Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988
45
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kennarar athugið!
Við Laugaskóla í Dalasýslu eru lausar til
umsóknar tvær kennarastöður. Kennslu-
greinar m.a. ísl. og erl. mál.
Allar upplýsingar um stöðuna veitir Guðríður
Aadnegard, yfirkennari, í síma 91-51459 eða
93-41363.
Umsóknarfrestur er til 4. ágúst.
Frá 1.sept.-kl. 12-18
Skipulögð - sjálfstæð
Okkur vantar góða heimilishjálp í vetur, 3
börn á skólaaldri. Vinnutími frá kl. 12-18
(sveigjanlegur. Herbergi og fæði getur fylgt
ef þarf.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„A - 2931“ fyrir 10. ágúst.
Fóstrur
Fóstrur óskast á leikskólann Sólvelli, Seyðis-
firði frá og með 22. ágúst.
Upplýsingar gefnar hjá bæjarstjóra í síma
97-21303 fram að 22. ágúst, en eftir þann
tíma hjá forstöðumanni (Ingibjörg) í síma
97-21350.
Fjármálastjóri
Stórt fyrirtæki á sviði útflutnings og fram-
leiðslu óskar eftir að ráða fjármálastjóra.
Revnsla á sviði fjármála, stjórnunar, bók-
halds eða endurskoðunar skilyrði.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „B - 2932“ fyrir 1. ágúst.
Vélstjóri óskast
1. vélstjóri óskast á togara frá Keflavík.
Æskilegt er að hann hafi 1500 kw réttindi
og geti hafið störf í september.
Upplýsingar í símum 92-11200 og 92-13996
á kvöldin.
Grunnskólinn
Sandgerði
Kennara vantar við Grunnskólann Sand-
gerði. Kennslugreinar: Stærðfræði, smíði og
almenn kennsla. Húsnæðisfyrirgreiðsla.
Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson,
skólastjóri í síma 92-37436 og Ásgeir Bein-
teinsson, yfirkennari í síma 92-37801.
Rekstrartækni-
fræðingur
nýkominn úr námi frá Danmörku óskar eftir
atvinnu. Allt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 96-23118.
Sumarafleysingar
Herraríki vantar starfsmann í sumarafleys-
ingar við fatabreytingar.
Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri í
síma 13505 eða 14303.
Snorrabraut 56, « 13505 og 14303
„Au pair“
18 ára eða eldri óskast í byrjun sept., til eins
árs dvalar í London til að gæta tveggja barna
á ensku heimili.
Nánari upplýsingar í síma 92-68074.
Bókari
- Austurland
Við leitum að bókara fyrir einn af umbjóðend-
um okkar. Um er að ræða starf í fyrirtæki á
Austurlandi, sem stundar fiskvinnslu og út-
gerð.
Viðkomandi þarf að búa yfir þekkingu á bók-
haldi og tölvuvinnslu.
í boði er mikil reynsla og góð laun fyrir rétt-
an aðila.
Umsóknir merktar: „Bókari - Austurland"
sendist undirrituðum.
Endurskoðun Sig. Stefánsson hf.,
Borgartúni 1,
Box 5104, 125 Reykja vík.
Viltu breyta til?
Á Þórshöfn eru eftirtaldar stöður lausar til
umsóknar:
1. Hjúkrunarforstjóri.
2. Heilsugæslulæknir.
3. Ljósmóðir.
4. Héraðsdýralæknir.
5. Tóniistarkennari (skólastjóri).
6. Fóstra (forstöðumaður).
7. Grunnskólakennari.
Æskilegar kennslugreinar: Raungreinar, íþróttir.
Einnig vantar á staðinn iðnaðar- og tækni-
menn. Gott húsnæði í boði.
Upplýsingar veittar hjá viðkomandi fagráðu-
nautum, skólastjóra Grunnskólans og sveita-
stjóranum á Þórshöfn.
Laus störf
Bókari(381)
Fyrirtækið er þekkt þjónustufyrirtæki í
Reykjavík. Vinnutími 8-17. Starfsmannafjöldi
yfir 30 manns. Starfsaðstaða mjög góð.
Starfssvið: Öll almenn bókhaldsstörf, s.s.
merkingar, afstemmingar, uppgjör, skýrslu-
gerð, tölvuskráning o.fl.
Við leitum að bókara til að annast fjárhags-
bókhald fyrirtækisins, sem getur unnið sjálf-
stætt og skipulega. Verslunar- eða Sam-
vinnuskólapróf æskilegt. Ráðningartími:
samkomulag.
Gjaldkeri (440)
Fyrirtækið er opinber stofnun í Reykjavík.
Vinnutími 8-16. Starfsmannafjöldi yfir 20
manns. Starfsaðstaða mjög góð. Laun sam-
komulag.
Starfssvið: Umsjón með viðskiptamanna-
bókhaldi, daglegt uppgjör, innheimtustjórn-
un, greiðsla reikninga og launaútreikningur.
Við leitum að manni með góða starfs-
reynslu, verslunarmenntun æskileg. Nauð-
synlegt er að viðkomandi eigi auðvelt með
að umgangast fólk og sé nákvæmur og sam-
viskusamur.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Ráðning-
arþjónustu Hagvangs í símatíma milli kl. 10
og 12.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okk-
ar og skulu þær merktar númeri viðkom-
andi starfi.
Hagvangurhf
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráöningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Bókhaldsþjónusta
Mjólkursamsalan
óskar að ráða starfsfólk við vöruafgreiðslu.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljót-
lega. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti í nýjum
og glæsilegum húsakynnum á Bitruhálsi 1.
Allar nánari úpplýsingar gefur Bent Bryde í
síma 692200.
Starfsfólk óskast
Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir að
ráða starfskrafta til starfa í íþróttahúsi fé-
lagsins við Flatahraun næsta vetur.
Um er að ræða fullt starf og hlutastörf.
Vaktavinna, sveigjanlegur vinnutími.
Upplýsingar á staðnum mánudag og þriðju-
dag og í síma 53712.
BORGARSPÍTALIMW
Lausar Stðdur
Hjúkrunarfræðingar
Laus er til umsóknar nú þegar staða aðstoð-
ardeildarstjóra á Fæðingarheimili Reykjavík-
ur við Þorfinnsgötu (skurðlækningadeild).
Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga
á deildinni.
Aðstoðarfólk
Laus er staða aðstoðarmanneskju í dagvinnu
á göngudeild slysadeildar.
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á hin-
um ýmsu deildum spítalans.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu
hjúkrunarforstjóra.
Starfsmannaþjónusta sími 696356.
Læknafulltrúi
óskast á geðdeild Borgarspítalans. Góð vél-
ritunar- og íslenskukunnátta svo og kunnátta
í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg.
Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 696300.
Umsóknir sendist til yfirlæknis geðdeildar.
Aðstoð við iðju-
þjálfun
Geðdeild Borgarspítalans óskar eftir aðstoð-
armanneskju við iðjuþjálfun. Um er að ræða
fullt starf en hálft starf kemur til greina.
Upplýsingar gefur Jónína Björnsdóttir í síma
696317. Umsókn skal skilað til yfirlæknis
geðdeildar.
Bóka-
og ritfangaverslun
Fyrirtækið er bóka- og ritfangaverslun í
Kringlunni, sem óskar eftir starfsfólki í heils-
og hálfsdagsstörf.
Starfið felst í afgreiðslu á bókum, ritföngum
og gjafavöru, auk annars tilfallandi.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi þjón-
ustulund. Kostur er ef reynsla er fyrir hendi.
Vinnutími: Kl. 10-19 og kl. 13-19. Unnið er
til kl. 20 föstudaga. Á laugardögum er opið
frá kl. 10 til 14 (til kl. 16 á sumrin).
Umsóknarfrestur er ti[ og með 27. júlí nk.
Ráðning verður eftir samkomulagi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Miieysmga- og radningaþ/onusta
Lidsauki hf. W
Skölavördustici la - 101 Reykiavik - Simi 6?KVií>