Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
5
Ölafur Ragnar Grímsson:
lHlögur Alþýðu-
bandalagsins
marka þáttaskil
Á FUNDI hjá Alþýðubandalaginu í Kópavogi á fimmtudag gagn-
rýndi Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, harð-
lega vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar og kynnti tillögur Alþýðubanda-
lagsins í peningamálum. Taldi hann þessar tillögur marka þáttaskil
og væri þessi fundur upphafið að nýrri stefnu. Einnig fluttu framsög-
ur á fundinum, sem bar yfirskriftina „skipbrot sljórnarstefnunnar“,
þau Svavar Gestsson og Svanfríður Jónasdóttir.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði á
fundinum að munurinn á stefnu
stjómarinnar og Alþýðubandalags-
ins fælist aðallega í þrennu. Vaxta-
stefnunni, afstöðunni til þrenginga
Umferðarslys
á Suðurgötu
UMFERÐARSLYS varð á Suður-
götu í gærdag er 16 ára gömul
stúlka varð fyrir þungaflutn-
ingabU með aftanivagni. Stúlkan
hlaut andlitsáverka en mun ekki
vera alvarlega slösuð.
Slysið átti sér stað rétt hjá
íþróttasal Háskólans. Bflnum var
ekið eftir götunni. Er hann koma á
móts við salinn hljóp stúlkan út á
götuna og lenti hún aftast á vagnin-
um með fyrrgreindum afleiðingum.
Eskifjörður:
Eldur í tunnu-
verksmiðju
Eskifírði.
ELDUR kom upp í tunnuverk-
smiðju Sæbergs hf. á Eskifirði um
klukkan hálf fimm i fyrrinótt.
Húsið, sem er stálgrindarskemma,
er mikið skemmt af völdum elds-
ins, sem og tunnulager og vélar
til samsetningar á sildartunnum
er í húsinu voru.
Að sögn Ásbjörns Guðjónssonar
slökkviliðsstjóra var slökkviliðið
kallað út kl. 4.35 í nótt og var þeg-
ar mikill eldur í trétunnum inni í
húsinu sem og í „pólýúreþan“-
klæðningu í veggjum. Sagði Ás-
bjöm vera ljóst að allur tunnulager
fýrirtækisins væri gjörónýtur og
vélar til samsetningar á tunnum
væru mikið skemmdar. Þá taldi
hann að um þriðjungur hússins
væri ónýtur vegna ofhitnunar í stál-
bitum.
Slökkvistarfi var lokið um kl. 11
í gærmorgun. Eldsupptök eru
ókunn en eru í rannsókn hjá rann-
sóknarlögreglunni á Eskifirði.
- Ingólfur
í atvinnulífi og hver ætti að borga
kostnaðinn. Alþýðubandalagið vildi
lækka vexti með handafli. í stað
„fjálsrar markaðskreddu" ætti að
koma til stýring fólksins á peninga-
kerfínu. Hinn fijálsi markaður ætti
ekki heldur að ákveða hvaða fyrir-
tæki yrðu gjaldþrota heldur þyrfti
lýðræðislegar ákvarðanir um það.
Loks teldi Alþýðubandalagið að
ekki ætti að skerða tekjur launa-
fólks vegna þrenginga í atvinnulífi
heldur fjármagnstekjur.
Ólafur Ragnar sagðist einnig
hafa heimildir fyrir því að tvö af
þekktari verðbréfafyrirtækjunum
væru ekki í stakk búin til þess að
standa við skuldbindingar sínar.
Hann var mjög harðorður í garð
fjármagnsfyrirtækja og krafðist
opinberrar rannsóknar á stöðu
þeirra.
Ólafur Ragnar gagnrýndi mjög
á fundinum Framsóknarflokkinn og
formann hans. Sagðist hann sjá
mikinn svip með Steingrími Her-
mannssyni og George Bush varafor-
seta Bandaríkjanna. Það væri sama
á hvað væri minnst — Framsóknar-
flokkurinn bæri aldrei á því sökina.
Það væri því hægt að spyija eins
og demókratar í Bandaríkjunum um
Bush: Hvar var Steingrímur Her-
mannsson og Framsóknarflokkur-
inn, þegar vextir voru gefnir fíjáls-
ir, halli ríkissjóðs nam milljörðum
ár eftir ár o.s.frv.? Ólafur Ragnar
svaraði spurningu sinni sjálfur og
sagði svarið allsstaðar vera það
sama. Steingrímur Hermannsson
og Framsóknarflokkurinn sátu
ávallt í lykilstöðum þegar þessar
ákvarðanir voru teknar og bera því
mestu ábyrgðina.
Líkt og Ólafur Ragnar lögðu þau
Svanfríður og Svavar mesta áherslu
á vaxtamál í framsögum sínum á
fundinum. Svavar sagði fjármagnið
hafa haft forgang fram yfír fólkið
og nú vildu „reglustikukratamir"
samræma vexti af húsnæðislánum
og greiða í staðinn niður vexti
skattaleiðina. Svavar sagði Al-
þýðubandalagið hafa slæma reynslu
af slíkum leiðum og minnti á reynsl-
una af láglaunabótunum á sínum
tíma sem hefðu borist jafnvel for-
stjórum fyrirtækja.
„Strandganga í
landnámi Ingólfs“
AUKAFERÐ verður í dag á
vegum Útivistar sem nefnist
„Strandganga í landnámi Ing-
ólfs“. Brottför er bæði klukkan
10.30 og 13.
I strandgöngunni verður gengið
frá Krísuvíkurbergi um Háaberg,
Seljabót og Alnboga í Herdís-
arvik. Þeir sem mæta klukkan 13
hefja gönguna við Háaberg, en
sú ganga er léttari.
Á sunnudag 21. ágúst verður
einnig aukaferð á vegum félags-
ins. Þá verður farið um Hrafnt-
innusker og Reykjadali. Brottför
er klukkan 8 en þá er einnig hald-
ið í Þórsmörk. Klukkan 10.30
sama dag verður gengið yfír Esju
um Hátind og Skálatind og klukk-
an 13 verður gengin ný leið frá
Þingvöllum er nefnist Hrafnbjarg-
arháls-Tindron.
(Úr fréttatilkynningu).
Signrður B. Stef-
ánsson hjá VIB:
Viðskipti
með verðbréf
aukast stöðugt
Sigurður B. Stefánsson hjá
Verðbréfamarkaði Iðnaðarbank-
ans segir viðskipti með verðbréf
hafa aukist mjög frá áramótum.
„Júlí var söluhæsti mánuður í
sögu VIB en viðskiptin hafa ver-
ið í stöðugum vexti allt þetta
ár,“ sagði Sigurður í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Við verð-
um einnig varir við mikla aukn-
ingu hlutabréfaviðskipta."
Sigurður telur ýmsar ástæður
liggja að baki góðri sölu. „Sumrin
eru ekki síðri tími á verðbréfamark-
aðinum. Það tekur tíma að kynna
sér þessi mál og fólk virðist nota
sér sumarfríin til þess. Almenning-
ur er smám saman að uppgötva
nýjar leiðir til ávöxtunar fjár.“ Að
sögn Sigurðar hefur heildareign
verðbréfasjóða aukist um 51,4% frá
4>ví í desember á síðasta ári.
Hjá Gunnari Óskarssyni í verð-
bréfamarkaði Fjárfestingafélagins
fengust þær upplýsingar að við-
skiptin væru svipuð og undanfama
mánuði. „Viðskiptahættir hafa
breyst og sífellt fleiri treysta verð-
bréfasjóðum fyrir fjármunum
sínum. Það er ljóst að almennt er
um viðurkennda spamaðarleið að
ræða,“ sagði Gunnar.
Sameining Miklagarðs og Kaupstaðar:
Jón Sigurðsson hætt-
ir framkvæmdastjóm
Þröstur Ólafsson hefur yfirumsjón með sameiningunni
STJÓRN Kaupfélags Reylgavíkur og nágrennis hefur falið Þresti Ólafs-
syni, stjómarformanni KRON, yfirumsjón með starfsemi félagsins
meðan unnið er að sameiningu í rekstri Miklagarðs og KRON. Sérstök
rekstrarstjórn undir forystu Þrastar tekur við daglegum rekstri félags-
ins 1. september næstkomandi.
Þröstur Ólafsson segir að hér sé
ekki um starf að ræða heldur tíma-
bundið verkefni sem hann hafí tekið
að sér. Verkefninu á að vera lokið
fyrir aðalfund KRON í aprfl á næsta
ári. Vegna þessa hefur Þröstur feng-
ið sex mánaða leyfí úr starfí sínu í
Dagsbrún. Hann segir að hér sé eink-
um verið að ná fram betri samnýt-
ingu á fjármagni og vinnuafli þess-
ara tveggja fyrirtækja.
Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Miklagarðs, segir ljóst að hann
hætti störfum við fyrirtækið, ekki
sé rúm fyrir fleiri en einn skipstjóra
á sömu skútunni. Stjóm Miklagarðs
komi saman á mánudag og ræði
framhaldið, sér hafí ekki verið form-
lega sagt upp störfum enn.
„Mikligarður er fímm ára fyrir-
tæki. Fýrstu tvö árin var tap á rekstr-
inum, næstu tvö hagnaður en þetta
ár hefur reynst fremur erfítt eins og
víðar. Rekstur KRON, sem á 52% í
Miklagarði, hefur reynst erfíður und-
anfarin ár og lengi hefur verið áhugi
á að samhæfa rekstur fyrirtækjanna
á einhvem hátt,“ segir Jon Sigurðs-
son.
„Þegar það var ámálgað við mig
í vor að ég tæki við stjóm Mikla-
garðs og KRON að lokinni samein-
ingu setti ég það skilyrði að hafa
fullt vald til ákvarðanatöku um dag-
legan rekstur," segir Jón. „Stjóm
KRON gerði mér tvö formleg tilboð
um rekstrarstjóm í sumar, bæði óað-
gengileg. í þeim var gert ráð fyrir
að stjómarformaður og stjóm KRON
hefðu áhrif á daglegan rekstur og
ráðningar starfsmanna, sem ég tel
óviðunandi."
Óvissa ríkir að sögn Jóns meðal
starfsfólks Miklagarðs um fram-
haldið. Segir hann að eftir að ákveð-
'ið var um síðustu mánaðamót að
sameina rekstur KRON og Mikla-
garðs hafí starfsfólk spurt mikið um
starfsmannahald, stöðu sína og
rekstur fyrirtækisins án þess að hann
hafí getað veitt viðunandi svör.
Afmælisviku Siglu
fjarðar lýkur í dag
VIKU löngum hátíðarhöldum
vegna 70 ára kaupstaðaraf-
mælis og 170 ára verslunaraf-
mælis Siglufjarðar lýkur í dag.
Að sögn ísaks J. Ólafssonar,
bæjarstjóra, þykir hátíðardag-
skráin hafa tekist með ágætum.
„Fólk hefur streymt hingað alla
vikuna og hafa sýningar og
aðrar uppákomur verið nyög
vel sóttar," sagði ísak í viðtali
við Morgunblaðið í gær.
Stangveiðifélag Sigluijarðar og
Björgunarsveitin Strákar stóðu
fyrir tveggja daga löngu sjóstang-
veiðimóti á miðvikudag og
fímmtudag. Mikill afli barst á land
og varð sveit Ragnars Ólafssonar
á Siglufirði aflahæst með 1.613,4
kg. Næst kom sveit Ragnheiðar
Rögnvaldsdóttur með 1.255,6 kg.
Aflahæstur einstaklinga varð
Gunnar Júlíusson með 698,1 kg,
en til gamans má geta hann veiddi
701 físk á tveimur dögum.
í gærkvöldi var slegið upp
sfldarballi á Hótel Höfn og kom-
ust færri að en vildu. Mikil biðröð
myndaðist við forsölu aðgöngu-
miða og varð að grípa til þess
ráðs að selja hveijum kaupanda
ekki fleiri en 4 miða á dansleikinn.
í dag klukkan 14 keppir Knatt-
spymufélag Siglufjarðar við
Breiðablik í 2. deild íslandsmeist-
aramótsins í knattspymu. Háríð-
arhöldunum lýkur síðan með grill-
veislu að Hóli sem íþróttabanda-
lag Sigluflarðar sér um, en þang-
að er boðið öllum bæjarbúum og
öðrum gestum.
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
í tilefni afmælis Siglufjarðar gaf Lionsklúbbur Siglufjarðar bæn-
um skilti sem sett hefur verið upp við bæjarmörkin norðan Siglu-
fjarðar. Á skiltinu er uppdráttur af Siglufirði og ýmsar haguýtar
upplýsingar. Á myndinni eru sr. Vigfús Þór Arnason, Isak J.
Ólafsson, bæjarstjóri, og Steinar Ingi Eiríksson, formaður Lions-
klúbbs Siglufjarðar.
Dúkkukerran
á ferð um
Vestfirði
NÝTT brúðuleikhús er tekið til
starfa og hefur það hlotið nafnið
Dúkkukerran. Eigendur leikhúss-
ins eru Lilja S. Jónsdóttir og Ásta
Þórisdóttir, aðstoðarmaður þeirra
er Einar Haukur Þórisson.
Dúkkukerran hefur leikferð um
Vestfírði í dag, laugardaginn 20.
ágúst og verður þann dag í Súðavík
kl. 13.00 og í Hnífsdal kl. 17.
Sunnudaginn 21. ágúst verður
Dúkkukerran stödd á ísafirði og
þann daginn verða tvær sýningar.
Sú fyrri kl. 13 og sú seinni kl. 17.
Mánudaginn 22. ágúst verður ein
sýning á ísafirði kl. 13 og í Bolung-
arvík kl. 17. Þriðjudaginn 23. ágúst
verður sýning á Suðureyri kl. 13 og
á Flateyri kl. 17. Miðvikudaginn 24.
ágúst verður sýning á Þingeyri kl.
13. Fimmtudaginn 25. ágúst verður
sýning á Bíldudal kl. 13 og á Tálknaf-
irði kl. 17. Loks verða tvær sýningar
á Patreksfírði kl. 13 og 17.
(Fréttatilkynning)