Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 42

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Sverrir Guðnason, Höfn — Minning Sumri er tekið að halla, dagarnir styttast og nóttin orðin dimm. Jafn- vel finnst manni haustrigningarnar byrjaðar. Við á þessu landshorni erum viðbúin haustrigningunum hvenær sem er eins og árstíðaskipt- unum með löngum og dimmum skammdegisvetrum. En við erum ekki viðbúin þegar skyndilega dimmir í hjörtum okkar vegna þess að þeim sem okkur þykir vænt um eru kallaðir á fund skapara síns fyrr en við áttum von á. Það dimmdi skyndilega og þyrmdi yfír þegar mér var tilkynnt andlát vinar míns og svila, Sverris Guðnasonar. Hvernig mátti það vera að þessi öðlingur væri allur langt fyrir aldur fram, rétt um fímmtugt. Hann sem alltaf virtist hraustur og ósérhlífínn til allra verka. En þannig er ekki spurt þeg- ar kallið kemur sem enginn fær umflúið. Þó að nánustu ættingjar og vinir vissu að Sverrir hafði með- fæddan hjartagalla, átti enginn von á að burtkall hans væri í nánd. Sverrir var um margt óvenjuleg- ur persónuleiki. Hann hafði alist upp í sveit, í Selárdal í Amarfirði, hjá móður sinni, Ásgerði Einars- dóttur, og stjúpföður, Elíasi Mel- steð. Þar tók hann út sinn þroska við fjölbreytt sveitastörf þess tíma og bar hann þess glögg merki því hann var sjálfum sér nógur um flesta hluti. Hann var mikið náttú- rubam og undi sér vel við veiðiskap og í kyrrð óbyggðanna, sem hann leitaði svo oft til. Hafíð heillaði hann ungan og það fór ekki fram- hjá manni að hann hafði sterkar taugar til þess. Stundum virtist hann sakna þess að vera ekki beinn þátttakandi í að flytja auðæfi hafs- ins að landi. Eins og áður sagði var Sverrir sjálfum sér nógur um flesta hluti og þurfti lítið að leita til ann- arra en þess meira veitti hann öðr- um og ósjaldan var leitað til hans að aðstoða við ólíkustu verk. Hann naut þess greinilega að geta orðið að liði og þeir eru eflaust margir sem á þessari stundu vilja sýna honum þakklætisvott. Það fór ekki framhjá samferða- mönnum Sverris að mannkostir hans vom ótvíræðir og því vom honum falin fjölmörg trúnaðarstörf fyrir samfélagið okkar hér og fé- lagasamtök. Ekki sóttist hann eftir metorðum eða vegtyllum en góðum málum varð hann að leggja lið, annað kom ekki til greina. Svo vildi til að á tímabili gegndum við svil- amir formennsku í sitthvom pólitíska félaginu, hann í Fram- sóknarfélaginu og undirritaður í Sjálfstæðisfélaginu. Það kom því í okkar hlut að stýra kosningabar- áttu flokka okkar. Það segir sig sjálft að ekki vomm við sammála um öll málefni og þó stundum væri ákafi í baráttunni höfðu ólíkar skoð- anir okkar á mönnum og málefnum aldrei áhrif á samband okkar né vináttu. Stundum fann ég að græskulaus stríðni lá að baki þegar hann hóf umræðu um pólitísk mál- efni, enda oftast stutt í glettni og gamansemi hjá honum. Sverrir var einlægur framsóknarmaður og stoltur af flokki sínum og forystu- mönnum. Það hefur komið hér fram að Sverrir hafði mikinn áhuga á sjósókn og lét hann sig öryggismál sjómanna miklu varða. Var hann einn af ötulustu starfskröftum Björgunarsveitar SVFÍ á Höfn. Þar eins og annars staðar vann hann störf sín af trúmennsku, samvisku- semi og ósérhlífni. Svérrir var afskaplega viðræðu- góður maður og átti gott með að halda uppi samræðum um ólík mál enda fann maður að hann var vel lesinn og minnugur. Mótlæti og hættur fékk Sverrir svo sannarlega að reyna í lífí sínu, en harma sína og áhyggjur bar hann í hljóði. Var ekki vanur að flíka tilfínningum sínum eða bera á torg. En þrátt fyrir mótbárur var Sverrir gæfumaður í einkalífí sínu. Eftir að hafa lokið Samvinnuskóla- prófí kemur hann hingað til Hafnar 1962 og gerist verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. sem hann helgaði starfskrafta sína að mestu síðan. Hér fann hann fljótt að gott var lífa. Þetta var rétti stað- urinn fyrir náttúrubarnið. Slíkur maður hlaut að heillast af fegurð fjallanna með óendanleg- um og flölbreyttum gönguleiðum, fírðinum og eyjunum og veiðimögu- leikunum hvert sem litið er. En það var ekki aðeins nátt- úrufegurðin sem heillaði hann. Hér fann hann líka gott fólk, trygga og trausta vini. Hér fann hann Iífsföru- naut sinn, Erlu Ásgeirsdóttur, og gengu þau í hjónaband á gamlárs- dag 1965. Saman eiga þau dóttur- ina Sjöfn, sem nú býr í Kaup- mannahöfn með unnusta sínum, Hrafni Úlfssyni, en fyrir átti Erla soninn Birki, sem Sverrir gekk í föðurstað. Birkir býr á Höfn með sambýliskonu sinni, Elínu Ragnars- dóttur. Ég kynntist þessari fjöl- skyldu nóg til að sjá og fínna að Sverrir var ekki aðeins góður faðir þeirra heldur líka einlægur vinur, og jáðgjafí og hjálparhella. Á kveðjustund er margs að minn- ast og margt að þakka. Fjölskylda mín á margar góðar minningar um notalegar og skemmtilegar sam- verustundir með fólkinu í Miðtúni 3. Sérstaklega þótti dætrum mínum vænt um að fá að dvelja í sumarbú- staðnum í Stafafellsfjöllum, sem ber handlagni Sverris svo gott vitni. Sverrir kvaddi þennan heim á einhveijum fegursta gróðurreit þessa lands, hjá vinum sínum í Hraunkoti, sem hann bar svo mikla umhyggju fyrir og fann til mikillar samkenndar með. Fyrst að kallið var óumflýjanlegt var þessi staður við hæfi. Lífdagar Sverris voru alltof fáir en honum tókst að ljúka miklu og gæfuríku starfí. í því starfí var hann dyggilega studdur af flöl- skyldu sinni og með þeim hjónum hallaði ekki á. Sverrir kvaddi með hreinan skjöld og góða samvisku. Til Erlu, Birkis, Sjafnar, Elínar, Hrafns og annarra aðstandenda og vina leitar nú hugurinn í bæn um styrk á sorgarstund. Vonandi verð- ur kjarkur og dugnaður Erlu þeim styrkur1 eins og áður á erfíðum stundum og þó að sorgin sé stór og söknuður mikill veit ég að minn- ingin er björt og hughreystandi. Albert Eymundsson Stundum verður hún eftirminni- legust ferðin, sem aldrei var farin. Þannig verður um ferðina, sem við Sverrir höfðum ráðgert að fara inn að Illakambi í Lóni. Þegar við rædd- um þetta fyrir rúmum mánuði var ætlunin að fara annaðhvort í haust eða næsta sumar. Það lá svo sem ekkert á. En þessi ferð verður aldrei farin. Sverrir Guðnason varð bráðkvaddur að kveldi laugardagsins 13. ágúst og verður jarðsunginn frá Hafnar- kirkju í Hornafírði í dag, laugardag- inn 20. ágúst. Það tekur tíma að átta sig á þeirri staðreynd að Sverrir er ekki lengur meðal okkar. Við eigum allt- af jafnerfitt með að sætta okkur við það þegar lífsglatt fólk í fullu fjöri er hrifíð burt fyrirvaralaust. Þannig sannast og birtist okkur hverfulleiki og fallvelti lífsins. Þannig er hnippt í okkur og við minnt á, „að þetta líf höfum við að láni í næsta óvissan tíma. Það er erfítt að sætta sig við það að geta ekki lengur lyft símtólinu og rabbað við hann um lífíð og tilver- una. Sverrir Guðnason fæddist 23. desember 1937 á Haukabergi á Barðaströnd og var á fímmtugasta og fyrsta aldursári er hann lést. Móðir hans var Ásgerður Einars- dóttir frá Haukabergi, en faðir hans var Guðni Guðmundsson verkamað- ur í Reykjavík, er lést 17. nóvem- ber 1947. Sverrir ólst upp á Neðri- Bæ í Ketildalahreppi hjá móður sinni og manni hennar, Elíasi Mel- steð, er gekk honum í föðurstað. Þau eru bæði látin. Hálfsystur Sverris, sammæðra, eru Elín Mel- steð, sem búsett er á Hólum í Hvammshreppi í Dalasýslu og Sigríður Melsteð, sem býr í Hafnar- fírði. Hálfbróðir Sverris, samfeðra, var Tryggvi er lést árið 1952 tæp- lega 32 ára að aldri. Hálfsystkini Sverris, samfeðra, voru auk þess er þetta ritar Ingigerður Þórey handavinnukennari er lést 1982 og Guðmundur Brynjar bifreiðastjóri í Reylq'avík. Orlögin spinna okkur lífsvef með ýmsum og ólíkum hætti. Þannig var, að enda þótt við Sverrir værum samfeðra, hittumst við ekki né kynntumst, fyrr en báðir voru komnir töluvert yfír tvítugt. Sverrir stundaði sjómennsku á fískibátum og togurum að loknu skyldunámi, en settist síðan á skóla- bekk í Samvinnuskólanum haustið 1960 og lauk þaðan prófí með góð- um vitnisburði vorið 1962. Seinni veturinn hans í Samvinnuskólanum hafði ég spumir af veru hans þar og sendi honum línu sem varð til þess að við mæltum okkur mót á vordögum 1962 í miðbænum í Reykjavík. Upp frá því tókust með okkur góð kynni og traust vinátta sem aldrei bar skugga á. Að loknu námi við Samvinnuskól- ann fór Sverrir til starfa hjá Kaup- félagi Austur-Skaftfellinga á Höfn í Homafírði þar sem hann fyrst í stað var verslunarstjóri, en fékkst síðar við ýmis önnur störf, svo sem varðandi tryggingar og útgerð hjá kaupféláginu. Á Homafirði kynntist Sverrir konuefni sínu, Erlu Ásgeirs- dóttur. Þau gengu að eigast á gaml- ársdag 1965. Erla átti fyrir son, Birki Birgisson, Sverrir gekk hon- um í föðurstað. Dóttir Erlu og Sverris er Sjöfn sem nú nemur tann- fræði í Danmörku. Sverrir var það sem ég til þekkti forkur duglegur, ósérhlífinn með afbrigðum og einstaklega bóngóður og hjálpsamur þar sem hann vissi hjálpar þörf. Hann starfaði í björg- unarsveit þeirra Homfirðinga næst- um frá því hann kom á staðinn og átti lengst af sæti þar í stjóm. Kunnugir segja mér að þar hafí hann reynst betri en enginn, eins og raunar hvarvetna þar sem hann kom við sögu. Sverrir var mikill unnandi íslenskrar náttúm. Öræfaslóðir í kringum Homafjörð og víðar um suðausturland gjörþekkti hann og hafði þar víða farið í veiðiferðum, en veiðimennska og útilíf var hon- um í blóð borið. Stórbrotin náttúran í Lóni var í mínum huga óaðskiljan- legur hluti af honum. Þau Erla höfðu byggt sér snoturt sumarhús í kjarrivaxinni hlíðinni austan Jök- ulsár í Lóni. Þar var gott að eiga innhlaup og þar áttum við síðast saman kvöldstund 6. júlí síðastlið- inn. Þaðan em góðar minningar. Nú að leiðarlokum em efst í huga söknuður og þakklæti, þakk- læti fyrir að hafa fengið að þekkja góðan dreng og söknuður vegna þess að kynnin urðu allt of stutt. Erlu, Sjöfn og Birki svo og öðmm ástvinum sendum við í Kúrlandi 24 innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Eiður Guðnason Liðnar og ókomnar aldir umlylga vora hverfulu stund, líkt og úthöfin álfur eyjar, firði og sund. Þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns- sonar leituðu á hugann þegar ég heyrði um óvænt andlát vinar míns Sverris Guðnasonar. Aftur og aftur emm við minnt á hverfult líf okkar og hvemig glöð og björt lífsstund getur breyst í sorg og söknuð. Allt- af er sárast að sætta sig við slík umskipti þegar menn hverfa úr augsýn í blóma lífsins, fullir af starfsorku og lífsgleði. Sverrir Guðnason fæddist 23. desember 1937 á Haukabergi, Barðastrandarsýslu og ólst upp að Neðri-Bæ í Ketildalahreppi, V-Barðastrandarsýslu. Ég kynntst honum fyrst 1962 þegar hann flutt- Minning: Sigfús Sigurðsson frá Nautabúi Fæddur 18. október 1910 Dáinn 14. ágúst 1988 Þegar Ingvi Sigfússon hringdi í mig að morgni þess 15. þ.m. og tjáði mér að faðir hans og vinur minn Sigfús Sigurðson frá Nauta- búi hefði andast kvöldið áður þá kom það mér ekki á óvart. Sigfús hafði þá legið í mörg ár á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki og síðustu árin ósjálfbjarga. Sú lega átti ekki við athafnamanninn og hefur langþráð hvfld verið honum lausn. Þegar ég heyrði fréttina gat ég því ekki sagt annað en: Þar er farinn góður drengur. Ég kynntist Sigfúsi árið 1952 þegar hann var verkstjóri við línu- lagnir hjá Rafmagnsveitum ríkisns, en ég hafði þá umsjón með raflínu- lögnum hjá þeirri stofnum. Strax tókst góð samvinna milli okkar og þó við væmm ekki alltaf sammála um leiðir og lausnir þá hljóp aldrei í kekki milli okkar, ágreiningsmálin vom rædd og afgreidd. Þá strax varð mér ljóst hver mannkostamað- ur Sigfús var og hve auðvelt það var að treysta því að hann segði án skilyrða skoðun sína á þeim málum, sem hann taldi skoðana- verð. Við vomm ekki aðeins samstarfs- menn í áratugi, heldur tókst með okkur sú vinátta, sem ekki bar skugga á og ekki aðeins við hann heldur fjölskyldu hans alla, konu og böm. Við Sigfús brölluðum-margt sam- an, við vomm m.a. veiðifélagar um margra sumra skeið. Hann var góð- ur og tillitssamur veiðifélagi og náttúm-unnandi meira en í meðal- lagi. Var því ánægja að því að vera með honum við veiðiá í ró og fögm umhverfí. Sigfús var mikill gleði- maður og kátastur allra var hann á góðra vina fundi. Ég minnist mannfagnaðar, sem eitt sinn var á heimili mínu og fjöldi gesta. Sigfús hafði þá fengið það áfall, sem hann komst ekki yfír. Hann var því ekki fullrar líkamlegrar heilsu, en sat úti í stofuhomi með stafínn sinn. Mannfjöldinn safnaðist í kring um hann og hlustaði á hann segja sögur. Hannn var sögubmnnur og sagði sögur af fólki. Allar þessar sögur vom fullar af gamansemi og kímni en aldrei heyrði ég hann segja sögu sem í var kerskni eða eitthvað sem gat sært. Snyrtimenni var Sigfús meira en í meðallagi og þó hann lenti í slarki þá sá ég hann aldrei nema vel til hafðan og á nýburstuðum skóm. Lipurmenni var hann við starfs- menn sína og vinnan gekk án skip- ana eða hávaða. Hann var ieið- beinandi fyrir þau ungmenni, sem hjá honum unnu á sumrin og hvergi fremur hafði ég viljað hafa mér tengd ungmenni en undir hand- leiðslu Sigfúsar. Þeir urðu menn að betri af því að umgangast hann. Þó var hann engum betri en börnum en hann var bamgóður og hafði gaman af bömum enda hændust þau að honum. Aldrei sá ég hann ánægðari og sælli en þegar afa- bömin komu í heimsókn, meðan hann gat notið þess. En Sigfús var ekki allra og á honum var gjarnan hijúfur skráp- ur. Ódrenglyndi og fláttskap þoldi hann ekki og áttu þeir ekki upp á pallborðið hjá honum sem slíkt sýndu af sér. Sigfús var langt í frá gallalaus en gallar hans gerðu hann aðeins manneskjulegri og trúverðugri eins og oftast er með þá sem eitthvað er spunnið í. Fjölskyldulíf Sigfúsar var gæfu- ríkt þó hann ungur missti fyrri konu sína Sigurbjörgu Stefánsdótt- ur frá dóttur þeirra ungri, þá kvæntist hann síðar Svanlaugu Pét- ursdóttur sem bjó honum og börn- um þeirra þremur það heimili sem hann kunni að meta, en Svanlaug lifir mann sinn. Þau áttu barnaláni að fagna. Ég kveð nú vin minn hinstu kveðju og um leið samfagna ég ástvinum hans yfir því að hafa átt svona nána samleið með svo góðum manni. Blessuð sé minning hans. Benedikt Gunnarsson Sunnudaginn 14. ágúst síðastlið- inn andaðist í sjúkrahúsi Sauðár- króks eftir langvarandi veikindi mætur og góður maður, Sigfús Sig- urðarson, fyrrverandi verkstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Hann var fæddur að Mælifelli í Skagafirði en ólst upp á Nautabúi og kenndi sig við þann stað, hann var sonur hjónanna Ingibjargar Sigfúsd,óttur prestsdóttur og Sig- urðar Þórðarsonar fyrrum kaup- félagsstjóra og alþingismanns á Sauðárkróki sem eignuðust tvö böm auk Sigfúsar, Ingibjörgu hjúkrunarkonu í Reykjavík og Sig- urð sem dó ungur að ámm. Sigfús ólst upp við þeirra tíma hugsunar- hátt, fór snemma að vinna bústörf o.fl., fór síðan til náms í Héraðsskól- ann á Laugarvatni, lauk þar námi kom svo heim í átthagana aftur, fór þó að kenna sund í sundlaug Steinstaðarskóla ásamt ýmsum öðr- um störfum. Á þessum tíma kynntist hann fyrri konu sinni, Sigurbjörgu Stef- ánsdóttur Sigurðarsonar hrepp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.