Morgunblaðið - 05.08.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hanastél
Jákvæði og metnaður eru eiginleikar hins
fullkomna þjóns sem við leitum að.
Teljir þú þig uppfylla þessar kröfur, viljum
við endilega sjá þig í Brautarholti 20 föstu-
daginn 5. ágúst milli kl. 17 og 19.
ÞÓR&C/IFÉ
Yfirvélstjóri
óskast á mb. Lýting NS 250 sem gerður er
út á rækju og frystir aflann um borð, en fer
síðar á síldveiðar.
Upplýsingar í símum 97-31143 á daginn og
97-31231 á kvöldin.
Amma óskast
Þrjú systkini, sem búa í miðborginni, óska
eftir ömmu til að annast þau og heimilið. Til
greina kemur að búa hjá okkur.
Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild
Mbl. merktum: „B - 2939“ fyrir 10. ágúst.
Framtíðarstörf
Viljum ráða nú þegar nokkra duglega menn
til þrifalegra verkstarfa. Um framtíðarstörf
er að ræða. Byrjunarlaun 70 þús. á mánuði.
Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. merkt: „F - 2335“.
Kennarar
Vegna forfalla er ein kennarastaða laus við
Egilsstaðaskóla. Kennsla yngri barna æski-
legust.
Allar upplýsjngar gefur skólastóri (Helgi) á
skrifstofu K.í. á Grettisgötu 89 frá kl. 14.00-
16.00 föstudaginn 5. ágúst og mánudaginn
8. ágúst frá kl. 10.00-12.00. Sími 24070.
Skólanefnd
Hafnarfjörður
- blaðberar
Blaðbera vantar í miðbæ og vesturbæ.
Upplýsingar í síma 51880.
Kennarar
Tvo kennara vantar til almennrar kennslu að
grunnskólanum á Eiðum, sem er heimavist-
arskóli. Ferðastyrkur er greiddur. Ódýrt og
gott húsnæði fylgir.
Upplýsingar fást hjá Sigtryggi Karlssyni í
síma 97-13825 eða Kristjáni Gissurarsyni,
skólanefndarformanni í síma 97-13805.
Sölumaður matvæla
Viljum ráða sölumann til að annast sölu
matvæla, einkum til hótela, veitingahúsa og
stærri mötuneyta. Þekking á þessum mark-
aði og tölvuvinnslu er kostur en ekki skilyrði.
í boði er krefjandi framtíðarstarf fyrir röskan
einstakling hjá öflugu og ört vaxandi fyrir-
tæki. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé
áreiðanlegur og laginn í mannlegum sam-
skiptum. Reglusemi og stundvísi eru skil-
yrði. Góð laun, öryggi og starfsaðstaða eru
í boði fyrir réttan mann.
Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri
störf og nöfn hugsanlegra umsagnaraðila,
óskast skilað á auglýsingadeild Mbl. eigi
síðar en mánudaginn 8. ágúst merktum:
„G - 8625“. Gætt verður fyllsta trúnaðar við
umfjöllun allra umsókna.
Skólastjóri
- kennarar
Barnapössun
Óska eftir góðri manneskju til að koma heim
og hugsa um tvær litiar stelpur 6-8 daga í
hverjum mánuði.
Upplýsingar í síma 31362.
Trésmiðir
Vantar trésmiði í vinnu á Nesjavöllum, Mos-
fellsheiði. Mikil vinna. Frítt húsnæði og fæði.
Upplýsingar veitir Jóhann hjá Smið hf., Gagn-
heiði 25, Selfossi, sími 98-22594.
Vélstjóri
Óskum að ráða yfirvélstjóra á 187 lesta bát
sem er á þorsktrolli.
Uppl. í síma 96-61707 og 96-61728.
Njörðurhf., Hrísey.
Verkfræðingar -
tæknifræðingar
Verktakafyrirtæki á sviði jarðvinnu og gatna-
gerðar óskar eftir verkfræðing eða tækni-
fræðing til að annast tilboðsgerð, mælingar
og uppgjör verka.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma
46300.
íþróttakennarar
Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara, sem
einnig getur tekið að sér kennslu í öðrum
greinum.
Frítt húsnæði í boði.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla-
stjóri, í síma 96-33131 eða 96-33118.
Bifreiðastjórar
Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra til akst-
urs strætisvagna og á vakt.
Upplýsingar eru gefnar í símum 20720 og
13792.
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
fræðslusvið, auglýsir:
Starfsmaður óskast við verkefni á fræðslu-
sviði. Reynsla og menntun á sviði fræðslu-
starfa æskileg. Gott vald á íslensku og
erlendum málum (a.m.k. ensku og Norður-
landamálum) er nauðsynlegt.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsreynslu, sendist eigi síðar en 12.
þ.m. til Iðntæknistofnunar íslands, fræðslu-
sviðs, Keldnaholti, 112 Reykjavík.
Starfsmaður
- sölustarf
Starfsmaður óskast til sölu og aksturs. Um-
sækjendur þurfa að hafa góða almenna
menntun og vera þjónustusinnaðir.
Framtíðarstarf fyrir réttan mann, sem er til-
búinn í lífstíðarnám.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
15. ágúst merktar: „B - 6906“.
BLÓMAMIÐSTOÐIN H.F.
RÉTTARHALSI 2 - SIMI 67 1040 . 110 REYKJAVlK
NAFNNR.: 1362-735J
Landieiðirhf.,
Skógarhlíð 10.
Framkvæmdastjóri
Starf framkvæmdastjóra við sjúkrahús og
heilsugæslustöð á Patreksfirði er hér með
auglýst laust til umsóknar.
Allar frekari upplýsingar um starfið veita Úlf-
ar B. Thoroddsen, formaður stjórnar, í síma
94-1221 og Eyvindur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri, í síma 94-1110.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1988, og
skulu umsóknir sendast til stjórnar sjúkra-
húss og heilsugæslustöðvar, Stekkum 1,
Patreksfirði.
Frá bókasafni
Kennaraháskóla
íslands
Óskum eftir að ráða bókasafnsfræðing í fullt
starf. Um er að ræða starf samkvæmt ráðn-
ingarsamningi til óákveðins tíma.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skila í bókasafnið fyrir 20.
ágúst.
Nánari upplýsingar veitir yfirbókavörður í
síma 688700.
Við Hólmavíkurskóla eru eftirtaldar stöður
lausar til umsóknar:
1. Skólastjórastaða.
2. Tvær kennarastöður. Æskilegar kennslu-
greinar m.a. íslenska, danska og stærð-
fræði í 7.-9. bekk.
Ástæða er til að vekja athygli á góðri að-
stöðu og búnaði til kennslu að ógleymdum
launahlunnindum.,
Nánari upplýsingar gefa Jón E. Alfreðsson,
formaður skólanefndar, í símum 95-3155 og
95-3130 og Þorkell Jóhannsson, skólastjóri,
í síma 91-46987.
Skólanefnd Hólmavíkurskóla
VJterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsmgamiöill!