Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 < mg$r EnguUkt Chocolate MINT Öticks \ í ii i í < I V f i SPECTRUM HF SlMI 29166 XJöföar til i i fólks í öllum starfsgreinum! Pennavinir Frá íslendingaslóðum í Kanada skrifar maður, sem getur ekki um aldur eða áhugamál en segist vilja eignast pennavini hér á landi: C. Erikson, Dickens Post Office, Winnipeg, Manitoba, R35 ÍTO Canada. Fjórtán ára finnsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum, tónlist og íþróttum: Marika Sepp nen, Tuhkalantie 5, SF-04330 Lahela, Finland. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum og stjömufræði: Michihide Maeda, 507 Raiba, Noboribetsu, Hokkaido, 059 Japan. Ungur Vestur-Þjóðvetji vill kom- ast í samband við frímerkjasafnara: Florian Neumann, Henningsdorfer Str. 86a, 1000 Berlin 27, West-Germany. Fjórtán ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Katja Pelto-Lampola, Ahmatie 19, 31400 Somero, Finland. Frá Bandaríkjunum skrifar 35 ára karlmaður með margvísleg áhugamál: Larry Gregor, 230 North 6th Street, Lindenhurst, New York 11757, U.S.A. Frá Japan skrifar 22 ára stúlka með áhuga á íþróttum, einkum bad- minton og tennis: Hiroko Maeda, 507 Raiba, Noboribetsu, Hokkaido, 059 Japan. ■\^0ÍL&CU) reykjavík Teigur Glæsilegur veitingasalur Borðapantanir í síma 689000 Heppni og góður undir- búningur réðu úrslitum -segir Hákon Ásgrímsson, sem kenningu á Ólympíuleikunum 1 hlaut heiðursviður- eðlisfræði TVÍTUGUR Akureyringur, Hákon Asgrímsson, var meðal þeirra sem hlutu heiðursviður- kenningu á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fram fóru í borginni Bad Ischl í Aust- urríki, dagana 24.júní til 1. júli s.l. Hákon er stúdent af eðlis- fræðibraut Menntaskólans á Akureyri frá því í vor. Aðspurður um framtíðaráform kvaðst hann vera skráður í verkfræði við Háskóla íslands í haust, en í sumar vinnur hann við mælingar hjá Vegagerð ríkisins. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á eðlisfræði. Tildrög þess að ég fór í Ólympíukeppnina Hákon Asgrímsson voru að ég tók þátt í forkeppni sem haldin var hér í skólanum. Reyndar tók allur bekkurinn minn þátt í henni. Þannig komst ég áfram í lokakeppnina í Reykjavík og síðan í aðalkeppn- ina í Austurríki. Það voru fimm krakkar sem ' fóru héðan, fjórir úr MR og einnn úr MA. Raungreinakennslan í MA er mjög góð, en árangurinní keppninni byggist alveg eins mikið á heppni eins og góðri kennslu. Helstu áhugmál mín eru ferðalög og útivist allskonar, en ég myndi alls ekki telja eðlis- fræðina meðal áhugamála" sagði Hákon. Áhuginn skiptir mestu máli -segir puðbjörn Freyr Jónsson sem hlaut bronsverð- laun á Ólympíuleikunum í stærðfræði GUÐBJÖRN Freyr Jonsson var einn þeirr fjögurra ung- menna sem kepptu fyrir Is- lands hönd á Olympíuleikun- um í stærðfræðij sem fram fóru í Canberra í Astralíu dag- ana 18.- 19. júlí s.I. Morgun- blaðið hitti hann að máli til að fræðast nánar um áhuga- mál hans, framtíðaráform og frammistöðu í keppninni. Guðbjöm er nítjanára gamall Borgfirðingur, nemandi við stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri. Hann á nú einn vet- ur eftir í stúdentsprófið og kvaðst ekki vera alveg viss hvað við tæki að því loknu, en að öllum líkindum háskólanám af ein- hverju tagi. „Það er þá helst stærðfræðin eða einhverjar raun- greinar sem koma til greina. Ég hef alltaf haft áhuga á stærðfræði og hún hefur legið vel fyrir mér. Hvað góðan árang- ur snertir þá þurfa að fara sam- an góð kennsla og áhugi. Ef áhugann skortir kemur kennslan ekki að neinu gagni, sama hversu góð hún er.“ Helstu áhugamál Guðbjamar Guðbjörn Freyr Jónsson em tölvur, íþróttir og brids, og sjálfur á hann tölvu, sem hann þó sagðist ekki hafa notað í tengslum við stærðfræðina. Til þess að komast í Ólympíu- keppnina þurfti Guðbjörn fyrst að keppa við skólafélaga sína í MA en síðan var haldin úrslita- keppni í Reykjavík í mars. „Nem- endur úr menntaskólunum stóðu sig mun betur en þeir sem komu úr fjölbrautaskólum, enda finnst mér stúdentspróf úr mennta- skóla hafa allt annað gildi en próf úr fjölbrautaskóla. Eg held að í menntaskólunum, þ.e. MA og MR, þurfi nemendur að leggja meira á sig við námið og hafi því betri undirbúning. Ég átti ekki_ von á því að ná svona langt í Ólympíukeppninni en ég hafði mjög gaman af þessu og er ánægður með árangurinn. Ég bjóst ekki við að eiga neitt í þá sem eru bestir, en það eru helst A-Evrópuþjóðirnar, Bandr- íkjamenn og V-Þjóðverjar. Þeirra árangur byggir líklega á því að þau fá sérhæfðari kennslu og meiri æfingu. Ég á einn vetur eftir í MA og býst við að ég reyni að vera aft- ur með í kepninni á næsta ári.“ Guðbjöm ætlar að eyða sumr- inu í Reykjavík þar sem hann vinnur í Búnaðarbankanum. NorHmark Æ;„' MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHNÍFAR Fást f nœstu sportvöruverslun. Glæsilegar íbúðir í Grafarvogi til sölu Hver íbúð er 118 fm og að auki er sameign á jarðhæð. Bílskúr 21 fm fylgir hverri íbúð og stórar suðursvalir. íbúðirnar seljast fullbúnar að öllu leyti. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.