Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
15
ræðanna: Of hátt kaupgjald. Kaup-
gjaldið hefir á undanförnum árum
farið langt fram úr greiðsluþoli
framleiðslufyrirtækjanna. Hvernig
hægt sé að losna úr vítahringnum
sá þjóðin fyrir fáum árum, en
Steingrímur virðist hafa gleymt
því. Eg er helzt á því, að erfiðleikar
SÍS valdi honum truflunar. Furðu-
legast í viðtalinu er það, að
Steingrímur segist hafa það eftir
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að veru-
legra víxlhækkana gæti í íslenzku
efnahagslífi. Hvar hefir Steingrím-
ur verið seinustu 40 árin?
í Tímanum hinn 30. júlí síðastlið-
inn heldur Steingrímur svo áfram.
Hann segir að opinber stefna í pen-
ingamálum leiði til „peninga-
kreppu". Það er þá ekki hinn mikli
og almenni taprekstur framleiðsl-
unnar sem skapar hina óeðlilega
miklu lánsijárþörf, sem lítur svo út
í augum hinna þurfandi sem láns-
fjárskortur, heldur sé það hin opin-
bera stefna í peningamálum sem
leiði til „peningakreppunnar". Hann
var forsætisráðherra í fyrrverandi
ríkisstjóm, og utanríkisráðherra í
þeirri sem nú situr, svo að hann
er að dæma eigin verk. Hann segir
að um „vísvitandi bragð“ sé að
ræða. Frjálshyggjustefnan sé ekki
verjandi, segir hann. Landið sé far-
ið að líta út sem blóðvöllur af þess-
um sökum. Steingrímur virðist sem
sé vera að bjóða þjóðinni gömlu
skömmtunarhyggjuna í stað mark-
aðshyggjunnar. Samvinnuverzlunin
þolir ekki fijálsa viðskiptahætti,
fijálst efnahagslíf, þótt hún virðist
eiga heilan stjórnmálaflokk til að
styðja sig við.
Nefndir
Eitt af því nýjasta í þessum
málum er það, að forysta Fram-
sóknarflokksins kallaði nýlega sam-
an fund frammámanna í atvinnu-
lífinu, auk forstjóra Þjóðhagsstofn-
unar. Þetta var gert til þess að
heyra sjónarmið manna í atvinnu-
lífínu, sagði Steingrímur. Þarna
hafði forstjóri SÍS framsögu, og
tveir samvinnuforstjórar með hon-
um.
Sama daginn sagði Morgunbiaðið
einnig frá því, að ríkisstjómin hefði
skipað nefnd sér til ráðuneytis.
Nefndinni er ætlað að gefa ríkis-
stjóminni álit, annarsvegar um ráð-
stafanir til að bæta rekstrarskilyrði
útflutnings- og samkeppnisgreina,
og hinsvegar ráðstafanir til að
treysta eiginíjárstöðu íslenzkra at-
vinnufyrirtækja. Nefndin á að taka
mið af stefnu ríkisstjómarinnar um
jafnvægi í verðlagsmálum og á fjár-
magnsmarkaði. Nöfn nefndar-
manna sýna að þetta em nokkrir
þekktustu forstjórar atvinnulífsins.
Guðjón forstjóri Sambandsins er
aftur kominn í nefnd. Hann er því
orðinn tvíefldur sem ráðunautur
Steingríms. Er þetta kannski
vísbending um það að flytja eigi
vandamál SÍS yfir á herðar þjóðar-
innar allrar með tilheyrandi kostn-
aði?
Víglundur Þorsteinsson er einn
nefndarmanna. Hann hefir vitnað í
tillögu Félags íslenzkra iðnrekenda,
svo sem ég hefi áður minnst á:
Lausnin er að komast út úr hinu
íslenzka peningakerfi. Sem sagt:
Lausnin er að taka meira af erlend-
um lánum, og víst að leggja hinn
íslenzka myntfót niður.
Eg held að það hljóti að koma
upp í hugann hjá fleirum en mér
þessi spurning: Hversvegna sam-
þykkja þessir forstjórar sífellt
launakröfur, sem þeir vita að fram-
leiðendur ráða ekki við? Og ef for-
stjórarnir vita svarið, hversvegna
snúa þeir sér ekki að því að fá
málið leyst á réttum vettvangi?
Af ráðgjafafundi framsóknar og
ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar
ræð ég það, að mikil vandræði ríki
hjá Sambandinu og Framsóknar-
flokknum. Og oft er erfitt að greina
á milli þeirra. Maður gæti freistast
til að halda að nefndin eigi að knýja
á um óheillavænlega hluti, sem öll
þjóðin fái að gjalda fyrir. En sem
betur fer hefir ríkisstjórnin tals-
verða „ballest" þar sem eru þeir
Þorsteinn með sínu liði og Jónarnir
tveir, sem báðir eru mjög færir
hagfræðingar.
Höfundur varáður um árabil
ráðunautur ríkisstjórnarinnar i
efnahagsmálum og síðar banka-
stjóri Framkvæmdabanka íslands.
OPNUM NYJA
ÆFINGASTOFU
HVAÐ ER
G^flencler Qfc
OU
FigureSalons
i dag, laugardaginn 20. ágúst,
með hinum viðurkenndu
SLENDER YOU bekkjum.
HVAÐ ER SLENDER YOU?
Tvisvar í viku leggst þú sex sinnum í
10 mínútur á sex vélvædda bekki, sem
eru sérstaklega hannaðir til að örva
starfsemi mikilvægustu vöðva líka-
mans: Maga, fætur, brjóst, læri,
mjaðmirog handleggi.
Andstætt hefðbundnum aðferðum
veldur SLENDER YOU því ekki, að vöðv-
arnir bólgni upp, heldur styrkjast þeir
og verða liprari.
Og þar sem SLENDER YOU hjálpar þér
að losna við fitu og appelsínuhúð, líka
á „erfiðu“ stöðunum, getur þú losnað
við nokkra aukasentimetra. Auk þess
ert þú algerlega úthvíld(ur) eftir SLEND-
ER YOU meðferð og full(ur) af orku.
Eftir að þú hefur reynt einu sinni ókeyp-
is, getur þú ekki verið án SLENDER
YOU.
Komdu og reyndu SLENDER YOU
ókeypis til þess að sannfærast og fáðu
jafnframt gerða líkamsgreiningu úr
tölvu.
Hamraborg 20, Kópavogi, sími 46191.
SANIKEPPNI UM SLAGORÐ!
í ágúst mánuöi gefst þér tækifæri á því aö taka þátt
í samkeppni um slagorð fyrir Royal Export Bjór.
Verðlaun eru 6 daga ferð til Kaupmannahafnar
með gistingu á lúxushóteli, fyrir tvo.
Sendu inn hugmynd þína aö slagoröi fyrir 30.
ágúst n.k. ásamt nafni, heimilisfangi og síma-
númeri.
Valiö verður úr innsendum tillögum af fulltrúum
verksmiöjanna þann 1. september n.k. og veröa
úrslit tilkynnt samdægurs.
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:
Póstnúmer:
Slagorð: (Ath. Ein hugmynd)
Líklega sá besti!
p I '
Va y
\ l
0. § , "c/. t' I f
í- A
r*
— 5 •
-r.' — -
• '
0. Johnson & Kaaberhf
Sendist til: Ó. Johnson & Kaaber hf. ■ Pósthólf 5340 ■ 125 Reykjavík