Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
11
Kcflavík.
MEÐAL þeirra Vestur-íslend-
inga sem hér eru staddir er söng-
flokkur sem kallar sig „The Fine
Country Kids“ og er flokkurinn
nú á hringferð um landið. Börnin
eru nú stödd i Borgarfirði eystri,
en á leið sinni þangað sungu þau
meðal annars í Galtalækjarskógi.
í Borgarfirði ætla Vestur-íslend-
ingarnir að hitta ættingja og í
kvöld ætla þeir að halda tónleik-
ar fyrir heimamenn.
Söngflokkurinn er skipaður
tveimur stúlkum, Jenny Johnson
14 ára, Kendru Pálsson 13 ára og
Derek, bróður Jenny, sem er 12
ára. Foreldrar bamanna eru með í
ferðinni, einnig afi og amma
Kendru, Steingrímur Pálsson bóndi
í Riverton og kona hans Ingibjörg
Jónína Pálsson (Valdimarsdóttir).
Tónlist hefur verið eitt helsta
áhugamál innan fjölskyldnanna en
þessi þáttur í menningararfi Vest-
ur-íslendinga á nú mjög í vök að
veijast í mannhafi þjóðanna í
Kanada. I litlu húsi í Riverton sem
þá var aðeins naust í óbyggðum
Kanada hófst ævintýrið. Þá flutti
Laugi Jóhannsson ásamt sonum
sínum, Johnny og Kris sem vom 9
og 12 ára, gamalt íslenskt lag —
„Um draumsins huldu heim“— fyrir
hóp Vestur-íslendinga sem þar vom
Lj ósmy ndasýmng
á Kjarvalsstöðum
Ljósmyndasýning á myndum
eftir sænska ljósmyndarann
Bengt S. Eriksson verður opnuð
í vesturforsal Kjarvalsstaða
laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00.
Bengt S. Eriksson er einn þekkt-
asti ljósmyndari Svía og hefur hlot-
ið sérstakt lof fyrir landslagsmynd-
ir sínar. Hann hefur haldið fjölda
einkasýninga á ljósmyndum sínum,
bæði í Svíþjóð og annars staðar,
auk þátttöku í samsýningum.
Myndir hans hafa birst í þekktum
blöðum og tímaritum eins og Zoom,
Foto og Modem Photography og
einnig í bókum og sjónvarpsþáttum.
Hann hefúr fengið ýmis verðlaun
fyrir ljósmyndir sínar, s.s. Agfa-
chrome-styrkinn og Hasselblad
Masters-verðlaunin.
Bengt S. Eriksson dvaldi hér á
íslandi við myndatökur í apríl 1986
og þótti mjög skemmtilegt að ljós-
mynda hér. Á sýningunni em um
50 litmyndir af norðlægum slóðum,
m.a. frá Skandinavíu og íslandi.
Sýningin stendur frá 6.—21. ágúst.
í austursal Kjarvalsstaða stendur
yfir sumarsýning á landslagsmynd-
um eftir Jóhannes S. Kjarval. Á
sýningunni er að finna verk er
spanna alla starfsævi Kjarvals og
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
jafnframt eru á sýningunni skissur
og smærri myndir, sem hafa lítið
komið fyrir almenningssjónir. Sýn-
ingar á verkum Kjarvals eru ávallt
vinsælar og hefur aðsókn verið góð
fram að þessu.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14—22 til 21. ágúst.
(Fréttatilkynning)
samankomnir. En þetta lag var
síðar þekkt undir naftiinu Gimlivals-
inn. Síðar bættust systur þeirra,
Stella 10 ára og Dorothy 13 ára, í
hópinn og oft lék hljómsveitin sem
kölluð var „Johnny og musikvinir
hans“ allt að 5 kvöldum í viku í
vatnabyggðunum, Riverton, Gimli,
Árborg, Geysisbyggð og víðar.
Síðan bættist enn ein systirin í hóp-
inn, Kristín, sem lék á harmonikku
og Haraldur Bjömsson góðvinur
þeirra sem lék á gítar. Nokkuð hef-
ur dregið úr starfsemi hljómsveitar-
innar síðustu 10 árin, en hún kem-
ur þó enn fram við sérstök tækifæri.
Arið 1985 var svo stofnuð önnur
hljómsveit, „The Fine Country
Folk“ og voru meðlimir hennar
Laugi Jóhannsson, Dick Johnson,
Roy Guðmundsson og Cliff Lynds-
tröm, allir búsettir í Riverton, Man-
itoba. Þeir eiga sitt eigið hljóðver
og hafa leikið inná allmargar plötur.
Böm Dicks Johnsons sýndu fljót-
lega mikinn áhuga á tónlist og eft-
ir hvatningu frá eldri ættmennum
sem mörg hver léku í áðumefndum
hljómsveitum, stofnuðu þau hljóm-
sveitina The Fine Country Kids.
Krakkamir em öll í tónlistamámi,
þau hafa víða komið fram í Man-
itoba-fylki og sögðust vera ákaflega
stolt af því að halda við fjölskyldu-
hefðinni og merki íslenskrar tónlist-
ar í Vesturheimi. — BB
Sýning Hakes á Kjarvalsstöðum:
Af misskilningi
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Fremst á myndinni eru krakkarnir í The Fine Country Kids, Jenny Johnson, Kendra Pálsson í miðjunni
og Derek Johnson til hægri. Fyrir aftan þau frá vinstri til hægri eru: Richard Johnson, Maurene Jo-
hnson, Steingrímur Pálsson, Ingibjörg Jónína Pálsson, Ryan Pálsson og kona hans, Sigrid Pálsson.
Söngeykið The Fine Country Kids frá Kanada:
Vestur-íslenskur söngflokk-
ur á hringferð um landið
eftirHávar
Sigwjónsson
Eiríkur Þorláksson safnvörð-
ur á Kjarvalsstöðum vill leiðrétta
misskilning i Morgunblaðinu í
gær og það gerir hann skilmerki-
lega. Það liggur Ijóst fyrir að
Claes Hake kom með sýningu
sína til íslands á eigin vegum en
ekki í boði Kjarvalsstaða.
Starfsfólk Kjarvalsstaða munu
því hafa gert það sem þeim bar
samkvæmt samningi hússins við
listamanninn. Athugasemdir undir-
ritaðs í garð starfsfólksins og fram-
lag þess til sýningar Hakes eru því
á misskilningi byggðar og á þeim
biðst undirritaður fúslega afsökun-
ar.
Af þeim upplýsingum sem feng-
ist hafa í kjölfar birtingar viðtalsins
við listamanninn er þó ljóst að mis-
skilningurinn milli Kjarvalsstaða og
Claes Hake á sér langa sögu og
orð þau er listamaðurinn lét falla i
viðtalinu við undirritaðan eru sönn-
un þess að þeim misskilningi hafi
ekki tekist að eyða, þrátt fyrir við-
leitni af hálfu Kjarvalsstaða sam-
kvæmt grein Eiríks Þorlákssonar í
Mbl í gær. Um margt af því sem
þar er deilt um stendur fullyrðing
gegn fullyrðingu og hirðir undirrit-
aður ekki frekar um að rekja smáat-
riði þeirra mála.
Undirritaður ætlar sér ekki að
verja orð Claes Hake né heldur
geta sér til um ástæður þessa
lífseiga misskilnings. Claes Hake
færir væntanlega rök fyrir máli sínu
sjálfur telji hann ástæðu til og á
þeim vettvangi sem hann kýs sér.
Höfundur er blaðamaður á Morg-
unblaðinu.
. Morgunblaðið/Ejrjólfur M. Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson eftir breytingarnar.
Ný brú og yfirbygging
á Agúst Guðmundsson GK
Vogum.
LOKIÐ er hjá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur yfirbygfgingu á vél-
bátinn Ágúst Guðmundsson GK
95 frá Vogum, auk smíði nýrrar
brúar og fleiri breytinga fyrir
um 30 milljónir króna.
Að sögn Magnúsar Ágústssonar
útgerðarmanns fór í desember 1987
fram útboð vegna verksins og i jan-
úar á þessu ári hófst vinna í Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur og þann 20.
maí hófst vinna í skipinu, sem stóð
í tvo mánuði. Sagði Magnús Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur hafa staðið
mjög vel að þessu verki og hefðu
verklok staðist upp á dag.
Skipið hefur næstum allt verið
endumýjað, nema skrokkurinn, á
undanfömum ámm en á síðasta ári
var sett ný vél í skipið og lestin
endumýjuð.
Ágúst Guðmundsson GK er þeg-
ar farinn til djúprækjuveiða og
leggur upp frá ísafírði.
- EG
■Abu
Garcia
Með einu handtaki
erhcegt að
skipta um spólu,
en hún er rennd úr áli
sem tryggir styrk
og léttleika.
Ambassadeur 800
Med Ambassadeur800 línunni sannarAbu Garcia
að þeir standa öðrum framar í hönnun og smíði
kasthjóla. Ambassadeur 800 hjóiin eru ótrúlega
létt og sterk ensamt gædd einstökum eiginleikum.
Tœknileg hönnun Abu Garcia kasthjólanna eykur
þægindi og öryggi við veiðarnar. Hjá okkur fást
Abu Garcia veiðihjól við allra hœfi.
luMW—
HAFNARSTRÆTI5 SÍMAR 16760 og 14800
-------------------------------------------:--------------------