Morgunblaðið - 05.08.1988, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Svíþjóð:
Júgóslavía:
Tilkynnt um frekari efna-
hagsaðgerðir stjómarinnar
Belgrað, Reuter.
JÚGÓSLAVNESK sljórnvöld
hrundu af stað öðrum þætti efna-
hagsráðstafana sinna í gær, þrátt
fyrir að fyrirsjánlegt sé að órói
meðal launþega aukist enn við
þessar aðgerðir. í þeim felst að
matvæla- og orkuverð hækkar
Tengsl milli
drykkju og
bijóstkrabba
Chicago. Reuter.
VÍSINDAMENN í Bandaríkjun-
um hafa fundið fylgni milli
áfengisneyslu og btjóstkrabba,
segir í skýrslu sem .byggir á 16
læknisf ræðilegum rannsóknum
og birtist í tímariti bandaríska
læknafélagsins í gær.
í skýrslunni segir að rök hnígi
að því að því meira áfengi sem
kona innbyrðir því meiri sé hættan
á krabbameini í brjósti. Þessi álykt-
un er þó einungis byggð á tölfræði-
legum athugunum. Rannsóknir
sýna að konum sem drekka að
meðaltali tvo sjússa eða fleiri á dag
er 70% hættara við brjóstkrabba
en konum sem drekka einn sjúss
eða minna á dag.
Það er tekið fram í skýrslunni
að drykkja í hófi geti dregið úr
streitu og hættunni á hjartaáfalli.
gífurlega og sömuleiðis verð á
þjónustu. í maí síðastliðnum voru
launahækkanir, neysla og fjár-
festingar heftar að ósk vest-
rænna lánadrottna Júgóslava, en
þær ráðstafanir voru kveikjan
að miklum mótmælum launþega
í landinu, sem kenndu lélegri
stjórnun og spillingu um ófarir
júgóslavnesks efnahags.
Ráðstafanimar í gær fólust í því
að verðlag var gefið fijálst. Raf-
magnsverð hækkaði þegar um 40%,
jámbrautarfargjöld um 70% og
matarolía um 66%. Talið er að verð
á gasi og símþjónustu muni einnig
hækka verulega.
Verðhækkanir þessar munu hafa
áhrif á nær allt vömverð annað,
en þegar berjast fjölmargar fjöl-
skyldur í bökkum. Meðaltekjur jafn-
gilda um 4.500 íslenskum krónum
á mánuði, sem er töluvert minna
en fjögurra manna fjölskylda kemst
af með samkvæmt opinberum
tölum.
Drög að efnahagsráðstöfunum
þessum vom gerð í samráði við
Alþjóðagjaldeyrirssjóðinn, en gegn
þeim féllst sjóðurinn á að veita
Júgóslavíu 430 milljón dala láns-
ábyrgð, ný lán og skuldbreytingu á
erlendum skuldum, en þær nema
um 21 milljarði Bandaríkjadala á
Vesturlöndum einum.
Ráðstafanimar miða að því að
endurreisa júgóslavneskan efna-
hag. Innflutningshömlum verður
t.a.m. aflétt og er vonast til þess
að erlendar vömr muni veita inn-
lendum þá samkeppni, að júgóslav-
neskir framleiðendur verði að bæta
rekstur sinn.
Verðbólga í Júgóslavíu nemur
um 189%, en verðhækkanir á mat-
vöm undanfarið ár hafa numið
206%. Áætlun stjómvalda er að í
árslok verði hún aðeins um 95%,
en efnahagssérfræðingar stjórnar-
innar segja slíkt nær vonlaust úr
þessu.
í ár hafa um 600 verkföll blossað
upp í Júgóslavíu vegna efnahagsað-
gerða stjómarinnar. Meðal annars
gengu verkamenn fylktu liði í
Belgrað gegn kommúnistastjóm-
inni í fyrsta skipti og einu sinni
mddust þeir meira að segja inn í
þingsali.
Reuter
Á myndinni sjást frá vinstri Dimitri Jazov, varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna, Frahk Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
og Andrej Gromyko, forseti Sovétríkjanna. Valdsmennirnir þrír áttu
viðræður í sumarleyfisborginni Jalta á Svartahafsströnd Sovétríkj-
anna á miðvikudag.
Heimsókn Carluccis
tíl Sovétrfldanna lokið
Sevastopol, Sovétrikjunum. Heuter.
FRANK Carlucci, landvarna-
málaráðherra Bandaríkjanna,
lauk í gser opinberri heimsókn
sinni til Sovétríkjanna. Heim-
sóknin var liður í nýlegu sam-
komulagi risaveldanna um gagn-
kvæm samskipti yfirmanna á
sviði varnarmála til að auka
skilning þeirra í milli. Carlucci
hélt í gær til Tyrklands þar sem
hann mun dveljast í fjóra daga.
Á miðvikudagsmorgun flaug
Carlucci til borgarinnar Simferopol
á Krím-skaganum og hélt þaðan á
fund Dimitris Jazovs, landvama-
málaráðherra Sovétríkjanna, og
Andrejs Gromykos forseta til við-
ræðna um samskipti Sovétmanna
og Bandaríkjamanna en forsetinn
er nú í sumarleyfi skammt frá borg-
inni Jalta við Svartahafíð. Carlucci
sagði Gromyko að Bandaríkjamenn
væru staðráðnir í að vinna ötullega
að því með Sovétmönnum að ná
samkomulagi um 50% fækkun lang-
drægra kjamavopna. Samkvæmt
fregnum TASS-fréttastofunnar
sovésku sagði Gromyko að Sovét-
menn vildu frið bæði vegna þess
að það væri undirstaða utanríkis-
stefnu þeirra og jafnframt vegna
þess að þeir vildu einbeita sér að
áformum Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
um innanlandsumbætur.
Síðar skoðaði Carluci flotastöð
Sovétmanna í borginni Sevastopol
og hefur það ekki gerst að vest-
rænn valdamaður hafi fengið að
skoða stöðina síðan Franklin D.
Roosevelt Bandaríkjaforseti var þar
árið 1945 í boði Stalíns. Ráðherrann
fór m.a. um borð í beitiskipið Slava
sem er 10.500 tonn að stærð og
getur borið 16 kjamaflaugar.
Spurði hann margs og og voru svör-
in oft löng og ítarleg. Áður hafa
Sovétmenn sýnt ráðherranum
nýtísku herflugvélar þ.á m.
„Blackjack" sprengjuþotuna.
Stofnaður sjóður í
nafni Wallenbergs
Stokkhólmi. Rcuter.
FJÖLSKYLDA Raouls Wallen-
bergs minntist 76 ára afmælis
hans í gær með því að gera opin-
bert að stofnaður hefði verið
sjóður í nafni hans. Tilgangurinn
er sá að skrásetja störf Wallen-
bergs á árum síðari heimsstyrj-
aldarinnar er hann bjargaði þús-
undum gyðinga frá útrýmingar-
búðum nasista.
í tilkynningu ættmenna Wallen-
bergs sagði að ákveðið hefði verið
að veita háskólanum í Uppsölum
og ótilteknum bandarískum háskóla
500.000 Bandaríkjadali (um 23
milljónir ísl. kr.) í þessu skyni.
Wallenberg starfaði sem fyrsti
sendiráðsritari í sænska sendiráð-
inu í Búdapest er hann tók, einn
og óstuddur, að bjarga gyðingum
undan ógnunum nasismans m.a.
með því að láta þeim í té sænsk
vegabréf. Talið er að hann hafi
bjargað lífi þúsunda manna með
þessum hætti.
Wallenberg hvarf í janúar árið
1945 er sovéskar hersveitir tóku
Búdapest. í orðsendingu frá Sovét-
stjóminni til yfírvalda í Svíþjóð árið
1957 sagði að Wallenberg hefði
látist í Lubyanka-fangelsi í Moskvu
árið 1947. Hins vegar hafa fyrrum
fangar sagt að þeir hafi séð Wallen-
berg og því hefur verið haldið fram
að hann hafí verið á lífí allt fram
á þennan áratug. Þessu hafa sov-
éskir embættismenn þráfaldlega
neitað. Fjölskylda Wallenbergs tel-
ur hugsanlegt að hann sé enn á lífi.
„Glasnost-stefnan, sem nú hefur
•-'verið innleidd í Sovétríkjunum, vek-
ur hjá okkur vonir um að fjallað
verði um mál Raouls í anda henn-
ar,“ sagði Nína Lagergren, hálf-
systir hans í gær.
Bretland:
Votviðrasam-
ur júlímánuður
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari
Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKIL vætutíð var í júlf í Eng-
landi, Skotlandi og Wales. í Skotl-
andi var síðasti júlimánuður sá
versti frá því að mælingar hófust
árið 1869. í Fort William, bæ á
vesturströnd Skotlands, féll mest
rigning, um 36 sentimetrar.
í Englandi og Wales var mánuður-
inn sá versti frá 1936. í Manchester
féllu um 16 sentimetrar af regni, í
Lundúnum um sjö sentimetrar. í
Lundúnum féll einhver rigning hvem
dag júlímánaðar, sem hefur aðeins
einu sinni gerst frá því að skráning
hófst fyrir 340 árum, en það var
árið 1970.
Mörg þúsund manns gengu um götur Teherans, höfuðborgar írans, á þriðjudag til að lýsa yfir stuðn-
ingi við Khomeini erkiklerk.
Persaflóastríðið: -
De Cuellar fær skýrsiu
um vopnahlésmöguleika
SÞ. Reuter.
AÐALRITARI Sameinuðu þjóð-
anna, Perez de Cuellar, fékk í gær
skýrslu frá nefnd sem samtökin
sendu til írans og íraks til að
kynna sér möguleika á vopnahléi
S stríði rikjanna. Áhyggjur fóru
vaxandi i gær vegna ásakana ír-
ana um að Irakar hafi aftur notað
efnavopn gegn óbreyttum borg-
urum. Einnig bárust fréttir af
árás írana á norskt olíuskip.
Formaður nefndar SÞ, Norðmað-
urinn Martin Vadset, sagði frétta-
mönnum þó í gær að báðir
stríðsaðilar hefðu reynst honum
samvinnufúsir.
De Cuellar mun notfæra sér niður-
stöður skýrslunnar er hann skipu-
leggur störf 250 manna eftirlits-
herliðs, sem SÞ hyggst senda til
landamæra ríkjanna strax og vopna-
hléi hefur verið komið á. Aðalritarinn
hugðist ræða við utanríkisráðheira
írana, Ali Akbar Velayati, í gærdag.
Síðast ræddi de Cuellar við íraska
utanríkisráðherrann, Tareq Aziz, á
föstudag en ríkin tvö deila nú um
skilyrðin fyrir því að hefja formlegar
vopnahlésviðræður. Irakar heimta
að þær verði beinar og milliliða-
lausar en íranir vilja að fulltrúar
Sameinuðu þjóðanna taki þátt í
þeim.
íranskar þotur létu í gær vél-
byssukúlum rigna yfír norskt risa-
olíuskip á Persaflóa en skemmdir
urðu litlar og engan sakaði. Velay-
ati utanríkisráðherra sagði í gær að
írakar hefðu notað sinnepsgas í árás
á íranskt landsvæði og hefðu um
eitt þúsund manns skaddast.