Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 19

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 19 Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra; Hlynntur því að samningi um kjarnorkutilraunir verði breytt ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, átti í síðustu viku fund með Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, þar sem hann óskaði eftir því að ísland yrði í hópi ríkja sem lýstu yfir formleg- um stuðningi við gerð samnings sem bannaði allar tilraunir með lqarn- orkuvopn. Þingmannasamtök, sem Ólafur Ragnar er í forsæti fyrir, hafa barist fyrir því, að þeim samningi, sem nú er í gildi, um takmarkan- ir við kjarnorkutilraunum, verði breytt, þannig að allar tilraunir verði bannaðar. Steingrímur Hermannsson sagði, í samtali við Morgunblaðið, að hann væri persónulega hlynntur því, að núverandi samningi um kjarn- orkutilraunir yrði breytt, en hann hefði ekki tekið ákvörðun um það hvort hann myndi bera málið upp í ríkisstjórninni. Til athugunar fyrir safnara Ekki alls fyrir löngu kom út níunda tilkynning Póst- og síma- málastofnunarinnar á þessu ári. Þar Segir m.a., að ákveðið hafi verið, að smáörk sú, sem út var gefin 9. október 1987, að söluverði 45 krón- ur, verði aðeins höfð á boðstólum til 1. september 1988, hafi hún ekki selzt upp áður. Ekkert segir þar svo, hvað verði um það upplag arkarinnar, sem óselt kann að verða í lok þessa mánaðar. í þessari tilkynningu birtir póst- stjómin myndir af tveimur stimpl- um, sem notaðir verða á landssýn- ingum erlendis. Raunar er önnur þeirra þegar um garð gengin, þegar þessi þáttur birtist. Hún nefndist SCAREX 88, og var haldin í Skara í Svíþjóð dagana 11.-14. þ.m. Þar sýndu tveir íslenzkir safnarar söfn sín, þeir Hjalti Jóhannesson í Reykjavík og Óli Kristjánsson á Húsavík. Fengu þeir báðir stórt silf- ur. Um þessi söfn hefur áður verið fjallað hér í þætti, en þau voru bæði á LÍFÍL 88. Á þessari sýningu var íslenzkur dómaranemi, Ólafur Elíasson. Hin sýningin verður í Riccione á Ítalíu 27.-29. þ.m. Ekki er mér kunnugt um, að nokkur héðan að heiman taki þátt í þeirri sýningu eða sæki hana heim. Póst- stjómin tekur fram, að til stimplun- ar í sambandi við þessar sýningar verði aðeins tekið við almennum bréfpóstsendingum. Heyrt og séð í Þýzkalandi er félag, sem heitir S.M.S. Navicula. Félagar þess safna skipafrímerkjum og öðm því, sem heyrir undir það svæði. 1980 kom út fyrsta handbók um sjávar- frímerkjasöfnun í Evrópu. Þrem árum síðar kom þess konar handbók út fyrir Ameríku og svo fyrir Afríku 1985. Og nú hefur komið út bók um þetta efni fyrir Ástralíu og landssvæði þar í kring. — Bækum- ar eru á þýzku og gefnar út í laus- blaðaformi. Eru þær eins konar al- fræðibók um þessa söfnun og nauð- synleg öllum þeim, sem við hana fást. Þessar bækur kosta 98 DM, hvert bindi, og má panta þær frá D J Engelhardt, Am Prinzenrain 6, D-5300 Bonn 1. Burðargjald mun leggjast á þetta verð. Filatelisten 2 (marz 1988). 1 matsk. smjör, 2 matsk. hveiti, 32 dl sveppasoð, rjómi, salt og pipar. Kartöflur soðnar til fulls, flysjað- ar og stappaðar. Saman við stöpp- una er hrært smjöri, mjólk, osti eggjarauðum og salti. Kartöflu- stappan er síðan sett í smurt hring- .form, eða lítil eins skammta form og bakað í formi, 175°C, í ca. 30 mín., ef um lítil form er að ræða, 45 mín. ef það er hringform. Sósan Ef notaðir eru niðursoðnir svepp- ir er soðið af þeim notað líka. Ef sveppimir em ferskir þarf að skera þá í stóra bita, bregða þeim í smjör á pönnu og fá þar vökvann í sós- una, hellt af áður en bætt er við smjörið og laukurinn brúnaður með. Hveiti stráð yfir, þynnt með soði og ijóma, látið sjóða við vægan straum, kryddi bætt í eftir þörfum. Borið fram með kartöflubakstri. ' Ætlað fyrir 4. Kartöflu-soufflé 750 g kartöflur, 2 matsk. smjör, 1 tsk. salt, 2 dl héit mjólk, 2 egg, 2 matsk. rifinn ostur. Kartöflurnar soðnar og flysjaðar, stappaðar, smjöri, salti og pipar hrært saman við. Heitri mjólkinni hrært saman við, sömuleiðis eggja- rauðunum og að síðustu stífþeytt- um eggjahvítunum. Sett í smurða ofnfasta skál, rifnum osti stráð yfir og bakað í ca. 15 mín. við 200- 225°C. Gott grænmetissalat borið með. Ætlað fyrir 4-5. Fimm ríki, Indónesía, Mexíkó, Perú, Sri Lanka og Júgóslavía hafa, fyrir tilstuðlan þingmannasamtak- anna Hnattrænt átak (Global Act- ion), farið fram á það við Bandaríkin, Sovétríkin og Bretland að boðað verði til alþjóðaráðstefnu til að ræða bann við tilraunum með kjamorkuvopn. Tillagan er. sett fram á grundvelli samnings frá 1963 um takmarkanir á tilraunum með kjamorkuvopn og undirritaður var af 116 ríkjum, þar á meðal íslandi. Ef þriðjungur aðild- arríkjanna krefst þess ber að kalla saman samningaráðstefnu um breyt- ingar á samningnum. „Ólafur Ragnar kom til mín út af þessum þingmannasamtökum og vildi kynna mér þessa ákvörðun nokkurra ríkja að krefjast endurskoðunar á samningnum og var það mjög fróð- legt,“ sagði Steingrímur Hermanns- son í samtali við Morgunblaðið. Ut- anríkisráðherra sagði Ólaf Ragnar hafa nefnt að það yrði vel þegið ef íslendingar yrðu aðilar að þessari kröfu. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þessa máls ennþá en það er mín persónu- lega skoðun að tilraunum með kjam- orkuvopn beri að linna og að það væri mikilvægt skref í þeirri viðleitni stórveldanna að draga úr vígbúnaðar- kapphlaupinu." Steingrímur sagðist vera hlynntur því að samningnum um takmarkanir við kjamorkutilraunum yrði breytt. Hann hefði hins vegar ekki rætt þetta mál í ríkisstjóminni né leitað eftir afstöðu annarra ráðherra. Þetta væri mál sem hann þyrfti að athuga betur áður en hann tæki ákvörðun um hvort það yrði rætt í ríkisstjóminni. OTRULEGT EN DAGSATT 100-000 kr. verðlækkun á NISSAN PRAIRIE 2.0 4wd N bjóðum við 100.000 kr. verðlækkun á þeim IMissan Prairie 2.04WD sem eftireru á lager. Þetta endurtekursig ekki. ÞETTA ER EINSTAKTTÆKIFÆRI. IMISSAIM PRAIRIE ER ENGUM VEIMJULEGUM BÍL LÍKUR. 2,0 lítra vél. Sú stærsta sem þú færð ífjórhjóladrifnum fólksbíl. Aflmikil og skemmtileg. Meira rými í Nissan Prairie 4WD en nokkrum öðrum fjórhjóladrifnum fólksbíl. Afturhuröirnarerurennihurðir. Frábærlausnsemauðveldarótrúlegaaðkomastinn íbílinn. J 14 tommu felgur sem þýðir að hæð undir Nissan Prairie er meiri en þú getur vænst ^ af fjórhjóladrifnum fólksbíl. -J Fjórhjóladrifið er sett á með því að ýta á tákka sem er á gírstönginni. Einfaldara t getur það ekki verið. V 3ja ára ábyrgö. Rétt júlíverðer: Fullt verð Staðgreiðsluverð Nissan Prairie GL Nissan Prairie GLX Nissan Prairie GLX með sóllúgu o.fl. Kr. 890.000.- Kr. 955.000.- Kr. 995.000.- Kr. 863.000.- Kr. 926.000.- Kr. 965.000.- Tilboðsverð í þetta eina sinn er: Fullt verð Staðgreiðsluverð Nissan Prairie GL Nissan Prairie GLX Nissan Prairie GLX með sóllúgu o.fl. Kr. 790.000.- Kr. 855.000.- Kr. 895.000.- Kr. 766.000.- Kr. 829.000.- Kr. 868.000.- Greiðslumöguleikar eru nánast óendanlegir, t.d. 25% út og afgangurinn á 30 mánuðum. Tökum flesta nýlega bíla upp í nýja. Verið vel á verði, því hér er einungis um fáa Nissan Prairie 4WD að ræða sem seljast upp á skömmum tíma. Opið laugardag og sunnudag kl. 14.-17. Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði sími 91-3 35 60. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.