Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
Guðríður Svembjam-
ardóttir - Minning
Fædd 8. júní 1912
Dáin 28. júlí 1988
Ekki verður því neitað að sárt er
að missa báðar ömmur sínar á einu
sumri, móðurömmu um miðjan júní
og nú föðurömmu sex vikum síðar.
En við því er ekkert að gera og
huggun er að báðar fengu hægt
andlát. Síðustu dagana hvíldi ró yfir
ömmu Guðríði, hún virtist vita að
dauðinn var nærri og sætti sig við
það. Þegar ég kom til hennar þar
sem hún lá sagði hún fátt að fyrra
bragði. Eitt skiptið spurði hún hvort
hin amma mín hefði legið lengi og
fáeinum dögum síðar vildi hún vita
hvort ég gæti eldað og fengi nóg
að borða, en eiginkona mín starfar
erlendis í sumar. Þessar spumingar
voru dæmigerðar fyrir afstöðu henn-
ar til annars fólks, að minnsta kosti
sinna nánustu. Hún var umhyggju-
söm og hafði áhuga á því að okkur
liði vel.
Fyrsta minning mín í lífinu er
tengd ömmu Guju. Ég man stóran
fugl, líklega hrafn, við ógurlega á
sem áreiðanlega var Blanda, því
síðar var mér sagt að amma hefði
farið með mig þriggja eða fjögurra
ára að Guðlaugsstöðum í Blöndudal,
þar sem hún og afi þekktu fólk.
Þangað hef ég ekki komið síðan.
Aðrar minningar, þó yngri séu, eru
daufari og því miður man ég alltof
fátt af því sem gerðist þegar ég var
hjá þeim barn á Framnesvegi 10,
þó ég muni eftir sérkennilegum
myndakíki og öðru dóti. Eiginlega
rofar ekki aftur til fyrr en á ungl-
ingsárum og síðan þegar ég var sest-
ur í Háskóla. Þá sat ég stund og
stund í stofunni hjá þeim, ræddi við
afa um Sturlungu, Biblíuna og bú-
skaparhætti í Breiðafjarðareyjum á
fyrri hluta aldarinnar, en við ömmu
um nýjustu fréttir af fjölskyldunni.
Einstaka sinnum sagði hún sögur
úr eigin lífí, aðallega frá því hún var
hjá móðursystur sinni og manni
hennar á Djúpavogi. Það þótti henni
held ég skemmtilegasti tími ævi
sinnar. En hún sagði líka frá manni
sem hafði átt plötuspilara þegar hún
var á Alþýðuskólanum á Eiðum árið
1930, og um það leyti fór hún í rútu
yfír Möðrudalsöræfi, samferða Þór-
bergi Þórðarsyni og Halldóri Lax-
ness. Henni þóttu þeir kostulegir.
Stundum sagði hún mér líka eitthvað
sem ég hafði sagt eða gert og hrey-
knust var hún af því að í jólaboði
hjá móðurfólki mínu lýsti ég því yfír
að ijúpan væri ekki eins góð og lund-
inn hjá ömmu á Framnesvegi. Um-
ræðuefni hennar voru ávallt af
hversdagslegu tagi og eftir smá-
stund var hún horfin inn í eldhús
að taka til mjólk, ástarpunga eða
annað góðgæti, sem hún bar til stofu
eða hún bauð okkur afa að setjast
til borðs í eldhúsinu.
Amma fæddist 8. júní 1912 á
Hólmum í Reyðarfírði. Hún var elst
bama Guðnýjar Jóhönnu Beck, dótt-
ur sveitarhöfðingjans Hans Beck á
Sómastöðum, og Sveinbjarnar P.
Guðmundssonar fræðimanns frá
Skáleyjum á Breiðafirði. Hann hafði
flust austur á land að loknu námi í
bændaskólanum í Ólafsdal, sinnti
búskap og stundaði verslunarstörf.
Yngri systkini ömmu voru Hrafn á
Hallormsstað, fæddur 1913 og lést
í fyrra, Þórólfur, fæddur 1915 og
Birgir fæddur 1921, en dáinn 1936.
Guðný Jóhanna lést eftir fæðingu
Birgis og ári síðar var heimilið leyst
upp. Amma fór til Sigríðar móður-
systur sinnar og manns hennar séra
Jóns Finnssonar að Hrauni í Djúpa-
vogi og var hjá þeim í tæpan ára-
tug. Eftir einn vetur í Eiðaskóla og
ár í vist að Laugum í Aðaldal fór
hún aftur til fósturforeldra sinna
sem þá voru flutt til Reykjavíkur.
Þaðan fór hún sumarið 1934 í
kaupavinnu vestur í Svefneyjar á
Breiðafírði, en þar var föðursystir
hennar ráðskona hjá Óskari Níels-
syni bónda og hreppstjóra. Hann
hafði þá misst konu sína Önnu Jó-
hönnu Magnúsdóttur fjórum árum
áður og átti tvær dætur, Guðnýju
Jóhönnu sex ára og Önnu Jóhönnu
fjögurra ára. Dvöl ömmu vestra varð
lengri en til stóð, því þau Óskar gift-
ust 18. ágúst 1935, hann sautján
ámm eldri en hún. Fyrstu börn
þeirra fæddust í Svefneyjum, faðir
minn Jón Sigurður 15. maj 1936 og
Þórkatla 21. mars 1939,. Árið 1940
flutti fjölskyldan búferlum til Flat-
eyjar og þar fæddust afa og ömmu
tveir synir, Ólafur Aðalsteinn 15.
maí 1942 og Níels Örn 23. ágúst
1944. í Flatey bjó þá Sveinbjörn
faðir ömmu ásamt síðari konu sinni
Minning:
Fæddur 8. nóvember 1919
Dáinn 8. júní 1988
Nú er elsku afi okkar James
Cronin dáinn.
Okkur barnabömunum langar að
minnast hans í örfáum orðum. Afi
fæddist í Killmalock á írlandi 8.
nóvember 1919. Árið 1941 kemur
afi til íslands og kynnist hann þá
elsku ömmu okkar Önnu Cronin og
vom það hans stærstu gæfuspor
er hann gekk að eiga hana 26.
ágúst 1944.
Árið 1950 flytjast þau búferlum
til London. Þeim varð sjö barna
auðið og búa fimm synir þeirra í
London og tvær dætur héma á ís-
landi. Afí var gæddur mjög sterkum
persónuleika og ljúfmenni var hann
mikið. Hann var dulur um eigin
hagi en jafnframt mjög tilfínninga-
næmur. Afi hafði næma kímnigáfu
og greind glöggt þá hlið tilvemnnar
er líta má í skoplegu ljósi. Gátu
hnyttin svör hans og athugasemdir
Margréti Guðmundsdóttur og börn-
um þeirra Ásbirni, Styrkári,
Tryggv3. Eysteini, Guðmundi og
Steinunni.
Undir stríðslok þótti ekki lengur
lífvænlegt að búa í eyjum á Breiða-
fírði og leiðin lá suður á land vorið
1945. Eftir skamma dvöl í Mosfells-
sveit og Reykjavík settust þau að í
Engey. Þar sá afi um tilraunabú
með sauðfé, auk þess sem þau vom
með eigin bústofn og höfðu æðar-
varp að því er hann sagði mér síðar.
Fyrir vikið þykir mér æðarfugl öðr-
um fuglum fegurri. Til Reykjavíkur
fluttust afí og amma árið 1954. Þar
bjuggu þau út ævina, lengst af og
alla tíð í mínu minni á Framnesvegi
10. Reynitré og hlynur byrgðu sýn
útúr annarri stofunni. Klósettið var
uppi á lofti og Snæfellsjökull sást
við ýmsar aðstæður sýnt hliðar á
hlutunum, sem ekki lágu í augum
uppi. Alltaf var þetta þó græsku-
laust, enda fjarri honum að særa
menn eða leggja þeim misjafnt til.
Afi var mjög nærgætinn og tillit-
semi var ríkur þáttur í fari hans.
Af þessum sökum var hann sannur
vinur vina sinna. Þó afi hafi ekki
verið íslenskur þá dáði hann land
og þjóð og var stoltur af þeirri fjöl-
skyldu sem hann átti héma heima.
Við eigum okkur margar góðar og
yndislegar minningar um afa sem
munu ávallt lifa með okkur. Nú
þegar leiðir skiljast er hans sárt
saknað af okkur bamabörnunum
en sárastur er harmur elsku ömmu
sem misst hefur mikið.
Bálför hans hefur nú þegar farið
fram í London þar sem afi og amma
bjuggu. Fær hann nú sína hinstu
ósk upfyllta þar sem jarðneskar
leifar hans verða til grafar bornar
í dag.
þegar ég klifraði uppá baðbrúnina
og teygði höfuðið uppí þakgluggann.
Árið áður en þau settust að í
Reykjavík dó Ólafur sonur þeirra
úr berklum, ellefu ára. Ljósmynd af
honum stóð á áberandi stað við
símann í stofunni á Framnesvegi og
amma talaði oft um að þau myndu
hittast þegar hún yrði öll. Mér fannst
hún hlakka til þeirrar stundar og
ekki hefur biðin orðið örðugri þegar
afí dó á heimili þeirra fyrir tæpum
þremur árum. Myndir af þeim báð-
um, eiginmanni og syni, voru í her-
bergi hennar á Elliheimilinu Grund
og er ekki annað eftir en að biðja
þess að henni verði að ósk sinni og
hitti þá báða þegar hún verður lögð
til hinstu hvíldar við hlið þeirra í
Fossvogskirkjugarði í dag.
Mási
Okkur langar að minnast hans
með þessum sálmi.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð, þinn náðar kraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Hafi afi þökk fyrir allt óg allt.
Elskandi barnabörn
James Cronin