Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 23
byggist á endumýjun og nýir kaup-
endur eru þekkt stærð í hlutfalli
við fjölda þeirra sem komast á
bílprófsaldur ár hvert. Svipað hefur
gerst á öðrum sviðum markað-
skerfísins, sumir segja að bíla-
markaðurinn hafí verið síðasti
neytendamarkaðurinn sem mett-
aðist hér á landi. Markaðurinn fyr-
ir heimilistæki er mettaður svo
dæmi sé tekið, og orðinn dæmi-
gerður áfyllingarmarkaður, sama
virðist hafa gerst með einmenn-
ingstölvur. Vandræði sumra bíla-
umboðanna nú stafa einfaldlega
af því, að þau sáu ekki fyrir hve-
nær færi að hægja á sölunni, jafn-
vel gátu ekki séð það fyrir.
Erfiðleikarnir
Undanfarin ár hafa sum bílaum-
boðanna fjárfest mikið í húsnæði,
ýmist nýbyggingum eða eldri hús-
um. Veltir §árfesti of mikið og réð
ekki við þann bita. Margir velta
fyrir sér hvort fleiri séu á sömu
leið. Það er tilgangslaust að vera
með slíkar vangaveltur á meðan
engar upplýsingar liggja fyrir um
stöðu fyrirtækjanna. Það gefur
jafnvel enga áreiðanlega mynd að
sjá litla markaðshlutdeild bílaum-
boðs, sem hefur nýlega byggt stór-
hýsi, þar geta verið margar aðrar
stoðir undir rekstrinum svo sem
vinnuvélar eða hvaðeina. Fjárfest-
ingar einar segja ekki alla söguna.
Stöndug fyrirtæki geta byggt án
þess að það valdi þeim erfíðleikum,
dæmi um það eru Bifreiðar og
landbúnaðarvélar, Hekla og Ingvar
Helgason. Þó kann að vera að ein-
hver bílaumboð hafí ætlað sér um
of, eða séu óheppin eins og Veltir
var, og þurfí að fjármagna kaupin
með innlendum lánum í stað þess
að taka lán erlendis, sem hefði
verið ódýrara að sögn fyrrverandi
forstjóra Veltis, Ásgeirs Gunnars-
sonar. Annað, sem veldur erfíðleik-
um umboða eru miklar birgðir
nýrra og notaðra bíla. Aldrei fyrr
hafa verið til jafn margir óseldir,
nýir bílar af „gömlu" árgerðinni
þegar nýja árgerðin er að koma.
Sum umboðin sátu uppi með
hundruð bfla, auk tuga, jafnvel
hundraða notaðra bíla. Þessar
miklu birgðir eru dýrar, ekki síst
ef þarf að fjármagna þær með láns-
fé, yfírdráttarlán bera um 40%
vexti á ári.
Gæfumunurinn
Einn heimildarmanna okkar orð-
aði það svo, að það sem gerði
gæfumuninn í rekstri bílaumboð-
anna nú væri einfaldlega það hvort
rekstur þeirra sé fjármagnaður
með lánsfé eða ekki. Þau umboð
sem þurfa að knýja rekstur sinn
með lánsfé eru í vandræðum, þau
þurfa að losa féð og eru þess vegna
með útsölur. Ekki sést á þessu
hvort vandræðin rista djúpt, hvort
þau varða innviði fyrirtækjanna
eða hvort þau eru einungis að fírra
sig frekara tjóni vegna tregrar
sölu.-Eyjólfur Brynjólfsson fram-
kvæmdastjóri Jöfurs segir að valið
hafí staðið á milli þess, að standa
í óvissri og tregri sölu fram á haust
með milljónatugi bundna í óseldum
bflum, eða að selja á kostnaðar-
verði og losa þannig um féð. Jöfur
taldi sínum hag betur borgið með
því að velja síðari kostinn.
Samkeppnin
Þegar tollamir lækkuðu sællar
minningar jókst salan eins og fyrr
segir. Fleira gerðist. Samkeppni
umboðanna stóijókst og kom fram
í því að þau lækkuðu hlutfallslega
álagningu sína. Það er því ekki
einhlítt að setja jafnaðarmerki á
milli aukinnar sölu og meiri arðs.
Fjölga þurfti starfsfólki og í sum-
um tilvikum að stækka húsnæðið,
einfaldlega til að geta tekið við
stærri hópi viðskiptavina. Afleiðing
hinnar vaxandi samkeppni er m.a.
sú, að hver og einn seldur bíll gef-
ur minna af sér en áður. Selja
þarf fleiri bfla en áður til þess að
ákveðin peningaupphæð sitji eftir
í fyrirtækinu. Þessu til viðbótar
\ Ofeö'unn f\/esbJVt>cB-.urrvekW
\ V\ðt>^u^ftWnooQut , ^0v.\e<
ÚZSS&**-
sood'
5ÍOÖ'.
VÖfOÍ'
BfSW''
oö
SfOOO'
tÍfoQ'P°5
KOOP
dóW
7.oton twa'^“naveTs\o u'”Tf óíifööWo'
^OÆ'ö0o^°9^ooo0étö KouP.Vet
o»o
S\9
séf»oWe9°
KAUPSTADUR
/ MJÓDD
„FRÁBÆRT, FALLEGT,
GLÆSILEGT-OG ÓDVRr
Ánœgðir viðskiptavinir, - okkar styrkur
Fólk er mjög ónœgt með útsöluna og viðtökur hafa
verið fröbœrar. Enda hafa þúsundirfólks gert reyfarakaup.
Fröbœrar vörur, fröbœrt verð. Nýjar vörur komnar fram.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
kemur, að af sömu upphæð verður
minna eftir en áður til að leggja
til hliðar, vegna aukins tilkostnað-
ar. Þetta stendur enn. Að auki
kepptust umboðin við að heija á
verksmiðjumar til að fá lægra
verð, því að íslenski bílamarkaður-
inn er afar viðkvæmur að því leyti.
Umboðin sem blakta eru þau, sem
geta boðið lægst verð, nýtískuleg-
ustu bílana og bestu þjónustuna.
Er þetta ekki neytendum til góða?
Jú, að vissu marki. Verið getur að
eitthvert bílaumboðið gangi full
nærri sér í samkeppninni með þeim
afleiðingum að það geti ekki hald-
ið uppi eðlilegri og nauðsynlegri
þjónustu. Þá er illa komið fyrir
neytandanum, sem keypti hjá þeim
bflinn sinn.
Útsölurnar
Útsölumar nú eru ekkert sem
ekki hefur gerst áður. Það sem er
sérstakt núna er það, að þær eru
fyrr á ferðinni en venjulega, boðinn
er meiri afsláttur en tíðkast hefur
og fleiri bílar en áður fást á þessum
vildarkjörum. Annars eru_ þessar
útsölur af tvennum toga. I fyrsta
lagi eru þær sem bjóða alla eða
nánast alla bíla viðkomandi um-
boðs. Þá er fjármagnsbyrðin of
mikil, pantað hefur verið of mikið.
í sumum tilvikum þurfa umboðin
að panta og kaupa bíla sína með
állt upp í sex mánaða fyrirvara og
er því erfítt að sjá fyrir nákvæm-
lega hvenær salan hægði á sér. I
öðru lagi eru þær útsölur, þar sem
umboðin bjóða fáa bíla af einni eða
tveimur gerðum. Þeir bílar eru að
þvælast fyrir og þess vegna er
reynt að losna sem fyrst við þá.
Dæmi um þetta eru Nissan Prairie
og Toyota GTi bílar. Athyglisvert
er, að þau umboð sem selja mest
um þessar mundir, bjóða ekki af-
slátt eða sérstök vaxtakjör.
Mitsubishi, Toyota, Subaru og
Lada til dæmis eru seldir fullu
verði og lánakjör eru venjuleg.
Framtíðin
Ennþá er það sem fyrir tveimur
árum hefði verið kallað bullandi
bílasala. Notaðir bílar seljast sem
aldrei fyrr. Halldór Snorrason bíla-
sali segist ekki muna skemmtilegri
tíma í bílasölu og er gamall í hett-
unni. Aukið framboð hefur haft
hvetjandi áhrif á kaupendur. Þótt
aldrei hafi verið fleiri bílar til sölu,
ganga skiptin liðugt og mikið er
um staðgreiðslu. En nú þýðir lítið
að bjóða eldri bíla en árgerð 1980.
Þessir hektarar á bílasölunum
þaktir af freistingum hafa sín áhrif
á kaupgleðina. En takmörk eru
fyrir öllu. Fólk kaupir ekki bíl til
þess að prýða garðinn sinn með
honum. Komi ekki til róttækar
aðgerðir stjórnvalda sem hafa áhrif
á bílverð, má gera ráð fyrir að
þetta jafnvægi sem nú virðist hafa
náðst muni haldast. Það er, að
fluttir verði inn 13 til 15 þúsund
nýir bílar á ári og bílafloti lands-
manna haldist við þetta 130 til 135
þúsund bíla. Umbrotin á markaðn-
um eru þó ekki búin. Innflutningur
og sala hafa ef til vill náð jafn-
vægi, en umboðin eiga eftir að ná
fótfestu í þessu ástandi og þau
eiga eftir að endurskipuleggja
hemaðaráætlanir sínar, nú verður
farið að beijast um sneiðar köku
sem stækkar ekki meir.
Lokaorð
Við munum áfram búa við mikla
samkeppni bílaumboða. Þau munu
beijast hart og nú þurfa þau held-
ur betur að beita stjómvisku í
rekstrinum. Ekki dugir lengur að
treysta á sívaxandi sölu eða önnur
„síldarævintýri". Þau umboð munu
fljóta best sem ná besta verðinu í
samningum við verksmiðjurnar,
hafa nýtískulegustu bílana, bjóða
bestu þjónustuna og ná mestri
hagkvæmni í rekstri. Að tala um
kreppu hljómar dálítið undarlega
þegar bílainnflutningur er meiri
en hann hefur nokkru sinni verið,
ef undan er skilið árið í fyrra.