Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Hugsanlegt að taka við kjamorkuúrgangi - segir meðlimur sovésku vísindaakademiuimar SOVÉTMENN íhuga að laka við kjarnorkuúrgangi frá öðrum ríkjum til eyðingar. Að sögn sov- ésks vísindamanns kemur slíkt til greina sem hluti af sameigin- legum verkefnum á sviði kjarn- orkuframleiðslu. Hefndar- morð fram- in í Belfast Belfast, Reuter. Grímuklæddir menn skutu mann til bana í Belfast á Norður- írlandi í fyrradag. Lögregla tel- ur að morðöldu undanfarinnar viku megi rekja til þess að kaþó- likkar og mótmælendur hafi ver- ið að ná fram hefndum. Talið er að mótmælendur hafi borið ábyrgð á ódæðinu. Níkolaj Ponomarjov-Stepnoj, meðlimur í sovésku vísindaakade- míunni, sagði á blaðamannafundi í Moskvu á fimmtudag, að Sovét- menn hefðu fengið beiðni um að taka við úrgangi frá kjanorkuverum frá ýmsum löndum. „Það er afar erfítt að verða við slíkum beiðnum, en kæmi til greina ef um væri að ræða þjóðir sem við ættum sam- starf við til dæmis um smíði og sölu á kjamaofnum," sagði Ponom- aijov-Stepnoj. Hann lagði áherslu á að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu eftii. Ponomaijov-Stepnoj sagði að eft- ir Tsjemobyl-slysið í apríl árið 1986, hefði orðið ljóst hversu mikilvægt væri að ríki heims tækju höndum saman til að tryggja öryggi í kjam- orkuverum. „Þetta samstarf er þeg- ar hafíð og sendinefnd frá Banda- ríkjunum er væntanleg til Moskvu til að ræða samvinnu á þessu sviði," sagði Ponomaijov-Stepnoj. Banda- ríkjamennimir koma til Moskvu í dag, föstudag. Kirkja heilags Basils liggur undir skemmdum Kirkja heilags Basils sem stend- ur við Rauða torgið í Moskvu liggur undir skemmdum, að þvi er AP-fréttastofan hefur eftir sovéska tímaritinu Sovétskaja Kúltúra. Undirstöður kirkjunn- ar eru ónýtar af völdum grunn- vatns sem á greiðan aðgang gegnum illa fama veggi og gólf kirkjunnar. Fleiri bygg- ingar í Moskvu hafa orðið illa úti vegna skemmda af völdum grunnvatns, sem stendur alla jafna hátt í borginni. Fyrir fimm árum var ljóst að kirkja heilags Basils, sem nú heyrir undir Þjóðminjasafnið í Moskvu, var illa farin. Kirkjan er mikilvægasta tekjulind safnsins og telja yfirmenn safnsins að það hafi ekki ráð á að loka henni. Árlega heim- sækja kirkjuna um 300.000 ferðamenn. Að sögn lögreglu var maðurinn skotinn í höfuðið af stuttu færi. Grímuklæddir menn réðust inn í hús í miðborg Belfast þar sem þeir myrtu manninn, sem var kaþólikki. Þeir komust á brott í leigubíl sem þeir stálu. Ekki er ijóst' hversu margir ódæðismennimir voru. Fiskveiðistefna Evrópubandalagsins: Endurskoðendur EB ávíta Undanfarið hafa verið framin morð í Belfast til skiptis á mótmæl- endum og kaþólikkum. Telur lög- regla að upphaf þessara hefndar- morða hafi verið þegar tveir kaþól- skir menn vom skotnir á verslana- götu í Belfast í síðustu viku. Á miðvikudag skutu kaþólskir hryðju- verkamenn verslunareiganda sem var mótmælendatrúar til að hefna morðanna á mönnunum tveim. Tel- ur lögregla að morðið á manninum hafi verið ffamið til að hefna ódæð- isins. í fyrrakvöld slösuðust þrír lög- regluþjónar, ein kona og tveir menn, þegar sprengja sprakk á bensínstöð í borginni Fermanagh á Norður-írlandi. Konan hlaut alvar- lega áverka á augum. Lögreglu- mennimir fóra að stöðinni er þjófa- bjaila fór í gagng. Þegar þeir birt- ust þar sprakk sprengjan. Állt bend- ir til þess að írski lýðveldisherinn (IRA) hafí verið að verki. Júgóslavía: Fundu gröf frá tímum Rómverja Belgrað. Reuter. SKTRT var frá því í Júgó- slavíu í gær að þarlendir verkamenn, sem vinna við lagningu hitlaleisðslna í Bel- grað, hefðu komið niður á rómverska gröf frá þriðju öld. Kistan, sem verkamennimir fundu, er rúmlega tveir metrar á lengd og dýpt hennar er um einn meter. Fræðimenn, sem hafa rannsakað hana, segja að á loki hennar megi sjá að hún hafi verið gerð fyrir rómverskan hermann, Marcus Aurelius Glyc- onos. Talið er að Glyconos hafí ver- ið Grikki og tilheyrt fjórðu her- deild Flavíusar nokkurs í Sing- indum en svo nefndu Rómveijar þá borg sem nú nefíst Belgrað. Singindunum var stofnsett við komu Flavíusar árið 91 fyrir Krist. Spánverja og Portúgali Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Belgiu. NÝT.EGA var birt í Brussel skýrsla endurskoðenda Evrópubandalags- ins um framkvæmd ýmissa atriða í fiskveiðistefnu þess á Spáni og í Portúgal. I skýrslunni kemur fram að mikið vantar á að reglum bandalagsins sé fylgt I þessum löndum hvað snertir gæðamat á fiski, uppboðsaðferðir og ráðstafanir vegna offramboðs á uppboðsmörkuð- um. Fulltrúar endurskoðunarskrif- stofunnar (Court of Auditors) sem hefur aðsetur í Lúxemborg, heim- sóttu fískvinnslustöðvar og upp- boðsmarkaði í löndunum tveimur á síðastliðnu hausti. Þessi skýrsla var unnin að beiðni Evrópuþingsins í framhaldi af samskonar skýrslu sem unnin var á vegum sömu aðila við inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið. I skýrslunni kemur fram að fyrirtæki innan viður- kenndra framleiðslusamtaka á Spáni hafa 80% markaðshlutdeild en í Portúgal einungis 45%. Helsta ástæða þessa er talin sú að verð á fískmörkuðum í löndunum er alla- jafna vel yfír innlausnarverði bandalagsins. Aðild að viðurkennd- um samtökum er talin nauðsynleg vegna þess að kaup bandalagsins á físki af jnörkuðum fara fram í gegn- um þessi samtök. Arlega ákveða sjávarútvegsráðherrar EB viðmið- unarverð á físki með tilliti til vænt- anlegs framboðs og eftirspumar. Innlausnarverð EB á fískmörkuðum er 70-90% af viðmiðunarverðinu. Bandalagið greiðir úr sjóðum sínum 85% af innlausnarverðinu, 15% verða samtök seljenda að sjá um. Samtök seljenda hafa heimild til að ákveða inniausnarverðið 10% hærra eða lægra en það er ákveðið af ráðherranefnd. I skýrslu endur- skoðendanna kemur firam að mat og flokkun á físki á uppboðsmörk- uðum er stórlega ábótavant þannig að líklegt sé að lægra verð fáist fyrir fískinn en eðlilegt sé. Inn- lausnir á mörkuðunum verði því oft óeðlilegar. Þá sé og algengt að físk- ur sem keyptur hefur verið sam- kvæmt reglum bandalagsins hafi ekki verið sendur viðstöðulaust í gúanó heldur hafí hann verið geymdur. Mai'kmið innlausnarkerf- isins sé ekki að gera mönnum kleift að koma í verð físki sem ekki sé hæfur til manneldis heldur að tryggja afkomu seljenda og stöðugt framboð á físki með því að jafna sveiflur á mörkuðunum. Endurskoðendurnir gerðu at- hugasemdir við þær aðferðir sem beitt er við gæðamat á físki en þar er einungis miðað við það hversu lengi fískiskip hefur verið á sjó en ekki litið á útlit, ilm og að öðra leyti ástand aflans sem á að gera samkvæmt heilbrigðisreglugerðum EB. Á mörkuðunum var fískurinn ekki flokkaður eftir stærð eða gæð- um og engin vottorð fylgdu körfun- um sem boðnar vora upp. Dæmi vora þess að fískur væri seldur undir innlausnarverði. Nokkur sam- tök framleiðenda/seljenda urðu uppvís að þvi að greiða framleiðend- um einungis hluta opinberra sjóða og bandalagsins í innlausnarverðinu en bandalagið greiðir 85%, opin- berir aðilar venjulega 2.5% og sjóð- ir á vegum framleiðenda sjálfra afganginn. Málið er nú í höndum framkvæmdastjómarinnar. Koparviðskipti Finna og stjórnvalda í Chile valda deilum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðins. VIÐKIPTI finnska koparversins Outokumpu og herforingjastjórnar- innar í Chile hefur verið helsta pólitíska umræðuefnið i finnskum fjölmiðlum í sumar. DeUt er um hvort mál þetta snúist um stjórn- mál og siðfræði eða hvort stjóramálamenn og verkalýðsleiðtogar hafi gerst sekir um fáránleg mistök. Ríkisstjórnin og koparfyrirtæk- ið annars vegar og nokkur verkalýðssambönd hins vegar hafa i allt sumar deilt um hvort finnskt ríkisfyrirtæki megi fjárfesta í koparná- mu i Chile og hvort þetta megi gerast i samstarfi við fjölþjóða fyrir- tæki sem er á svörtum lista sameinuðu þjóðanna vegna námurekst- urs í Namibíu. Þetta hefur næstum kostað klofning innan Jafnaðar- mannaflokksins þvi ráðherrar flokksins vilja heimila viðskipti Outok- umpu og sljórnvalda i Chile en verkalýðsleiðtogar og fulltrúar flokks- ins á þingi eru andvígir þvi. f síðustu viku kom flokksstjóm jafnaðarmanna saman til fundar og var niðurstaðan sú að ekki skyldi Qallað frekar um málið innan ríicis- stjómarinnar en í ályktun fundar- manna var jafnframt tekið fram að óæskilegt væri að skipt væri við aðila sem ekki virtu grundvallarat- riði lýðræðis. Ráðherrar jafnaðar- manna og flokksforastan vildi greinilega ekki kljúfa ríkisstjómina vegna þessa máls. Ilkka Suominen, iðnaðarráðherra og flokksformaður hægri manna, hefur marg sinnis lýst yfír því að hann sjái ekkert athugavert við koparviðskipti Out- okumpu. Flokkur hans hyggst ekki falla frá þeirri afstöðu. Og Jafnað- armannaflokkurinn verður að sætta sig við þessa niðurstöðu hyggist hann sitja áfram í stjóm með hægri mönnum. Samstaða með verkamönnum Hins vegar hefur verkalýðsarmur Jafnaðarmannaflokksins hótað að stöðva koparflutninga frá Chile ef ekki næst samkomulag við stjóm- völd um ýmis sifræðileg atriði varð- andi fyrirkomulag þeirra viðskipta. Verkalýðsfélögin vilja sýna sam- stöðu með verkamönnum, sem kúg- aðir séu af herforingjastjóminni í Chile og leggja þeir áherslu á að Outkumpu ætti með réttu að kaupa hráefni frá námu í eigu chileanska rikisins. Þetta fyrirkomulag þykir verkalýðsforastunni siðferðislega réttlætanlegt en námurekstur í samvinnu við annað Qölþjóða fyrir- tæki getur hún ekki sætt sig við. Finnska ríkisfyrirtækið Outok- umpu er eitt hið stærsta í Evrópu á sviði koparframleiðslu. Fyrir skömmu keypti Outokumpu m.a. tvö sænsk risafyrirtæki, Gránges og Wirebo. Stjómendur fyrirtækis- ins hafa hins vegar af því áhyggjur að málmur í kopamámum þess í Evrópu er að ganga til þurrðar auk þess sem vinnslan öll er orðin mjög dýr. Til þess að tryggja nægilegt hráefni ákvað stjóm Outokumpu fyrir nokkram áram að hefla sam- starf við nokkra erlenda aðila til að eignast stóra kopamámu í Chile. Náman heitir La Econdita en helsti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.