Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
3
Flugslysið við Reykjavíkurflugvöll:
Kanadískir sér-
fræðingar rannsök-
uðu flakið í gær
Enn er óljóst hvað olli slysinu
UNNIÐ var í gær að vettvangs-
rannsókn í flaki Casa 212-flug-
vélarinnar sem fórst við
Reykjavíkurflugvöll á þriðjudag.
Þá voru komnir til landsins sér-
fræðingar frá framleiðendum
vélarinnar, kanadíska loftferða-
eftirlitinu og fulltrúar eigenda
vélarinnar. Unnið var við erfiðar
aðstæður á slysstað, þar sem
mikil rigning gerði rannsóknar-
mönnum erfitt fyrir. Ekkert hef-
ur enn komið í Ijós sem skýrir
orsakir slyssins og óvíst er hve-
nær rannsókn verður lokið.
ið búin flugrita enda þess ekki kraf-
ist samkvæmt kanadískum reglum
á þessari stærð flugvéla. Niðurstaða
rannsóknarinnar er ekki að vænta
að sinni."
Flak flugvélarinnar var flutt af
slysstað að lokinni vettvangsrann-
sókn í gær. Ekki er enn ljóst hvort
það verður geymt hér á landi, eða
hvort framhaldsrannsókn á einstök-
um hlutum þess fer fram erlendis,
að sögn Guðmundar Matthíassonar
aðstoðarflugmálastjóra.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sérfræðingar frá Kanada komu til að aðstoða við að rannsaka flak kanadísku Casa 212-flugvélarinnar
í gær. Mikil rigning gerði rannsóknarmönnum erfitt fyrir þegar þeir rannsökuðu slysstaðinn. Á mynd-
inni sést þegar verið er að flytja flak vélarinnar á brott frá slysstað að lokinni vettvangsrannsókn.
Loftferðaeftirlitið gaf í gær út
svohljóðandi fréttatilkynningu um
rannsóknina: „Rannsókn flugslyss
CGILU, Casa 212, sem fórst við
Reykjavíkurflugvöll 2. ágúst síðast-
liðinn heldur áfram á vegum Flug-
málastjóniar og flugslysanefndar. í
morgun komu til landsins til aðstoð-
ar við rannsóknina fimm fulltrúar
frá flugslysanefnd Kanada. Auk
þess komu til þess að vera viðstadd-
ir til aðstoðar fjórir fulltrúar Casa-
flugvélaverksmiðjanna, væntanleg-
ir eru fulltrúi flugslysanefndar
Spánar og tveir fulltrúar Garrett-
verksmiðjanna, sem framleiða
hreyfla flugvélarinnar. Vettvangs-
rannsókn er nú hafín að fullu, en
ljóst er að flugvélin hefur ekki ver-
Nokkrir stórir lífeyrissjóð-
ir taka lægri vexti en 9,5%
FLESTIR lífeyrissjóðanna eða
46 af 69 tóku 9,5% vexti af lánum
til sjóðfélaga í byijun þessa árs
eða sömu vexti og bankarnir taka
að meðaltali af verðtryggðum
lánum, samkvæmt könnun sem
Samband almennra lífeyrissjóða
gerði. Aðrir tóku lægri vexti og
Jafnvægi að komast
á bílamarkaðinn
ÁRIÐ 1988 stefnir í að verða
annað í röðinni með fjölda seldra
bíla á einu ári hér á landi, næst
á eftir 1987. Markaður fyrir nýja
bíla leitar nú jafnvægis þar sem
um 13 þúsund fólksbilar seljast
árlega. Bílaumboð geta þvi ekki
aukið sölu sína sem neinu nemur
framvegis, nema það verði á
kostnað keppinauta.
Bílamarkaðurinn hefur breyst úr
vaxandi markaði í mettaðan áfyll-
ingarmarkað, samkeppni bílaum-
boða hefur aukist og þau sem bjóða
viðskiptavinum nýtískulega bfla á
góðu verði og góða þjónustu munu
standa best að vígi í framtíðinni.
Þetta jafnvægi á bflamarkaðnum
mun haldast, ef ekki koma til sér-
stakar aðgerðir stjómvalda sem
breyta getu fólks til að kaupa bfla.
Eftir óvenjulega mikla bflasölu í
fyrra og fram á þetta ár, dró úr
sölunni í vor og þau umboð sem
þá áttu marga bfla óselda hafa grip-
ið til þess ráðs að bjóða þá á útsölu
til að rýma fyrir 1989 — árgerð-
inni. Þessar upplýsingar koma fram
á innlendum vettvangi Morgun-
blaðsins í dag, þar sem varpað er
ljósi á umbrot á bílamarkaðnum.
í frétt í Morgunblaðinu í gær kom
fram að fyrstu sjö mánuði þessa
árs hafa verið nýskráðir hér 10.674
bílar. Það eru fleiri nýskráningar
en nokkru sinni fyrr á heilu ári, ef
árin 1986 og 1987 era undan skil-
in. Þessi bílainnflutningur er í sam-
ræmi við spá Bílgreinasambandsins
síðan fyrr á árinu. Þar var gert ráð
fyrir að heildarinnflutningur næmi
um 16 þúsund bílum á árinu. Gangi
sú spá eftir, verður árið 1988 annað
mesta innflutningsárið í sögu bíla-
innflutningsins, næst á eftir 1987.
Sjá „Umbrot á bílamark-
aðnum“ á bls. 22.
BÆNDUR á Hvammstanga hafa
fundað um stofnun nýs hlutafé-
lags um rekstur sláturhússins á
staðnum. Sláturhúsið á Hvamm-
stanga var rekið af Verslun Sig-
urðar Pálmasonar sem lýst var
gjaldþrota fyrir skömmu. Bændur
settu nefnd á laggirnar til að
kanna undirtektir sin á meðal og
að sögn eins nefndarmanna, Sig-
fúsar Jónssonar bónda, ríkir
áhugi á stofnun nýs félags.
Málið er enn á umræðustigi en
áhugi bændanna helgast einpa helst
af því að sláturhúsið sem fyrir var
sinnti sérstökum þörfum bændanna
um dreifðan sláturtíma. Verið er að
sækja um sláturleyfi en að sögn
þar af fjórir 3,5%, lífeyrissjóðir
Landsbanka og Seðlabanka, Bún-
aðarbanka, Útvegsbanka og
Verkfræðingafélagsins.
Fjórir sjóðir tóku 5% vexti, lífeyr-
issjóðir Reykjavíkurborgar,
Keflavíkur, Neskaupstaðar og Arki-
tektafélagsins, og þrír 7%, lífeyris-
sjóðir starfsmanna ríkisins, Akur-
eyrarbæjar og hjúkranarkvenna.
Lífeyrissjóður bænda tók 8,5% vexti
og fjórir sjóðir tóku 8%, lífeyrissjóð-
ir verslunarmanna, sjómanna, Slát-
urfélags Suðurlands og KEA. Sjö
sjóðir hafa hætt allri lánastarfsemi
til sjóðfélaga. Þeir era lífeyrissjóðir
leikara, vörabílstjóra, Reykjaví-
kurapóteks, Gutenbergs,
Grindavíkur og Hvammstanga og
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.
Við upphaf verðttyggingar
lífeyrissjóðslána námu raunvextir
2%, en í ársbyrjun 1987 vora vext-
imir almennt komnir í 6,2% og era
nú og hafa verið á þessu ári 9,5%.
Það era stjómir viðkomandi lífeyris-
sjóða sem ákveða lánsreglur og í
skuldabréfum era vextir yfírleitt
miðaðir við vegna meðalvexti bank-
anna af verðtryggðum lánum. Það
er hins vegar á valdi sjóðsstjórna
að ákveða hvaða vextir era teknir
af lánum.
Gert er ráð fyrir að viðræður um
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af
Byggingarsjóði ríkisins árin 1989
og 1990 hefjist í byrjun næsta
mánaðar. Á þessu ári er áætlað að
lífeyrissjóðimir kaupi skuldabréf
fyrir rúma sex milljarða, en þeir
þurfa að kaupa skuldabréf fyrir 55%
af ráðstöfunarfé sínu til þess að
sjóðsfélagar hafí fúll lánsréttindi.
Ríkið greiðir 7% vexti af þessum
skuldabréfum í ár. Þegar samið var
um þá vexti í fyrrahaust vora vext-
ir til sjóðsfélaga almennt 8,1% í
ágúst og 8,4% í september. í þeim
samningum var gert ráð fyrir að
vextimir lækkuðu í 6,5% árið 1989
og 6,1% 1990, en ákvæði um við-
ræður um endurskoðun í samræmi
við vaxtaþróun.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki sjá fyrir endann
á sífelldum hækkunum vaxta. Hann
verði í auknum mæli var við það
að fólk geti ekki staðið í skilum
með afborganir og vexti, sérstak-
lega ef það hefur lent í vanskilum.
Hann sagðist telja það vel koma til
greina að lífeyrissjóðimir athuguðu
sinn gang og riðu á vaðið með lækk-
un vaxta og athuguðu hvort aðrir
fylgdu ekki í kjölfarið. „Ef þessu
heldur svona áfram með hækkun
vaxta, fer ástandið frá 1983 og 84
að endurtaka sig þegar allt hækk-
aði nema kaupið," sagði Guðmund-
ur.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða, sagði aðspurður um
þetta atriði að það væri sín skoðun
að lífeyrissjóðirnir væra þolendur
en ekki gerendur í þessum efnum
og það væri annarra að ákvarða
það vaxtastig sem við lýði ætti að
vera. Það væri ekkert kappsmál
lífeyrissjóðanna að halda uppi háu
vaxtastigi í landinu, þvert á móti,
en það yrði að vera um samræmdar
aðgerðir stjómvalda og bankanna
að ræða, ef menn ætluðu sér að
lækka vextina.
Hvammstangi:
Bændur áhugasamir um
stofnun sláturhúss
Sigfiísar skýrast þessi mál í næstu
viku. Sá háttur hefur verið hafður
undanfarin ár á Hvammstanga að
slátra í byijun ágúst og fram undir
jól og einnig um páska og seinni
hluta vetrar. Þetta hefur gert bænd-
um kleift að þjóna þeim markaði sem
vill ferskt kjöt og hefur þetta reynst
bændum vel. Stærri sláturhús geta
hins vegar illa sinnt litlum slátranum
þar sem allt er þyngra 1 vöfum hjá
þeim og óhagstætt að setja slátran
í gang á þessum forsendum. Slátur-
hús Verslunar Sigurðar Pálmasonar
hafði forastu meðal sláturhúsa að
sinna ferskkjötsmarkaði, að sögn
Eggerts Pálssonar, bónda á Bjargs-
hóli.
Morcrunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson
ífjörunni viðFIateyri
ÞESSIR ungu menn stóðu í miklum vegafram-
kvæmdum í fjörunni við Flateyri, þegar blaða-
maður Morgunblaðsins átti þar leið hjá á dög-
unum. Voru þeir í óðaönn við að lagfæra mik-
inn „fjallveg", sem þeir höfðu lagt fyrir jeppa
sína og máttu ekki vera að því að líta upp.