Morgunblaðið - 20.08.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Ný reglugerð um fiskeldi gefin út: Markar þáttaskil í veiðimálum hér Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Norðurlandamót í golfi sett Norðurlandamótið í golfi var sett við hátíðlega athöfn á Hólmsvelli í Leiru í gærkvöldi. Konráð R. Bjama- son, forseti Golfsambands íslands, setti mótið. Hörður Guðmundsson, formaður Golfklúbbs Suðumesja, og Eiríkur Alexandersson, formaður samtaka sveitarfélaga á Suðumesjum, buðu gestina velkomna. Alls keppa 54 kylfingar frá Norðurlöndunum fimm á mótinu; 33 karlar og 21 kona. — segir Árni ísaksson veiðimálastjóri Landbúnaðarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um „flutning og sleppingar laxfiska og varair gegn smitsjúkdómum og blöndun laxastofna". Arai tsaksson veiði- málastjóri segir að þessi reglu- gerð marki þáttaskil í veiðimálum hér á landi. í henni sé tekið á ýmsum vandamálum sem upp kunna að koma varðandi óæskileg Vísitala bygg- ingarkostn- aðar hækk- ar um 0,65% HAGSTOFAN hefur reiknað vísi^ tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágústmánuð 1988. Reyndist hún vera 124,3 stig, eða 0,65% hærri en i júlf. Þessi vfsitala gildir fyrir september 1988. Sfðastliðna tólf mánuði héfur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 22,7%. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,1% og sam- svarar það 52,2% árshækkun. Vísitala framfærslukostnaðar hef- ur hækkað um 2,1% frá byijun júlí fram að byijun ágúst samkvæmt upplýsingum kauplagsnefndar. Þessi hækkun samsvarar 29,1% á árs- grundvelli. Sfðustu 12 mánuði hefur vfsitalan hækkað um 28,8% en síðustu 3 mánuði um 9,3% sem svar- ar til 42,5% verðbólgu. Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitöluna fyrir september- mánuð og er hún 2254. Hækkun vfsitölunnar frá mánuðinum á undan er 1,67%. Umreiknað til árshækkun- ar hefur breytingin verið sem hér segir: Sfðasta mánuð 22%, sfðustu 3 mánuði 45,9% og sfðustu 12 mánuði 26,8%. Skákþing íslands: Hannes Hlíf- ar í efsta sæti HANNES Hlífar Stefánsson er einn í efsta sæti á Skákþingi ís- lands eftir 5 umferðir með 4 vinninga. Fast á hæia honum kemur Margeir Pétursson með 3,5 vinninga og biðskák. í 3.-4. sæti eru þeir Karl Þorsteins og Jón L. Arnason með 3 vinninga. Fimmtu _ umferðinni lauk í gær- kvöldi. Úrslit urðu sem hér segir, Ágúst Karl vann Benedikt Jónas- son, Hannes Hlífar vann Jóhannes Ágústsson, Jón L. og Margeir gerðu jafntefli, Ásgeir Þór Ámason vann Þráinn Vigfússon, Karl Þorsteins vann Davfð ólafsson og Þröstur Þórhalls vann Róbert Harðarson. áhrif sfvaxandi fiskeldis á villta laxastofna í ám landsins Efnisatriði hinnar nýju reglugerð- ar hafa verið lengi til umfjöllunar á Veiðimálastofnun. Þegar drög að reglugerðinni lágu fyrir voru þau tekin til umfjöllunar hjá samráðs- nefnd veiðiréttareigenda, eldisaðila og stangveiðimanna. Nefndin sam- þykkti síðan reglugerðina í lok síðasta mánaðar. Helstu ákvæði hinnar nýju reglu- gerðar eru að óheimilt er að flytja lifandi villtan lax milli vatnakerfa og landshluta án samþykkis fisksjúk- dómaneftidar. Við fiskrækt f ám skal nota laxastofn úr viðkomandi á. í hafbeit og fiskrækt skal sleppa seið- um undan villtum klakfiskum frá viðkomandi landshlutum. Sleppingar seiða af erlendum uppruna í fiskrækt og hafbeit eru bannaðar. Árni ísaksson segir að þessi reglu- gerð standi framar svipuðum í ná- grannalöndunum að því leyti að hér er bæði tekið á vandamálum sem tengjast sleppingum f ár og vötn og einnig samskiptum við fiskeldi. • Erlend lán til endurskipulagningar fyrirtækja: Getum ætlast tíl að van- skilin séu borgnð upp - segir Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans „ÞAÐ ER ekki reiknað með að fyrirtækin ráðstafi þessu fé að vild. Það er ekki ætlast til þess að menn geti verið með það laust og geti farið að fjárfesta fyrir það. Þetta er fjárhagsleg endurskipulagn- ing og f flestum tilvikum felur hún sjálfsagt þetta í sér,“ sagði Brynj- ólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans í gær. Hann var spurður um, hvort rétt væri að sá miljjarður króna, sem tekinn er að láni til endurskipulagningarinnar, rynni beint til greiðslu banka- skulda fyrirtækjanna. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði þetta óviðkomandi ráðuneytinu, það væri fyrst og fremst samskiptamál fyrirtækjanna og bankanna hvemig fénu væri ráðstafað. eru óánægðir með lántökukostnað- inn. Alls er hann 11%, þar af er fjárfestingarskattur 6%. Forráða- menn sjávarútvegsfyrirtækja vilja fá skattinn felldan niður. Morgun- blaðið leitaði til fjármálaráðuneytis- ins og spurðist fýrir um hvort skatt- urinn verði felldur niður. Snorri Olsen sagðist ekki vita til þess að erindi þar að lútandi hefði borist ráðuneytinu. Þó kvað hann hugsan- legt að ráðherra væri með málið til athugunar. Snorri sagði að það væri þó víst, að engin formleg ákvörðun hefði enn verið tekin um málið. Ekki náðist í Qármálaráð- herra í gær. „Við getum ætlast til þess að þeir greiði upp vanskilin. Þá er það í þeim dæmum þar sem það hefur verið rætt, áður en lánið er tekið, að Landsbankinn myndi leggja á það áherslu að lán fáist fyrir þeirri upphæð sem þarf til að standa við greiðslu vanskilalána," sagði Brynj- ólfur. Um Landsbankann fara um 600 milljónir króna af þessum millj- arði sem tekinn er að láni. Brynjólf- ur sagði þessi lán létta á lausafjár- stöðu fyrirtækjanna og koma þeim út úr vanskilum. Lánin eru af- borgunarlaus fyrstu tvö árin. „Þetta verður til þess að gera þeim kleift að greiða aðrar skuldir líka," sagði hann. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði það vera viðfangsefni fyrirtækjanna og viðskiptabanka þeirra hvemig fénu er ráðstafað. „Það hlýtur að vera breytilegt frá einu dæmi til annars hvað skilar bestum árangri. Því verða fyrirtæk- in að ráða fram úr í samráði við þá sem þau eiga lánsviðskipti við. Lánsheimildimar em fyrirtækjanna en ekki bankanna, ráðuneytið hefur engin afskipti af sambandinu þeirra í milli," sagði Jón. í frétt Morgunblaðsins í gær um þetta mál kom fram, að forsvars- menn fyrirtækjanna sem fá lánsféð Yfirlýsingar Ólafs eru ábyrgðarlausar - segir Gunnar Óskarsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fj árf estingar félagsins GUNNAR Óskarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Fjárfesting- arfélagsins segir að yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar um að einn eða fieiri verðbréfasjóðir séu að komast í þrot, séu ábyrgð- arlausar. Með þvi að segja aðeins hálfa söguna og neita að gefa upp nöfn skapi hann óþarfa óvissu og ótta hjá þeim fjölmörgu sparifjáreigendum sem hafi bundið fé sitt hjá traustum verð- bréfasjóðum. Stoltenberg segir samninga án íslendinga ekki koma til greina: Staðfesting á kröfum okkar - segir Eyjólfur Konráð Jónsson ÞESSI ummæli Stoltenbergs eru nyög ánægjuleg staðfesting á okkar sjónarmiðum og það sem bæði ég og aðrir hafa verið að bíða eftir," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanrikis- málanefndar Alþingis, þegar Morgunblaðið bar undir hann þau umtnæli Stoltenbergs, utanríkisráðherra Noregs, í fréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, að ekki yrði samið um framtið Jan Mayen-svæðisins án aðildar íslendinga. Danir og Norðmenn hafa frá því árið 1980 deiit um lögsögu- mörk milli Jan Mayen og Græn- lands. Danir krefjast 200 mflna lögsögu fyrir hönd Grænlendinga en Norðmenn og íslendingar vilja að miðlína gildi. Fyrr í þessari viku ákváðu Danir að vísa deil- unni til Alþjóðadómstólsins í Haag og hefur sú ákvörðun verið gagn- rýnd af íslenskum stjómvöldum sem krefjast þess að fá aðild að viðræðum um framtíð svæðisins. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði ummæli Stoltenbergs vera mjög ánægjuleg og í raun nákvæmlega það sem Islendingar höfðu ætlast til að væri alveg. á hreinu, nefni- lega, að Norðmenn og íslendingar ættu sameiginleg réttindi á svæð- inu. „Stoltenberg segir umbúða- laust að um Jan Mayen-svæðið verði ekki fjallað nema þrír aðil- ar, íslendingar, Danir og Norð- menn, eigi aðild að viðræðunum. Þetta er það sem hefði átt að liggja fyrir síðan við sömdum við Norðmenn árið 1980 og 1982 um sameiginlega nýtingu svæðanna," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Hann taldi þessi ummæli einnig vera vísbendingu um ennþá víðtækari samvinnu þessara ríkja um sameiginlegt tilkall til alls hafsvæðis á norðurslóðum sem nú væri fyrir utan efnahagslög- sögu þeirra. Slíkt myndi auðvelda verulega aðgerðir til þess að friða norðurslóðir og vemda gegn mengun. „Þessar yfírlýsingar Ólafs Ragn- ars koma mér á óvart og ég skil ekki hvað liggur að baki. Verð- bréfasjóðimir hafa verið undir eftir- liti Bankaeftirlitsins frá árinu 1986 og hefur Bankaeftirlitið kannað þá alla,“ segir Gunnar. Gunnar segir að þessar yfirlýs- ingar hafi skapað mikil óþægindi hjá Fjárfestingarfélaginu vegna fjölda símtala og fyrirspuma til fé- lagsins í framhaldi af yfírlýsingum Ólafs. Armann Reynisson forstjóri Ávöxtunar segir einnig, að hann telji yfirlýsingar Ólafs Ragnars ábyrgðarlausar. Hann bendir einnig á, að sjóðimir séu undir eftirliti Bankaeftirlitisins og kveður það vera af hinu góða ef Bankaeftirlitið framkvæmdi rannsókn á borð við þá sem Ólafur hefur farið fram á. Slíkt myndi eyða þeirri óvissu og þeim efa sem Ólafur hafi skapað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.