Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 1
188. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Iranska þotan: Bandaríkjastj óm viður- kennir mistök flotans Washington. Reuter. STJÓRN Bandaríkjanna viður- kenndi I gær að mannleg mistök Bandaríkjamanna hefðu átt nokkra sök á því að írönsk far- þegaþota var skotin niður yfir Persaflóa í síðasta mánuði. Frank Carlucci varnarmálaráðherra og William Crowe forseti herforingj- aráðsins, sögðu jafnframt að írönsk yfirvöld bæru að verulegu leyti ábyrgð á slysinu. „Einstaklingum í bandaríska flot- anum verður ekki refsað," sagði Crowe á blaðamannafundi þar sem birtar voru niðurstöður rannsóknar- nefndar er skipuð var vegna þotu- slyssins. Crowe og Carlucci sögðu að það hefði verið óafsakanlegt af irönskum stjómvöldum að leyfa farþegaþot- unni að hefja sig á loft frá herflug- vellinum í Bandar Abbas, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Bandaríkja- manna gegn slíku flugi. Reuter ÚTFÖRZIAÍDAG Útför Mohammads Zia-ul-Haqs, forseta Pakistans, | ismenn í Nýju Delhí bmgðust hinir verstu við er verður í dag og verða fulltrúar 50 erlendra ríkja gefið var til kynna að Indverjar hefðu skotið flugvél- viðstaddir. Háttsettir bandarískir og pakistanskir ina niður. embættismenn fullyrtu í gær að flugvél Zia, sem Sjá ennfremur „Flugvallarstarfsmenn . . .“ á sprakk í tætlur á flugi, hefði verið grandað. Embætt- j bls. 27 Ókyrrðin í Póllandi: Vopnahlé við Persaflóa Fulltrúar í eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna bjuggu sig í gær undir að fara til landamæra írans og Iraks til að fylgjast með því að vopnahlé í stríði ríkjanna yrði virt. Vopna- hléð átti að ganga í gildi kl. 3 síðastliðna nótt að íslenskum tíma. Að sögn talsmanns SÞ gekk allur undirbúningur samkvæmt áætlun. Á myndinni sjást tveir fulltrúar í nefndinni, frá Argentínu og Kanada, skoða kort af átakasvæð- unum. Sjá nánar á bls. 27. Búist við verk- föllum í Gdansk Varsjá. Reuter. VERKAMENN í Lenín-skipasmíðastöðinni i Gdansk í Póllandi munu leggja niður störf á mánudag verði stjórnvöld þá ekki búin að sinna kröfum þeirra um viðurkenningu á hinum bönnuðu verkalýðssamtök- um, Samstöðu. 13.000 verkamenn í námum og við hafnir ásamt starfsmönnum við flutninga tóku í gær þátt í verkföllum sem hóf- ust er 3.000 námamenn lögðu undir sig Manifest Lipcowy-námafyrir- tækið í Suður-Póllandi á þriðjudag. Ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu í gær að ekki kæmi til greina að viðurkenna Samstöðu. ins, PAP. Hún skýrði frá því að verkföll væru í Stettin, helstu kola- Kol eru mikilvægasta útflutn- ingsvara Póllands og verkföllin kosta ríkið sem svarar 600 þúsund Bandaríkjadölum á dag, að sögn hinnar opinberu fréttastofu lands- Bandaríkin: Bushbætir stöðusína Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GEORGE Bush, sem i fyrrakvöld var formlega útnefndur f rambjóð- andi repúblikana i forsetakosn- ingunum i Bandarikjunum, nýtur nú ívið meira fylgis en Michael Dukakis, frambjóðandi demó- krata, ef marka má skoðanakönn- un sem bandariska dagblaðið US Today birti í gær. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru 45% kjósenda fylgjandi Bush en 43% velja Dukakis. Enn fremur sögðu 72% aðspurðra að ásakanir um að Dan Quayle, vara- forsetaefni repúblikana, hefði kosið að ganga í þjóðvarðlið Banda- ríkjanna til að losna við að berjast í Víetnamstríðinu, hefðu engin áhrif á valið. Fyrir hálfum mánuði var Dukakis með 58% fylgi en Bush 42%. Flokks- þingi repúblikana, sem hófst á mánudag, lauk í gær. Sjá enn fremur fréttir af flokksþingi repúblikana á bls. 26. útflutningshöfn landsins. Frétta- stofan sagði að sjálfstæð verkalýðs- félög [á borð við Samstöðu] myndu leiða til efnahagslegs stjómleysis í Póllandi. „Við styðjum verkfallsmennina og þótt við viljum forðast verkföll munum við leggja niður vinnu á mánudag ef ekki verður orðið við kröfum okkar fyrir þann tíma. I rauninni er sennilegt að ég lýsi yfir verkfalli á öllu Gdansk-svæðinu," sagði Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, í símtali við fréttamenn í gær. Walesa starfar sem rafvirki í Lenín-skipasmíðastöðinni, þar sem Samstaða var stofnuð, en þar vinna u.þ.b. 12.000 manns. Talsmaður verkfallsmanna í Manifest Lipcowy fagnaði ummæl- um Walesa. Hörð viðbrögð við brott- vísun Palestínuleiðtoga Jerúsalem, Tel Aviv, Washington, Kaíró. BANDARÍKIN, Evrópubandalag- ið og Alþjóða Rauði krossinn hafa fordæmt harkalega síðustu að- gerðir ísraelsstjórnar gegn Pa- lestínumönnum, en i gær ákváðu ísraelar að reka 25 Palestínumenn Reuter. úr landi. Á fimmtudag bannaði Yitzhak Rabin landvarnamálaráð- herra starfsemi svokallaðra „þjóð- amefnda" Palestfnumanna á hernumdu svæðunum. Yitzhak Shamir forsætisráðherra sagði i gær að ísraelar myndu aldrei sam- þykkja að stofnað yrði sérstakt ríki Palestínumanna. ísraelsstjóm segir þjóðamefndim- ar hafa staðið að mótmælum og hermdarverkum gegn ísraelskum yfirvöldum. Aðgerðir Rabins hafa það í för með sér að sannist það á Palestínumann að hann sitji í þjóðar- nefnd, hafí sótt fund slíkrar nefndar, stutt hana með fé eða hafí undir höndum flugrit hennar, á hann yfír höfði sér að verða dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Sendiherra Evrópubandalagsins í ísrael afhenti utanríkisráðuneyti landsins kvörtun á fimmtudag vegna brottvikninganna og annarra brota ísraelsstjómar á alþjóðalögum. Full- trúar Alþjóða Rauða krossins mót- mæltu einnig mannréttindabrotunum í gær. Phyllis Oakley talsmaður Banda- rílqastjómar ítrekaði í gær fyrri mótmæli stjómar sinnar gegn brott- vísunum Palestínumannanna. Hún sagði slíkar aðgerðir aðeins verða til að „auka andúð Palestínumanna og þar með ofbeldið". Sjá ennfremur grein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.