Morgunblaðið - 20.08.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.08.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 7 Erlendum ferðamönn- um fjölgar frá fyrra ári Ferðamannaiðnaður svipaður og í fyrra ERLENDUM ferðamönnum hér á landi fjölgaði um iiðlega átta af hundraði i júlímánuði en um þijá af htmdraði fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama timabil í fyrra samkvæmt tölum útlendingaeft- irlitsins. íslendingum sem fóru til útlanda fækkaði hins vegar um átta hundraðshluta i júli en hefur fjölgað um rúmlega sjö af hundr- aði það sem af er árinu. Yfirleitt láta þeir sem starfa að þjónustu við ferðamenn hérlendis nokkuð vel af sumrinu, segja það svipað og í fyrra, en taka lítt undir óánægjuraddir sem heyrst hafa að undanf- órnu. „Ég held við getum vel við unað ef fjöldi þeirra sem ferðast til lands- ins eykst um fimm af hundraði þetta árið frá því í fyrra,“ segir Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri. „Síðastliðin þrjú ár hefur erlendum ferðamönnum hérlendis flölgað um ríflega fimmtíu af hundraði, sem er meira en önnur lönd geta státað af. Helstu breytingar það sem af er árinu virðast mér vera 20% aukning þýskra ferðamanna frá fyrra ári, 19% aukning íslandsferða ítala, 16% aukning hjá Hollending- um og 11% hjá Norðurlandabúum. Þá hefur svokölluðum „stop-o- ver“-farþegum frá Bandaríkjunum fækkað og raunar hefur almennt dregið úr Evrópuferðum Banda- ríkjamanna á árinu. Skýringar gætu verið lágt verð dollara, sem jafngilti 37 krónum þegar saía ís- landsferða stóð sem hæst þótt hann hafi hækkað sfðan. Jafnframt telja margir að Bandaríkjamenn ferðist minna á kosningaári en endranær," segir Birgir Þorgilsson. Færri Bandaríkjamenn til landsins Jón Karl Ólafsson, forstöðumað- ur hagdeildar Flugleiða, staðfestir að „stop-over“-farþegum frá Bandaríkjunum hafi fækkað en segir að fjöldi annarra farþega sem hingað koma á vegum félagsins sé mjög svipaður og á síðasta ári. Farþegum í innanlandsflugi fyrri hluta ársins hafi hins vegar fækkað um 5% frá því í fyrra. Magnús Oddsson, markaðsstjóri Amarflugs, segir að fyrstu sjö mánuði ársins hafi ferðamönnum af meginlandi Evrópu á vegum fé- lagsins flölgað um fjórðung miðað við 1987. Mest sé aukningin í ís- landsferðum frá Sviss, tæp 30%. Ferðamönnum frá Vestur-Þýska- landi hafi fjölgað um 21%, frá ít- alíu um 19% og Hollandi um 16%. Hans Indriðason, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, segir nýtingu hótelsins hafa verið þokkalega í sumar, í júní og júlí afar svipaða og á síðasta ári, en það sem af er ágúst ívíð betri. Hins vegar hafi fyrri hluti ársins verið verri en í fyrra og hann hafi áhyggjur af vetrinum. Segir Hans að fleiri Þjóð- veijar og Norðurlandabúar gisti nú hótelið en færri Bandaríkjamenn en áður. Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri á Hótel Sögu, kveðst ekki ánægður með nýtingu hótelsins í sumar og segir hana um 10% lak- arí en í fyrra. Meginástæður fækk- unar gesta séu flölgun hótelher- bergja í höfuðborginni og hátt verð- lag hérlendis. Yfírgnæfandi hluti þeirra sem hótelið gista séu útlend- ingar. Jónas Hvannberg, hótelstjóri á Hótel Holiday Inn, segir nýtingu hótelsins í sumar vera í samræmi við það sem búist var við. Hún hafí verið mjög góð, rúmlega 90%, í júní, liðlega 72% í júlí og stefni upp undir 90% í þessum mánuði. Veitingarekstur gangi hins vegar ekki sérlega vel. Af hótelgestum séu litlir ráðstefnuhópar og menn í viðskiptaerindum mest áberandi. Farfuglaheimili og tjaldstæði vel nýtt Hulda Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofu farfugla, seg- ir að nýting tveggja farfuglaheim- ila í Reykjavík hafí verið góð í sum- ar, 90-95%, og þannig hafi hún einnig verið undanfarin sumur. Einna mlnnst hafi verið af gestum á farfuglaheimilunum um helgar en þessu sé öfugt farið utan höfuð- borgarinnar. Hulda kveðst ekki hafa fengið tölur um nýtingu heim- ilanna úti á landi en vita að hún sé afar mismunandi. Almennt megi þó segja að júnímánuður hafi verið lélegur en júlí þokkalegur. Umsjónarmenn tjaldstæðisins í Laugardal eru hinir hressustu peð aðsóknina i sumar að sögn Áma Péturssonar og telur hann að hún verði alls um 10% meiri en í fyrra. í júní var töluvert færra á tjald- stæðinu en síðastliðið sumar, í júlí komu um 10% fleiri en þá og stefnir í álíka fjölgun frá fyrra sumri þenn- an mánuðinn. Aðstaða á tjaldstæð- inu var bætt til muna í júlí og seg- ir Ámi að eftir það staldri fólk mun lengur við. Mývatnssveit hefur að sögn Æsu Pálsdóttur verið eitthvað ver sótt á þessu sumri en í fyrra. Segir hún heldur fáa hafa tjaldað í júní eins og víðast annars staðar, mun fleiri í júlí og í byijun ágúst hafi aðsókn verið mikil. Aðsókn hafi svo dottið snögglega niður um miðjan mánuð- inn líkt og gerðist í fyira. Straumurinn eykst á hálendið Skarphéðinn Eyþórsson á Hóp- ferðamiðstöðinni segir annir hafa aukist mikið í sumar. „Við keyrum fyrir ferðaskrifstofumar og mun fleiri hópar hafa farið á hálendið í sumar heldur en í fyrra. Á síðasta ári keyrðum við um 20 þúsund ferðamenn og sú tala hækkar tölu- vert í ár. Frakkar og Þjóðveijar sýnast mér sérstaklega sækja í sig veðrið." Gunnar Sveinsson hjá BSÍ segir helstu einkenni ferðasumarsins 1988 vera fleiri útlendinga sem ferðast með langferðabifreiðum en fyrra sumar og færri íslendinga. Þeir fari sinna ferða um landið í æ ríkari mæli á einkabílum. Talsvert færri hafa gist í Hótel Borgamesi þetta sumar en á því síðasta að sögn Þórðar Pálmasonar hótelstjóra. Segir hann að enda hafi verið metaðsókn í fyrrasumar. Að miklu leyti megi rekja afþantan- ir í júní til verkfalls verslunar- manna og sumarið hafi farið heldur seint í gang. Flestir hótelgesta í sumar hafi verið íslenskir en af útlendingum hafi Þjóðveijar verið í meirihluta og þá Frakkar. Segir Þórður að veitingarekstur hafi gengið ágætlega í sumar. Sumarið fór vel af stað á Hótel KEA á Akureyri að sögn Gunnars Karlssonar hótelstjóra. Gestum fækkaði síðari hluta júllmánaðar en aðsókn jókst aftur í ágúst. Gunnar er bjartsýnn á veturinn ólíkt mörgum sem Morgunblaðið hafði samband við. Segir hann að stórir hópar séu bókaðir í haust, aðallega I tengslum við ráðstefnur er haldnar verða nyrðra. Aðsókn að Hótel Eddu á Eiðum hefur að sögn Guðmundar Kristins- Tjaldsvæðið við Reykjahlíð í Erlendum ferðamönnum hérlendis fjölgaði um 8% i júli miðað við sama mánuð á siðasta ári. Alls hefur ferðamannastraumur til landsins aukist um 3% á árinu frá þvi í fyrra. Stjórnendur hótela eru misjafnlega ánægðir með sumarið, farfuglaheimili i Reykjavík hafa verið vel nýtt, sömuleiðis tjaldstæðið í Laugardal þar sem þessi mynd var tekin. sonar, hótelstjóra, verið ívið betri í sumar en fyrir ári. Hann segir að júnímánuður hafi að visu verið eilítið verri en seinni sumarmánuð- imir tveir betri en síðasta ár. Meira sé um hópa en áður og séu Þjóð- veijar lang flölmennastir erlendra gesta, jafn margir íslendingum. Fleiri koma hingað á eigin vegum Ámi Stefánsson, hótelstjóri á Hótel Höfn, kveðst ánægður með sumarið þrátt fyrir leiðindaveður. Fleiri hafi dvalist á hótelinu í júní en nokkm sinni fyrr, júlí hafi verið slakari en í fyrra og hið sama virð- ist eiga við um ágúst. Segir Ámi að ítölum hafi fjölgað á hótelinu I sumar. Hópbókanir séu alltaf áber- andi en útlendingar virðist ferðast æ meira hingað til lands á eigin vegum. Yfir sumartímann séu álíka margir innlendir gestir og útlendir á hótelinu en á öðmm árstímum séu íslendingar í meirihlutá. Jóhann Heiðmundsson, hótel- stjóri í Vestmannaeyjum, er þokka- lega ánægður með sumarið. Hann segir að nýting hótelsins hafi verið góð framan af júní og I júlí en héldur skrykkjótt í þessum mán- uði, detti niður á virkum dögum. Mest sé um íslenska hópa á hótel- inu, útlendingar virðist sækjast eft- ir ódýrari gistingu í Eyjum. Nánast hefur verið fullbókað á Hótel Keflavík í sumar að sögn Steinþórs Jónssonar hótelstjóra. Segir hann mikið vera um að ís- lendingar jafnt sem útlendingar gisti hótelið nóttina fyrir flug utan en hópar ferðamanna verði sífellt meira áberandi. Nýting Edduhótelanna í sumar virðist svipuð og I fyrra að sögn Kjartans Lámssonar, forstöðu- manns Ferðaskrifstofu ríkisins. Segir hann að slðastliðið sumar hafi álíka margir innlendir gestir og erlendir dvalist á hótelunum en nú séu útlendingar eitthvað fleiri I heildina. Þetta sé vitaskuld breyti- legt frá einu hóteli til annars. „Ferðamönnum hérlendis hefúr farið fjölgandi síðustu sumur og fer enn,“ segir Kjartan Lámsson. „Til að gefa grófa hugmynd um fjölda þeirra er ljóst að um 60 þús- und útlendingar vom á ferð um landið I fyrrasumar og annað eins af íslendingum. Aukin bílaeign landsmanna, og um 250 kílómetrar sem nú hafa bæst við malbikaða vegi, er meðal þess sem hefur góð áhrif á ferðamannaiðnað sumars- ins. Hins vegar hefur kalt veður á Austurlandi I sumar og á Norður- landi I upphafi sumars dregið úr ferðamannastraumi. Þá virðist vanstilling á gengi krónunnar hafa stuðlað að minni neyslu erlendra ferðamanna. í heildina hygg ég að sumarið hafi verið I meðallagi hvað varðar ferðamál hérlendis." Norræna stjórnsýslusambandið: Ráðstefna um opin- bera stjórnsýslu Á HÓTEL Sögu heldur Norræna stjórnsýslusambandið ráðstefnu, sem lýkur i dag 20. ágúst. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Þróun stjórn- sýslustofnana á 10. áratugnum1*. Þátttakendur á ráðstefnunni eru um 300, en Þetta er 22. ráðstefna samtakanna, sem stofnuð voru árið 1918. Samtökin eru því 70 ára um þessar mundir. íslendingar hafa verið þátttakendur í þessum samskiptum frá 1920. Dóms- og kirkjumálaráðherra íslands, Jón Sigurðsson, opnaði ráðstefnuna með erindi sem nefndist „Útboð ríkisstjórna á tíunda áratugnum". Jón Sigurðsson dóms- Tom Jacobsgaard frá Heikki Aaltonen frá og kirkjumálaráð- Danmörku. Finnlandi. í erindi Danans Tom Jacobsgaard kom fram sú skoðun hans að ráð- herrar á Norðurlöndum væru of margir og ráðuneytin of stór og- valdamikil. Máli sínu til stuðnings benti hann á að I Japan, sem er mesta útflutningsþjóð veraldar, væru hlutfallslega færri ráðherrar og svo væri einnig um Bandaríkin. Þá minntist hann á nauðsyn þess að viss sveigjanleiki væri á milli starfsmanna og verkefna á milli ráðuneyta, það er að segja að starfsmenn ráðuneyta gætu starfað við önnur ráðuneyti án mikils undir- búnings. Erindi Norðmannsins Vidar O. Steine fjallaði um Qárveitingar til opinberrar stjómsýslu og einnig lýsti hann reynslu Norðmanna af þeim breytingum sem gerðar hafa verið I opinberri stjómsýslu á síðustu ámm. Finninn Heikki Aaltonen ræddi um tilraunir finnskra stjómvalda til að minnka miðstýringu I opinberri stjómsýslu. Hann sagði að mikil umræða væri I gangi I Finnlandi um bætta þjónustu opinberra aðila. Lykilorðið I þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru I Finnlandi sagði Heikki vera „þjónustulund". Mark- herra flutti erindi á ráðstefnunni. miðið væri að færa völd og ákvarð- anir frá borgunum til smærri staða víðs vegar um landið. Einnig væri I ráði að opinberir aðilar, eins og pósthús og löggæsla, taki tölvur I sína þjónustu og læri að hagnýta sér þær. Heikki sagði að lítil um- ræða væri I gangi I Finnlandi, ólíkt nágrönnum þeirra Svíum, um einkavæðingu. Hins vegar var einkavæðing meginmálið I erindi Svíans Frederik Sterzel. Erindi hans fjallaði um einkavæðingu opinberra fyrirtækja og rekstur ríkisfyrirtækja. Sterzel lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með slíka ráðstefnu þar sem oft væri erfiðleikum bundið að komast I samband við starfsbræður slna á hinum Norðurlöndunum. Einnig lýsti hann yfir stuðningi við hug- myndir um stofnun skóla á háskóla- stigi fyrir opinbera starfsmenn sem starfí á norrænum grunni. Menntun á háskólastigi Fyrir hönd íslands flutti prófess- or Þórir Einarsson erindi sem hann nefndi: „Menntun I opinberri stjóm- un á háskólastigi á Norðurlöndum". Þar rakti Þórir þróun starfstétta sem unnið hafa við æðri stjómsýslu- störf. Má þar nefna lögfræðinga, viðskiptafræðinga og stjómmála- fræðinga og sagði Þórir að þessar stéttir hafi hver sína greiningar- tækni og aðferðafræði sem sniðin er að ákveðinni tegund vandamála. Sérhvert mál ætti því að geta feng- ið bestu faglega meðferð. Hins veg- ar telur Þórir það veikleika að þess- ar stéttir skorti yfírsýn og þess vegna þurfi að koma til nám I opin- berri stjórnsýslu. Ekki sé nóg að stjómandi hafí yfirsýn einnar starfsstéttar og fræðigreinar að leiðarljósi heldur þarf hann að sýna basði fæmi og þekkingu á stjómun við hinar sérstöku aðstæður opin- berrar stjómsýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.