Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
19
Hrefna Friðriksdóttir,
laganemi:
Mættí
lengja
laganámið
ísexár
„Mér finnst margt í þessari
deUd úr sér gegnið og að minu
mati mætti taka laganámið allt
til heildarendurskoðunar. Mér
finnst til dæmis réttlátt að þegar
nemandi hefur lokið fyrsta
hluta laganámsins þá sé hann
endanlega búinn að afgreiða
þann hluta. Annar hluti væri þá
önnur sjálfstæð eining, þannig
að falli nemandi á honum, haldi
hann sinum nmsárangri á fyrsta
hlutanum," sagði Hrefna Frið-
riksdóttir, en hún lauk námi á
fjórða ári i lagadeild síðasta vor.
„Varðandi undanþágubeiðnina
kom mér niðurstaða lagadeildar
ekki á óvart. Annars vegar vegna
þess að það hefur sýnt sig að pró-
fessoramir eru ekki tilbúnir til þess
að breyta reglunum svo glatt, og
hins vegar fyrst að ekki er búið
að breyta þeim var eðlilegt að hafna
beiðninni í samræmi við núverandi
reglur."
Ertu hlynnt afnámi hlutakerf-
isins?
„Ég er ekki hlynnt því. Ég get
ekki séð í fljótu bragði annað kerfí
sem gæti komið í staðinn. Ég vil
hins vegar sjá laganáminu skipt
þannig upp, að nemendur glöggvi
sig betur á inngangsfræðum og
framhaldsgreinum.
Einn kosturinn við hlutakerfíð
er sá að á tveggja ára fresti gera
nemendur hreint fyrir sínum dyrum
með því að ljúka tilteknum hluta.
Annar er sá að nemendur þurfa
aðeins að standast meðaleinkunn,
þannig að þeir mega falla í stökum
prófum. Þetta er mjög réttlátt
gagnvart nemendum. Til þess að
falla í hlutaprófí þarf því í raun
að sýna slakan árangur í öllum
greinum.
Sú krafa hefur komið upp hjá
nemendum að skipta hlutaprófun-
um, sem felur í raun í sér afnám
hlutakerfísins. Ég er ekki hlynnt
því, þar sem ég tel það gott aðhald
fyrir nemendur að taka öll prófín
að vori til og ljúka þá þeim áfanga.
Það hefur nefriilega sýnt sig að það
kemur sér illa fyrir fólk að fresta
prófum til seinni tíma og safna
þannig upp fögum.
Mér fínnst hins vegar réttlætan-
legt að ef nemandi nær ekki meðal-
einkunn að vori fái hann að taka
upp einstök próf að hausti til.“
Finnst þér það réttlátt að
hægt sé að fá mjög lága einkunn
f einstökum fögum en hífa með-
aleinkunn upp á öðrum?
„Já, mér fínnst það í rauninni
réttlætanlegt. Ég vil hins vegar að
gerð sé víðtækari þekkingarkönnun
í viðkomandi fagi en eingöngu próf
að vori.
Mér fínnst að leggja mætti meiri
rækt við kennsluna. Það er orðið
ómarktækt þetta einkunnakerfí
sem í gildi er. í lagadeild er boðið
upp á lítið annað en mjög takmark-
aðan fjölda fyrirlestra og oft eru
vandræði með námsefnið. Þegar
kemur að prófum er svo gert ráð
fyrir að nemandi kunni skil á miklu
námefni á sífellt knappari tíma.
Það eru bara ijórir klukkutlmar að
vori sem ráða úrslitum um mat á
vinnunni allt árið."
Hvernig vildir þú dreifa þessu
mati betur yfir námsárið?
„Ég vil hafa munnleg próf til
þess að gefa fólki kost að því að
tjá sig í bæði skrifuðu og töluðu
máli. Það mætti vera meiri verk-
efnaskylda á seinni hluta en núna
er. Ég vil bijóta kennsluna upp í
minni umræðuhópa og jafnvel að
bæta við tímum til þess, sé ekki
unnt að gera það öðru vísi.
Þá fínnst mér að innrétta mætti
í Lögbergi dómssali til þess að gefa
nemendum kost á því að fá betri
skilning á því sem þeir eru í raun-
inni að læra. Einnig mætti fara í
skipulegar námsferðir í embætti í
tengslum við námið.
Eg vil gera nemandann virkari
í náminu í stað þess að hann sitji
og láti mata sig. Ég er ekki að
tala um að fólk skuli komist léttara
í gegnum námið heldur frekar að
leggja því ríkari skyldur á herðar.
Þetta vil ég að sé gert, burtséð
frá því hvort það sé metið til ein-
kunna eða ekki. Mér fínnst það
lágmarkskrafa til prófessoranna að
þeir sinni sínu hlutverki betur en
þeir gera nú. Þeir mættu líka vera
tiltækari fyrir nemendur, því oft
er mjög erfítt að ná f þá.“
Finnst þér boðið upp á nægi-
legt val í laganáminu?
„Eftir að öðrum hluta er lokið
fínnst mér að bjóða mætti upp á
meira val og jafnvel að léngja laga-
námið í sex ár. Bjóða mætti til
dæmis upp á tvær námsbrautir sem
hægt væri að velja á milli. Annars
vegar lögmennsku, fyrir þá sem
strax fínna hjá sér áhuga á að
starfa að lögmannsstörfum eða
dómarastörfum, og hins vegar
mætti bjóða upp á einhvers konar
viðskiptatengt nám.
Mér fínnst jafnvel hugsanlegt
að koma mætti upp stofnun úti í
þjóðfélaginu þar sem lögfræðingar
á síðasta nmsári, sem væntanlega
yrði það sjötta, ynnu undir hand-
leiðslu prófessoranna að mismun-
andi verkefnum; þá á minni taxta
heldur en gengur og gerist hjá lög-
fræðingum landsins. Þar yrði ekki
um beina kennsluskyldu að ræða
heldur fyrst og fremst nýja hlið á
náminu.
Einnig mætti kanna hvort áhugi
væri hjá lögfræðingum á því að
stunda framhaldsnám hér á landi,
jafnvel í námskeiðaformi," sagði
Hrefna Friðriksdóttir.
Margrét Hauksdóttir,
laganemi:
Nauðsyn-
legtað
starfa við
fagið á
náms-
tímanum
„Þarna er skammt öfganna á
milli. Ef maður nær þessu
ákveðna prófi er eitt ár eftir
af náminu, en ef maður fellur
þarft byrja aftur upp á nýtt.
Það er ósanngjarnt að nemend-
ur missi hluta sem þeir hafa
iokið. Mér finnst að hlutamir
eigi að vera alveg aðgreindir,
þvi ekki er hægt að hefja nám
á öðrum hluta nema að hafa
lokið þeim fyrsta. Ég er þó fylli-
lega sammála úrskurði laga-
deildar varðandi undanþágu-
beiðnina, því fyrst núverandi
reglur eru í gildi verður að fara
eftir þeim,“ sagði Margrét
Hauksdóttir, en hún lauk fjórða
námsári i iagadeild siðasta vor.
„Mér finnst samt að hlutakerfið
eigi að halda sér, þótt gera megi
breytingar á því. Éins og hlutum
er nú háttað verður að taka öll
próf á námsárinu í einu. Standi
nemandi sig illa í einu fagi getur
það valdið þvi að hann falli á meðal-
einkunn og þurfí að endurtaka öll
prófín aftur.
Þama mætti gera breytingar.
Nemendur ættu að geta fengið
undanþágu til að taka upp að
hausti þau próf sem draga þá nið-
ur. Einnig fínnst mér réttlátt að
fólk geti sótt um að fá að deila
prófunum niður á milli vors og
hausts, til dæmis ef félagslegar
ástæður liggja að baki.“
Telur þú að það ætti að bjóða
upp á meira val í lagadeild?
„Valmöguleikar mættu vafa-
laust vera meiri í deildinni. Ég
treysti mér þó ekki til að dæma
um hvar skera megi niður, þvi
menn gera sér ekki alltaf grein
fyrir því hvaða fög í náminu hafa
notagildi fyrr en þeir fara að starfa.
Námsefnið er alveg yfírdrifíð í
lagadeild eins og er og því erfítt
að sjá hvar hægt er að bæta við
vali, án þess að skera niður skyldu-
fögin.
Mér þætti hins vegar erfítt að
velja mér sérsvið á námsárunum,
ég myndi vilja kjmnast atvinnlífinu
fyrst. Það mætti jafnvel frekar
bjóða upp á framhaldsnámskeið í
háskólanum eftir að námi er lokið
og fólk komið út á vinnumarkað-
inn.“
Er mikið sambandsleysi á milli
kennara og nemenda í lagadeild-
inni?
„Kennsluformið í deildinni gefiir
ekki mikið tilefni til samráðs kenn-
ara og nemanda, það er að segja
fyrirlestraformið. Hins vegar ætti
að vera auðveldara að ná í kennara
á ákveðnum tímum og æskilegt að
þeir hefðu sérstakan viðtalstíma í
viku hverri.
Til dæmis getur verið mjög erf-
itt að ná í kennara til þess að sjá
prófúrlausnir, sérstaklega á sumr-
in, enda þurfa þeir að taka sér
sumarfrí eins og aðrir. Það mætti
þó skylda kennara til þess að vera
við í ákveðinn tíma eftir að prófúr-
lausnir hafa verið birtar. Annars
gefast menn bara upp á því að
reyna að ná í þá.“
Ertu sátt við þann undirbún-
ing sem þú hefur fengið í deild-
inni?
„Frá þeim tíma sem ég fór að
vinna í sambandi við námið hef ég
séð hvað það er nauðsynlegt að
starfa við fagið áður en maður út-
skrifast. Það eru mikil not af þeim
tíma, þar sem hagnýtir hlutir eru
ekki mikið kenndir í laganáminu.
Ég hef þó lært hvar ég á að leita
að hlutunum og hvemig ég get
aflað mér upplýsinga um hina
fræðilegu þætti,“ sagði Margrét
Hauksdóttir.
Hákon Árnason,
formaður
lögmannafélagsins:
Ekki okkar
hlutverk að
fylgjast
með laga-
kennslu
„Lögmannafélagið hefur ekki
fjallað um mál stúlknanna
tveggja sem féllu á annarshluta-
prófunum og það hefur þvi ekki
tekið neina afstöðu til málsins.
Við lítum ekki á það sem okkar
hlutverk að fylgjast með
kennslu i háskólanum, nema að
vakin sé athygli okkar á þvi að
þar sé einhveiju ábótavant,"
sagði Hákon Árnason, formaður
Lögmannafélags íslands.
Finnst þér að auka mætti sér-
hæfingu í laganáminu?
Þróunin stefiiir í þá átt að það
verði meiri sérhæfíng en nú er í
lögfræðinni. Það er þó spuming
hvað hægt er að gera það að miklu
marki þar sem markaðurinn frekar
lítill hér á landi. Menn hafa þó
uppi hugmyndir um það að val-
greinafyrirkomulagið mætti vera
víðtækara í háskólanum. Til dæmis
mætti kenna fleiri hagnýt fög en
nú er gert, því nú er fyrst og fremst
um fræðilega kennslu að ræða.
Menn gætu til dæmis sérhæft
sig í tiltekinni grein innan réttar-
ins. Þeim sem hyggðust leggja fyr-
ir sig lögmannsstörf yrði þá kennt
eitthvað um lögmannastéttina,
siðareglur lögmanna og almennt
undirbúnir undir lögmannsstarfið.
Háskólinn hefur hins vegar ekki
miðað að því að útskrifa lögmenn,
frekar en dómara eða menn í
stjómsýslu. Hann veitir almenna
lögfræðimenntun, ekki sérhæfða."
Mættí tíl dæmis bæta slíkri
sérmenntun aftan við námið?
„Það kæmi vel til greina. Annað
gæti komið tíl, sem háskólinn þyrfti
ekki endilega að annast frekar enn
menn úr hópi lögmanna, en það
er að mönnum yrði gert að sækja
hagnýt námsskeið á sviði lög-
mennsku, sem skilyrði þess að öðl-
ast lögmannsréttindi. Nú fá menn
málflutningsréttindi með því að
þreyta svo kallaða prófraun, flögur
próf sem tekin eru með því að
flytja mál fyrir dómi. Það hefur
verið rætt um að breyta því fyrir-
komulagi, en aldrei orðið meira en
umræða."
Finnst þér verklegri þjálfun i
iaganáminu vera ábótavant?
„Það kann að vera. í læknis-
fræði starfa kandídatsefni á sjúkra-
húsunum, en slík þjálfun er ákaf-
lega lítil í lagadeild. Menn eru þó
skyldaðir til að dvelja á lögfræði-
stofu í smátíma á meðan á námi
stendur, en þeir starfa ekki í heilt
ár eða meira. Það er spurning hvort
fara ætti kannski meira inn á þá
brautir," sagði Hákon Ámason.