Morgunblaðið - 05.08.1988, Síða 53
morgunblaðeð IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
53
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
Yfirburðir Þórsara
Sigurinn á Leiftri mun öruggari en úrslitin, 2:1, gefa til kynna
Magnús Már
Þorvaldsson
skrifar
fráAkureyri
EFTIR markalausan fyrri hálf-
leik, sem Þór vissulega átti,
komu þrjú mörk á 7 mínútna
kafla í upphafi þess síðari.
Sóknarmönnum Þórs voru þó
yfirleitt mislagðar fætur því lið-
ið átti fjölda marktækifæra er
ekki nýttust.
Þórsarar hófu leikinn af miklum
krafti og leið ekki á löngu uns
marktækifærin fóru að koma. Þeg-
ar á 6. mínútu gaf Guðmundur
Valur Sigurðsson
tóninn með firna-
skoti að marki Leift-
urs, en Þorvaldur
varði með tilþrifum.
Næstu mínútur voru heimamenn
ákaflega sóknglaðir en uppskeran
var rýr þrátt fyrir góðan vilja. Hall-
dór Askelsson fór hamförum, var
mikið með knöttinn og byggði upp
fyrir félaga _sína. Júlíus Tryggva-
son, Jónas Robertsson og Valdimar
Pálsson fengu allir sín færi, en
baráttuglöð vöm Leifturs og mark-
vörður þeirra bægðu aðsteðjandi
hættu frá hvetju sinni.
Sem fyrr greinir voru upphafsmín-
útur síðari hálfleiks fjörugar í meira
lagi. Á 53. mínútu voru heimamenn
á hraðferð við vítateig Leifturs.
Valdimar Pálsson kom sem eimreið
væri í gegn um vömina og skoraði
með föstu skoti í markhomið -
glæsilegt mark. Forysta Þórs var
verðskulduð en Leiftursmenn vildu
þó gjarna vera með og fjórum
mínútum síðar jöfnuðu þeir. Hinn
ágæti vamarmaður Þórs, Júlíus
Tryggvason ætlaði Baldvini mark-
verði knöttinn en ekki vildi betur
til að Halldór Guðmundsson hirti
hann af honum, sendi á Steinar
Ingimundarson og eftirleikurinn var
auðveldur fyrir hann.
Hafi Leifturmenn trúað því að ann-
að stigið væri í höfn fengu Þórsar-
ar þá skjótt ofan af slíkum hugsun-
um. Á 60. mínútu gerði Halldór
Áskelson út um leikinn með ágætu
marki eftir undirbúning Hlyns Birg-
issonar.
Það fór vel á því að það var ein-
mitt Halldór er gerði sigurmark
leiksins, hann var yfírburðarmaður
á vellinum. Guðmundur Valur og
Hlynur Birgisson í liði Þórs áttu
ágætan dag, svo og Júlíus Tryggva-
son en Gústaf Ómarsson bar af í
liði Leifturs og einnig átti Þorvaldur
Jónsson ágætan leik í markinu.
Þór- Leiftur
2 : 1
Akureyrarvöllur, íslandsmótið - 1.
deild, fimmtudaginn 4. ágúst 1988.
Mörk Þórs: Valdimar Pálsson (53.
mín.), Halldór Áskelsson (60. mín.).
Mark Leifturs: Steinar Ingimundar-
son (57. mín.).
Gult spjald: Kristján Kristjánsson,
Jónas Róbertsson, Þór o g Ámi Stefáns-
son, Leiftri.
Dómari: Friðjón Eðvarðsson 5
Línuverðir: Sveinn Sveinsson og Bárð-
ur Guðmundsson.
Áhorfendur: 1040.
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Jú-
líus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói
Bjömsson, Valdimar Pálsson, Kristján
Itóstjánsson, Jónas Róbertsson, Guð-
mundur Valur Sigurðsson, Siguróli
Krisriánsson, Hlynur Birgisson, Hall-
dór Áskelsson (Einar Arason 88. mín.)
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Frið-
rik Einareson (Helgi Jóhannson 77.
mín.), Gústaf ómarsson, Sigurbjöm
Jakobsson, Ámi Stefánsson, Halldór
Guðmundsson, Hafsteinn Jakobsson,
Lúðvík Bervinsson, Hörður Benónýs-
son, Steinar Ingimundarson, Róbert
Gunnareson (Þoreteinn Geireson 67.
mín.)
M
Gústaf Ómarsson, Leiftri.
Halldór Askelsson, Þór.
-
■
Morgunblaöið/Rúnar Þór Björnsson
Blrgir Skúlason Þórsari sækir að Þorvaldi Jónssyni markverði Leifturs í gærkvöldi. Friðjón Eðvarðsson dómari fylg-
ist með.
Öruggt hjá KR
KR-INGAR áttu góða ferð til
Húsavíkur í gærkvöldi er þeir
sigruðu Völsunga sannfærandi
3:1. Þar með vænkaðist hagur
þeirra í deildinni. Völsungar
sitja hins vegar enn einir á
botninum og er staða þeirra
orðin vægast sagt erfið.
Amar Guðlaugsson þjálfari
Völsungs var ekki hress eftir
leikinn. „Við lékum alveg eins og
hálfvitar, eins og byijendur, fyrstu
20 minútumar í
Reynir síðari hálfleik og
Eiríksson gáfum þeim þar með
skrifar sigurinn. Það þarf
mikið að breytast í
leik minna manna ef þetta á að
ganga upp það sem eftir er móts-
ins. Annað hef ég ekki að segja,“
sagði Arnar.
Fyrri hálfleikur var daufur og fátt
um fína drætti. Ula gekk að koma
boltanum manna á milli en KR-
ingar höfðu þó heldur frumkvæðið.
Þeir skoruðu sitt fyrsta mark á 32.
mín. Sæbjöm lék laglega á einn
Völsung og komst upp að enda-
mörkum, gaf fallega fyrir, beint á
'kollinn á Bimi Rafnssyni sem skall-
aði ömgglega í netið af stuttu færi.
Hættulegasta sókn heimamanna
kom undir lok hálfleiksins. Helgi
Helgason þmmaði þá að marki úr
aukaspymu en Stefán varði í horn.
KR-ingar höfðu tögl og hagldir í
upphafi síðari hálfleiks og aðeins
vom liðnar þrjár mínútur cr Pétur
Pétursson hafði aukið forskotið.
Mark þetta var mjög áþekkt því
fyrra, nema hvað Jón G. Bjamason
gaf fyrir og Pétur skallaði í netið.
KR-ingar höfðu leikinn algjörlega
í hendi sér, léku oft mjög skemmti-
lega saman og sköpuðu sér góð
færi, sem þó ekki nýttust fyrr en
Rúnar Kristinsson kom inn á á 65.
mín. Hann skoraði í fyrsta skipti
sem hann fékk knöttinn. Bjöm
Rafnsson gaf fyrir, Rúnar tók
knöttin fallega niður með bijóstinu,
lék framhjá vamarmanni og skor-
aði laglega framhjá Þorfinni.
Jónas Hallgrímsson minnkaði mun-
inn á 72. mín. úr víti sem hann
fískaði sjálfur. Hann hafði leikið inn
í teiginn og verið bmgðið.
Björn Rafnsson, Sæbjöm
Guðmundsson, Pétur Péturs-
Völs. - KR
1 : 3
ísl&ndsmótið 1. deild, Húsavíkurvöllur
fimmtudaginn 4. ágúst 1988.
Mark Völsungs: Jónas Hallgrímsson
(víti) 72.
Mörk KR: Björn Rafnsson (32.), Pét-
ur Pétursson (48.), Rúnar Kristins-
son (65.)
Gult spjald: Enginn.
Dómari: Haukur Torfason, 8.
Linuverðir: Magnús Jónatansson og
Árni Arason.
Áhorfendur: Ekki gefið upp.
Lið Völsungs: Þorfmnur Hjaltason,
Helgi Helgason, Bjöm Olgeireson
(Skarphéðinn ívarsson vm. á 72.),
Sveinn Freysson, Unnar Jónsson
(Snævar Hreinsson vm. á 61.), Theód-
ór Jóhannsson, Grétar Jónsson, Eiríkur
Björgvinsson, Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, Stefán Viðarsson, Jónas
Hallgrímsson.
Lið KR: Stefán Jóhannsson, Jón G.
Bjamason (Rúnar Kristinsson vm. á
65.), Þoreteinn Halldórsson, Gylfi Dal-
mann Aðalsteinsson, Willum Þór Þórs-
son, Jósteinn Einareson, Ágúst Már
Jónsson, Gunnar Oddsson, Bjöm
Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson, Pét-
ur Pétureson.
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Leikir U J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig
FRAM 11 6 0 0 12:0 4 1 0 11:2 23:2 31
VALUR 12 5 0 1 15:8 2 2 2 4:3 19:11 23
KR 12 4 1 1 12:4 3 0 3 7:9 19:13 22
ÍA 12 5 0 1 12:6 1 3 2 7:9 19:15 21
ÞÓR 12 4 1 1 10:6 0 4 2 5:8 15:14 17
KA 12 4 1 1 10:9 1 1 4 8:12 18:21 17
ÍBK 12 1 4 1 8:8 1 1 4 6:13 14:21 11
VÍKINGUR 11 2 1 2 5:4 0 2 4 4:13 9:17 9
LEIFTUR 12 1 4 1 4:4 0 0 6 4:12 8:16 7
VÖLSUNGUR 12 0 2 4 4:10 1 0 5 3:11 7:21 5
Kenny Dalgllsh er sá lang tekju-
hæsti í ensku knattspymunni.
FOLK
EINS og greint var frá hér í
blaðinu í gær hafði Kenny Dalgl-
ish, stjóri Liverpool á Englandi,
andvirði um 237 milljóna ísl. króna
í laun á síðasta
FráBob keppnistímabili. Það
Hennessy eru ríflega 200.000
i Englandi pund fyrir tímabilið.
Blöð á Englandi
fjölluðu mikið um þetta mál í gær
og upplýstu hvaða átta leikmenn
aðrir það voru hjá félaginu sem
höfðu meira en 100.000 pund upp
úr krafsinu fyrir tímabilið. Það vom
Peter Beardsley, John Bames,
John Aldridge, Ray Houghton,
Alan Hansen, Bruce Grobbelaar,
Steve McMahon og Mark Law-
renson.
■ ÁHORFENDUR fjölmenntu á
heimaleiki Liverpool á síðasta
vetri. Þeir vom að meðaltali um
40.000 sem var hæsta meðaltalið á J
tímabilinu og er það í fyrsta sinn
í rúmlega 20 ár sem Manchester
United fær ekki flesta áhorfendur
að meðaltali á heimaleiki sína.
■ EITT ensku blaðanna birti í
gær lista yfir 20 launahæstu stjór-
ana hjá bresku félögunum. Hann
lítur þannig út; upphæðir í pundum
fyrir keppnistímabilið:
200.000: Kenny Dalglish Li-
verpool.
100.000: Terry Venables Tott-
enham, Graeme Souness Rang-
ers, Bobby Robson, einvaldur
enska landsliðsins og Alex Fergu-
son Manchester United.
90.000: George Graham Arse-
nal.
85.000: Brian Clough Notting-
ham Forest.
75.000: John Lyall West Ham
og Graham Taylor Aston Villa.
60.000: Colin Harvey Everton.
50.000: Billy McNeill Celtic,
Artliur Cox Derby og John Sil-
lett Coventry.
45.000: Jim Smith QPR, How-
ard Wilkinson Sheffield Wednes-
day og Ray Harford Luton.
40.000: Dave Stringer Nor-
wich og Steve Harrison Watford.
35.000: WUlie McFaul New-
castle og Bobby Campbell
Chelsea.
■ FYRST farið er að tala um
Liverpool má geta þess að liðið
vann Bryne í Noregi í fyrrakvöld
í æfíngaleik, 5:0. John Aldridge
skoraði tvívegis og Peter Beards-
ley, Steve McMahon og John
Barnes gerðu allir eitt mark.
■ PETER Reid, gamla kempan
hjá Everton missir af fyrstu leikj-
um félagsins í deildarkeppninni í
haust vegna meiðsla í læri. Hann
fer í uppskurð á laugardaginn.
■ EVERTON tekur nú þátt í
móti í Sviss og sigraði Crusiare
frá Brasilíu, 2:1 í fyrrakvöld. Dave
Watson og Graeme Sharp gerðu
mörk Everton.
■ JIM McLean, stjóri Dundee
United í Skotlandi tók tékkheftið
upp í vikunni og eyddi 400.000
pundum. Hann .keypti Raphael
Meade frá Sporting Lissabon í
Portúgal og einnig júgóslavnesk-
an landsliðsmann, Miodraj Kriv-
ckapic, sem er vamarmaður. MtC
ade lék á sínum tíma með Arsenal.