Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 05.08.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988 KORFUKNATTLEIKUR Haukar og UMFN sitja bæði hjá - í fyrstu umferð úrvalsdeildar KEPPNIN í úrvalsdeild ís- landsmótsins í körf uknattleik hefst sunnudaginn 2. októ- ber. Keppt verður í tveimur riðlum samkvæmt nýju skipu- lagi, sem samþykkt var á þingi KKÍ í vor. Jr Iöðrum riðlinum verða Haukar, ÍBK, KR, ÍR og Tindastóll en í hinum verða Njarðvík, Valur, Grindavík, Þór og IS. Leikin verð- ur fjórföld umferð innan hvors riðils og auk þess leikur hvert lið tvívegis við öll liðin í hinum riðlin- um. Að því loknu heyja tvö efstu lið í hvorum riðli úrslitakeppni um íslandsmeistaratitilinn svipaða og verið hefur. Gert er ráð fyrir, að eingöngu verði leikið í úrvalsdeildinni á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og að flestir leikir verði á sunnudögum. Fyrstu leikir mótsins verða sunnudaginn 2. október kl. 20:00. Þá eiga Grindavíkingar heimaleik gegn Þór, KR mætir ÍR í Hagaskóla, Valur fær í ÍS í heimsókn á Hlíða- renda og ÍBK tekur á móti Tinda- stól í Keflavík. Toppliðin frá þvi í fyrra, Haukar og Njarðvík sitja yfir þennan fyrsta leikdag. Þriðjudagskvöldið 4. október leik- Pálmar Sigurðsson og félagar f íslandsmeistaraliði Hauka sitja hjá í fyrstu umferð ásamt Njarðvíking- um. ur síðan Njarðvík gegn Val og Tindastóll gegn KR en á fímmtu- dag 6. október fá Haukar Keflvík- inga í heimsókn og ÍS tekur á móti Grindvíkingum. Körfúknattleiksvertíðinni lýkur óvenju snemma og er stefnt að því að lokahóf leikmanna verði 31. marz. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Vonir vakna fyrir ung- verska kappaksturinn Brasllíuma&urlnn Nelson Plquat hefur tvfvegis unnið ungverska kapp- aksturinn, en hann hefur aðeins verið haldinn tvisvar. Piquet hefur hinsvegar ekki enn unnið keppni í ár á Lotus Honda bílnum sínum. V-ÞÝZKALAND Morgunblaðiö/Bjarni Andreas Dörhöfer. Dörhöfer í bann? Mikil reiði er nú í herbúðum v-þýzka handknattleiks- félagsins Gummersbach. Félag- ið keypti nýverið leikmennina Dörhöfer og FráJóni Zlettinger frá Halldóri Schwabing og Garðarsáyni vill Schwabing i V-Þýzka andi . . nu fa 100 þus þýzk mörk fyrir leikmennina. Gummersbach neitar að greiða svo háa fjárhæð, segist ekki hafa getu til að borga svo mikið. Sökum þess að Gummersbach hefur ekki innt greiðslur af hendi fyrir leikmennina tvo, get- ur Schwabing sett þá í bann frá keppni, sennilega átta vikna bann. Ef af banninu verður, munu þeir missa af fjölmörgum leikjum liðsins og er því mikill urgur meðal forráðamanna og áhangenda liðsins. Andreas Dörhöfer er v-þýzkur landsliðsmaður og lék meðal annars gegn íslenzka landsliðinu hér á landi á dögunum. Honum var ætiað það hlutverk að taka stöðu Kristjáns Arasonar í Gummersbach-liðinu. KNATTSPYRNA Víkingur-Fram Einn leikur er á dagskrá i 1. deild karla í knattspymu í kvöld. Víkingur og Fram eigast við á VíkingsVellinum við Stjömugróf. í 2. deild eru tveir leikir: KS-FH og Víðir-Tindastóll. Þá verða tveir í 1. deild kvenna: Valur-ÍA og Stjaman-Fram. Allir leikimir hefj- ast kl. 20. Minnkarforskot McLaren liðsins? „ÉG á góðar minningar frá ung- versku kappakstursbrautinni og vona að hún breyti gengi okkar. Keppnistímabilið hefur verið dæmalaust lélegt hjá okk- urtil þessa,“ sagði heims- meistarinn Nelson Piquet í samtali við Morgunblaðið um ungverska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Keppnistímabil Formula 1 öku- manna er liðlega hálfnað og Frakkinn Alain Prost og Ayrton Senna frá Brasilíu leiða stigakeppn- ina örugglega á Gunnlaugur meðan menn eins og Rögnvaldsson Piquet reyna að skrifar krafsa í bakkann. „í síðustu keppni missti ég stjórn á bílnum í byijun vegna þess að við höfðum röng dekk undir honum í hellirigningu. Afturendinn leitaði út og bíllinn endasentist eftir brautinni og skall á grindverki. Eftir það varð ég að hætta, í þriðja skipti á árinu,“ sagði Piquet. Hann tryggði sér heims- meistaratitilinn í fyrra, en besti árangur hans í keppni í ár er þriðja sætið í tvígang. Möguleikar Piquet vann ungverska kappakstur- inn í fyrra, eftir að Bretinn Nigel Mansell hafði leitt keppnina þar til að felga losnaði undan bílnum og stöðvaði frekari framför hans. „Þetta er ein af fáum brautum sem gefa bílum án túrbóvéla einhveija möguleika, hún er hlykkjótt og erf- ið fyrir ökumanninn. Ég er bjart- sýnn á góð úrslit, en síðasta keppni fór ílla hjá mér. Gírskipting hrekkti mig illilega - festist og ég lenti útaf. Fram að því hafði bíllinn látið illa að stjórn. Ég einsetti mér því að ljúka keppni en það hafðist ekki,“ sagði Bretinn Nigel Mansell í spjalli við Morgunblaðið. Flelrl róslr? Prost og Senna gætu hæglega bætt enn einni rós í hnappagatið hjá McLaren liðinu í Ungveijalandi. Liðið hefur unnið öll mót á árinu og náð fyrstu tveimur sætunum í fímm mótum. En Piquet á Lotus, Mansell á Williams og Gerhard Berger og Michele Alboreto á Ferr- ari gæla allir við þá von að hlykkir ungversku brautarinnar reynist McLaren bílunum erfiðari en aðrar brautir. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / BIKARKEPPNI FRÍ Verða ÚTLIT erfyrir tvísýna keppni í 1. deild Bikarkeppni Frjálsí- þróttasambandsins, sem fram fer í Reykjavík á morgun og sunnudag, ef marka má spár nokkurra talnafróðra frjáls- (þróttamanna. Af því má ráða að bikarvörnin verður ÍR-ingum erfið, en þeir hafa unnið Bikar- keppni FRÍ16 ár í röð. Einnig að ekkert má útaf bera hjá lið- unum í þeim 36 greinum, sem keppt er í. Bikarkeppni FRI er jafnan há- punkturinn á keppnistímabili frjálsíþróttamanna hér á landi. iíeppnin hefur farið fram árlega frá 1966, og fer því nú fram í 23. sinn. KR-ingar unnu hana fyrstu fimm árin, síðan vann lið UMSK árið 1971, en ÍR-ingar unnu árið 1972 og hafa verið ósigrandi síðan. í fyrra náðu þeir þó ekki forystu fyrr en í síðustu grein, svo spennandi og tvísýn var keppni þeirra og HSK. nú stefnir í enn tvísýnni keppni. FH. ÍR oq HSK jöfn? Sérfræðingar spá því jafnvel að tvö til þrjú lið verði jöfn að stigum, þ.e. IR, HSK og FH. Þegar staða af því tagi kemur upp dæmist sigur því liði sem fær flesta sigurvegara. Séu lið þá enn jöfn verður að telja hvert þeirra hafi oftar átt mann í öðru sæti og svo koll af kolli. Þráinn Hafsteinsson, þjálfari HSK, spáir FH-ingum öruggum sigri að þessu sinni, en félagið hefur fengið góðan liðsauka á árinu og hefur stórum hópi afreksmanna á að skipa. Hann er varkár hvað sína menn snertir _og spáir þeim þriðja sæti, á eftir ÍR. Spá hans er svo- hljóðandi: FH....................165 ÍR....................151 HSK.................. 143 UÍA...................122 UMSB...................73 KR.....................63 Kristján Harðarson, FH-ingur, hef- ur trú á sínum mönnum og spáir þeim tveggja stiga sigri á ÍR og fímm stiga sigri á HSK. Úrslitin munu m.a. ráðast af frammistöðu Kristjáns, sem keppir nú f lang- stökki fyrsta sinn í tvö ár, en hann á íslandsmetið í greininni. Spá Kristjáns: FH....................153 ÍR....................151 HSK...................148 UÍA...................126 UMSB...................47 KR.....................43 Stefán Jóhannsson, þjálfari Ár- manns, spáir FH og HSK jafn mörgum stigum, eða 155, en að sigurinn falli HSK í skaut þar sem liðsmenn sambandsins verði 10 sinnum í öðru sæti í einstaklings- greinum en FH-ingar 8 sinnum. Hann gerir ráð fyrir því að hvort félag muni eiga jafn marga sigur- vegara í einstaklingsgreinum, eða 10 hvort. Spá Stefáns er svohljóð- andi: HSK.........................155 FH..........................155 ÍR...................146 UÍA..................123 UMSB..................81 KR....................49 Loks spá ÍR-ingamir Gunnar Páll Jóakimsson og Þorsteinn Þórsson að ÍR, FH og HSK verði öll jöfn að stigum, en að ÍR haldi bikarnum. Gera þeir ráð fyrir að sínir menn vinni 10 greinar, FH-ingar 9 og HSK 7. Miðað við þá útreiknjnga geta frávik í einni grein ráðið úrslit- um, þ.e. hver einasta keppnisgrein hefur úrslitaþýðingu. Spá Gunnars Páls og Þorsteins er svohljóðandi: ÍR....................153 FH....................153 HSK...................153 UÍA................. 127 UMSB...................72 KR.....................56 Eins og sjá má ber spánum saman um að UMSB og KR falli í aðra deild. KR-ingar tefla t.a.m. ekki fram nema hálfu liði og keppa í innan við helming keppnisgreina. toóm .FOLK I ALIUSKA Lopez frá Kúbu var aðeins rúmlega 13 sekúndur að hlaupa 100 m grindahlaup á heimsmeistaramóti unglinga • í fijálsum íþróttum í Kanada um helgina. Hins vegar tók það hana tvo daga að fá gullverðlaun sín af- hent. Ástaðan var sú, að ein stúlkn- anna datt í úrslitahlaupinu og felldi í leiðinni bandarísku stúlkuna Terry Robinson þannig að hún átti ekki möguleika eftir það. Bandaríkjamenn fóru fyrst fram á að hlaupið yrði endurtekið og var það samþykkt. Síðan kom í ljós að Robinson var enn meidd á ökla og hálsi eftir byltuna og gat ekki keppt. Þess vegna var ákveðið að láta fyrri úrslit gilda. Lopez hljóp á 13,23 sek í sigurhlaupinu en ungl- ingaheimsmet hennar er 12,84 sek. II DARREN Éradley, vamar- maður hjá enska knattspymufélag- inu WBA, á það á hættu að vera sektaður eða dæmdur í bann fyrir að hafa leikið með s-afrísku liði. Alþjóðaknattspymusambandið, FIFA, hefur skipað enska knatt- spymusambandinu að rannsaka málið. Bradley segist aðeins hafa séð um þjálfun meðan hann var í S-Afríku. Framkvæmdastjóri WBA, Ron Atkinson, sem gaf Bradley leyfí til fararinar hefur ekkert viljað segja um málið. I SEVERLANO Ballesteros, frá Spáni gerir það ekki enda- sleppt. Hann vann opna brezka meistaramótið í golfi á dögunum og nú um helgina vann hann opna skandinavíska meistaramótið í Svíþjóð með yfírburðum. Balleste- ros lék á 270 höggum en næsti maður Gerry Taylor, Ástralíu, lék á 275 höggum. ■ STEFFI Graf vann léttan sig- ur á opna v-þýzka kvennamótinu í tennis i Hamborg um helgina. Hún vann búlgörsku stúlkuna Katerinu Maleevu, 6-4, 6-2 í úrslitum. Samt sem áður voru þýzku áhorfendumir ekki ánægðir og bauluðu ákaft. Mörgum þeirra finnst Graf taka sér of stuttan tíma til að vinna andstæðinga sína en jafnframt gera of mörg mistök. Éftir keppnina missti hún þolinmæðina og æpti að áhorfendum með tárin í augunum: „Hvers væntið þið eiginlega af mér?“ - Já - það er ekki tekið út með sældinni að vera of góður í einhverri íþrótt. ■ MIKE Tyson, heimsmeistari í hnefaleikum, heitir réttu nafni Mike Kirpatrick. „Ég hef ekki séð föður minn síðan í jarðarför mömmu þegar ég var 16 ára“ segir Tyson, sem er aðeins 22 ára en samt sem áður algerlega ósigrandi í hnefa- leikum. Tyson lýsir föður sínum sem stuttum digrum náunga, sem hann hefði haft lítil samskipti við. „Ég hélt, að hann myndi hafa sam- band við mig eftir að ég fór að þéna svona mikið en raunin varð önnur", sagði Tyson. Fregnimar um hinn raunverulega föður Ty- sons komu þjálfara hans á óvart. Hann hafði einungis vitneskju um að hinn frægi þjálfari Cus DA- moto, sem nú er látinn, hefði tekið hann að sér í sonarstað á sínum tíma. ■ IVAN Lendl er enn efstur á heimslistanum í tennis. Hann hefur verið í efsta sæti listans í 151 viku samfleytt en metið á Jimmy Con- nors, sem sat 159 vikur samfleytt í efsta sætinu á sínum tíma. Búizt hafði verið við, að Lendl myndi hrapa niður í annað sætið eftir fremur slakt gengi undanfarið en sú varð ekki raunin. Á hæla hans kemur Stefan Edberg og síðan Mats Wilander. Andre Agassi er fjórði á listanum en Boris Becker fimmti. ■ STEFFI Graf hefur örugga forystu á heimslista kvenna í tenn- is. Næst kemur Martina Navrat- ilova, þriðja er Chris Evert, fjórða Pam Schriver og fímmta Gabriela Sabatini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.