Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 43 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sjúkraþjálfarar Til leigu nú þegar eða síðar í haust aðstaða í rúmgóðri endurhæfingastöð ásamt tækjum og þjónustu. Ráðning í heilt- eða hlutastarf kemur einnig til greina. Endurhaefingastöðin, Glerárgötu 20, Akureyri, sími 96-25616. Lögfræðiskrifstofa Starfskraftur óskast á lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði. Reynsla í almennum skrifstofu- og bókhaldsstörfum mjög æskileg og kunn- átta í Word-ritvinnuslukerfi skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. ágúst-1. september. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. júlí merktar: D - 8740“. Siglufjörður Á barnaheimili Siglufjarðar er laus staða for- stöðukonu og fóstru á deild 2ja-6 ára barna og staða fóstru á deild 3ja-6 ára barna. Fóstrumenntun eða önnur uppeldisfræðileg menntun áskilin. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 96-71700 og heimasíma 71216. Bæjarstjórinn á Siglufirði. 35 ára og eldri - nýtt og skemmti- legt starf Erum að opna stofu í Austurbænum og í Breiðholti með styrkingar- og grenningar- bekkjum sem er nýjung hér á landi. Við leit- um að ábyggilegum og hressum starfskröft- um, 35 ára og eldri, til að sjá um leiðsögn og afgreiðslu. Vinnutími mánudag til föstu- dags. Vaktavinna, tvískipt, frá kl. 11-23. Upplýsingar í síma 687701, mánudag frá kl. 13.30-14.30. Hreyfing sf. Vanir sölurrienn Þekkt ferðaskrifstofa í Reykjavík hyggst ráða tvo vana sölumenn til starfa sem fyrst. Reynsla í ferðaskrifstofustörfum - helst sölu- störfum - eða reynsla af farmiðasölu hjá flug- félögum er algjört skilyrði. Hér er einungis verið að leita að fólki sem hefur til að bera áhuga á ferðastarfsemi, lipra þjónustulund, vilja og metnað til að ná ár- angri, að ógleymdum sölumannshæfileikum og aðlaðandi framkomu. Leitað er að sölumönnum á aldrinum 25-40 ára. Einungis fullt starf kemur til greina. Störfum þessum fylgja námskeið og þjálfun ásamt kynnis- og námsferðum til útlanda. Málakunnátta er óhjákvæmileg svo og reynsla af vinnu við tölvur. Góð laun og hlunnindi eru í boði fyrirtrausta og reglusama sölumenn sem eiga gott með að umgangast fólk. Umsóknir þurfa að vera ítarlegar og vandað- ar. Þær verði sendar auglýsingadeild Mbl. sem fyrst og eigi síðar en 5. ágúst nk. merkt- ar: „Vanir sölumenn - 14538". Við heitum algjörum trúnaði. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Hvernig litist ykkur á að koma til liðs við okkur á Húsavík? Okkur vantar hjúkrunar- fræðinga til starfa í haust. Kynnið ykkur kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Tölvari Reiknistofnun Háskólans óskar eftir að ráða tölvara til þess að annast tengingar not- enda, útprentanir og segulbandavinnslur. Æskilegt er að tölvarinn hafi menntun af tölvubraut iðnskóla eða í rafiðnum og að hann geti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir þurfa að berast eigi síðar en föstudaginn 5. ágúst. Reiknistofnun Háskólans, Hjarðarhaga 2, 107 Reykjavík. Kennarar - Kennarar - Kennarar í Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðar^ djúp er mjög góð aðstaða til kennslu og mikil vinna fyrir fólk, sem vill standa í slíku starfi. Okkur bráðvantar tvo kennara til að kenna ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði í 9. bekk og samfélagsgreinar. Mjög gott, ódýrt húsnæði, frír hiti. Þeir, sem áhuga hafa eða vildu forvitnast um störfin, vinsamlegast hafið samband í símum 94-4840 og 94-4841, eða skriflega. Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri. Ræsting frá kl. 9-16 Við leitum að ræstitækni með reynslu í ræsti- störfum ásamt því að sjá um kaffistofu. Við bjóðum gott vinnuumhverfi og mánaðar- laun kr. 45.500. Læknaritari óskast á heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi sem fyrst. í starfinu felst vélritun og tölvu- vinnsla. Góð starfsaðstaða og góður starfs- andi. Uppl. gefur læknafulltrúi í síma 612070. Símavarsla - Ritari Okkur vantar starfskraft til símavörslu og ritarastarfa. Upplýsingar um menntun og fyrri störf legg- ist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Símavarsla - 4319“ fyrir 30. júlí. Hafnarfirði. Hárskera vantar Hárskera vantar á stofuna hjá Hársnyrtingu Villa Þórs strax. Upplýsingar í símum 34878 á daginn og 43443 á kvöldin. & Mosfellsbær Fóstrur óskast til starfa á dagheimilið Hlíð og leik- skólann Hlaðhamra. Laun samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Dagvistarpláss á staðnum. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 666218, forstöðumaður Hlíðar, María, í síma 667375 og forstöðumaður Hlaðhamra, Ólafía, í síma 666351. Kvenfataverslun Við erum í miðbænum og óskum eftir starfs- fólki strax á aldrinum 35-60 ára. Vinnutími frá kl. 10-14. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknum með upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 18 þann 27. júlí nk. merktar: „NS - 13123". Dagvistarheimilið Efstahjalla Lausar stöður Ráðskonu vantar í afleysingu. Fóstrur eða starfsmenn í heilar og hálfar stöður. Hafið samband við forstöðumann í síma 46150 og kynnið ykkur aðstæður. Umsókn- um skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. Atvinna bflasala - notaðir bflar Sölumaður óskast til framtíðarstarfa á bíla- sölu íborginni, reglusemi og stundvísi áskilin. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. júlí nk. merktar: „Bílasala - 4323“. P.s. Meðmæli eru æskileg. Blönduvirkjun Óskum eftir að ráða laghenta menn til steypuviðgerða og húsasmiði í mótavinnu. Mikil vinna. Frítt fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 95-4055 og 95-4054. ísmót Kennarar athugið! Við grunnskólann á Hofsósi í Skagafirði eru lausar kennarastöður. Um er að ræða kennslu yngri barna, mynd- og handmennt, og dönskukennslu. Alls um 50 stundir. Nemendur í skólanum eru um 80 talsins á öllu grunnskólastiginu og bekkjastærðir mjög við- ráðanlegar. Húsnæði fylgir kennarastöðunum. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri (Svandís) í síma 95-6395 (heima) og 95-6346 (skóli) og formaður skólanefndar (Pálmi) í síma 95-6374 (heima) og 95-6400 (vinna).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.