Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
15
NÚsiUr
'ihanij
íiwi)
1R0SA5IAOIR'
IASTAOI
MOPK MINS
FRIOHELOA IANOS'
SAMKV. tOOUH
M« 59. 7-5 í»íl
Hr V«*»» I 'hltnpaln i
■ M'
i'HEIÖAR^*!]
* <«5$& *
"'PiMtöt3J3-ApINN OO -tÍNljtiv&plpl
_Mpjóhol.r'ön og áh/ffbiand /
jplUJNCAVAIN
Horft meðfram sumarbústöðum við Hallinn í átt að Þingvöllum. Samningar um sumarbústaði í þjóðgarðinum renna út á næstu árum og
verða þeir ekki framlengdir nema þá til tíu ára í senn.
þar eru þeir komnir inn í friðland
þjóðgarðsins.
Mikil umferð í þinghelginni
Þingstaðurinn forni og næsta
nágrenni hans, þinghelgin, er sögu-
frægastur helgidóma þjóðarinnar.
Þangað sækja flestir ferðamenn en
gróðurfar þar er einkar viðkvæmt.
Troðningar myndast skipulagslaust
og gróður hverfur þar sem um-
ferðin er hvað mest. Þingvallanefnd
telur að við þessu verði að bregðast
tafarlaust með því að gera ná-
kvæmt deiliskipulag og leggja
göngustíga samkvæmt því. Stíg-
amir eiga að beina umferð fólks
um helstu sögustaði og lega þeirra
að taka mið af fornminjum á svæð-
inu. Deiliskipulag sé forsenda allra
athafna og það verði að innifela
allt svæðið frá Kárastaðastíg við
brún Almannagjár, norður fyrir
Furulundinn og austur fyrir Flosa-
gjá, að vegi og suður að Þingvalla-
vatni.
í deiliskipulagi verði gerð athug-
un á gömlu þjóðleiðinni niður Al-
mannagjá, vegurinn lagfærður
þannig að hann fari betur í landi
og reynist heppilegri sem
göngustígur. Endurbætur þarf að
gera á l)rú yfir Öxará og athuga
hvar jarðrask hefur átt sér stað og
meta hvar þörf sé á aðgerðum. Er
hér til dæmis átt við Drekkingarhyl.
Meðal helstu nýmæla sem er að
finna í stefnumörkun Þingvalla-
nefndar er bygging menningarmið-
stöðvar sem lagt er til að verði
byggð við Kárastaðastíg vestur af
hringsjánni. I þessari menningar-
miðstöð er gert ráð fyrir að beita
fullkominni kynningar- og fræðslu-
tækni og verður þar leitast við að
fræða ferðafólk almennt um sögu
og náttúra svæðisins. Salarkynnin
verða einnig notuð til sérlegra
skipulagðra sýninga og fyrirlestra
um sögu íslands, náttúra og menn-
ingu. Menningarmiðstöðin verður
því íjölnota hús svipað og Norræna
húsið í Reykjavík.
Að sögn Einars Sæmundsen
þyrfti að móta ákveðinn ramma um
hvemig menningarmiðstöðin ætti
að vera en nánari útfærsla yrði
síðan tilvalið samkeppnisverkefni
fyrir arkitekta. Rætt hefur verið
um tengibyggingu eða gang frá
vestan Hvannagjár og tengist Þing-
vallavegi skammt norðan við Öx-
ará. Þaðan liggi hann eftir flóð-
garði yfir Hrútagilslæk að Skógar-
hólum. Við þessa breytingu mun
umferð til norðurs ekki íþyngja
Þingvallakvosinni meira en nauð-
synlegt er og útivistarsvæði austan
við Hvannagjá verður friðsælla.
Einnig er lagt til að Sogsvegur verði
sveigður til norðurs austan Arnar-
fells og sameinist fjallveginum að
Laugarvatni til þess að forðast
óþarfa akstur að Þingvallavatni.
Eins og vegurinn liggur í dag bein-
ir hann umferð niður að Vatnsviki.
í stefnumörkuninni er lagt til að
nýtt tjaldsvæði verði gert við Leira-
læk til þess að unnt verði að létta
á Leirunum. Á þessum stað er unnt
að gera alla sameiginlega aðstöðu
svo vel úr garði að fólk myndi frem-
ur kjósa að tjalda þar en annars
staðar. Það gæti stuðlað að verndun
svæðisins í Þingvallakvosinni við
Bolabás og norður með Ármansfelli.
í Þingvallahrauni er lagt til að
gera bílastæði á hentugum stöðum
og koma þar fyrir borðum og bekkj-
um. Enn fremur er gert ráð fyrir
nýrri gönguleið norður með Hrafna-
gjá þannig að hraunið þar verði
aðgengilegra til útivistar. Þaðan
væri hægt að vísa á fleiri gönguleið-
ir, t.d. að Hrauntúni og á Hrafna-
björg.
Við norðurenda Arnarfells er
einnig lagt til að gera bílastæði.
Mikil ásókn er í veiði í Þingvalla-
vatni og telur Þingvallanefnd að
gera verði sérstakt deiliskipulag af
þessu landi öllu og vernda ákveðin
og afmörkuð svæði fyrir átroðningi
eins og kostur er. I staðinn verði
önnur svæði gerð hæfari til að taka
við meira álagi. Telur nefndin að
deiliskipulag sé forsenda allra að-
gerða.
Aðaltjaldsvæði við vatnið verður
í Vatnskoti og þar verður komið
f í 'J£M
V:\XA
P' \ . \ . I ; —’T" • “7—. ,
\ / w' - ýi ’" 1 • >•’ ■■
\ I j?- '■ '
. ...... \ 'V /\
SCú lirrll.br..II //. \
\ .... /7 - \ •
V'ý’PlNG.VALLA VA ~ v'
YtrÆMmMM" ~ !:/ ■
Á" V/ J/ '"■••fW-v::..
I. Y X G D’A L SHí
Tjaldstæðið við Vatnskot. Þar á að bæta snyrtiaðstöðu.
byggingunni þannig að hægt væri
að fara með hópa að skoða Al-
mannagjá í misjöfnu veðri.
Þá hefur komið til tals að reisa
á Þingvöllum hús á vegum Alþingis
og Þjóðkirkju og að tengja þær
byggingar menningarmiðstöðinni.
A Valhallarsvæðinu er ekki
svigrúm fyrir frekari byggingar en
Valhöll verður að óbreyttu rekin
sem veitingahús. Framtíðarþróun
veitinga og gistiþjónustu verður
metin síðar í ljósi þróunar mála á
öllu Þingvallasvæðinu.
Á Gjábakka verður byggð lítil
miðstöð þar sem tekið skal á móti
gestum er koma að sunnan og aust-
an. Þjónusta þar verður jafnframt
vegna landsins frá Arnarfelli og að
Lambhaga og höfð umsjón með
tjaldstæðum og veiði á þessu svæði.
Þar sem búast má við auknum
umsvifum á Þingvallasvæðinu hlýt-
ur það að leiða til fastrar búsetu
allmargra starfsmanna. Því er gert
ráð fyrir að lítið íbúðarsvæði geti
risið við Stórhöfða eða annars stað-
ar utan þjóðgarðsmarkanna ef
hentugt land fæst.
Ekki er áformað að gera neinar
stórvægilegar breytingar á vega-
stæðum á Þingvöllum. Þó er lagt
til að vegur að Skógarhólum verði
Á þessu korti sjást mörk þjóð-
garðsins á Þingvöllum og
áhrifalands hans frá 1928 og
hvernig áætlað er að færa út
þjóðgarðsgirðinguna.
fyrir snyrtingum. Talið er nauðsyn-
legt að takmarka fjölda tjaldgesta.
í Vatnsviki hefur komið til tals að
útbúa aðstöðu fýrir gamalt fólk og
fatlað til að komast að vatninu með
veiðistöng.
Samningar um sumarbústaði í
þjóðgarðinum renna út á næstu
áram. Þessir samningar verða ekki
framlengdir, nema þá til tíu ára í
senn. Lagt er til að ákvæði verði
sett í samninga, m.a. um hámarks-
stærð húsa, frjálsa og hindranar-
lausa umferð, forkaupsrétt og
kauprétt, þannig að þjóðgarðurinn
geti smám saman eignast þau
mannvirki sem þörf er talin á vegna
skipulagsins. Girðingar verða ekki
leyfðar umhverfis hvern sumarbú-
stað enda verði allir bústaðir innan
einnar girðingar. Þá er ráðgert að
gera deiliskipulag af sumarbústaða-
svæðinu.
Ólafur G. Einarsson sagði fráfar-
andi Þingvallanefnd hafa unnið
mikið og merkilegt starf en í hlut
núverandi Þingvallanefndar kæmi
að móta endanlegar tillögur um
framtíðarskipan mála á Þingvöllum.
Ólafur lagði áherslu á að ekki væra
uppi áætlanir um að torvelda gest-
um umferð um Þingvelli. Þvert á
móti vildi nefndin auðvelda öllum
almenningi að njóta þessa helgi-
staðar. Það væri hinsvegar einnig
skylda nefndarinnar að aðhafast
ekkert það sem valdið gæti spjöllum
í þinghelginni. Eðlileg verndun
Þingvalla væri höfuðatriði.