rólegustu í burtu. Sumir vildu kenna skæruliðum um ódæðið, aðrir ákveðnum land- eigendum og enn aðrir töluðu um blóðhefnd þar sem maður þessi var sagður hafa átt sök á dauða manns fyrir þremur árum. Hvað svo sem olli verknaði þessum þá leyndu áhrifin sér ekki þennan morgun. Allir þeir sem ekki áttu fasta bú- setu í Nabusimake vildu nú forða sér hið bráðasta. Jeppinn kom upp- eftir og neitaði bflstjórinn að fara nema eina ferð er hann frétti hvað gerst hafði. Eldra fólk og börn fylltu jeppann og eftir vorum við, tvær kólumbískar stúlkur og þrír Svisslendingar. Var því ekki um annað að ræða en hefja gönguna niður. Nabusimake var kvatt með trega. Á leiðinni áðum við hjá Aliciu og vorum þar kvödd með virktum og boðin hjartanlega velkomin aftur. Undir kvöld náðum við loks til Pu- eblo Bello og var það meira af vilja en mætti að komast á þann leiðar- enda. Sierra Nevada hefur nú verið friðlýst til vemdar innfæddum. Vaxandi þjóðemiskennd indíánanna eykur sífellt þann flokk þeirra sem telur sig eiga rétt á bjartari framtíð. Indíánaættbálkamir í Sierra Nevada em enn taldir í útrýmingar- hættu en losni þeir undan menn- ingaroki Hettumunkanna og landagræðgi jarðeigenda auðnast þeim kannski sú framtíð er þeir eiga fullan rétt á. En -verði gæfan þeim jafn óhallkvæm og hingað til kann svo að fara að orð „el mama“ Martins Barrios frá Maruamake rætist, en hann var eitt sinn spurð- ur hvað þeir mundu gera ef landeig- endur héldu áfram að þrengja að þeim. Hann svaraði: „Við fömm bara ofar í fjöllin!11 „Og ef þeir halda enn áfram að þrengja að ykkur?" „Þá fömm við upp í snjóinn og þaðan upp í himininn." Höfundur er við myndlistarnim / Cartagena. Citroén- og Saab-eigendur Þjónustuverkstæði okkar fyrir Citroen- og Saab- bifreiðar verða lokuð vegna sumarleyfa frá og með 25. júlí til 5. ágúst nk. Reynt verður að sinna neyðartilfellum á þessu tíma- bili. Við vonum að þetta valdi viðskiptavinum okkar sem minnstum óþægindum og óskum þeim góðrar ferðar í sumarleyfið. G/obusi Nú geturþú kryddad sólarlandaferðina með viðkomu í London á heimleiðinni. í haust verður Polaris með 1-2ja eða 3ja vikna ferðir til Mallorca og Ibiza sem gefa þér kost á að slaka vel á í sólinni og njóta síðan þess sem heimsborgin London hefurupp á að bjóða. Verð frá kr. 26.303- Miðað við brottför 23. október til Alcudia á Mallorca. 4 fullorðnir í íbúð í 7 nætur. Dvöl í London að eigin vali. Gistikostnaður þar ekki innifalinn, né heldur flugvallaskattur. STRIK/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.