Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 4

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Mannbjörg er trilla sökk í gærmorgun sökk Villi AK, sem er 6 tonna trilla, um 15 sjómílur norðvestur af Akra- nesi. Einn maður var um borð, Símon Símonarson, og var hon- um bjargað um borð í Enok AK, sem sendur var til aðstoðar frá Akranesi. Þetta er þriðja trillan sem sekkur nú á skömmum tíma. Hjálparbeiðni barst Slysavama- félaginu kl. 6.05 í gærmorgun, en þá var kominn mikill leki að bátn- um. Vélbáturinn Enok AK lagði strax af stað til hjálpar frá Akra- nesi, og einnig fóru slysavarnabát- amir Jón E. Bergsveinsson frá Reykjavík, Ásgeir M. frá Seltjam- Frá slysstað í gær. amesi og Sæbjörg úr Sandgerði á staðinn. Enok AK.kom að trillunni um leið og Jón E. Bergsveinsson, Morgunblaðið/Kristján Jónsson en maðurinn sem var um borð í Villa var þá kominn í gúmbjörgun- arbát og fór hann um borð í Enok. Rannsóknanefnd sjóslysa lagði mikla áherslu á að reyna að ná bátnum, en það sá á stefnið á honum þegar að var komið. Svan- ur RE 45, sem er stór loðnubátur, átti leið um og var hann fenginn til aðstoðar. Tókst að koma taug úr honum í trilluna áður en hún sökk skömmu fyrir kl. 8 í gær- morgun, og var reynt að lyfta bátnum upp. Kafari var sendur frá Reykjavík til að koma betri taug- um á bátinn, en það tókst ekki og klukkan 11.55 slitnaði taugin og þáturinn sökk. Ágætt veður var á þessum slóð- um í gærmorgun og skýring á óhappinu er ekki ljós. e> INNLENT VEÐUR Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað: 3.300 krónur fyrir tonnið af loðnu SÍLDARVINN SLAN hf. á Nes- kaupstað hefur ákveðið að greiða 3.300 krónur fyrir tonnið af loðnu til að byrja með, að sögn Finnboga Jónssonar fram- kvæmdastjóra Síldarvinnslunn- I DAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gœr) VEÐURHORFURIDA G, 20. AGUST1988 YFIRLIT í GÆR: Um 300 km austur af Færeyjum er 988 mb lægð, sem þokast vestur og síðar suðvestur, en 993ja mb hæð yfir Skot- landi hreyfist norðaustur. Á Grælandshafi er nærri kyrrstæður 1016 mb hæðarhryggur. Hiti breytist lítiö. SPÁ: Norðan gola eða kaldi um allt land. Léttskýjað á Suöur- og Vesturlandi, en skýjað á Noröur- og Norðausturlandi. Þokuloft við norður og norðausturströndina. Hiti 9—16 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG:Hæg breytileg átt eða vestangola og létt- skýjað viða um land. Hiti 9—15 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestlæg átt, skýjað og dálítil súld á Suður- og Vesturlandi, en víðast léttskýjað á Norður- og Austur- landi. Fremur hlýtt, einkum á Norður- og Austurlandi. s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir i * V E1 = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur j~<^ Þrumuveður W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 14 skýjað Reykjavík 14 léttskýjað Bergan 15 rigning Helsinki 16 skýjað Kaupmanrtah. 19 skýjað Narssarssuaq 7 léttskýjað Nuuk 9 rignlng Ósló 14 rigningogsúld Stokkhólmur 15 rigning Þórshöfn 13 alskýjað Algarve 29 heiðskirt Amsterdam 20 rigning Barcelona 28 skýjað Chicago 21 alskýjað Fenoyjar 28 þokumóða Frankfurt 27 skýjað Glasgow 14 rigning Hamborg 19 skýjað Las Palmas 24 lóttskýjað London 20 skýjað Los Angeles 17 mistur Lúxemborg 21 rigning Madríd 33 léttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 30 þokumóða Montreal 13 léttskýjað New York 17 skýjað Parfs 23 hálfskýjað Róm 30 þokumóða San Diego 18 alskýjað Winnipeg 14 skýjað ar. Eitt af skipum hennar, Börk- ur NK, fór á loðnuveiðar síðast- liðið fimmtudagskvöld. „Hólmaborg SU, skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf., fékk enga loðnu í fyrrinótt, að sögn Magnúsar Bjamasonar fram- kvæmdastjóra frystihússins. „Loðnan stendur djúpt og dreifir sér þegar hún kemur upp,“ sagði Magnús. „Við greiddum 3.100 krónur fyrir tonnið af fyrsta loðnu- afla Hólmaborgar. Loðnan var 15% feit og tæp 14% þurrefni. Hins vegar hefur loðnan oft verið 20% feit á þessum tíma,“ sagði Magnús. Jón Kjartansson SU, skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, fer að öllum líkindum á loðnuveiðar næstkomandi þriðjudag, að sögn Magnúsar Bjamasonar. Rannveig Guðmundsdóttir. Nýr aðstoðar- maður félags- málaráðherra RANNVEIG Guðmundsdótt- ir, bæjarfulltrúi í Kópavogi tók við af Láru V. Júlíus- dóttur sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra í gær, föstudaginn 19. ágúst, að því er segir í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Rannveig er fædd á ísafirði 15. september 1940. Hún var kjörin í bæjarstjóm Kópavogs 1978 og hefur átt þar sæti síðan . Á vegum Kópavogs- kaupstaðar hefur Rannveig gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum. Meðal annars hefur hún verið formaður félagsmál- arsð, í stjóm launanefndar sveitarfélaga, í stjórn Spari- sjóðs Kópavogs, forseti bæjar- stjómar Kópavogs og formaður bæjarráðs. Rannveig hefur verið form- aður Húsnæðisstofnunar ríkis- ins frá því í desember 1987. Hún er gift Sverri Jónssyni tæknifærðingi og eiga þau þijú böm. Morgunblaðið/KGA Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags, afhendir borgarstjóra fyrsta eintak aðalskipulagsins. A bakvið sjást Ástríður Thorarensen, borgarstjórafrú og Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar. Aðalskípulag Reykjavík- ur 1984-2004 komið út Á AFMÆLISDEGI höfuðborgarinnar 18. ágúst kom út Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004. Unnið hefur verið að skipulaginu síðastliðin fjögur ár hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Skipulagið var staðfest af félagsmálaráðherra 27. júlí síðastliðinn. Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgarskipulags afhenti borgarstjóra fyrsta ein- tak aðalskipulagsins í Höfða. Aðalskipulagið kemur í stað fyrra skipulags sem gilti fyrir árin 1962- 1983. Davíð Oddsson sagði í ræðu sinni að aðalskipulagið yrði endur- skoðað að loknum hveijum sveitar- stjómarkosningum með tilliti til breyttra aðstæðna og skoðana á hveijum tíma. Borgarstjóri sagði einnig að mik- il vinna lægi að baki skipulaginu sem bæri að þakka Þorvaldi og samstarfsmönnum hans hjá Borg- arskipulagi og embætti Borgar- verkfræðings. Við undirbúnings- vinnu aðalskipulagsins hefði verið komið inn á flesta þætti mannlegs lífs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.