Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 45 HEILBRIGÐISMÁL Þannig litu gnttarnir út fyrir mörgum árum. uppskurðum lauk á fáeinum árum og hefur Dominique búið með kær- asta sínum heima í Frakklandi síðastliðin fjögur ár og verið mjög hamingjusöm. Sá yngri, Yannick, eða sem nú heitir Alix, er tuttugu og tveggja ára, og víst má segja að hvorki fari þar karl né kona, þar eð með- ferð er ekki lokið enn. Alix á einn- ig kærasta, sem er fráskilinn með tvö unglingsbörn. Foreldrum þeirra varð að vonum hverft við ákvörðun elsta sonar síns, Foreldrar með dætrum sínum og Mikael yngsta syninum. en voru öllu vön þegar sá yngri lét einnig í ljós óánægju með kyn sitt, fáum árum síðar, og gerðu þau sér þá grein fyrir að hvorugur sonurinn ætlaði í fótboltann. „Þetta var mik- ið áfall fyrir mig og konu mína. En í dag sættum við okkur við þessa staðreynd, þetta er þeirra líf ekki okkar.“ sagði faðir þeirra. Hann bætti þvi við að hann hefði í kjöifarið af umbreytingunum feng- ið áhyggjur af því að verða gjald- þrota, því ef dætumar gifta sig með pompi og pragt er jú siðurinn sá að faðir brúðarinnar greiði kostn- að við tilstandið. Þetta hafði'honum sjálfsagt ekki dottið fyrst í hug þegar þeir fæddust. Þau eiga einn son til, sem er sextán ára gamall. Honum varð ekki mikið bylt við sjokkið sem for- eldrarnir fengu þegar ákvörðunin var tekin í fyrsta sinn fyrir átta árum, þá barn að aldri. í hans aug- um breytir það engu hvort þeir séu bræður eða systur, hann eigi að minnsta kosti ekki við sömu vanda- mál að stríða. Liz Taylor á sjúkrahúsi Stórstjaman Liz Taylor þarf að gangast undir áhættusam- an uppskurð sem gæti leitt til fötlunar, en leikkonan fræga hef- ur verið bakveik í mörg ár. í síðustu viku við töku nýjustu myndarinnar sem hún leikur í lagðist hún- inn á sjúkrahús undir nafninu Beth Warner. Liz sem er fimmtíu og sex ára að aldri hefur verið sagt að án uppskurðar verði hún öryrki. Er haft eftir vini leikkonunnar að þetta sé hennar síðasta tækifæri til þess að losna við þjáningar í baki og hún sé þess fullmeðvituð. „Hún hefur verið vöruð við því að eftir uppskurðinn væm 10% líkur á því að hún verði bundin við hjólastól það sem eftir væri.“ Bakverkir byijuðu að hijá hana strax á unga aldri þegar hún sem barnastjarna árið 1944 féll af hestbaki við töku á kvikmynd sem hún lék í. Eftir það hafa síendur- tekin veikindi gert vart við sig og hefur hún gengist undir einn upp- skurð áður, og oft legið á sjúkra- húsi vegna þessa. Offita hér áður setti einnig mark sitt á veikindin. Einn kvikmyndatökumaðurinn sagði að hún hefði greinilega gengið í gegn um miklar þjáning- ar meðán á töku myndarinnar stóð, og var hún í hjólastól í upp- tökuhléum. Leikkonan hélt þján- ingarnar út í marga daga en á endanum var hún innskrifuð á sjúkrahús og var henni flogið í einkaþotu unnusta síns, milljóna- mæringsins, Malcolm Forbes, til Los Angeles þar sem hún liggur nú. Frá reiptoginu milli vinnuhópa. Um 2.000 pylsur voru grillaðar á loka- hátíð Vinnu- skólans. REYKJAVlK hillueininga- kerfið Raðaðu upp eftir eigin smekk og þú færð hillusamstæðu eða hengi sem er stflhreint, einfalt og fallegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.