Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 .
33
Gagnrýni Bandaríkjamanna hef-
ur harðnað á ný eftir árásina á
City of Poros og síðan bandaríski
flotamálafulltrúinn í Aþenu, Will-
iam Nordeen kapteinn, var myrtur
með bílsprengju hálfum mánuði
áður. Annar bandarískur kapteinn,
yfírmaður CIA í Aþenu, fleiri út-
lendingar og grískir kaupsýslumenn
hafa verið vegnir í Grikklandi á
síðari árum.
ISABELLE BISMUTH OG MOHAMED SOJOD: Hættuleg kynni.
Grikkir leggja ofurkapp á að fulff1
vissa útlendinga um að allt sé gert
til að tryggja öryggi þeirra. Ýmis-
legt hefur verið lagfært og aðstaða
Grikkja er að sumu leyti erfið vegna
legu landsins. Síðustu atburðir
kunna að verða til þess að öryggi
verði enn hert og barátta gegn
hryðjuverkamönnum efld.
GH
ast hafa verið óánægðir með að-
gerðarleysi hans.
Starfsmenn grísku leyniþjón-
ustunnar sögðu strax að Sojod virt-
ist lengi hafa verið félagi í samtök-
um Abu Nidals. Þótt talið sé víst
að Khadar sé ennþá liðsmaður sam-
takanna kannar gríska lögreglan
einnig þann möguleika að hann
hafí gengið í einhver önnur arabísk
hryðjuverkasamtök. Hún segir að
það sé að miklu leyti formsatriði
og bandarískur sérfræðingur, Eug-
ene Mastrangelo, bendir á að sam-
tök Abu Nidals breyti gjarnan um
nafn. Því telur hann mikilvægt að
Abu Jihad-deildin, sem enginn
kannast við, lýsti sök á hendur sér.
Annar bandarískur sérfræðingur,
Robert Kuperman, telur að annað-
hvort Nidal eða skyld samtök hafí
staðið fyrir árásinni.
Sumir telja að sættir Sýrlendinga
og Arafats eftir morðið á Abu Jihad
kunni að hafa verið kveikjan að
árásinni á City of Poros, en Nidal
hefur verið Grikkjum óþægur ljár
í þúfu síðan 1982. í nóvember það
ár var einn helzti samstarfsmaður
hans, Osamah Abdel al-Zomar,
handtekinn þegar hann kom yfir
landamærin frá Tyrklandi í Merced-
es-bifreið, sem var með svo mikið
af plastsprengjum að hún var kölluð
„sprengja á hjólum".
Einum mánuði áður hafði átta
ára gamall drengur beðið bana og
37 særzt í sprengjuárás á bænahús
gyðinga í Róm, sem al-Zomar tók
þátt í. Grikkir neituðu að framselja
al-Zamor ítölum til að styggja ekki
Abu Nidal og hann er enn í haldi
í Grikklandi.
Seinna handtóku Grikkir annan
stuðningsmann Nidals, Amar
Mabrouki, sem hafði reynt að
myrða einn jórdanskan erindreka í
Aþenu. Hann var dæmdur í 10 ára
°g tveggja mánaða fangelsi 1986.
Þriðji stuðningsmaður Abu Nid-
als, Samir Salameh, var handtekinn
í ágúst 1985 fyrir að hafa vopn
ólöglega undir höndum og ætla að
nota þau. Hann var sendur til Líbýu
í apríl 1987.
Leynimakk
í október 1987 hermdi New York
Times að Bandaríkjastjóm væri æf
út í Grikki vegna þess að hafa sa-
mið við Abu Nidal um að Grikk-
landi yrði hlíft við hryðjuverkum
gegn því að hryðjuverkamenn í
grískum fangelsum yrðu látnir laus-
ir. Andreas Papandreou forsætis-
ráðherra flýtti sér að bera fréttina
til baka og krafðist þess að Banda-
ríkjamenn bæðust afsökunar. Sér-
fræðingar í Aþenu telja þó að ein-
hveijir úr sósíalistaflokki Pap-
andreous, PASOK, hafi tekið þátt
í slíkum viðræðum við Palestínu-
menn.
Hinn 25. maí var palestínski
hryðjuverkamaðurinn Mohamed
Rashid, sem er talinn samstarfs-
PAPANDREOU FORSÆTISRÁÐHERRA OG ÞJÁÐUR SVÍI: Linkind
við hryðjuverkamenn?
FARÞEGA HJÁLPAÐ í LAND: Vel undirbúin árás fór úrskeiðis.
MEHIEDDINE MEHRI:
bana í Datsun-bilnum.
Beið
í hótelherbergi Khadars fundust
líbýskt og líbanskt vegabréf, tveir
farmiðar með flugvél frá SAS, og
peningar í gjaldmiðlum Líbýu, Sýr-
lands, Júgóslavíu, Líbanons, Italíu,
Finnlands, Póllands, Bólivíu, Búlg-
aríu, Túnis og Kýpur. í öðrum felu-
stað hans fundust ferðatöskur, sem
sýndu að þær höfðu verið notaðar
til að flytja plastsprengjur, trúlega
þær sem sprungu í Datsun-bílnum
og átti að koma fyrir í City of Por-
os. Þar fundust einnig vír í
sprengjuútbúnað, minnismiðar og
ljósmyndir.
Með árásinni á City ofPoros virð-
ist Abu Nidal hafa viljað „refsa“
Grikkjum fyrir að handtaka Rashid
vegna þrýstings Bandaríkjamanna,
koma í veg fyrir að hann yrði fram-
seldur og fá al-Zomar og Mabrouki
leysta úr haldi. Árásin kann einnig
að hafa verið „viðvörun" til Pakisfap
ana, sem hafa dæmt fímm af mönm
um Nidals til dauða.
Áætlunin fór út um þúfur þegar
Datsun-bifreiðin sprakk í loft upp
skömmu áður en CityofPoros lagð-
ist að bryggju. Sjónvarp er í feij-
unni og mynd af bílflakinu var sýnd
í sjónvarpsfréttum kl. 6.30 e.h.
Tuttugu mínútum síðar létu Sojod
og félagar hans til skarar skríða
samkvæmt „varaáætluninni". Að
sögn Observers kann hann að hafa
haldið að ísraelska leyniþjónustóTl
Mossad hefði komið fyrir sprengju
í bílnum.
Hallir undir PLO
Grikkir hafa haft vinsamlegt
samband við Palestínumenn til að
tryggja að land þeirra verði ekki
vettvangur hryðjuverka. Þegar
Papandreou forsætisráðherra barð-
ist gegn grísku herforingjastjóm-
inni í kringum 1970 fengu stuðn-
ingsmenn hans herþjálfun í búðum
PLO í Líbanon og síðan hefur flokk-
ur hans, PASOK, staðið í nánum
tengslum við PLO. A.M. Rosenthal,
dálkahöfundur The New York
Times, segir að a.m.k. tveir hátt-
settir menn í grísku öryggisþjóri'^’
ustunni hafi staðið í nánu sambandi
við hreyfíngar hryðjuverkamanna
um árabil.
Leynilegt samband grískra emb-
ættismanna og hópa hryðjuverka-
manna hefur vakið tortryggni og
önnur ríki hafa vantrú á baráttu
þeirra gegn hryðjuverkum. Tilraun-
ir til að hafa hendur í hári leiðtoga
17. nóvembers hafa engan árangur
borið og Bandaríkjastjóm hefur oft
gagnrýnt Grikki fyrir linkind við
hryðjuverkamenn. Þegar farþega-
þotu flugfélagsins TWA var rænt
1985 réð Ronald Reagan forseti
Bandaríkjamönnum frá því að ferð-
ast til Grikklands og Grikkir urðu^
fyrir miklu fjárhagstjóni.
ABU NIDAL: Sérfræðingilr í
miskunnarlausum árásum.
maður Abu Nidals, handtekinn þeg-
ar hann kom til Áþenu, sennilega
vegna ábendingar Bandaríkja-
manna. Hann var með falsað sýr-
lenzt vegabréf og það gat bent til
þess að hann væri á vegum Abu
Nidals, því að Sýrlendingar styðja
hann. Samkvæmt heimildum Wall
Street Journal er Rashid háttsettur
í samtökum Hawaris ofursta, en
ekki samtökum Nidals, en banda-
ríski sérfræðingurinn Mastrangelo
telur ekki útilokað að hann sé í
báðum þessum samtökum.
Margt bendir til þess að Rashid,
sem hefur verið dæmdur fyrir eitur-
lyfjasmygl og kveðst heita Mo-
hamed Hamdan, hafi komið gagn-
gert til að semja við grísku stjórn-
ina. Bandaríkjamenn kröfðust þess
hins vegar strax að hann yrði fram-
I seldur vegna þess að hann er talinn
MOHAMED RASHID: Maðurinn
sem átti að bjarga úr grísku
fangelsi.
hafa komið fyrir sprengjum í far-
þegaþotum PanAm og TWA 1982
og 1986. Þremur dögum eftir árás-
ina á City of Poros var hann dæmd-
ur í sjö mánaða fangelsi fyrir að
koma ólöglega til Grikklands.
Hef ndaraðger ð
Khadar kom síðan til Grikklands
1. júní frá Kaupmannahöfn og not-
aði líbýskt vegabréf. Hann gisti á
hóteli í hverfí, þar sem margir arab-
ískir stjórnarerindrekar og kaup-
sýslumenn búa, og vakti því enga
athygli. Grikkir segja að hann hafi
stjómað ferðum hryðjuverkamann-
anna. Hann tók fjóra bíla á leigu
og notaði ökuskírteini frá Kuwait.