Morgunblaðið - 20.08.1988, Qupperneq 1
188. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Iranska þotan:
Bandaríkjastj óm viður-
kennir mistök flotans
Washington. Reuter.
STJÓRN Bandaríkjanna viður-
kenndi I gær að mannleg mistök
Bandaríkjamanna hefðu átt
nokkra sök á því að írönsk far-
þegaþota var skotin niður yfir
Persaflóa í síðasta mánuði. Frank
Carlucci varnarmálaráðherra og
William Crowe forseti herforingj-
aráðsins, sögðu jafnframt að
írönsk yfirvöld bæru að verulegu
leyti ábyrgð á slysinu.
„Einstaklingum í bandaríska flot-
anum verður ekki refsað," sagði
Crowe á blaðamannafundi þar sem
birtar voru niðurstöður rannsóknar-
nefndar er skipuð var vegna þotu-
slyssins.
Crowe og Carlucci sögðu að það
hefði verið óafsakanlegt af irönskum
stjómvöldum að leyfa farþegaþot-
unni að hefja sig á loft frá herflug-
vellinum í Bandar Abbas, þrátt fyrir
ítrekaðar aðvaranir Bandaríkja-
manna gegn slíku flugi.
Reuter
ÚTFÖRZIAÍDAG
Útför Mohammads Zia-ul-Haqs, forseta Pakistans, | ismenn í Nýju Delhí bmgðust hinir verstu við er
verður í dag og verða fulltrúar 50 erlendra ríkja gefið var til kynna að Indverjar hefðu skotið flugvél-
viðstaddir. Háttsettir bandarískir og pakistanskir ina niður.
embættismenn fullyrtu í gær að flugvél Zia, sem Sjá ennfremur „Flugvallarstarfsmenn . . .“ á
sprakk í tætlur á flugi, hefði verið grandað. Embætt- j bls. 27
Ókyrrðin í Póllandi:
Vopnahlé
við
Persaflóa
Fulltrúar í eftirlitsnefnd
Sameinuðu þjóðanna
bjuggu sig í gær undir að
fara til landamæra írans
og Iraks til að fylgjast með
því að vopnahlé í stríði
ríkjanna yrði virt. Vopna-
hléð átti að ganga í gildi
kl. 3 síðastliðna nótt að
íslenskum tíma. Að sögn
talsmanns SÞ gekk allur
undirbúningur samkvæmt
áætlun. Á myndinni sjást
tveir fulltrúar í nefndinni,
frá Argentínu og Kanada,
skoða kort af átakasvæð-
unum.
Sjá nánar á bls. 27.
Búist við verk-
föllum í Gdansk
Varsjá. Reuter.
VERKAMENN í Lenín-skipasmíðastöðinni i Gdansk í Póllandi munu
leggja niður störf á mánudag verði stjórnvöld þá ekki búin að sinna
kröfum þeirra um viðurkenningu á hinum bönnuðu verkalýðssamtök-
um, Samstöðu. 13.000 verkamenn í námum og við hafnir ásamt
starfsmönnum við flutninga tóku í gær þátt í verkföllum sem hóf-
ust er 3.000 námamenn lögðu undir sig Manifest Lipcowy-námafyrir-
tækið í Suður-Póllandi á þriðjudag. Ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu
í gær að ekki kæmi til greina að viðurkenna Samstöðu.
ins, PAP. Hún skýrði frá því að
verkföll væru í Stettin, helstu kola-
Kol eru mikilvægasta útflutn-
ingsvara Póllands og verkföllin
kosta ríkið sem svarar 600 þúsund
Bandaríkjadölum á dag, að sögn
hinnar opinberu fréttastofu lands-
Bandaríkin:
Bushbætir
stöðusína
Washington. Frá ívari Guðmundssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
GEORGE Bush, sem i fyrrakvöld
var formlega útnefndur f rambjóð-
andi repúblikana i forsetakosn-
ingunum i Bandarikjunum, nýtur
nú ívið meira fylgis en Michael
Dukakis, frambjóðandi demó-
krata, ef marka má skoðanakönn-
un sem bandariska dagblaðið US
Today birti í gær.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
eru 45% kjósenda fylgjandi Bush en
43% velja Dukakis.
Enn fremur sögðu 72% aðspurðra
að ásakanir um að Dan Quayle, vara-
forsetaefni repúblikana, hefði kosið
að ganga í þjóðvarðlið Banda-
ríkjanna til að losna við að berjast
í Víetnamstríðinu, hefðu engin áhrif
á valið.
Fyrir hálfum mánuði var Dukakis
með 58% fylgi en Bush 42%. Flokks-
þingi repúblikana, sem hófst á
mánudag, lauk í gær.
Sjá enn fremur fréttir af
flokksþingi repúblikana á bls. 26.
útflutningshöfn landsins. Frétta-
stofan sagði að sjálfstæð verkalýðs-
félög [á borð við Samstöðu] myndu
leiða til efnahagslegs stjómleysis í
Póllandi.
„Við styðjum verkfallsmennina
og þótt við viljum forðast verkföll
munum við leggja niður vinnu á
mánudag ef ekki verður orðið við
kröfum okkar fyrir þann tíma. I
rauninni er sennilegt að ég lýsi yfir
verkfalli á öllu Gdansk-svæðinu,"
sagði Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, í símtali við fréttamenn í
gær. Walesa starfar sem rafvirki í
Lenín-skipasmíðastöðinni, þar sem
Samstaða var stofnuð, en þar vinna
u.þ.b. 12.000 manns.
Talsmaður verkfallsmanna í
Manifest Lipcowy fagnaði ummæl-
um Walesa.
Hörð viðbrögð við brott-
vísun Palestínuleiðtoga
Jerúsalem, Tel Aviv, Washington, Kaíró.
BANDARÍKIN, Evrópubandalag-
ið og Alþjóða Rauði krossinn hafa
fordæmt harkalega síðustu að-
gerðir ísraelsstjórnar gegn Pa-
lestínumönnum, en i gær ákváðu
ísraelar að reka 25 Palestínumenn
Reuter.
úr landi. Á fimmtudag bannaði
Yitzhak Rabin landvarnamálaráð-
herra starfsemi svokallaðra „þjóð-
amefnda" Palestfnumanna á
hernumdu svæðunum. Yitzhak
Shamir forsætisráðherra sagði i
gær að ísraelar myndu aldrei sam-
þykkja að stofnað yrði sérstakt
ríki Palestínumanna.
ísraelsstjóm segir þjóðamefndim-
ar hafa staðið að mótmælum og
hermdarverkum gegn ísraelskum
yfirvöldum. Aðgerðir Rabins hafa
það í för með sér að sannist það á
Palestínumann að hann sitji í þjóðar-
nefnd, hafí sótt fund slíkrar nefndar,
stutt hana með fé eða hafí undir
höndum flugrit hennar, á hann yfír
höfði sér að verða dæmdur í allt að
tíu ára fangelsi.
Sendiherra Evrópubandalagsins í
ísrael afhenti utanríkisráðuneyti
landsins kvörtun á fimmtudag vegna
brottvikninganna og annarra brota
ísraelsstjómar á alþjóðalögum. Full-
trúar Alþjóða Rauða krossins mót-
mæltu einnig mannréttindabrotunum
í gær.
Phyllis Oakley talsmaður Banda-
rílqastjómar ítrekaði í gær fyrri
mótmæli stjómar sinnar gegn brott-
vísunum Palestínumannanna. Hún
sagði slíkar aðgerðir aðeins verða til
að „auka andúð Palestínumanna og
þar með ofbeldið".
Sjá ennfremur grein á
miðopnu.