Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 43

Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 43 Minning: Eysteinn Guðjóns- son skólasijóri Fæddur 3. apríl 1949 Dáinn 4. júní 1988 Andlátsfregn Eysteins Guðjóns- sonar kom eins og reiðarslag. Þijátíu og níu ára var hann fallinn í valinn , frá stórri ijölskyldu mitt í önn dags- ins. Fyrir Sigríði eiginkonu hans og bömin íjögur er missirinn sárastur sem og aðra aðstandendur. En heimabyggð hans sér einnig á bak dugmiklum manni, sem leitað hafði verið til með fjölmörg trúnaðarstörf. Eysteinn var kennari að mennt og hóf sem slíkur störf við Barna- og unglingaskólann á Djúpavogi 1970, en kenndi síðar sitt hvort árið í Sandgerði og Kópavogi. Hann var farsæll og traustur kennari og eftir að Ingimar Sveinsson hætti skóla- stjóm á Djúpavogi tók Eysteinn við af honum. Mikil uppbygging hefur verið við skólann undanfarin ár og átti Eysteinn sinn hlut í henni sem kennari og skólastjóri, en einnig sem sveitarstjómarmaður. Áhugi á félagsmálum fylgdi Ey- steini úr foreldrahúsum, þar sem ríkti víðsýni og róttækar skoðanir á þjóðmálum. Hann gerðist ungur að ámm eindreginn sósíalisti og stuðn- ingsmaður Alþýðubandalagsins og síðar foiystumaður þess heima fyrir. Ég kynntist honum sem slíkum í starfi í kjördæminu um og eftir 1970 og liðsinni hans og stuðningur hélst óslitið til dauðadags. Þegar Alþýðu- bandalagsfélag var stofnað á Djúpa- vogi fyrir um 10 ámm var Eysteinn kosinn formaður þess. Til hans var sfðan alltaf leitað af forystu í kjör- dæmisráði og okkur þingmönnum, þegar við vomm á ferð eða leituðum liðsinnis í kosningabaráttu. Þá var Eysteinn ætíð boðinn og búinn til starfa og heimili hans og Sigríðar stóð okkur opið sem þar knúðum dyra. Ég heimsótti þau í vikunni sem dauðann bar að garði. I samráði við Eystein hafði ég boðað til opins fund- ar á Djúpavogi 1. júní sl. og eins og svo oft áður stjómaði hann fundi, þar sem m.a. vom rædd hagsmuna- mál byggðarlagsins. Einnig á þeim vettvangi var Eysteinn í forystu sem oddviti hreppsnefndar eftir síðustu sveitarsljómarkosningar. Hér verða ekki rakin fjölmörg trúnaðarstörf önnur sem Eysteinn tók að sér og rækti af eðlislægri samviskusemi. I huga mér nú að skilnaði er minningin um góðan dreng með staðfastar skoðanir og ríka réttlætiskennd. Á bak við rólegt yfírbragð hans ríktu næmar tilfínn- ingar og viðkvæm lund. Um leið og ég þakka Eysteini samfylgdina votta ég aðstandendum hans, Sigríði og myndarlegum bamahópi mína dýpstu samúð. Hjörleifur Guttormsson Þegar ég kom austur á Djúpavog sumarið 1985, óraði mig ekki fyrir því, að ég ætti eftir að standa við altari kirkjunnar þremur árum síðar, að kveðja minn besta vin. En nú hefur það sannast einu sinni enn, og við líka fengið að' reyna það á síðustu vikum hér eystra, að bilið á milli lífs og dauða er svo ákaflega stutt; enginn ræður sínum nætur- stað. í þetta sinn kom dauðinn óboðinn, og svo óvænt, og hreif með sér góð- an dreng í blóma lifsins. Við sitjum eftir hljóð, agndofa, grátbólgin, reið yfir því að hafa verið slegin svo gjör- samlega út af laginu, án þess að hafa getað komið við nokkmm vöm- um. Otal spumingar leita á hugann, en fátt er um svör. Það er ekki trúleysi, sem fæðir af sér þessi viðbrögð okkar, heldur söknuður, að fá ekki lengur að sjá þennan mann, hafa á meðal okkar, leita til hans með hin ýmsu vanda- mál,‘sem hann jafnan leysti svo vel úr, gantast með honum, vinna, gleðj- ast. Margar bækur hef ég lesið, eftir að þessi hörmulegi atburður gerðist á Djúpasundi, milli Búlandshafnar og Eskilseyjar á Hamarsfirði, að Eysteinn féll út af bát sínum og drukknaði, bækur, sem fjalla um þessi umskipti frá jarðlífinu til ann- ars lífs, því mér fannst að mér veg- ið frá Guði, skyldi ekki hvers vegna þetta varð að gerast. Ég kallaði Guð til ábyrgðar fyrir að hafa ekki kom- ið til hjálpar, fyrir að hafa ekki með almáttugri hendi sinni bægt þama dauðanum frá. En við lestur þessara bóka, eink- um þó einnar þeirra, varð mér brátt ljóst, að þessi ásökun mín var ekki reist á styrkum grunni. Höfundur bókarinnar, sem er prestur í söfnuði gyðinga í Bandarílqunum, varð fyrir því, að sonur hans fæddist með svo- kallaðan öldrunarsjúkdóm, og dó úr hrömun og elli aðeins 14 ára gam- all. Fjölskyldan vissi lengi að hvetju stefndi, en gat ekki með nokkm móti skilið, hvers vegna Guð legði slíka byrði á hana. Faðirinn, sjálfur guðsmaðurinn, huggarinn, settist niður, magnvana, og leitaði svara. Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki Guð, sem skapaði okkur þjáningamar, heldur væru það tilviljanir, lögmál Gústaf M. Guðmunds- son — Minningarorð Fæddur 23. október 1921 Dáinn27.júlí 1988 í dag 5. ágúst kveðjum við frá Fossvogskapellu Gústaf Marinó Guðmundsson, Réttarholtsvegi 93. Hann lést á Borgarspítalanum 27. júlí eftir fjögurra mánaða legu þar. Hann Nói, en svo var hann nefnd- ur af fjölskyldu og vinum, var fædd- ur í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Helga Jensdóttir og Guð- mundur Sigurðsson. Hér í borg ólst hann upp ásamt þremur eftirlifandi systkinum sínum. Þau eru Dagmar búsett í Danmörku og Ólöf og Ragnar búsett hér á landi. Ungur missti Nói föður sinn og strax og kraftar leyfðu fór hann að létta undir með móður sinni við ýmis störf er til féllu. Hugur ungs manns hneigðist til náms, en efni voru litil eins og títt var hjá fólki á þeim áram. Sá draumur hans gat því ekki ræst. Nói kvæntist eftirlifandi konu sinni Karitas Jónsdóttur 4. maí 1946. Þau stofnuðu heimili sitt hér í Reykjavík og bjuggu hér alla tíð. Þeim hjónum varð fimm bama auðið. Eitt þeirra misstu þau fárra vikna gamalt. Hin era Aðalheiður Ema gift Magnúsi Þór Jónssyni og eiga þau tvö böm, þau búa í Mos- fellsbæ, Ragnheiður, hún á einn dreng, Ásmundur Birgir kvæntur Þórdísi Pálsdóttur og eiga þau þijú böm, þau eiga sín heimili í Reylcjavík og Gunnar Jón sem dvelur í for- eldrahúsum. Bamabömin voru afa sínum kær og mikill gleðigjafí og alltaf var hann reiðubúinn að sinna þörfum þeirra. Okkur vinum þeirra hjóna fannst nöfnin Kaja og Nói sem samtengd að nánast alltaf vora þau nefnd í sömu andrá, enda vora þau hjón mjög samrýnd. Arið 1940 hóf Nói störf hjá Nýju efnalauginni og lærði þar fatahreins- un sem varð hans ævistarf. Námsferð í iðn sinni fór hann til Danmerkur og dvaldi þar í nokkra mánuði. Stuttu eftir heimkomuna hóf hann störf hjá efnalauginni Hjálp og vann þar lengstan starfsferil sinn. Um tíma rak hann sjálfur fyrirtækið og vann sér traust og virðingu við- skiptavina sinna. náttúrunnar, örlögin. Hann komst líka að því, að okkur hefði aldrei verið lofað þjáningalausu lífi, heldur því, að við skyldum aldrei þurfa að vera ein í sársauka okkar og þj áning- um, að við gætum alltaf haft aðgang að branni styrks og máttar, sem duga myndi til þess að lifa af harm- leiki og óréttlæti lífsins. Að þessari niðurstöðu fenginni sá hann að hreinsa þyrfti „mannorð“ Guðs, ef svo mætti að orði komast, þar eð honum væri að ósekju kennt um, er dauðinn stigi harkalega niður fæti. Og nú segir þessi lífsreyndi maður öllum þeim, er vilja hlusta, að Guði verði ekki kennt um sárs- auka okkar. Og ég finn og veit, að þetta er rétt hjá manninum. Því hvemig má það vera, að Guð, sem í Kristi boðar miskunnsemi og kær- leika, geti á sama tíma verið boð- andi og höfundur grimmdar og mis- kunnarleysis? Slíkt fær ekki staðist. Ég trúi á Guð, sem er andstæðing- ur þjáningar og dauða, á Guð, sem býður fram aðstoð sína þegar sorgin þjakar. Ég trúi á Guð, sem þurfti að gefa þessum heimi einkason sinn, til þess að bijóta vald dauðans á bak aftur. Og ég trúi á Guð, sem bíður nú með opinn faðminn handan graf- Hrefna Ingólfs- dóttir - Minning og undirbjó fermingu Jóns Andra og vonir vöknuðu um betri tíma. Um sumarið hóf hún störf hjá okkur í Mosfells Apóteki I sumaraf- leysingum og seinna um sumarið fóra þau hjónin í ferð til Evrópu- landa og nutu þau bæði vel þessarar ferðar. Um haustið var ákveðið að hún jmni áfram hjá okkur í apótek- inu og fengum við þá enn á ný að njóta kosta hennar, snyrtimennsku, nákvæmni og dugnaðar. Við áttum margar góðar stundir með Hrefnu á vinnustað og í vor var farið út að skemmta sér og var Hrefna þar hrókur alls fagnaðar. En allt í einu á miðju sumri dró ský fyrir sólu. Hrefna veiktist skyndilega 16. júlí sl. og var lögð inn í sjúkrahús. Helsjúk kom hún heim á fertugsafmælinu sínu hinn 22. júlí sl. þar sem fjölskylda og vinir nutu samvista við hana og viku seinna fékk hún hægt andlát. Hrefna sýndi ótrúlegan dugnað og elju í veikindum sínum, en þessi illvígi sjúkdómur hafði betur í orr- ustunni eins og svo oft áður. Það er erfitt að sjá á bak ungri konu í blóma lífsins og engin leið að ætla sér að skilja slíkt. Hennar er nú sárt saknað af samstarfsstúlk- um í Mosfells Apóteki. Elsku Hrefna, að leiðarlokum þakka ég þér hjartan- lega fyrir gott samstarf og sam- fylgdina sem varð alltof stutt. Við Reynir og Kristín vottum Finni og sonum þeirra okkar inni- legustu samúð. Guð styrki þá og blessL Megi minningin um góða konu og móður lýsa þeim um ókomna tíð. Blessuð sé minning hennar. Helga Vilhjálmsdóttir Það er liðið að hausti árið 1965, að Laugarvatni safnast saman hópur ungra meyja sem ætlar að stunda nám komandi vetur við Húsmæðra- skóla Suðurlands. Það ríkir eftirvænting og tilhlökk- un, fæstar þeirra hafa þekkst áður, en fyrr en varir skapast þarna vin- áttutengsl en enginn fær rofið. Veturinn leið við leik og störf, hlátrasköll og pískur. Að vori þegar leiðir skildust, höfðu bundist með okkur órofa tryggðarbönd sem flest- ar halda enn í dag. Hver og ein hélt til síns heima. Framtíðin blasti við, lífsgangan hófst fyrir alvöru, misbrött, stundum holótt en líka björt. Eitt er það lögmál sem enginn fær hnikað: „Eitt sinn skal hver deyja“ og verður þessi skólasystrahópur ekki undanþeginn því frekar en aðr- ir, að dauðinn drepur á dyr fyrr eða síðar. Það hefur verið reitt til höggs áður en geigað, en nú hæfði fyrsta höggið. Ein úr okkar hópi, Hrefna Ingólfsdóttir hefur verið kölluð á fund skaparans. Fædd 22. júlí 1948 Dáin 29. júlí 1988 Mig langar til að minnast Hrefnu nokkram orðum, en hún lést í Land- spítalanum eftir stutta legu að morgni sl. föstudags. Hrefna var gift Finni Jóhanns- syni, byggingameistara og eignuð- ust þau þijá mannvænlega syni. Elstur er Ingólfur, fæddur 1967, þá Jón Andri, fæddur 1973 og yngstur er Valdimar, fæddur 1981. Þau byggðu sér hús í Mosfells- sveit og bjó Hrefna fjölskyldunni þar sérstaklega fallegt og hlýlegt heim- ili. Hún var einstaklega myndarleg og mikil húsmóðir og átti heimilið og fjölskyldan hug hennar allan. Snyrtimennska var Hrefnu í blóð borin og bar heimilið og bömin og ekki síst hún sjálf þess giöggt vitni. Hún var ákveðin og hreinskiptin í skoðunum um menn og málefni og dugnaðarforkur í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Ég kynntist Hrefnu ekki að ráði fyrr en snemma vors 1986, en þá greindist hjá henni illkynja sjúk- dómur. Gekkst hún þá undir mikla skurðaðgerð og henni fylgdi síðar um sumarið erfíð eftirmeðferð. Hrefna sýndi mikinn kjark og dugn- að í þessum veikindum. Enn lagðist hún á sjúkrahús snemma vors 1987, en þá í stuttan tíma. Hún kom heim Það eru margir sem minnast Nóa við leiðarlok, þessa ljúfa góða drengs sem allra vanda vildi leysa. Góður drengur hefur kvatt jarðvistina, full- viss þess að önnur betri taki við. Ég og Ijölskylda mín vottum konu hans, bömum og öðram ættmennum innilega samúð. Með trega í huga kveð ég mág minn og bið honum blessunar Guðs. Ásta Jónsdóttir ar, takandi á móti öllum þeim er hverfa úr þessum heimi. Dauðinn getur slegið menn í valinn, en hann megnar ekki lengur að halda þeim í greip sinni. Atburðimir við Jerúsal- em, á páskunum, fyrir bráðum 2000 árum, sáu fyrir því. Þar fór lífið með sigur af hólmi. Eftir þetta líf bíður okkar fram- hald, nýr heimur, annað svið, þar sem vitundin, sálin, hinn andlegi líkami fær gist um komandi tíma. Þangað hverfum við öll þegar stund okkar kemur, og þar munum við hitta okkar góða vin, Eystein Guð- jónsson, meðal annarra. En nú erum við stödd í þessum heimi, og rétt eins og við megum aldrei gleyma þeim, er hverfa frá okkur til annars veruleika, þá meg- um við heldur ekki gleyma þeim, er standa eftir hjá okkur. Lífíð heldur áfram. Eysteinn hefði viljað, að ég minntist á það. Við skulum því reyna að leiða hjá okkur þá spumingu, hvers vegna dauðinn kvaddi dyra, en spyija þess í stað, hvert við getum leitað, þegar sá óboðni gestur hefur tekið einhvern frá okkur. Ég tel, að Guð einn megni að gefa styrk, hugg- un og von í þrautum lífsins, og veit, að hann finnur til með hinum syrgj- andi. Megi hann koma með blessun sína til fjölskyldnanna í Steinum og Röst, sem þyngstu byrðina hafa, og dýpstu sárin. Það er vissulega sárt að kveðja. En minningin um þennan dreng mun lifa um ókomna tíma, björt og hrein. Sigurður Ægisson % Hrefna var fædd í Reykjavík 22. júlí 1948 og ólst hún þar upp. Að loknu gagnfræðaskólanámi hélt hún að Laugarvatni og var þar einn vet- ur á Húsmæðraskóla Suðurlands eins og fyrr hefur komið fram. Árið 1968 kvæntist Hreftia eftir- lifandi eiginmanni sínum, Finni Jó- hannssyni og eignuðust þau þijá syni en þeir eru Ingólfur 21 árs, búsettur á Breiðdalsvík, sambýlis- kona hans er Helga Hrönn Melsteð. Jón Andri 15 ára og Valdimar 6 ára, einnig dvaldist hjá henni um nokkurt árabil bróðurdóttir Hrefnu, Guðrún Margrét Grétarsdóttir, er hún ól upp sem sína eigin. Komu þá berlega í ljós þeir eiginleikar Hrefnu að_ vera fremur veitandi en þiggjadi. Ávallt reiðubúin að rétta fram hjálparhönd ef eitthvað á bját- aði. Hagur og velferð fjölskyldunnar var í fyrirrúmi hjá Hrefnu fremur en lífsins pijál. í byijun árs 1986 kom í ljós að Hrefna hafði veikst af illvígum sjúk- dómi, sem svo marga hefur lagt að velli um aldur fram. Eftir stranga og erfíða meðferð virtist allt benda til þess að Hrefna hefði haft vinning- in, og ekki fyrir löngu síðan kom hún í einn af okkar mörgu „sauma- klúbbum" hress og kát eins og henni var einni lagið, plön voru lögð um ferð og fyrirheit. Þá kom reiðarslagið. í miðjum júlímánuði sl. veiktist Hrefna mjög snögglega, og þá var ljóst hvert stefndi. Lífsbók Hrefnu lokaðist hægt og stillilega í svefni réttri viku eftir að 'hún varð fertug. „Þvi hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn i sólskinið". (Spámaðurinn, Kahlil Gibran.) Eiginmanni, sonum og aðstand- endum vottum við samúð okkar allra, og biðjum algóðan Guð um styrk og náð þeim til handa. Það var þeirra gæfa og okkar að fá að kynnast þessari hugrökku konu. Megi hún hvíla í friði. Skólasysiur í Húsmæðra- skóla Suðurlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.