Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988
verið unnið á sviði upplesturs í
Ríkisútvarpinu en þegar Helgi Hjör-
var las Sturlungu, þetta stórbrotna
og erfiða verk um harmleik íslensku
þjóðarinnar og forystumanna hennar
á 13. öld. Helgi Hjörvar las og túlk-
aði Sturlungu með slíkum yfirburð-
um og listrænum skilningi, að ógley-
manlegt er hverjum þeim, sem á
hann hlýddi, og ég held að öll þjóðin
hafi hlustað á hann. Mér fínnst ég
hafí aldrei komist jafn nærri heimi
íslenskra fornsagna og undir lestri
Helga Hjörvars."
Um fomsagnalestur Helga og frá-
sagnir hans fjölmargar af atburðum
fyrri alda er líkast því sem þar tali
sá er viðstaddur hafí verið atburði
og fylgst glöggt með öllu, er fyrir
bar. „Eg véit það, af því ég var
þar,“ er tilfínning hlustandans er
Helgi lýsir vettvangi og segir sögu.
Hér er dæmi um endursögn hans
og skýringar er Helgi flutti er hann
las Sturlungu:
„Frá því var sagt í síðasta kafla
hversu Þorgils skarði kom á kon-
ungsfund og í þjónustu Hákonar
konungs þá 18 eða 19 vetra. Kon-
ungur gerði hann hirðmann sinn,
gaf hon'um laufgrænt klæði fjórtán
álna langt til hirðklæða og skjöld
og brynju því að þau vopn skorti
hann áður, segir í sögu Þorgils. Það
er vert að athuga að hér er kominn
höfðingjasonur af Islandi, af mikilli
og auðugri ætt og hann kemur svo
á konungsfund og hann á hvorki
skjöld né brynju. Þetta er 17 árum
áður en íslendingar ganga að fullu
undir Noregskonung. Það verður
mönnum nú æ ljósara að það var
skipaleysi Islendinga fyrst og
fremst, sem steypti sjálfstæði þeirra.
Konungur átti við þá allskosta af
því að hann gat svelt þá.
Þorgils fær bót á andlitslýti sínu
í Noregi. Hann situr á fótskemli
Margrétar drottningar Skúladóttur.
Hún gefur honum sex álnir af skarl-
ati og íslenski höfðingjasonurinn
þiggur með þökkum og geldur með
trúnaði."
Gamansemi Helga kom fram í
mörgum myndum. Eitt sinn ritaði
hann grein í Útvarpstíðindi og vék
þar að dagskrárkynningum útvarps-
ins. Skopaðist að „hálfhlustendum"
er hann nefndi svo, þeim sem vilja
láta kynna allt í tíma og ótíma, fyrir-
fram og eftirá. „Líklega fer þetta á
endanum svo, ef Sigurmundur
söngvari syngur langt lag, þá verður
þulurinnn að segja þegar komið er
fram í lagjð: — Þetta er aría úr
óperunni „Hunangsflugan" eftir
heimsfrægan höfund. Félag
íslenskra ljóðskálda þýddi textann.
Nú heldur Sigurmundur Sigfurmund-
arson áfram að syngja lagið. Fritz
Weisshappel annast undirleik" því
nú orðið „annast allir allt: Smiðurinn
er hættur að smíða, hann „annast"
smíði, prentsmiðjur „annast" prent-
un ... Og svo kemur nýtt lag:
Næst annast Sigurmundur Sigur-
mundsson söng á laginu.
Meinlítil skopmynd er Helgi sá í
dönsku blaði á sínum fyrstu út-
varpsárum verður honum tilefni
umræðu. „Ofsareiður maður kemur
út úr húsi sínu með útvarpstæki
undir hendinni og æðir að heiman.
Hann er spurður hvaða ferðalag sé
á honum, en hann segir: „Ég ætla,
skal ég segja þér, að fara upp í út-
varpsráð og lofa þeim sjálfum að
hlusta einu sinni á sína eigin dag-
skrá.“
Stundum fannst mér, áður fyr,
þegar ég sat einn inni í útvarpsráði,
löngum, og hlustaði á dagskrána
okkar, að nú mundi þessi fokreiði
maður koma æðandi inn með tækið
undir hendinni. Þá bar ég sjálfur
samviskuna, og misjafnlega góða,
að vísu. Nú hef ég um langa hríð
verið settur í spor mannsins með
tækið, þess sem hlusta skal ogþakka
skal, eða umbera, eftir því sem Her-
rann hefír gefið hveijum einum auð-
mýkt til.“ Síðan greinir Helgi frá
fjárhag útvarpsins er verið hafí
naumur fyrr á árum og sér orðið
minnisstætt „þegar vér reikuðum
fáeinir félausir menn með allt þetta
óséða verkefni, að ég einn lét ör-
birgðina raunar aldrei hræða mig.
Þetta ætla ég að sé ekki skrum,
heldur einfaldur raunveruleiki. Ég
var þess öldungis viss og sagði án
afláts: „Það getur ekki skift nema
fáum árum, eða misserum, að út-
varpið komist úr örbirgð, enda varð
svo. En öðrum skorti mundum við
síðar kenna á. Mannfæðinni til þess
að halda uppi þeirri dagskrá, sem
samboðin þætti nægum fjárráðum.
Einnig þetta mun þunglega koma á
daginn."
Síðan rifjar Helgi upp lög sem
sett voru þar sem opinberir starfs-
menn voru skyldaðir til þess að flytja
eitt erindi árlega, ókeypis, um sína
starfsgrein. Kvað hann lögin enn í
gildi ásamt með lögum um að bann-
að væri að flytja vopn frá íslandi
til Kína.
Helgi kvað sér minnisstætt að
Jónas Þorbergsson hafi lagt á það
ríka og ósveigjanlega áherslu, að
fréttimar mundu verða og hlytu að
verða einn höfuðþráður í dagskrá
útvapsins. „Kannske var ekkert eins
einfaldlega rétt séð og þetta. I öllum
þessum fyrirgangi útvarpsins, síðan
það komst fyrir alvöru í talentumar
og gleðihúsin, í allri uppgerðinni,
allri þykjustinni, eins og bömin
segja, látalátum, sem gutlast meir
og meir inn í dagskrá þess úr
þvottabala þjóðlífsins, við þessa bak-
sýn verður það berara. . . en fyr,
að líftaug daglegrar útvarpsdag-
skrár eru og verða fréttimar.
Staðgóðar traustar fréttir, saman-
teknar á einföldu og traustu máli,
fluttar af sæmilega talandi mönnum.
Silfurþráður íslenskrar tungu
er frásögnin. Það er og verður
mikið hlutverk fyrir íslenska út-
varpið að sólunda ekki þessum
auði silfurs, þessum talentum, á
skrípatorgi fíflanna.
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
lýsti fyrst ámm Ríkisútvarpsins í
samtali við Kristján Friðriksson, rit-
stjóra Útvarpstíðinda, er hann rakti
sögu stofnunarinnar: „Meginhluti
starfsins hvildi vitanlega á form-
anninum, Helga Hjörvar.“ Ég leyfí
mér að undirstrika ummæli útvarps-
stjórans. Hvað sem deilum þeirra
líður, hins fyrsta formanns útvarpsr-
áðs og útvarpsstjórans í öndverðu,
létu þeir falla gagnkvæm viðurkenn-
ingarorð og virtu hvor annan, þrátt
fyrir allt. Jónas Þorbergsson sagði
ennfremur: „Engin starfsgrein
Ríkisútvarpsins hefír átt jafn örðugt
uppdráttar um nauðsynlegan vinnu-
kraft og viðhlítandi starfsaðferðir
eins og dagskráin. Enda hefír um
nauðsyn verulegrar undirbúnings-
vinnu í þeirri grein brostið mest á
um skilning þings og stjómar. Og
enn er mestur hluti undirbúnings-
starfsins unninn í hjáverkum og
ákvarðanir teknar á skyndifundum."
Nærri má geta hver vandi hefír
oft og einatt verið á höndum Helga
Hjörvar, að setja saman útvarps-
dagskrá með þeim menningarbrag
er hann taldi sér skylt.
Jafnframt starfí sínu sem for-
maður og síðar skrifstofustjóri út-
varpsráðs var Helgi þingfréttaritari
lengst allra og starfsmaður bókhlöðu
Alþingis um hálfrar aldar skeið.
Séra Ámi prófastur Þórarinsson,
sagnaþulurinn frægi, kvað Helga
hafa hlotið „verðskuldaða þjóðar-
frægð fyrir það, að hann segir svo
vel fréttir frá alþingi í útvarpinu,
að unun er á að hlýða, og er þá
mikið sagt, því að þessi stofnun eys
óhroðanum yfír þjóðina í tíma og
ótíma, guðlöstun, málleysum og
hræðilegum framburði. Þessi snill-
ingur er Helgi Hjörvar, vinur minn.
Hann hefír líka skrifað skáldsögur,
sem ég hef mikla gleði af að lesa,
þegar ég hef legið andvaka á næt-
umar.“
Helgi Hjörvar var skapríkur mað-
ur og leyndi því ekki, en hann var
jafnljúfur og hann var skapríkur,
sagði Sólveig dóttir hans í samtali.
Fomir samstarfsmenn Helga gætu
sagt um hann eins og Fomólfur
kvað um Bjöm í Ogri:
„... en svo var eins og sýndist hann
seggjum flestum meiri
hjá annari allri þjóð,-
bæði af honum gustur geðs
og gerðarþokki stóð.“
Jóhannes skáld úr Kötlum mælti
einnig fyrir munn fí'öldans er hann
kvað um Helga Hjörvar:
Enginn virtist ná
oftar né betur
heiðustu tónum
heilagrar tungu:
rödd þín var upphafin
reynsla þjóðar
yljuð gjafmildi
örláts hjarta.
Pétur Pétursson þulur
„GULLSKRATTI“
- Saxifraga cymbalaria
Aldeilis er það merkilegt hvað
sum blóm geta verið léttlynd. Þau
em síbrosandi hvað sem yfír dyn-
ur. Ef þið hafíð aldrei séð hlæj-
andi blóm ættuð þið að sjá þennan
náunga þar sem hann er reglulega
í essinu sínu. Hann hoppar skæl-
brosandi stein af steini og pott
úr potti, hann getur skotið upp
kollinum hvar sem er og er alltaf
í sólskinsskapi hvemig sem viðr-
ar. Hann kemur mér líka alltaf í
sólskinsskap. Einn rigningardag
þegar ég sá hvar hann gægðist
brosandi út úr skugganum á milli
tveggja potta í reitnum mínum
þar sem hann hafði potað sér upp
úr rauðamölinni, spurði ég hann
hvað væri svona skemmtilegt.
Hann svaraði brosandi: GETTU?
Bara að öllum þætti svona gaman
að lifa.
„Hláturinn lengir lífíð," segir
gamalt máltæki. Það gerir hann
ábyggilega hjá þér og mér, en það
dugir ekki „GULLSKRATTAN-
UM“ því hann lifír bara eitt sum-
ar og þessvegna ekki nema sjálf-
sagt að njóta vel — og með bros
á vör — stuttrar ævi. Kannski
getum við eitthvað lært af því!
Annars heitir þessi litli ærslabelg-
ur víst réttu nafni LAUTAR-
STEINABRJÓTUR - Saxifraga
cymbalaria — ættaður frá Rúm-
eníu, sunnan- og vestanverðri
Asíu og N-Afríku. Hann er einn
örfárra einærra steinbijótsteg-
unda, sem hér eru ræktaðar í
görðum.
Ekki á hann þó í neinum vand-
ræðum með að viðhalda ætt sinni
því svo miklu bamaláni á hann
að fagna, að ýmsum garðeigend-
um þykir nóg um. Þeim líst í
fyrstu ekki meira en svo á þennan
skrattakoll, sem alls staðar virðist
gera sig heimakominn. Þessvegna
er þetta viðumefni „GULL-
SKRATTI" til komið. Góðlátlegt
skammaryrði eins og á ærslafull-
um krakka sem öllum þykir þó
vænt um. Hann er heldur ekki
mikill vexti, aðeins 5—10 sm á
hæð. Blöðin em lítil, gljáandi ljós-
græn, blómin skærgul og hann
er blómstrandi allt sumarið og
fram á vetur, svo lengi sem honum
endast ævidagar og mætir hann
jafnan sínu banafrosti með bros
á vör.
O.B.G.
Ekki er mér kunnugt um hvort
þessi litli skrattakollur hefur al-
mennt verið fáanlegur í gróðrar-
stöðvum, þó minnist ég þess að
hafa séð hann á plöntulista frá
gróðrarstöðinni Mörk.
Ums.
Þegar óhappið varð að happi
(Um tilraun Davissons frá 1927)
Raunvísindi
Egill Egilsson
í nokkur fyrstu skipti í sögu
eðlisvísinda má segja að tilviljun,
sem við fyrstu sýn virðist óhapp,
snúist upp í happ. Til dæmis upp-
götvaði Frakkinn Henri Becquerel
geislavirkni skömmu fyrir aldamót
fyrir þá tilviljun, að hann geymdi
ljósmyndafílmur í sömu skúffíi og
(geislavirkt) útanoxíð. Filmumar
tóku upp á að sortna, hvemig svo
sem hann byrgði ljós að utan. En
fram að því var ekki vitað til að
annað gæti svert ljósfílmur en
venjulegt ljós og röntgengeislar.
Énn afdrifaríkara „óhapp" er til-
raun Bandaríkjamannsins C.J.
Davissons frá árinu 1927 og árun-
um þar á undan. Þetta dæmi er
að því leyti einstakt, að ótrúleg
vandvirkni og fæmi ásamt rök-
hugsun í bland við tilviljun verður
til að allt annað kemur fram í dags-
ljósið en leitað var að.
Gildi tilraunarinnar
Á þessum árum er önnur megin-
grein nútímaeðlisfræðinnar að
verða til. Þetta er skammtafræðin.
Fræðigreinin var hvorki endanlega
sett fram í heild, né studdist hún
við tilraunir, nema óbeint. Dálítið
af fræðigreininni var sett fram sem
tilgáta, og átti það við um kenning-
ar franska furstans de Broglie um
að rafeindir gætu hagað sér eins
og bylgjur.
Davisson hafði ekki í hyggju að
færa sönnur á þessi fræði með til-
raunum. Hvort sem hann kann að
hafa þekkt til þeirra eða ekki, þá
var tilgangur hans miklu hógvær-
ari. Hann var að athuga endurkast
rafeinda frá málmflötum, og gerði
ráð fyrir að um endurkastið giltu
sígild lögmál hinnar eldri eðlis-
fræði. Samkvæmt þeim áttu raf-
eindir sem skullu á málmyfirborði
að endurkastast í allar mögulegar
áttir, en ekki einstakar.
Óhappið
Davisson vann með málmsýni
sömu gerðar og málmur er almennt
meðal vor. En hann skiptist í smá-
kristalla, sem falla óreglulega hver
að öðrum. Sú óregla veldur því að
útilokað væri að sjá það mynstur
endurkastsins sem skammtafræðin
segir til um. Rafeindirnar endur-
kastast sannarlega undir öllum
mögulegum homum, eins og Davis-
son bjóst við.
Eitt af því sem erfíðleikum olli,
var að súrefnissambönd settust á
yfírborð málmsins og röskuðu
mynstrinu. Þessvegna var málm-
sýnið haft í lofttæmi. Óhappið fólst
í að súrefnisgeymir sprakk á vinnu-
stofunni, og komst í samband við
sýnið. Súrefnissamböndin þurfti að
fjarlægja að nýju með að hita
málmsýnið upp.
En einmitt það breytir kristalla-
gerð jnálmsins. Við hitun vaxa
stórir kristallar á kostnað minni.
Eftir upphitunina sat Davisson
uppi með sýni úr nægilega stórum
einkristal, og án súrefnissambanda
á yfírborðinu. Árangurinn varð sem
sagt: Rafeindir sem skotið er á
málminn koma frá honum í ákveðn-
um stefnum en ekki öðrum.
Hvað hef ég mælt?
Davisson reyndi að skýra niður-
stöðurnar á ýmsan hátt samkvæmt
hinni gömlu eðlisfræði. Það mis-
tókst. Hann vann á því sem heitir
nú tilraunastofur Bell-símafélags-
ins í Bandaríkjunum. Fyrst eftir
að hann hafði kynnst breskum
vísindamönnum á fundi Vísindafé-
lagsins breska komst hann að því,
að mæliniðurstöður hans væru í
samræmi við tilgátur de Broglies
um að rafeindir gætu verið bylgjur.
Sprungna súrefnisflaskan var
orðin að fyrstu beinu tilraunalegu
sönnun hinnar nýju skammtafræði.