Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
9
Kæru vinir og vandamenn!
Innilegar þakkir fœri ég öllum, sem sýndu mér
vinsemd meÖ heimsóknum, gjöjum og kveÖjum
á 90 ára afmœli minu 1. þessa mánaÖar.
Ottó Guðjónsson,
Norðurbrún 1.
Grímsnesingar, sumarbústaÖaeigendur VaÖ-
nesi, aörir vinir og vandamenn! Eg þakka inni-
lega sýnda vináttu og hlýhug á sjötugsafmceli
minu 28. júlí. Þessi dagur veröur mér ögleym-
anlegur.
GuÖ blessi ykkur. Kjartan Pálsson,
VaðnesL
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Óðinsgata
Samtún
Hverfisgata
63-115
Skúlagata
Laugavegur101-171
Sólheimar
Kirkjuteigur
Skólavörðustígur
Laugarnesvegur1 -30
Birkihlíð
Ármúli
Garðsendi
Hátún
Laugavegur1-33
Drekavogur
Álftamýri,
raðhús
KOPAVOGUR
Þinghólsbraut
Digranesvegur79-125
Alfhólsvegur 52-98
VESTURBÆR
Tjarnargata 3-40
Kaplaskjólsvegur
ÚTHVERFI
Hraunbær, raðhús
Kúvending í
hugmynda-
baráttunni
í forystugrein í nýjasta
hefti breska tímaritsins
Economist er rætt um
ástæður þess að nú virð-
ist ætla að takast að
binda enda á margar þær
styijaldir er staðið hafa
undanfarin ár. Þessa
þróun má fyrst og fremst
rekja til þeirrar kúvend-
ingar er orðið hefur i
hugmyndabaráttunni á
þessum áratug, að sögn
Economist En þó að bar-
átta andstæðra hug-
myndakerfa sé ekki eina
orsök átaka gæti sú
breyting sem nú hefur
orðið á þessum vettvangi
orðið valdur að öðrum
styijöldum þegar fram i
sækir. Við megiun búast
við þvi að næstu ár verði
friðsöm en verðum að
gera okkur grein fyrir
ástæðu þess, ekki sist til
að skilja af hveiju sá frið-
ur gæti orðið skammgóð-
ur vermir.
Naflaskoðun
stórveldanna
Flest stórveldi verald-
ar eru þessa stundina
upptekin við að lita í eig-
in barm og ekki i standi
til að efna til átaka á
meðan sú naflaskoðun
varir.
Sovétrikin eru að
reyna að komast að þvi
hvort hægt sé að taka
upp markaðsbúskap án
þess að losa sig við mið-
stýringuna. Afnám mið-
stýringarinnar myndi i
raun þýða endalok
Kommúnistaflokksins
sem hefur það eitt að
markmiði að halda i mið-
stýringuna sem fastast.
Kina er komið lengra
á leið en Sovétrikin i
þessum efnum og þar eru
menn þegar famir að
rekast á hindranir sem
hægt var að spá fyrir um.
Þarlendir valdamenn eru
nú famir að benda á
hversu miklu þægilegra
það sé, fyrir valdamenn,
að hafa stjóm á hlutun-
um heldur en að sleppa
Friður framundan?
í Staksteinum í dag er gluggað í forystu-
grein í tímaritinu Economist þar sem
rætt er um stöðugleika þess friðartíma-
þils sem nú virðist vera framundan í ver-
öldinni. Dregur tímaritið þá ályktun að
þó friðarhorfur fari batnandi í þeim styrj-
öldum sem orðið hafa vegna útþenslu
kommúnismans séu blikur á lofti í lepprí-
kjum Sovétríkjanna.
öllu lausu í óskipulögðu
frelsL
Eftir að ríki Vestur-
Evrópu gerðu sér ljósa
efnahagslega kosti þess
að láta lögmál markaðar-
ins gilda hömlulaust um
allt Evrópubandalagið
kemst fátt annað að en
þau flóknu vandamál
sem em samfara innri
markaðinum árið 1992.
Bandaríkin velta vöng-
um yfir þvi hvemig næsti
forseti Bandaríkjanna,
Bushakis, ætli að ráða við
fjárlagahallann, sem er
helsta orsök efnahags-
vandans. Japanir íhuga
loks hvemig þeir geti
öðlast aukin alþjóðleg
áhrif í kjölfar hinnar
miklu auðsöfnunar þjóð-
arinnar samtímis og þeir
byK83a UPP hemaðar-
mátt sinn hægt og hljóð-
lega. Stórveldin em sem
sagt hvert á sinn hátt
upptekin af sjálfu sér
þessa stundina og hefur
það stuðlað að því að
binda enda á ýmis styij-
aldarátök.
Economist telur hina
innhverfu íhugim Sov-
étrikjanna og Kina sér-
staklega áhugaverða þar
sem þessi tvö voldugustu
kommúnistariki veraldar
hafa viðurkennt að eitt-
hvað hafi verið verulega
bogið við þær hugmyndir
sem leiddu til þess að
kommúnismi náði yfir-
hendinni. Til þess að
bæta úr þessu hafa þau
þvi þurft að flytja inn
vestrænar fjölhyggju- og
markaðskenningar i
þeirri von að geta aðlag-
að þær að marxiskum
stefnumiðum sínum.
Þetta hefur haft bein
áhrif á utanríkisstefnu
Sovétríkjanna og Kina
þar sem loftinu hefur
verið sleppt úr hug-
myndafræðiblöðrunni
sem hélt stefnu þeirra á
lofti. Óbeinu áhrifin em
þau að fáir nýir liðsmenn
munu, að minnsta kosti
um sinn, ganga til liðs
við kommúnismann eða
skæruliðahreyfingar
kommúnista utan komm-
únistarikjanna. Menn
munu í staðinn líta í hina
áttina — til vesturs.
í Vestur-Evrópu er
Qh, what a
' peaceful
worid
unnið hörðum höndum
að þvi að koma á sameig-
inlegum markaði vegna
þess að i fyrsta skipti i
sextíu ár er samstaða í
álfunni um ágæti lýðræð-
islegs markaðar. Og þó
að frelsi ríki ekki enn á
stjómmálasviðinu i meg-
inhluta Asiu, Afríku og
Rómönsku-Ameríku þá
hefur hinn fijálsi mark-
aður mtt sér þar til rúms.
Við sjáum þvi á þessurn
áratug fram á lok þeirra
styijalda er hófust á
siðasta áratug þar sem
annað þeirra tveggja
hugmyndakerfa er barist
hefur um völdin er orðið
eldsneytislaust.
Púðurtunnan
Austur-
Evrópa
Lýðræðisríkin verða
þó að gera sér grein fyr-
ir þeim takmörkunum
sem þessu friðartímabili
sem framundan er em
sett, segir Economist
Hættumerki er fyrst og
fremst að sjá í Austur-
Evrópu þar sem komm-
únismi og þjóðemis-
hyggja rekast á. Meiri-
hluti ibúa flestra ríkja
austan jámtjalds, e.t.v.
að Búlgariu undanskil-
inni, vill ekki lúta stjóm
kommúnistaflokka og
þar að auki losna undan
stjóm Sovétríkjanna. Á
sama tima segir Gorb-
atsjov að fólk þurfi að
axla meiri ábyrgð á eigin
tilveru. Þessi samsetning
er að gera Austur-Evr-
ópu að púðurtunnu að
mati Economist
Fyrsta uppreisnin mun
koma fyrr eða siðar
hvort sem það verður í
Póllandi, Ungvetjalandi,
Tékkóslóvakíu, Rúmeníu
eða Júgóslavíu, og þá
mun Gorbatsjov standa
frammi fyrir erfiðustu
ákvörðun sinni nokkura
tímann. Á hann að taka
þá áhættu að missa Aust-
ur-Evrópu úr greipum
sínum með þvi að senda
ekki sovéska herinn á
vettvang eða gera stuðn-
ing sinn meðal vestrænna
rikja að engu með þvi að
gera það?
Bankabréf Landsbankans eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld
þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs-
ávöxtun er nú 9,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging
bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Bankabréf Lands-
bankans eru eingreiðslubréf, til allt að fimm ára, og eru
seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum.
Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti
þar til greiðslu er vitjað.
Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt-
um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í
útibúum bankans um land allt.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna