Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 7

Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 7 SteingTÍmur St. Th. Sigurðsson listmálari við eina af myndum sínum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eg er kontra-skæruliði í listínni - segir Steingrímur St.Th. Sigurðsson list- málari, en sýningu hans lýkur á sunnudag Seifossi. „HÉR ER alþjóðlegur sölustaður í Eden, eins konar Istanbul og hér er skemmtilegt að sýna. Það er líka gott að vera hér undir stjórn Braga kapteins, sem ég virði mikils,“ sagði Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari, sem heldur þessa dagana sína 64. málverka- sýningu í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 50 myndir og allar nýjar af nálinni nema tvær. Sýningin er opin til 7. ágúst og er sú tólfta sem Steingrímur heldur í Eden síðan 1974, en hann var fyrst- ur til að halda þar málverkasýningu. Sýning Steingríms er tileinkuð Vestmannaeyjum og Snæfellsnesi, þessum tveimur orkustöðvum eins og segir í sýningarskrá. Ennfremur er sýningin haldin til þess að heiðra minningu Péturs Torfasonar Sívertsens ( Höfn. „Ég tek sýningamar eins og hnefaleikakeppni. Maður er í sam- keppni við sjálfan sig og sitthvað annað sem verður á vegi manns. Ég mála myndimar eftir að hafa fengið hugljómun. Ég er heillaður af sjónum og legg til atlögu við mótívið þegar ég er kominn með 100 prósent áhuga á því,“ sagði Steingrímur ( kaffíspjalli í Eden. Hann málaði flestar myndanna á þessu ári, ýmist undir berum himni ellegar S vinnustofu sinni í Stakk- hamri ( Miklaholtshreppi. „Þar finnur maður ferskleika og end- umýjunarkraft," sagði Steingrím- ur. „Núna í seinni tíð safna ég krafti S meiri heilsu og sjálfsvirð- ingu. Einnig bjartsýni svo myndim- ar njóti góðs a!f,“ sagði Steingrímur og hló við. Hann kvaðst stefna að því að sýningin gengi það vel að hann gæti einn og óstuddur sest að úti á landi þar sem væri gott andrúms- loft, til þess að ljúka við tvær bæk- ur sem hann ynni að. Að hans sögn er önnur „hasarderuð" bók þar sem ýmislegt verður sagt sem fáir hafa þorað að segja áður. Hin er unnin úr eldri ritverkum en Steingrímur hefur áður skrifað 5 bækur. „Ég ér kontra-skæruliði (listinni og vil að listamenn séu í óskipu- lögðum félagsskap. Það er barátta að halda sýningar, lífið er barátta og ég er óhræddur við lífið. Það er ekkert að óttast í þessu lífi nema mann sjálfan. Þetta em ormstur og ég vil deyja í ormstu eins og fommenn," sagði Steingrímur kankvís og lét þess getið að hann hefði þá um daginn nýlokið við að tryggja sýninguna hjá tryggingafé- lagi bindindismanna. Það væri í takt við heilsusamlegt og kraftmik- ið lífemi. — Sig. Jóns. Skotveiðifélagið: Hyggjast kæra dráp á gæsum í sárum Skotveiðifélag íslands hefur sent frá sér bréf, þar sem bent er á að sá tími fari nú í hönd er gæsir séu í sárum eða fari í felli, eins og það er einnig nefnt. Fugl- inn getur þá ekki flogið og á engan griðastað annan en ár, vötn og sjó. Að sögn skotveiði- manna hafa þeim borist af því fréttir undanfarin ár að menn drepi gæsir í sárum í verulegum mæli og noti til þess m.a. létta hraðbáta og ífærur. „Skotveiðifélag íslands vill benda hlutaðeigendum á að gæsaveiðar á þessum tíma em bannaðar með lög- um,“ segir í bréfi SKOTVÍS. „Auk þess fordæmir stjórn félagsins þessa aðferð við fugladráp og skor- ar á menn að vera vel á verði gegn slíku athæfi. Verslanir, kaupmenn og veitingahúsaeigendur em hér með varaðir við að kaupa þessa ólöglega fengnu bráð, enda er hér um allt annan gæðaflokk villibráðar að ræða en haustskotinn fuglinn. Félagar í SKOTVÍS munu umsvifa- laust kæra alla þá, sem staðnir verða að drápi gæsa í felli, enda er hér um að ræða lögbrot og gróft siðabrot. Stjóm félagsins mun áminna og hvetja lögreglu, sýslu- menn og önnur yfirvöld úti á landi til að vera vel á verði við þessum verknaði," segir í bréfinu. Þá segjast skotveiðimenn munu upplýsa bændasamtökin um málið og hvetja landeigendur til að veita mönnum ekki aðgang að svæðum, þar sem hætta er á að lögbrot verði framin. Stjóm SKOTVÍS skorar á alla sem gmna menn um ólöglegt athæfí af þessu tagi að koma upp- lýsingum um það til stjómar félags- ins eða löggæsluyfírvalda. Stórmót á Hellu Syðra-Langholti. ÁRLEG Stórmót sunnlensku hestamannafélaganna fer fram á Hellu næstu helgi, 6.-7. ágúst. Mótið hefst kl. 9 á laugardags- morgun með dómum á *kynbóta- hryssum en nær 70 hryssur verða sýndar á kynbótasýningunni. Á laugardaginn fer einnig fram undan- keppni í gæðinga- og unglingaflokk- um. Em 16 í hveijum flokki, keppa tveir frá hveiju félagi, þeir sem efst- ir hafa orðíð á hestaþingum félag- anna í vor og sumar. Þá fara einnig fram undanrásir kappreiða og fyrri sprettir í skeiði síðdegis á laugardag. Á sunnudaginn verður hópreið um hádegisbil, síðan úrslit kappreiða, kynbótahross í efstu sætum kynnt og síðan úrslit í unglinga- og gæð- ingakeppnum. Er reiknað með líflegu og skemmtilegu móti. - Sig.Sigm. Slitsterkt lakk með sérstakri ryðvörn Handpumpa Lokaður keðjukassi Niðsterkt stell og * framgaffallmeð12áraábyrgð Spitalastig 8 við Óðinstorg Símar: 14661 og 26888 Það fer ekki á milli mála að v-þýsku Montana- og Kalk- hoff- hjólin, sem hlotið hafa sérstaka viðurkenningu í V- Þýskalandi, eru hjól ársins vegna einstaklega fallegs útlits og sérstakra gæða. Við getum nú boðið nokkur hjól á einstöku tilboðsverði vegna hagstæðra samninga. Öryggishandfang meðfingragripi Vandaður 3-girabúnaður Auka handbremsa Sterkur bögglaberi Afturljós Allur Ijósabunaður DOMU: Stærð Aldur Verð 20“ án gira fyrir 6-9 ára kr. 8.650,- 24“ ángíra fyrir9-12ára kr. 8.970,- 24"3gírar fyrir 9-12 ára kr. 11.430.- 26“ án gíra fyrir 12 ára og eldri kr. 9.320.- 26“3gírar fyrir 12 ára og ekdri kr. 11.960,- 28“ 3 gírar fyrirfullorðna kr. 11.970.- HERRA: Stærð Aldur Verð 26“ 3 girar 12áraog eldri kr. 11.960,- 28“3gírar fyrir fullorðna kr. 11.970.- 28“ 10 girar fyrirfullorðna kr. 12.210.- Sérverslun /». Reiðhjólaverslunin--- iswr ORNINNl Breiðari dekk Teinaglit Örugg fótbremsa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.