Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 44

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Minning: AlbertJ. Finnbogason bóndi, Hailkelshólum Fæddur 27.júlí 1900 Dáinn 11. ágúst 1988 I dag kveðjum við góðan vin, Albert J. Finnbogason. Hann var Austfirðingur, fæddur á Reyðarfirði 24. júlí 1900. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Björgu ísaks- dóttur og Jóni Finnbogasyni kaup- manni. Þegar Albert var ungur flutti hann með fjölskyldu sinni til Kanada, eins og svo margir á þeim árum, en fjölskyldan flutti heim aftur til ættjarðarinnar. Systkini Alberts voru: Óskar, hann kvæntist og bjó alla tíð í Kandada, hann er látinn. Rannveig, giftist Vjlhjálmi Þór, hún er nýlát- in. Sú eina sem eftir lifir af systkin- unum er Borghildur, sem býr á Akureyri, gift Jakobi Frímannssyni fyrrum kaupfélagsstjóra. Hugur Alberts beindist snemma að búmennsku og ræktun. Ungur að árum gerðist hann einn af Hóla- sveinum, en svo voru nemendur bændaskólans á Hólum gjaman nefndir. Síðar sigldi hann til Vestur- heims og nam þar prentiðn, og vann hann að iðn sinni í mörg ár í prent- smiðjunni Gutenberg, þar til hann setti á stofn Bókaútgáfuna Norðra með vini sínum Sigurði O. Bjöms- syni prentsmiðjustjóra á Akureyri. Hann veitti Bókaútgáfunni forstöðu um árabil, hann var frumkvöðull að tímaritinu „Heima er best*'. Al- bert var gæfumaður í sínu einka- lífí, hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti S. Benediktsdóttur, Jóhannessonar og Ingunnar Björns- dóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Rannveigu Björgu, gift Gísla Hend- rikssyni bónda á Hallkelshólum í Grímsnesi. Ranna Björg er besta vinkona mín og höfum við verið sem systur. Er Albert dvaldi fjarri föður- landi sínu, þráði hann jafnan að snúa aftur heim. Hann unni ættjörð sinni og öllu því sem á henni lifir, hvort heldur það var gróður, menn eða málleysingjar. Hann var áhuga- maður um þjóðlegan fróðleik, varð- veislu hans og íslenskrar bænda- menningar. Albert eignaðist jörðina Hallkels- hóla í Grímsnesi. Þar var þá lítið kot, sem íjölskyldan notaði sem sumarhús. Að því kom að Albert léti draum sinn rætast, því að upp- úr 1954 yfirgefur hann borgina og ákveður að gerast bóndi. Hann hóf uppbyggingu á jörðinni og kom sér upp góðum bústofni og átti góða hesta. Oft minntist hann Perlu sinnar, hestsins sem hann tók ást- fóstri við á síðari árum. Þegar fór að halla undan fæti og árin færð- ust yfír, tóku dóttir og tengdasonur hans við búrekstrinum. Fyrir hug- kvæmni og stórhug Gísla tengda- sonar Alberts, hóf laxeldisstöðin Fjallalax starfsemi sína formlega á jörðinni fyrir einu ári. Var þá hefð- bundinn búskapur lagður niður. Það gladdi Albert mjög að taka fyrstu skóflustunguna að hinni nýju lax- eldisstöð. Það var jafnan kært með þeim feðginum Alberti og Rönnu Björgu, en hún annaðist foreldra sína með einstakri umhyggju og ástúð í veikindum þeirra, sem síðustu mánuði voru rúmliggjandi heima, en Margrét liggur nú á Landspítalanum. Albert var góður heim að sækja og vildi hvers manns götu greiða. Hann var alltaf samur og jafn en þó einbeittur og ákveðinn að hverju sem hann gekk. Lífí er lokið og vegir skiljast. Albert kvaddi þennan heim að loknu miklu starfí, sáttur við allt og alla. Ófáir eru þeir sem standa í þakk- arskuld við hann. Ég er ein þeirra, sem vil að leiðar- lokum þakka langa og trygga vin- áttu við mig og foreldra mína. Blessuð sé minning hans. Margréti, Rönnu Björgu og Gísla sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Auður Jónsdóttir Móðurbróðir minn, Albert J. Finnbogason bóndi á Hallkelshól- um, lést í sjúkrahúsinu á Selfossi 11. ágúst 88 ára að aldri. Hann var næst elsta bam foreldra sinna, Jóns Ó. Finnbogasonar og Bjargar Isaks- dóttur. Systkini Alberts vom Óskar, sem settist að í Kanada, látinn 1968; Borghildur, gift Jakobi Frímannssyni á Akureyri, og yngst var móðir mín, Rannveig, nýlátin. Albert kvæntist Margréti Bene- diktsdóttur árið 1928 og eignuðust þau eina dóttur, Rannveigu Björgu, sem er gift Gísla Hendrikssyni. Áhugamál Alberts vom mörg. Hann lauk prentnámi og var vélsetj- ari í prentsmiðjunni Gutenberg í mörg ár. Síðar varð hann fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Norðra. Enda þótt störf hans í Reykjavík væm við bókagerð í 33 ár átti hann lengst af hesta, mikla gæðinga, sem veittu honum ómælda ánægu í frístundum. Ein af æskuminningum mínum er þegar Albert áði við sumarbústað foreldra minna á Þingvöllum, þá var hann á leið með hesta sína í sumarhaga að Hallkelshólum í Grímsnesi, er hann hafði þá fest kaup á. Æsku- draumur Alberts var að gerast bóndi. Hann var búfræðingur frá Hólum 1919. Á nokkmm ámm byggði hann upp jörðina og rækt- aði. Árið 1957 flutti fjölskyldan austur óg þar bjuggu þau myndar- búi í þrjá áratugi. Þegar synir mínir uxu úr grasi og gátu farið að vinna á sumrin, tóku Albert og Margrét við þeim. Þar vom þeir í góðum höndum og undir styrkri verkstjóm Alberts vöndust þeir vinnusemi, iðni og nákvæmni, sem hefur reynst þeim gott veganesti. Við Hilmar sendum ykkur, Margréti, Rönnu Björgu og Gísla, innilegar samúðarkveðjur og geym- um með okkur góðar minningar. Borghildur Kveðja frá Reyðarfirði „Myndin lýsir undrafegurð Reyð- arQarðar. Fremst á myndinni sést bmnnhús sem stóð við íbúðarhús Magnúsar kaupmanns. Húsið, sem hæst ber, er inn á Mel og var nefnt Ós. Þar var um aldamótin gisti- og áningastaður Héraðsmanna. Þar bjó Sigurður vert. Myndin er tekin af Lám Ólafsdóttur um aldamótin." Við fráfall heiðursmannsins Al- berts J. Finnbogasonar og í upp- hafí þessarar kveðju til hans fínnst mér fara vel á því að vitna í hans eigin orð. Þau ritaði hann aftan á eina af mörgum gömlum söguríkum myndum, sem hann safnaði og sendi okkur til varðveislu. Með þessu starfi og ýmissi annarri heim- ildasöfnún hefur hann bjargað dýr- mætum menningarverðmætum frá glötun. Það verður seint fullþakkað. Albert fæddist á Bakkagerðiseyri aldamótaárið og fór alfarinn ásamt fjölskyldu sinni til Winnipeg í Kanada tíu ámm síðar. Svo djúpstæð áhrif hafði staður- inn, mannlífíð og umhverfíð allt haft á þennan 10 ára gamla dreng, þegar hann kvaddi æskustöðvar sínar á fögmm vordegi árið 1910, að það leið honum aldrei úr minni. Myndin af Reyðarfirði, sem greypt- ist í huga þessa viðkvæma drengs þennan fagra vordag, var sönn og heil. Þaðan hvarf hún aldrei. Svo kynlega sem það kann að hljóma kom Albert aldrei aftur til Reyðaifyarðar. Ég spurði hann eitt sinn um ástæðuna og hann sagði: „Vissulega hefði ég haft efni á því að koma til Reyðarfjarðar á hveiju ári, en ég hef ekki treyst mér til þess. Mér hefur fundist ég hafa.svo glæsilegar endurminningar frá Reyðarfírði, að við þær verði ekki bætt. Ég vil una við þær í róleg- heitum það sem ég á eftir að lifa í þessu lífí.“ Já, myndin skyldi óhreyfð. Rækt- arsemi Alberts í garð æskustöðv- anna var einstök. Ámm saman hef- ur hann leitað að gömlum myndum, látið taka eftir þeim og sent okkur endurgjaldslaust. í sumum tilfellum er hér um fmmmyndir að ræða. Hann hefur ritað okkur mörg og fróðleg bréf og látið gagnmerkar skýringar og upplýsingar fylgja myndunum. Þess vegna er gildi þeirra margfalt meira en ella væri. Áhugi Alberts beindist einkum að Wathne-tímabilinu eystra, eins og hann gjaman nefndi tímabilið frá 1884—1910. Um það var hann mjög fróður. Friðrik Wathne, bróðir Ottós, hóf útgerð og verslun á Reyð- arfírði um og upp úr 1884 og- kauptúnið öðlaðist löggildingu sem verslunarstaður árið 1890. útgerð- ar-, verslunar- og íbúðarhús em reist af miklum myndarskap. Gmnnur er lagður að framtíðampp- byggingu staðarins. Inn í þessa hringiðu athafna og framkvæmda koma foreldrar Alberts og faðir hans gerist verslunarstjóri Wat- hne-verslunarinnar 1895 og gegnir því í 10 ár. En árið 1905 stofnsetur hann eigin verslun á Bakka stein- snar utan við Bakkagerðiseyrina þar sem Wathne-verslunin var, en nú stóð hún einmitt á þeim tíma- mótum. Þegar hinn mikli athafna- maður, Ottó Wathne, lést langt fyr- ir aldur fram árið 1898, kom það í hlut Friðriks bróður hans að taka við umsýslu allri á Seyðisfirði þar sem höfuðstöðvar Wathne-bræðr- anna vom. Reyðarfjarðarverslunin keypti ungur og athafnasámur maður, Rolf Johansen, og var hún jafnan kennd við hann upp frá því. Hér er aðeins fátt eitt nefnt um þetta merka tímabil athafna og framkvæmda. Þar koma margir við sögu. Fátt hefði glatt Albert J. Finnbogason meira en snjöll sögu- ritun þessa tímabils. Í viðtölum mínum við hann bar þetta oft á góma og einnig minnist hann á þetta í fróðlegum bréfum og frásögnum, sem varðveitt verða í skjalasafni Sögunefndar Reyðar- fjarðar ásamt öðmm gagnmerkum heimildum frá honum. Albert var kominn af merku dugnaðarfólki eystra. Faðir hans var Jón Óskar Finnbogason frá Krossayík í Vopnafírði, en móðir Björg ísaksdóttir íshússtjóra Jóns- sonar. Börn þeirra voru-fjögur. Auk Alberts vom það Borghildur, Rann- veig Elísabet og Óskar. Borghildur ein lifir bróður sinn. Hún býr á Akureyri, gift Jakobi Frímannssyni fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Rannveig Elísabet lést fyrr á þessu ári. Hún var gift Vilhiálmi Þór, fyrrverandi ráðherra. Öskar var búsettur í Kanada. Hann lést 1968. Ungan dreymdi Albert um það að verða bóndi. Hann fór því í Hóla- skóla og lauk þaðan námi 1919. En tími bóndans var ekki kominn. I stað þess fór Albert aftur utan og lærði prentiðn vestur í Kanada. Arið 1926 kemur hann svo heim og gerist vélsetjari í Gutenberg. Þar starfar hann næstu 20 árin, en gerist þá framkvæmdastjóri bóka- útgáfunnar Norðra, sem hann stofnaði ásamt Sigurði O. Björns- syni prentsmiðjustjóra á Akureyri. Persónulega þekki ég ekki þessi störf Alberts. Það hef ég hins veg- ar fyrir satt bæði úr mæltu og rit- uðu máli, að þar hafi hann verið í fremstu röð. Um líkt leyti og Al- bert hefur störf í Norðra festir hann kaup á jarðnæði austur í Grímsnesi. Þangað flyst hann svo með fjöl- skyldu sinni og nefnir bæ sinn Hallkelshóla. „Þá rættist hinn reyð- fírski draumur minn að verða bóndi,“ segir Albert í viðtali við undirritaðan. Og svona til að hnykkja vel á þessu bætir hann við: „Ég hafði ákveðið það ungur dreng- ur á Reyðarfirði að verða bóndi.“ Tvisvar auðnaðist mér að heim- sækja Albert og hans ágætu fjöl- skyldu heim í Hallkelshóla. Fyrir þær stundir verð ég ævinlega þakk- látur. Þangað var gott að koma. Eiginkona Alberts, Margrét Sigríð- ur Benediktsdóttir, dvelur nú á sjúkrahúsi. Ég sendi henni mínar hlýjustu kveðjur. Einkabarn þeirra hjóna er Rannveig, húsfreyja í Hallkelshól- um. Eiginmaður hennar er Gísli Hendriksson bóndi þar. Albert J. Finnbogason skildi eftir á skrifborði sínu stutt bréf stílað til hreppsnefndar Reyðarfjarðar. Það er staðfesting á þvj' sem hann hafði áður sagt, að „bréfabindi, sem hafa að geyma ýmsan fróðleik um upphafssögu Reyðarfjarðarkaup- staðar og umfjöllun gamalla rnynda" skuli send austur og varð- veitast í skjalasafni Reyðaifyarðar. Máli sínu lýkur hann með því að þakka ánægjulegt samstarf og lokakveðja hans er tilvitnun í erindi úr hátíðarljóði, sem ort var í tilefni 70 ára afmælis Reyðarfjarðarkirkju árið 1981. Þar biður hann fyrir Reyðarfirði og fænr Guði sínum þakkargjörð. Hringurinn lokast. Sama einlæga ástin til æskustöðv- anna kemur hér fram og þegar hann kvaddi Reyðarfjörð á fögrum vordegi árið 1910. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég eiginkonu Alberts, dóttur, tengdasyni og öðrum vandamönn- um þessa látna vinar míns. Reyðfírðingar þakka honum ein- staka vináttu, tryggð og fádæma ræktarsemi í garð æskustöðvanna. Blessuð sé minning Alberts J. Finnbogasonar. Guðmundur Magnússon Þann 11. þ.m. lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi Álbert J. Finnbogason bóndi á Hallkelshólum í Grímsnesi. Albert fæddist 24. júlí áriið 1900 og var hann því 88 ára gamall er hann lést. Albert var kvæntur Margréti Benediktsdóttur, ömmusystur minni, og eignuðust þau eina dóttur, Rannveigu Björgu, sem gift er Gísla Hendrikssyni og hafa þau búið allan sinn búskap á Hallkelshólum og verið heimilinu mikil stoð og hin síðari ár séð um búið og annast foreldra Rönnu af miklum kærleika. Ég var sjö ára snáði úr Reykjavík sendur til dvalar á Hallkelshólum sumarið 1963 og átti að fá að dvelja þar í tvær til þijár vikur, en þær urðu svo sannarlega fleiri, því ég dvaldi þar öll sumur eftir það til átján ára aldurs. Það dugði mér oft ekki að vera á Hallkelshólum bara á sumrin, ég fór oftast austur þegar frí voru í skólanum um jól og páska. Það má því segja að ég sé alinn upp á tveimur heimilum, í foreldrahúsum og á Hallkelshólum. Það er margt sem rifjast upp þegar maður sest niður og horfir til baka. Mig langar að minnast Alberts með nokkrum orðum. Al- bert var prúðmenni í framkomu og mikið snyrtimenni eins og vel sást og sést á stórbýlinu Hallkelshólum. Nú er þar eingöngu laxeldisstöðin Fjallalax, sem vígð var fyrir ári, en hér á árum áður er ég dvaldi þar, rak Albert stórbú með kýr, kindur, svín og hesta. Ég á honum margt að þakka, hjá honum lærði ég margt. Ég man sérstaklega eftir því að á hveiju vori fórum við tveir saman til að lagfæra girðingar, og höfðum við þá gjarnan með okkur nesti, þá fræddist ég mikið, því auðvitað var ég spurull og vildi vita allt, og ekki stóð á svörum því Al- bert var fróður um margt og víðles- inn. Hann gaf sér alltaf tíma til að svara mér og segja mér sögur á milli verka, sem jafnframt var nýtt- ur til þess að „taka í nefið". Ætli við drengirnir sem dvöldum á Hall- kelshólum munum ekki eftir sög- unni um „litlu stúlkuna ljúfu, með ljósu flétturnar tvær“. Það var allt- af mikið kappsmál hjá okkur strák- unum, Villa, Óla og mér, að gera þau verk sem við áttum að leysa eins vel og við gátum, því ekkert gladdi Albert meir, því hann hafði alltaf lagt rækt við það að leysa verk sín vel og vandlega af hendi og búum við að því alla tíð að hafa haft Albert sem leiðbeinanda og um leið uppalanda á uppvaxtarárum okkar. Ég kveð Albert með sökn- uði, og þakka honum allt. Eftir lifa góðar minningar, minningar um mann sem öllum þótti vænt um. Ég votta Möggu frænku minni mína dýpstu samúð og bið góðan guð að gefa henni styrk og góðan bata, því hún liggur nú á Landspít- alanum í Reykjavík, og getur því ekki verið við útför eiginmanns síns. Ranna og Gísli, ég og fjölskylda mín sendum ykkur samúðar- og kærleikskveðjur. Gummi Vinur minn, Albert J. Finnboga- son, er látinn. Engum kom á óvart þessi andlátsfregn. Ég og kona mín heimsóttum Albert í sjúkrahúsið á Selfossi í júlímánuði sl. Hann var helsjúkur en þrátt fyrir allt gat hann gert að gamni sínu. Hann sannaði mér að Albert hafði mjög góða kímnigáfu. Þegar ég var ungur drengur átti ég alltaf öruggt athvarf hjá Mar- gréti frænku og Albert. I minni mínu á ég Ijúfar minningar um þessi góðu hjón. Hjá Albert kynnt- ist ég hvemig á að umgangast dýr, því Albert átti hesta er hann hýsti í bakhúsi á Frakkastíg. Hann starfaði þá hjá Prentsmiðj- unni Gutenberg við vélsetningu. Kunningjar hans í prentarastétt hafa sagt mér að þar hafí farið afburðamaður í vélsetningu. Albert var fyrsti vélsetjarinn í Gutenberg. Enda hafði hann kynnst þessari tækni í Bandaríkjunum. Á tímabilinu 1925 til 1957 setti Albert saman flestar Linotype-setj- aravélar er hingað fluttust til lands- ins, svo hann hefur því æði oft þurft að taka á honum stóra sínum. Störf þessi voru mjög vandasöm og alltaf voru þau runnin af einstakri nákvæmni. Tæknibyltingin í prentverkinu var mikil á þessum árum. Hand- setning lagðist nær alveg niður með tilkomu þessara véla. A efri árum hafði Albert mikinn áhuga á tölvu- byltingunni í prentverki. Hann spurði mig margs í sambandi við þessi störf. Hann gagnrýndi hrak- andi gæði leturs í dagblöðum en gladdist er gæðin bötnuðu með ár- unum. Hann var fljótur að átta sig á þessum málum. Störf Alberts að félagsmálum voru heillarík. Hann átti sinn stóra þátt í því að Hið íslenska prentara- félag festi kaup á húseigninni á Hverfisgötu 21. Einnig voru kaup HÍP á jörðinni Miðdal í Laugardal hans hjartans mál. í rúman áratug starfaði Albert sem mikilvirkur bókaútgefandi. í þeim bókum er hann gaf út var útlit þeirra prentgripa í hæsta gæðaflokki. Bókaútgáfan Norðri var eitt af stærri útgáfufyrirtækjum landsins á þessum árum. Frá vordögum ársins 1957 bjuggu þau Albert og Margrét kona hans rausnarbúi að Hallkelshólum í Grímsnesi. í dag er stórfyrirtæki í laxeldi rekið á þessum stað, en það er Fjallalax í Grímsnesi. Einka- dóttir þeirra hjóna og tengdasonur hafa haft forgöngu um stofnun þessa fyrirtækis. Að lokum viljum við hjónin þakka Albert samfylgdina og vo.ttum eig- inkonu hans Margréti, sem nú dvel- ur í sjúkrahúsi, svo og dóttur þeirra, Rannveigu Björgu, og tengdasyni, Gísla Hendrikssyni, okkar innileg- ustu samúð. „Far þú í friði." Ólafur H. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.