Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
(lí iiKrrriin ifflí'i
Háir vext-
ir streitu-
valdandi
Of lítið rokk í útvarpi
Til Velvakanda.
Ég heyrði talað um það í útvarp-
inu, að streita hefði aukist meðal
fólks undanfarið. Ég veit núna al-
veg hvers vegna, þótt ég hafi aldr-
ei trúað að streita væri til. Eftir
að ég fór að skulda og hætti að
ráða við lánin, sem ég þarf að borga
af, því að þau hækka bara þótt ég
borgi af þeim, þá hef ég fundið til
allskonar óþæginda svo sem þrýst-
ings á gagnaugun og fleira, sem
ég veit að stafar aðeins út af skuld-
unum. Ég þekki mörg svipuð dæmi
um fólk sem á varla ofan í sig vegna
vaxtapíningarinnar.
Verður ekkert gert til að hjálpa
okkur, sem erum svona illa stödd
íjárhagslega? Þarf alltaf að vera
að hugsa um þá ríku, sem eiga
nóga peninga í bönkunum og græða
á vöxtum, meðan við hin verðum
meiri köreigar með hverjum degin-
um sem líður? Ég vona innilega að
einhver þingmaður eða aðrir sem
völd og vilja hafa komi okkur til
hjálpar. En eftir að Steingrímur
talaði um að lækka vexti um daginn
þá hækkuðu þeir.
Bestu kveðjur,
Ein uppgefin.
Til Velvakanda.
Mig langar að beina þeim tilmæl-
um til hinnar svokölluðu rokksíðu
blaðsins, að hún fjalli meira um
góða rokktónlist en verði ekki sam-
dauna hinu eilífa vinsældalista-
blaðri. Er ekki nóg að æska þessa
lands sé endalaust mötuð á lélegri
popptónlist á útvarpsstöðvum, sem
eru hreinlega orðnar geldar og ger-
ilsneyddar. Það er svona 1% af
þeirri tónlist sem fjallað er um góð
tónlist. Hér geri ég greinarmun á
því hvað fólki þykir skemmtilegt
og hvað er gott. íslenskar hljóm-
sveitir spila svoleiðis blöðrupopp að
manni verður illt af að heyra í þeim.
Staðreyndin er sú, að margir
hlusta bara á útvarp og eiga
kannski ekki hljómflutningstæki.
Þetta fólk fær ekki að heyra góða
tónlist svo nokkru nemi. Góð tónlist
er þroskandi og gefur mikið. Þegar
hinir ýmsu útvarpsmenn eru spurð-
ir að þvf hvers vegna þeir spili ekki
gott rokk eða þungarokk svara
flestir því til að það sé ekki hægt,
því þessi tónlist sé ekki vinsæl.
Þessir menn eiga að gjöra svo vel
að verða sér úti um aðra vinnu.
Mér er fullkomin alvara. Getið þið
útvarpsmenn sagt mér og öllum
hinum þúsundunum, sem hlusta á
þessa tónlist, hvers vegna 5 af
hveijum 10 hljómsveitum á topp tíu
listanum í Bandaríkjunum eru
venjulega þungarokks- eða rokk-
hljómsveitir? Ef þið getið svarað
því og gerið ykkur grein fyrir því,
að þetta er tónlist, sem er eldri og
lífseigari en poppið og diskóið og
nýtur mikilla vinsælda í dag, þá
skuluð þið sitja sem fastast í stöðu
ykkar.
Vinsælasta tónlist Banda-
ríkjanna er rokktónlist. Hún nýtur
einnig gífurlegra vinsælda um alla
Evrópu og einnig hér á íslandi.
Málið hér er bara það að rokkunn-
endur fá ekki að heyra það sem
þeir sækjast eftir í útvarpi. Hvað
gera þeir þá? Jú, þeir kaupa sér
plötur. Það væri þó ánægjulegra
að geta kveikt á útvarpinu og heyrt
vandaða og góða rokktónlist í stað-
in fyrir niðursoðið og vel innpakkað
„tyggjókúluglimmer", sem tónlistin
á flestum útvarpsstöðvunum er,
sérstaklega á Stjömunni og Bylgj-
unni.
Ég hvet unnendur góðrar rokk-
tónlistar að láta heyra meira í sér;
úr felum með ykkur.
P.s. Ég vil þakka forráðamönn-
um hins nýja skemmtistaðar „Zepp-
elin" fyrir framtak þeirra. Loksins
getur maður farið á ball og unað
glaður við sitt. Hin gífurlega aðsókn
segir sitt um fjölda rokkunnenda.
Sæl að sinni,
Rokkunnandi.
Þakkir til
forstjóra
Grundar
f vor barst boð til félags aldr-
aðra á Akureyri um tfu daga
dvöl að Áái í Hveragerði fyrir
átta manns. Við sem vorum svo
heppin að hreppa þetta hnoss
getum vart með orðum lýst þakk-
læti okkar fyrir þetta höfðing-
lega boð sem stóð frá 1. til 10.
júlí.
Verðurguðimir voru okkur svo
velviljaðir að alla dagana var sól-
skin og blíða. Að auki var okkur
svo boðið í bílferð til Skálholts og
í kaffi að Aratungu, þar sem allir
skemmtu sér við söng með gítar-
spili fararstjórans.
Allt þetta þökkum við af alhug
og óskum þér Gísli Sigurbjömsson
og þínu fólki alls hins besta. Guð
blessi starf þitt í þágu aldraðra á
íslandi.
Dvalargestimir frá Akureyri.
Þessir hríngdu . . .
Slök þjónusta á
Hveravöllum
3289-0725 hringdi:
„Ég hef spumingu til þeirra
sem sjá um tjaldsvæðið á Hvera-
völlum. Ég gisti þar í tjaldi um
Verslunarmannahelgina og þá
uppgötvaði ég mér til furðu, að
ekkert er búið að gera á svæðinu
frá því ég kom þar síðast fyrir
átta ámm. Aðeins tveir illa lykt-
andi útikamrar em á svæðinu og
einn krani með köldu vatni. Tjald-
gestir þurfa að borga 150 krónur
á manninn fyrir að fá að gista
þama eina nótt. Fyrir hvað er
verið að borga? Við komum til
Hveravalla frá Vörmuhlíð, þar
sem aðstaða fyrir tjaldgesti er til
fyrirmyndar. Þar em sturtur,
vatnssalemi, vaskar og fleira. Og
þar borguðum við 120 krónur fyr-
ir manninn.“
Forsetinn á að blessa land
ogþjóð
Jóhanna Jónsdóttir hringdi:
„Ég var að hlusta á forsetann,
þegar hún var sett í embætti 1.
ágúst. Ég er ánægð með hana en
þó óánægð með að hún biðji aldr-
ei Guð að blessa land ’og þjóð
þegar hún ávarpar þjóðina. Samt
er hún vemdari kirkjunnar.“
Kvæðið er eftir Jón
Þorleifsson
Jóna Jónasdóttir hringdi:
„í dálki þínum laugardaginn
30. júlí er leitað eftir einhveijum
sem þekkir höfund kvæðis, sem
hefst svona:
„Þama er ógnu lítill ungi
ó að ég mætti honum ná.“
Þetta kvæði er að finna í
kvæðakveri, sem Halldóra Bjama-
dóttir safnaði í og gefíð var út
árið 1919. Það er í tíu erindum
og höfundur er Jón Þorleifsson."
Ferðataska tapaðist
Stór svört ferðataska tapaðist
á BSÍ eða Laugarvatni um Versl-
unarmannahelgina. Taskan er
ómerkt en það er lítil gyllt plata
framan á henni og á henni stend-
ur SCOT. Taskan er með leður-
höldur. í henni er m.a. svefnpoki,
fatnaður og snyrtivömr. Finnandi
er vinsamlegast beðinn um áð
hringja í síma 76059. Fundarlaun-
um er heitið. •
Barnahjól í óskilum
Svart BMX-barnareiðhjól með
gulum brettum og dekkjum fannst
í Gmndargerðisgarðinum fímmtu-
daginn 28. júlí og hafði þá legið
þar í nokkra daga. Upplýsingar í
síma 36308. Á sama stað er í
óskilum skírteini frá barnfóstmn-
ámskeiði Rauða krossins. Það
fannst í Tívolíinu í Hveragerði 2.
ágúst og er á nafni Sonju Magnús-
dóttur.
Indónesískur mánuður
stendur yfir.
Við bjóðum nýjan indónesískan matseðil á
viku hverri.
Spennandi krœsingar þessa viku eru m.a.:
Krydduð tómatsúpa
Grillað svínakjöt að indónesískum hœtti
Rœkjur, kryddaðar á indónesíska vísu
Kjúklingur með ananas og kókos sósu
Djúpsteiktur fískur með indónesískri kryddsósu
Mangó með hunangi eða kaffi
Verð 1.285.- kr.
Að öðru leyti er matseðillinn okkar í fullu gildi.
Við seljum út og sendum heim.
Kínverska veitingahúsið, Laugavegi 28
Sími16513
SÉRBLAÐ
á fimmtudögum
Auglýsingar í viðskiptablaðið
þurfa að hafa borist auglýsinga-
deild fyrir kl. 12.00.
á mánudögum.
3Wi01?jpmMáíÍ>ÍííSi
- blaÓ allra landsmanna
anan
DRÁTTARVÉLAR
Mest seldar í V-Evrópu
ii..........
Gjobusi
LÁGMÚLA 5. S. 681BBS.
C