Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 43

Morgunblaðið - 24.07.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 43 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sjúkraþjálfarar Til leigu nú þegar eða síðar í haust aðstaða í rúmgóðri endurhæfingastöð ásamt tækjum og þjónustu. Ráðning í heilt- eða hlutastarf kemur einnig til greina. Endurhaefingastöðin, Glerárgötu 20, Akureyri, sími 96-25616. Lögfræðiskrifstofa Starfskraftur óskast á lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði. Reynsla í almennum skrifstofu- og bókhaldsstörfum mjög æskileg og kunn- átta í Word-ritvinnuslukerfi skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. ágúst-1. september. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. júlí merktar: D - 8740“. Siglufjörður Á barnaheimili Siglufjarðar er laus staða for- stöðukonu og fóstru á deild 2ja-6 ára barna og staða fóstru á deild 3ja-6 ára barna. Fóstrumenntun eða önnur uppeldisfræðileg menntun áskilin. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 96-71700 og heimasíma 71216. Bæjarstjórinn á Siglufirði. 35 ára og eldri - nýtt og skemmti- legt starf Erum að opna stofu í Austurbænum og í Breiðholti með styrkingar- og grenningar- bekkjum sem er nýjung hér á landi. Við leit- um að ábyggilegum og hressum starfskröft- um, 35 ára og eldri, til að sjá um leiðsögn og afgreiðslu. Vinnutími mánudag til föstu- dags. Vaktavinna, tvískipt, frá kl. 11-23. Upplýsingar í síma 687701, mánudag frá kl. 13.30-14.30. Hreyfing sf. Vanir sölurrienn Þekkt ferðaskrifstofa í Reykjavík hyggst ráða tvo vana sölumenn til starfa sem fyrst. Reynsla í ferðaskrifstofustörfum - helst sölu- störfum - eða reynsla af farmiðasölu hjá flug- félögum er algjört skilyrði. Hér er einungis verið að leita að fólki sem hefur til að bera áhuga á ferðastarfsemi, lipra þjónustulund, vilja og metnað til að ná ár- angri, að ógleymdum sölumannshæfileikum og aðlaðandi framkomu. Leitað er að sölumönnum á aldrinum 25-40 ára. Einungis fullt starf kemur til greina. Störfum þessum fylgja námskeið og þjálfun ásamt kynnis- og námsferðum til útlanda. Málakunnátta er óhjákvæmileg svo og reynsla af vinnu við tölvur. Góð laun og hlunnindi eru í boði fyrirtrausta og reglusama sölumenn sem eiga gott með að umgangast fólk. Umsóknir þurfa að vera ítarlegar og vandað- ar. Þær verði sendar auglýsingadeild Mbl. sem fyrst og eigi síðar en 5. ágúst nk. merkt- ar: „Vanir sölumenn - 14538". Við heitum algjörum trúnaði. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Hvernig litist ykkur á að koma til liðs við okkur á Húsavík? Okkur vantar hjúkrunar- fræðinga til starfa í haust. Kynnið ykkur kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Tölvari Reiknistofnun Háskólans óskar eftir að ráða tölvara til þess að annast tengingar not- enda, útprentanir og segulbandavinnslur. Æskilegt er að tölvarinn hafi menntun af tölvubraut iðnskóla eða í rafiðnum og að hann geti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir þurfa að berast eigi síðar en föstudaginn 5. ágúst. Reiknistofnun Háskólans, Hjarðarhaga 2, 107 Reykjavík. Kennarar - Kennarar - Kennarar í Héraðsskólanum í Reykjanesi við ísafjarðar^ djúp er mjög góð aðstaða til kennslu og mikil vinna fyrir fólk, sem vill standa í slíku starfi. Okkur bráðvantar tvo kennara til að kenna ensku, dönsku, íslensku, stærðfræði í 9. bekk og samfélagsgreinar. Mjög gott, ódýrt húsnæði, frír hiti. Þeir, sem áhuga hafa eða vildu forvitnast um störfin, vinsamlegast hafið samband í símum 94-4840 og 94-4841, eða skriflega. Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri. Ræsting frá kl. 9-16 Við leitum að ræstitækni með reynslu í ræsti- störfum ásamt því að sjá um kaffistofu. Við bjóðum gott vinnuumhverfi og mánaðar- laun kr. 45.500. Læknaritari óskast á heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi sem fyrst. í starfinu felst vélritun og tölvu- vinnsla. Góð starfsaðstaða og góður starfs- andi. Uppl. gefur læknafulltrúi í síma 612070. Símavarsla - Ritari Okkur vantar starfskraft til símavörslu og ritarastarfa. Upplýsingar um menntun og fyrri störf legg- ist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Símavarsla - 4319“ fyrir 30. júlí. Hafnarfirði. Hárskera vantar Hárskera vantar á stofuna hjá Hársnyrtingu Villa Þórs strax. Upplýsingar í símum 34878 á daginn og 43443 á kvöldin. & Mosfellsbær Fóstrur óskast til starfa á dagheimilið Hlíð og leik- skólann Hlaðhamra. Laun samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Dagvistarpláss á staðnum. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 666218, forstöðumaður Hlíðar, María, í síma 667375 og forstöðumaður Hlaðhamra, Ólafía, í síma 666351. Kvenfataverslun Við erum í miðbænum og óskum eftir starfs- fólki strax á aldrinum 35-60 ára. Vinnutími frá kl. 10-14. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknum með upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 18 þann 27. júlí nk. merktar: „NS - 13123". Dagvistarheimilið Efstahjalla Lausar stöður Ráðskonu vantar í afleysingu. Fóstrur eða starfsmenn í heilar og hálfar stöður. Hafið samband við forstöðumann í síma 46150 og kynnið ykkur aðstæður. Umsókn- um skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs. Atvinna bflasala - notaðir bflar Sölumaður óskast til framtíðarstarfa á bíla- sölu íborginni, reglusemi og stundvísi áskilin. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. júlí nk. merktar: „Bílasala - 4323“. P.s. Meðmæli eru æskileg. Blönduvirkjun Óskum eftir að ráða laghenta menn til steypuviðgerða og húsasmiði í mótavinnu. Mikil vinna. Frítt fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 95-4055 og 95-4054. ísmót Kennarar athugið! Við grunnskólann á Hofsósi í Skagafirði eru lausar kennarastöður. Um er að ræða kennslu yngri barna, mynd- og handmennt, og dönskukennslu. Alls um 50 stundir. Nemendur í skólanum eru um 80 talsins á öllu grunnskólastiginu og bekkjastærðir mjög við- ráðanlegar. Húsnæði fylgir kennarastöðunum. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri (Svandís) í síma 95-6395 (heima) og 95-6346 (skóli) og formaður skólanefndar (Pálmi) í síma 95-6374 (heima) og 95-6400 (vinna).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.