Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
25
*
Arangurslaus fundur OPEC:
Auknar líkur á veruleg-
um verðlækkunum á olíu
Talið að friður í Persaflóastríðinu stórauki olíuframboð
og stuðli því að frekari verðlækkun
Lausanne, Tókýó. Reuter.
OLÍUVERÐ iækkaði á heims-
markaði í gær í kjölfar þess að
verðlagsnefnd OPEC, samtaka
olíuframleiðsluríkja, náði ekki
samkomulagi um aðgerðir til að
koma í veg fyrir frekari verð-
lækkun en orðið hefur á olíu að
undanförnu.
Tunna af olíu lækkaði á markaði
í Tókýó í gær um 10 sent í tæpa
14 dollara og var því rúmum fjórum
dollurum undir viðmiðunarverði
OPEC. í fyrradag lækkaði tunna
af bandarískri olíu um 35 sent í
15,26 dollara og spáðu sérfræðing-
ar því að hún ætti eftir að lækka
niður fyrir 14,50 dollara á næstu
dögum og vikum.
Olíukaupendur víðs vegar um
heim héldu að sér höndum í gær
og fyrradag þar sem almennt er
búist við frekari verðlækkun næstu
daga. Sérfræðingar greinir ekki á
um hvert stefni með olíuverð heldur
hversu mikið og hversu ört.
Framleiðsla OPEC-ríkjanna nam
18,98 milljónum tunna á dag í júlí,
samkvæmt könnun Eeuíers-frétta-
stofunnar, en á sama tíma nam
eftirspumin 18 milljónum tunna.
OPEC-ráðherrarnir, sem sitja í
Reuter
Hætt við gangsetningu
Hætt var í gær við tilraunagangsetningu hreyfla geimfeijunnar
Discovery með aðeins fimm sekúndna fyrirvara. Sjálfvirkur skynj-
ari, sem mælir hitastig i einum þriggja hreyfla ferjunnar, stöðv-
aði svokallaða niðurtalningu. Búist var við að önnur tilraun til
gangsetningar yrði gerð í dag, en árangur hennar er talinn ráða
úrslitum um það hvenær feijunni verður skotið út i geiminn.
Ferðir geimferjunnar hafa legið niðri frá því geimfeijan Challen-
ger splundraðist skömmu eftir flugtak frá Canaveralhöfða í jan-
úar áirið 1986. Myndin af feijunni var tekin á Canaveralhöfða í
fyrradag og sýnir Discovery á skotpalli sinum. Áætlað er að
henni verði skotið á loft í október.
Pólland:
Fjórir íþrótta-
menn flýia land
Varsjá. Reuter.
Varsjá.
FJÓRIR pólskir fijálsiþrótta-
menn, sem tóku þátt í Heims-
meistaramóti unglinga i Kanada
i síðustu viku, eru ókomnir heim
og er talið að þeir hafi ákveðið
að flýja land..
Pólska blaðið Zycie Warszawy
skýrði frá því í gær að göngumenn-
irnir Robert Lopatka og Leszek
Pazio, kúluvarparinn og kringlu-
kastarinn Mariusz Kosinski og
spretthlauparinn Jacek Oraczewski
hefðu orðið viðskila við félaga sína
verðlagsnefnd samtakanna, lýstu
áhyggjum sínum yfir offramleiðslu
og gífurlegri birgðasöfnun olíu-
framleiðsluríkjanna. Þeir sátu á
rökstólum í sex stundir í þeim til-
gangi að semja um leiðir til að draga
úr framleiðslu en árangur varð eng-
inn. I nefndinni sitja olíuráðherrar
Alsírs, Indónesíu, Nígeríu, Saudi
Arabíu og Venezúela..
Rilwanu Lukman, forseti OPEC,
sagði í gær að fullyrðingar um að
friður í Persaflóastríðinu yrði til
þess að stórlækka olíuverð væru
firra. „Kenningin um að olía frá
íran og írak mundi flæða yfir mark-
aðinn er hlægileg,“ sagði Lukman.
Efnahagur stríðsaðila er það
bágur og eyðilegging í stríðinu slík
að endurreisn efnahagslífsins og
uppbygging verður báðum gífur-
lega kostnaðarsöm. Hossein Khaz-
empour Ardebili, aðstoðarolíuráð-
herra írahs, gaf til kynna í síðustu
viku að íranir myndu reyna að auka
olíutekjur sínar sem mest vegna
endurreisnar er bardögum lyki.
Hins sama væri að vænta af hálfu
Iraka og því myndu ríkin tvö líklega
stórauka olíuframboð og þar með
stuðla að enn frekari offramleiðslu.
Lukman sagðist hins vegar enga
trú hafa á að sú yrði raunin.
írakar hafa neitað að taka tillit
til framleiðslukvóta OPEC frá því
að Persaflóastríðið braust út og
hefur það átti sinn þátt í að halda
olíuverði niðri. Rilwanu Lukman,
forseti OPEC, sagði meiri von til
þess að samkomulag næðist um
raunhæfa framleiðslustjómun að
stríði loknu og að framleiðslukvótar
yrðu virtir. Agreiningur er þó tals-
verður um kvótana og fínnst ýmsum
ríkjum sem þau hafi borið skarðan
hlut frá borði í þeim efnum. Telja
sérfræðingur því miklar líkur á að
áfram verði haldið að framleiða
umfram kvóta þótt meirihluti sé
fýrir einhverri skiptingu í framtí-
ðinni.
HEUENIKQN AIR BASE
ATNEHS 08*
WCSCNTSASTIIWSTMKO
fMkum cou u »00«
kU BAKCÍ T S>W
: ,
Reuter
Bandarískir Qryggisverðir við hlið Hellenikon-flugstöðvarinnar.
Grikkland:
Tilkymit um lokun
fyrstu herstöðvar
Bandaríkj aher s
Aþenu. Reuter.
TALSMAÐUR grísku ríkisstjórnarinnar, Sotiris Kostopoulos, til-
kynnti á miðvikudag þá ákvörðun stjórnar sinnar að flugstöð Banda-
ríkjahers i Hellenikon, skammt frá Aþenu, skyldi lokað. Hann gaf
ekki til kynna hvenær flugvellinum skyldi lokað, en sagði á hinn
bóginn að ekki væri til umræðu að starfsemi Bandarikjahers þar
myndi flytjast til annarrar bandarískrar herstöðvar á Grikklandi.
Viðræður ríkisstjóma Banda-
ríkjanna og Grikklands um nýjan
herstöðvasamning hafa verið í úlfa-
kreppu frá því þær hófust í nóvem-
ber síðastliðnum.
Grikkir hafa tilkynnt Bandaríkja-
mönnum að núgildandi samningi
verði sagt upp í desember, en eftir
það fá Bandaríkjamenn 17 mánuði
til þess að hafa sig og hafurtask
sitt á brott.
Bandaríkjaher hefur ijórar stórar
flughers- og flotastöðvar á Grikk-
landi auk 20 smærri stöðva. Hell-
enikon-flugstöðin er ein hinna fjög-
urra stærstu. Um 3.700 banda-
rískir hermenn eru á grískri grundu.
Hellenikon er við hlið hinnar al-
þjóðlegu flugstöðvar Aþenu og nota
herþoturnar sömu flugbrautir og
farþegaflugvélar.
Mörgum Grikkjum þykir stað-
setningin vera fullaugljós áminning
um nærveru Bandaríkjahers, ekki
síst sósíalistastjóm Andreasar Pap-
andreou, en hún hefur sætt aukinni
gagnrýni af vinstri vængnum fyrir
að hafa ekki staðið við gefin kosn-
ingaloforð um brottgöngu úr Atl-
antshafsbandalaginu og Evrópu-
bandalaginu, að ógleymdri uppræt-
ingu hinna bandarísku herstöðva.
Iðnaðarúrgangur:
Reynt að koma í veg fyrir al-
þjóðaverslun með eiturefni
Leitað leiða í kjölfar eituref namengunar í löndum Mið-Afríku
Genf, Freetown i Sierra Leone. Reuter.
SÝNT þykir að brýna nauðsyn beri til að alþjóðasamtök taki upp
strangt eftirlit með milliríkjaverslun með eiturefni. Að undanförnu
hefur verið upplýst að eitraður iðnaðarúrgangur hefur verið fluttur
frá Evrópu til Afríku þar sem efnin hafa valdið mengun og um-
hverfisspjöllum. Lönd í Afríku hafa tekið við eiturúrgangi frá vest-
rænum iðnríkjum gegn þóknun og talið er að þau mál sem hafa
verið upplýst að undanförnu sé aðeins tindurinn á ísjakanum, að
sögn yfirmanns samstarfsverkefnis Sameinuðu þjóðanna um um-
hverfismál.
og ekki komið heim með þeim, eins
og ráð hefði verið fyrir gert.
Ekki er enn vitað hvar íþrótta-
mennirnir eru niðurkomnir og hafa
kanadísk yfirvöld ekki staðfest
hvort þeir hafi beðið um pólitískt
hæli þar í landi.
Samkvæmt könnunum, sem
gerðar hafa verið fyrir tilstilli pól-
skra yfirvalda, vildi stór hluti Pól-
veija gjarnan komast til Vestur-
landa þar sem þeir telja vonir um
betri hag og bjartari framtíð meiri
en heima
Úrgangur sem uppgötvaður var
í nágrenni Freetown, höfuðborgar
Sierra Leone, hefur verið rannsak-
aður og kom í ljós að um skaðleg
eiturefni er að ræða sem ógna
bæði mönnum og dýrum. Úrgangin-
um, 625 sekkjum af ammóníaki og
formaldehýði, hafði verið komið
fyrir í grennd við árósa þar sem
sjávarfalla gætir og hefur hafsvæði
í nágrenni höfuðborgarinnar meng-
ast af völdum eiturefnanna. í Zaire
(Belgísku Kongó) hafa opinberir
starfsmenn og lögfræðingar verið
handteknir vegna aðildar að samn-
ingum við Evrópuríki um að taka
við eiturefnum gegn hæfilegri
þóknun.
Eiturefnum hent á
ruslahauga
„Þetta eru aðeins tvö dæmi af
mörgum sem komið hafa í ljós að
undanfömu,“ sagði Mostafa Tolba,
framkvæmdastjóri samstarfsverk-
efnis SÞ um umhverfismál, í sam-
tali við Eeufers-fréttastofuna ný-
verið. „Samskonar mál hafa komið
upp í löndum Suður-Ameríku og í
Vestur-Indíum," bætti hann við.
Sagði Tolba að einu ríki hefði verið
greiddar 250 milljónir dollara fyrir
að taka við 10.000 tonnum af eitr-
uðum úrgangsefnum á dag. „Þetta
ríki hefur bolmagn til að eyða um
1.000 tonnum af eiturefnum á dag
þannig að 9.000 tonnum er hent á
ruslahauga í grennd við þéttbýli
þaðan sem þau berast út í um-
hverfið," sagði Tolba. Hann vildi
ekki láta uppi hvaða ríki þetta væri.
Almenningur í þeim löndum, sem
tekið hafa við eiturefnum, hefur að
sögn Tolba enga hugmynd um hvað
það er sem verið er að hella yfir
hann. „Þó almenningur vissi hvað
um er að ræða er ólíklegt að hann
fengi nokkuð að gert,“ bætti hann
við. „Við verðum að gera allt sem
hægt er til þess að vemda fólk
gegn umhverfisspjöllum af völdum
iðnaðarúrgangs," sagði hann.
Tolba, sem er náttúrufræðingur áð
mennt, sagði að það væri öllum í
hag að eiturefnin væru tekin til
endurvinnslu. „Mörg þessara efna
eru dýr og fágæt í náttúrunni og
því er nauðsynlegt að endumýta
þau.“ Tolba nefndi þunga málma
eins og kadmíum, blý og kvikasilfur
sem dæmi um efni sem ábatasamt
væri að endurnýta.
Unnið að gerð
alþjóðasamþykktar
Unnið hefur verið að gerð al-
þjóðlegrar samþykktar um
milliríkjaverslun með eiturefni á
vegum SÞ sem lögð verður fyrir
fund umhverfisráðherra aðildarríkj-
anna í Basel í Sviss á næsta ári.
„Það eru engin lög eða reglur sem
munu stöðva þessa ábatasömu
verslun með eiturefni, en við verð-
um að reyna að sporna gegn henni
með öllum hugsanlegum ráðum,“
sagði Tolba.