Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 31

Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 31 færði það í tal á fundi með Banda- ríkjaforseta og öðrum bandarískum ráðamönnum nýverið að teknar yrðu upp viðræður milli landanna um þessi mál. í slíkum viðræðum þyrfti að fara yfir það, hvað gæti falist í hugsanlegum fríverslunar- samningi milli landanna, hvort aðr- ar og einfaldari breytingar á t.d. tollum gætu frekar komið til greina eða hvort núverandi skipan sé við- unandi óbreytt. í þessa ósk var vel tekið af hálfu bandarískra ráðamanna. Gæta ber hins vegar að því, að núverandi stjórnvöld þar í landi verða aðeins við stjórnartauma næstu fimm mánuði. Viðræður og samningar af þessu tagi geta hins vegar tekið langan tíma. Sömuleiðis er rétt að hafa í huga að tollalækkanir krefj- ast lagasetningar í Bandaríkjunum, eins og hér á landi, og á Bandaríkja- þingi getur verið við ramman reip að draga í þessum málum, eins og ég hef vikið að. Einnig ber að hafa í huga að bæði ísland og Banda- ríkin hafa vegna aðildar að GATT ákveðnar skuldbindingar gagnvart þriðju ríkjum. Allir samningar verða því að rúmast innan GATT-regln- anna um bestu kjaraviðskipti, þann- ig að t.d. tollalækkanir bitni ekki með óeðlilegum hætti á öðrum ríkjum. Hentar fríverslunar- samningur Islendingum? Vorið 1986 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu frá Gunnari G. Schram, þar sem ríkisstjórninni var falið að hraða könnun á gerð fríverslunarsamnings við Banda- ríkin með hliðsjón af því hver yrði viðskiptalegur hagnaður af slíkum samningi fyrir íslenska atvinnuvegi og útflutningsstarfsemi. Ég tel einsýnt að fríverslunar- samningur sömu gerðar og samið hefur verið um milli Kanada og Bandaríkjanna henti ekki íslenskum aðstæðum. í honum felst í raun afnám allra viðskiptahindrana á mörkuðum fyrir vöru, þjónustu, íjármagn og vinnuafl. Því er stefnt að sameiginlegum vinnu-, fjár- magns-, vöru- og þjónustumörkuð- um, líkt og hugmyndin er með innri markaði Evrópubandalagsins og líkt og raunin er milli einstakra fylkja í Bandaríkjunum. Hafa verður í huga að milli engra tveggja þjóða í heimi eru viðskipti jafnmikil og milli Bandaríkjanna og Kanada. Viðskipti Bandaríkjanna og Ontario-ríkis eins í Kanada eru meiri en viðskipti Japans og Banda- ríkjanna og gífurlegar íjárfestingar hafa átt sér stað yfir landamærin. Allir þeir sem skilja gildi ftjálsra viðskipta landa í milli fagna þessum samningi. Hann mun færa íbúum landanna ótvíræðan ávinning með lægra vöruverði og meiri hag- kvæmni í framleiðslu, flutningi og annarri efnahagslega mikilvægri starfsemi. En með honum afsala ríkin tvö sér ákvörðunarvaldi og sjálfsfor- ræði á mikilvægum sviðum, sem varhugavert getur verið fyrir Is- lendinga að gera í samningum við svo fjölmennt og voldugt ríki sem Bandaríkin eru. Spumingin snýst þá um það hvort gera megi_ breytingar á við- skiptasambandi íslands og Banda- ríkjanna sem ganga ekki eins og langt og alhliða fríverslunarsamn- ingur mundi gera, en færa samt báðum löndum ávinning og tryggja hagsmuni íslendinga til framtíðar enn betur en nú er. Þetta þarf að kanna engu síður en samskiptin við Evrópubandalag- ið og í heimsókn forsætisráðherra lýstu Bandaríkjaforseti og aðrir ráðamenn sig reiðubúna til sam- starfs um þessi efni. Slík athugun á að fara fram óháð athugunum á samskiptum íslands við Evrópu- bandalagið, enda er hér um sjálstæð mál að ræða, þótt þau séu eðlis- skyld. Hér ei^ekki um það að ræða að halla sér annað hvort upp að Bandaríkjunum eða Evrópubanda- laginu, heldur að tryggja íslenska hagsmuni til framtíðar gagnvart báðum aðilum. Óþarft er að taka fram hve mikil- vægt er frá íslensku sjónarmiði, að forsætisráðherra skuli hafa fengið tækifæri til að taka þetta mál beint upp við Bandaríkjaforseta og starfsmenn hans. En nú er ekki síður mikilvægt að fylgja málinu skynsamlega eftir. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ðlauna vanskilin? Davíð Ólafsson „Eg vil ekki trúa því, að hann gerist nú þátt- takandi í þeim dansi kringum vanskilaliðið, sem tröllríður nú stj órnmálaumræðunni og er á leið með að eyði- leggja alvarlega og heiðarlega umræðu um efnahagsmál og tor- velda þar með lausn á þeim vanda, sem við Islendingar stöndum nú frammi fyrir.“ halda ró sinni í öldurótinu. Núverandi fjármálaráðherra hef- ur sýnt festu í framkvæmd þeirra atriða í stefnuskrá ríkisstjórnarinn- ar, serri varða skattamálin og mega kallast bylting á þeim vettvangi, þegar komin verða til framkvæmda að fullu, til hagræðis fyrir launþega og atvinnurekstur. Hann hefur ótrauður haldið áfram því viðreisn- arstarfi þrátt fyrir marvíslegar til- raunir misviturra manna til að hrekja hann af markaðri braut. Eg vil ekki trúa því, að hann gerist nú þátttakandi í þeim dansi kringum vanskilaliðið, sem tröllríður nú stjórnmálaumræðunni og er á leið með að eyðileggja alvarlega . og heiðarlega umræðu um efnahags- mál og torvelda þar með lausn á þeim vanda, sem við íslendingar stöndum nú frammi fyrir. Er óhætt að fullyrða, að ef þessar hugmynd- ir yrðu framkvæmdar yrði litið á það sem hnefahögg í andlit þeirra, sem standa í skilum með greiðslu skatta sinna. Einnig myndi það vinna óbætan- legt tjón í viðskiptum manna við ríkið og almennt í öllum viðskiptum í þjóðfélaginu. Undanfama daga, eftir að spurðist um þær umræður, sem heyrst hefur að fram fari í ráðuneytinu um þau mál, sem hér er vakin athygli á, hefi ég orðið var harðra viðbragða margra við þeim tíðindum. Hefur það orðið mér hvatning til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Höfundur er fyrrverandi Seðla- bankastjóri. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Er viðurkenning PLO á til- veru Israels loks á döfinni? Shamir treystir sér ekki að úti- loka neitt. - og hver verða þá viðbrögð Israela Æ ÁLEITNARI gerast fregnir þess efnis að Yassir Arafat leið- togi Frelsissamtaka Palestínumanna ætli innan tíðar að kveða upp úr með það, að samtökin viðurkenni Israelsríki og hafi ákveð- ið að hætta öllum ofbeldisaðgerðum. Orðrómur þessi er orðinn það útbreiddur, að forsvarsmenn Israels eru farnir að ræða það í fyllstu alvöru, hvernig þeir eigi að bregðast við ef Arafat gefur tiessa sögulegu yfirlýsingu. I staðinn fyrir að PLO viðurkenni srael hyggjast samtökin gera kröfu um að komið verði á stofn sjálfstæðu ríki Palestinumanna á þeim svæðum Vesturbakkans og Gaza sem nú eru hernámssvæði ísraela. Israelar hafa löngum sagt að þeir geri ekki aðrar kröfur til forystu PLO en að hún uppfylli þessi tvö skilyrði til að ísraelar fallist á beinar viðræður. Sendi- herra Israels á íslandi með búsetu í Noregi ítrekaði þetta í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru og enda hefur þetta verið opinber stefna býsna lengi. En ísraelar hafa áreiðanlega ekki gert ráð fyrir að framvindan yrði jafn hröð og raun hefur borið vitni um. Eftir að Hussein Jórd- aníukonungur tilkynnti á dögun- um að Jórdanir hefðu afsalað sér öllu tilkalli til þessara landsvæða og þau væru hér eftir alfarið á ábyrgð PLO, hefur ísraelska stjórnin komist í stóran vanda. Öfgamenn til hægri í ísraelsk- um stjórnmálum sögðu að vísu að nú ættu ísraelar að grípa tæki- færið og innlima Vesturbakkann í ríkið, eins og gert hefði verið með Golanhæðir á sínum tíma. Ábyrgir foi-ystumenn stjórnarinn- ar gera sér mætavel grein fyrir því að alls konar bögglar fylgdu slíku skammrifi. í fyrsta lagi yrði ísraelski her- inn að stórauka gæsluna á Vest- urbakkanum og eftir mánaða upp- reist Palestínumanna á þessum svæðum, er það ekki viðfelldin tilhugsun og spurning um, hvort hún er í rauninni framkvæmanleg. Ekki má gleyma því að auk stóraukinna hemaðarútgjalda bætist við spumingin um það, hvort ísraelar þyrftu þá ekki samtímis að taka að sér að greiða laun þúsunda starfsmanna í þorp- um Vesturbakkans, sem Jórdanir hafa séð um að greiða kaup síðustu tuttugu ár. Vesturbakkinn hefur verið fjár- hagslegur baggi á ísraelum, án þess þessar launaskuldbindingar hafi komið til, svo að hætt er við að veikburða efnahag ísraels yrði slíkt gersamlega ofviða. Fyrir ut- an að andstaða er almenn við það fyrirkomulag. ísraelar vita þó að undan þvi yrði ekki vikist ef Vest- urbakkinn væri færður inn í Isra- el. Enn má ekki gleyma því að það gæti verið bein ógnun við Israel að færa Vesturbakkann formlega á yfirráðasvæði ísraels, ekki síst í ljósi þeirra atburða sem hafa verið að gerast þar síðan snemma í desember. Það em því svo marg- ir og alvarlegir annmarkar á þeirri lausn, að þeir Shamir og Peres geta væntanlega verið nokkum veginn sammála um að þetta sé ekki viturleg lausn. Þeir hafa ekki sett fram neinar hugmyndir sem bitastæðar em um hvemig megi leiða málið til lykta og þeir hafa aðeins sagt að ekki komi til mála að PLO auki ítök sín á Vesturbakkanum. Shimon Peres er væntanlega hlynntari hugmyndum PLO. Arafat tæki óneitanlega mikla áhættu og yfiílýsing frá honum gæti kostað hann forystuhlut- verkið og kannski fleira. Forysta PLO hefur undanfama mánuði verið að þoka sér undur- hægt og rólega í þá átt að viður- kenna Israel; þar með væm ísrael- ar fræðilega mát og hvað sem þeir segjast nú tortryggja PLO væri þeim heldur ekki siðferðilega stætt á að hundsa yfirlýsingar PLO sem þeir segjast hafa viljað fá síðustu 40 árin. Fréttaskýrendum ber saman um að ísraelskir leiðtogar leggi þó við eymn þegar forystumenn PLO em farnir að ýja að þessum langþráða möguleika: viðurkenn- ingu á ísrael. Abu Yiad, nánasti samstarfsmaður Arafats um þess- ar mundir, reið á vaðið með varn- færnislega yfirlýsingu þessa efnis. "Arafat bar nokkm síðar til baka að þetta væri frá sér komið, en sagði að Abu Yiad væri að sjálf- sögðu heimilt að tjá hugmyndir sínar, enda fyrirsjáanlegt að lausn yrði að finnast. Langflestir em þeirrar skoðun- ar að Arafat hafi verið með i ráð- um og hann hafi talið hyggilegt að kanna hver viðbrögð yrðu ef þessar hugmyndir væm settar fram af manni sem óumdeilanlega er einn úr PLO-forystunni. Arafat var þó ekki aðeins hugleikið að vita hvemig ísraelar brygðust við;. hann taldi ekki síður nauðsynlegt að þreifa fyrir sér með það, hvern- ig hinir ýmsu hópar innan PLO sem utan tækju í hugmyndirnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og vom harkaleg hjá ýmsum öfga- hópum Palestínumanna, en þó fjarri því að menn vildu útiloka þennan möguleika. I Israel gáfu ráðamenn einnig út gætilega orðaðar yfirlýsingar og sögðu að beðið yrði með að taka þessar hugmyndir alvarlega uns þing Frelsissamtakanna hefði komið saman til fundar. Dagsetn- ing þess fundar hefur ekki verið ákveðin þegar þetta er skrifað, en má búast við að ekki líði á löngu þar til þingið kemur saman. PLO er það vel ljóst að nú verða þeir að taka höndum saman - hvort sem þeim líkar betur eða verr. Dragist óeðlilega að leiða til lykta hver og hvernig á að taka að sér stjórn Vesturbakkans og Gaza er nokkurn veginn ömggt að PLO glatar tiltrú Palestínu- manna þar. Innan ísraels em menn mjög á báðum áttum. Það sýnir að menn vilja íhuga málið, að sjónvarp þar og blöð hafa greint ítarlega frá framvindu mála og allt sem frá PLO kemur er skoðað og skil- greint af meiri hófsemi en heyrst hefur áður. Þorri manna í Israel hefur látið í Ijósi það álit í skoð- anakönnun, að PLO sé ekki treystandi og hryðjuverkamenn- irnir í forystunni myndu grípa fyrsta tækifæri til að reyna að uppræta ísraelsríki. Samt em margir í vafa, því það þarf ekki annað en raunsæi til að sjá að PLO myndi engan veginn vera þessa megnugt. Og það sem skipt ir kannski mestu máli nú að Jiðn um fjörutíu ámm frá stofnun Isra- elsríkis er að það er efamál að það sé þeim lengur keppikefli. Arafat teflir djarft ef hann ákveður að viðurkenna ísraelsríki. En hann virðist á því að fleira ynnist með því og sú hugmynd virðist ætla að verða ofan á. En áður en slíkt gerðist þarf þing PLO sem sagt að koma saman. Og ráðamenn í ísrael, einkum innan Likud-bandalagsins — kysu að PLO biði með yfirlýsingar fram yfir þingkosningarnar í ísrael nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.