Morgunblaðið - 05.08.1988, Page 56
Kröfur í
þrotabú
Stokkfisks
120 millj.
Húsavik.
LÝSTAR kröfur í þrotabú fyrir-
tækisins Stokkfisks á Laugnm í
Þingeyjarsýslu nema samtals um
120 milljónum. Stærstu kröfuhaf-
ar eru Búnaðarbanki íslands og
Byggðasjóður, samtals með 47,3
milljónir króna.
Skiptafundur í skiptarétti Þing-
eyjarsýslu vegna gjaldþrots Stokk-
fisks var haldinn á Húsavík í gær
af fulltrúa sýslumanns, Sigurði Bri-
em Jónssyni, að_ viðstöddum bráða-
birgðabústjóra, Ásmundi S. Jóhann-
essyni héraðsdómslögmanni og lög-
mönnum, umboðsmönnum kröfu-
hafa. Lýstar kröfur í búið frá um
80 kröfuhöfum nema samtals um
120 milljónum. Sem fyrr sagði eru
stærstu kröfuhafar Búnaðarbanki
Islands, 33,1 milljón, og Byggðasjóð-
ur, 14,2 milljónir.
Skrá um eignir búsins og mat
þeirra lá ekki fyrir. Á fundinum
voru flestar lýstar kröfur samþykkt-
ar en frambomar voru nokkrar at-
hugasemdir sem fresta varð ákvörð-
un um til næsta skiptafundar.
Bústjóri var kosinn Ásmundur S.
Jóhannesson.
- Fréttaritari
Aldraðir:
Mjaðmar-
brotin
kosta 250
milljónir
í VIÐTALI við Brynjólf Mogen-
sen, sérfræðing í bæklunarlækn-
ingum, í Morgunblaðinu í dag,
kemur m.a. fram að mjaðmarbrot
kosta þjóðfélagið um 250 milljón-
ir króna á ári. Langflest mjaðm-
arbrot má rekja til beinþynning-
ar, en Brynjólfur segir beinþynn-
ingu sennilega einn af dýrustu
sjúkdómum þjóðfélags þar sem
meðalaldur fólks er hár, eins og
raunin er hér á landi.
Að sögn Brynjólfs kostar hvert
mjaðmarbrot nú um 800 þúsund
krónur. Þeir sem mjaðmarbrotna
þurfa yfirleitt að liggja í um mánuð
á sjúkrahúsi, en þar kostar hver.
dagur um 15 þúsund krónur. Þar
bætist svo við kostnaður við heima-
hjúkrun og heimilishjálp. Hér á landi
eru nú gerðar um 300 aðgerðir ár-
lega vegna mjaðmarbrota.
Beinþynning þjakar einkum konur
sem komnar eru yfir miðjan aldur
og þarf þá oft lítinn áverka til að
brotna um úlnlið eða mjöðm. Karl-
menn geta einnig fengið beinþynn-
ingu en samskonar beinbrot fara
ekki að láta á sér kræla hjá þeim
fyrr en tíu árum síðar.
Til þess að hægja á eða koma í
veg fyrir beinþynningu er helsta
ráðið að neyta kalks og lýsis sem
bindur kalkið í líkamanum, fjöl-
breytt mataræði, stunda heilbrigt
lífemi og hreyfa sig mátulega. Þess-
ir þættir stuðla að því að byggja upp
góðan beinmassa sem minnkar líkur
á beinþynningu og beinbrotum
tengdum henni, segir Brynjólfur.
Sjá bls. 2 og 3c.
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Morgunblaðið/BAR
Skrúðganga
í SUMAR hefur íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur staðið fyrir sumarnámskeiðum fyr-
ir börn í tengslum við tíu hverfamiðstöðvar borg-
arinnar og hafa um tvö hundruð börn sótt þau.
Námskeiðunum lauk í gær með skrúðgöngu.
Börnin gengu niður Laugaveg frá Hlemmi að
í rigningunni
Hljómskálagarðinum og siðan fór hver hópur í
sina hverfamiðstöð, þar sem boðið var upp á
veitingar og farið í leiki. Börnin voru máluð í
andliti en úrhellisrigning sá um að þvo málning-
una af flestum. Rigningin gat hins vegar ekki
eyðilagt góða skapið.
Greenpeace:
Hvalveiðum
mótmælt í
50 borgum
Beinist gegn fiskkaup-
um 3 veitingahúsakeðja
GREENPEACE-náttúruverndar-
samtökin hyggjast efna til mót-
mæla gegn hvalveiðum íslend-
inga í fimmtíu af stærstu borgum
Bandaríkjanna 16. ágúst næst-
komandi til þess að reyna að
hafa áhrif á eigendur veitinga-
húsa að kaupa ekki islenskan
fisk. Mótmælin beinast gegn
þremur stórum veitingahúsa-
keðjum; Burger King, Wendy’s
og Long John Silver.
Að sögn Deans Wilkinson tals-
manns grænfriðunga í Banda-
ríkjunum, munu 10-100 manna
hópar safnast saman við veitinga-
hús í eigu stórfyrirtækjanna
þriggja, halda á lofti spjöldum og
hrópa slagorð gegn hvalveiðum ís-
lendinga.
Að sögn Magnúsar Gústafssonar
hjá Coldwater Seafood, dótturfyrir-
tæki SH í Bandaríkjunum, hafa við-
skiptamenn fyrirtækisins látið í ljósi
áhyggjur vegna fyrirhugaðra að-
gerða grænfriðunga, en ekki hefur
dregið úr sölu né samningum verið
rift eða frestað þeirra vegna.
Pétur Másson, upplýsingafulltrúi
Coldwater, sagði að málaferli
Grænfriðunga á hendur viðskipta-
ráðherra Bandaríkjanna til þess að
knýja fram staðfestingarkæru um
viðskiptabann á íslendinga, hefðu
ekki haft áhrif á sölu fyrirtækisins.
Málaferlin hófust á miðvikudag.
Dean Wilkinson sagðist ekki búast
við neinni niðurstöðu í því máli
strax, þar sem ríkisstjórnin hefði
60 daga til þess að bregðast við
kærunni. Hann sagðist heldur ekki
gera sér vonir um mikinn árangur
af aðgerðum grænfriðunga í þessu
máli fyrir árslok, þar sem svo virt-
ist sem Bandaríkjastjóm ætlaði að
halda fast við samkomulag sitt við
Islendinga. „Við teljum hins vegar
góðar líkur á að vinna mál okkar
fyrir dómstólum og að niðurstaða
verði fengin fyrir næstu hval-
vertíð," sagði Wilkinson.
Sljórn Landakots segir að ríkið verði að greiða halla spítalans:
Telur sérstaka eftirlitsstjóm
yfir Landakotsspítala óþarfa
Eftirlitsstjórnin grundvöllur heildarsamkomulags segir heilbrigðisráðherra
STJÓRNENDUR Landakots telja
að ríkissjóður verði að greiða
halla á rekstri spítalans skilyrðis-
laust þar sem Landakot hafi að-
eins verið að halda uppi þeirri
þjónustu sem heilbrigðisyfirvöld
hafi krafist en framlög á fjárlög-
um hafi verið vanáætluð. Þeir
telja að eftirlitsstjórn sú, sem
fjármálaráðherra og heilbrigðis-
ráðherra vilji setja yfir fjármál
Landakots, sé óþörf, þar sem að-
eins sé um að velja fyrir rikissjóð
að aðlaga fjárlög að kröfum til
spítalans eða minnka kröfurnar.
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
isráðherra segir hins vegar að
eftirlitsstjómin geti orðið grund-
völlur að samkomulagi allra aðila
um hvaða þjónustu spítalinn eigi
að veita og hvað hún eigi að kosta
og slíkt samstarf geti ekki síður
orðið hagstætt fyrir spítalann en
stjórnvöld.
Yfirstjórn Landakotsspítala gerði
í gær opinberlega grein fyrir sínum
sjónarmiðum varðandi fjárhags-
vanda spítalans. Telur hún að staðið
hafi verið að rekstri spítalans í sam-
ræmi við skipulagsskrá sjálfseignar-
stofnunarinnar, sem rekur spítalann,
og lög um slíkar stofnanir. Hins
vegar hafi raunhæfar áætlanir
spítalans, miðað við fullan rekstur,
verið skornar niður við gerð fjár-
laga, þannig að jafnan hafi verið
fyrirsjáanlegur halli um 10% á
hverju ári. Spítalinn hafi ítrekað
bent yfirvöldum á þá staðreynd að
ekki væri samræmi milli þeirra
krafna sem til hans væru gerðar og
niðurstöðu á fjárlögum.
Fulltrúaráð Landakots óskaði í
gær eftir viðræðum við ráðherra
fjármála og heilbrigðismála, þar sem
ráðið telur að í samkomulagi ráð-
herranna frá því í síðustu viku, um
aðgerðir til lausnar rekstrarvanda
spítalans, séu ákvæði sem ekki
standist og séu í ósamræmi við
stofnsamning spítalans. Guðmundur
Bjamason heilbrigðisráðherra segist
fús til að ræða við stjórn spítalans
en Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði við Morgun-
blaðið að hann teldi ekki sérstaka
ástæðu fyrir sameiginlegum viðræð-
um. Stjóm Landakots myndi þó gera
heilbrigðisráðherra grein fyrir sínum
sjónarmiðum og ef þar kæmi t.d.
fram að eitthvað af tillögum ráð-
herranna reyndust bijóta í bága við
stofnsamninginn, yrðu þau atriði
athuguð nánar en að öðru leyti stæði
samkomulagið óhaggað.
Guðmundur Bjarnason sagði við
Morgunblaðið að hann teldi þriggja
manna eftirlitsstjórn sem ráðherr-
amir gerðu tillögu um, skipaða ein-
um frá hvoru ráðuneyti og einum
frá spítalanum, ekki brjóta gegn
stofnsamningnum, þar sem ekki sé
verið að setja neina stjórn spítalans
af heldur koma á samstarfshópi
ráðuneytanna tveggja og spítalans.
Sjá nánar fréttir á miðopnu