Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 20.08.1988, Síða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 Minninff: Frímann Stefánsson Blómsturvöllum Fæddur 6. júlí 1925 Dáinn 12. ágúst 1988 Nokkur orð í minningu mágs míns og vinar, Frímanns Stefáns- sonar frá Blómsturvöllum, sem er til moldar borinn í dag. Kynni okkar Frímanns hófust fyrir fjörutíu árum, og bar aldrei skugga á þau vináttubönd, er þá mynduðust okkar á milli. Hann var minn hollasti og besti vinur, fómfús cg gefandi, og alltaf til taks ef á þurfti að halda. Ég fullyrði, að þessa lýsingu gefa honum fleiri, nú að leiðarlokum. Það mun verða fagurt veganesti hlýrra hugsana og óska okkar vina og vandamanna, sem hann mun ferðast með, ásamt þakk- læti fyrir að hafa þekkt góðan dreng í leik og starfí. Frímann var samviskusamur með afbrigðum, hvort heldur hann starf- aði hjá sjálfum sér eða öðrum, og flest virtist leika í höndum hans. Dugnaður og seigla fleyttu honum vel áfram í lífsbaráttunni, svo að fjölskyldan komst ávallt vel af. Aldrei var bruðlað en haldið vel á öllu. Lífsins ganga er ekki alltaf auð- veld, og hefur þessi samheldna fjöl- skylda orðið að reyna sinn skerf sorgar á skömmum tíma. Næstelsti sonurinn dó í blóma lífsins og Unn- ur, kona Frímanns, féll frá fyrr á þessu ári. Þá var Frímann orðinn mikill sjúklingur, en hann leyndi veikindum sínum af tillitssemi við fársjúka eiginkonu sína. Hann barmaði sér ekki að óþörfu, þessi elskulegi maður. Þó var eins og ljós- ið í augum hans slokknaði um tíma eftir fráfall sonar þeirra hjóna, Sig- urðar. En þrátt fyrir sársauka og sjúkdóma kom æðioft fram gamli glettnisglampinn og kátínan ólgaði undir. Frímann gat oft verið laun- fyndinn, svo að oft var hlegið dátt á góðum stundum. Aldrei heyrði ég mág minn bera öðrum annað en gott, og góður var hann ávallt heim að sækja. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja vin minn og mág. Hann var einn af þessum hljóðlátu mönnum, sem með góðmennsku og hlýju sigra hjörtu vor. Einlægar samúðarkveðjur flyt ég bömum hans og bamabömum. Fyrir mína hönd og bama minna. Gunnar Sveinsson Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldu okkar í sumar. í dag fylgjum við Frímanni Stefáns- syni tengdaföður mínum til grafar, aðeins röskum þremur mánuðum eftir andlát tengdamóður minnar, Unnar Sveinsdóttur konu hans. Unnur dó þegar vorið var að kvikna eftir langan vetur, og nú finnst okkur sem hausti snemma að, með andláti Frímanns. Frímann var fæddur á Blómstur- völlum í Glæsibæjarhreppi við Eyja- fjörð. Þar ólst hann upp í foreldra- húsum, einn sjö systkina. Foreldrar hans voru þau Stefán Valdimar Siguijónsson bóndi, kennari og odd- viti á Blómsturvöllum, og kona hans, Sigríður Guðrún Pálsdóttir. Systkini Frímanns voru sex sem fyrr segir. Tvö þeirra eru enn á lífi, þau Guðbjörg Marín og Þorsteinn. Hin voru Pálína Sumarrós, Baldur, Siguijón og Ragnheiður. Frímann ólst því upp á stóru h.eimili, og snemma vandist hann því að ganga til allra almennra verka í sveitinni, eins og gengur. Hann var þó ekki gamall, þegar hann fyrst hleypti heimdraganum, og fór að vinna í síld á Dagverðar- eyri. Ekki stansaði hann þó lengi á Dagverðareyri, því margmennið fyrir sunnan kallaði hann eins og fleiri. Þar kom að hann fluttist suð- ur í Mosfellssveit, þar sem heimili hans varð æ síðan. — Það var í takt við hinn nýja tíma stríðsár- anna, að þegar Frímann fór suður ásamt tveimur félögum sínum, fóru þeir allir akandi á mótorhjóli. Vafalaust hefur mörgu ung- menninu reitt misjafnlega af, eftir að hafa flutt suður að Faxaflóa- svæðinu á umbrotatíma stríðs- og eftirstríðsáranna. Hitt er jafn víst, að Frímanni urðu þetta gæfuspor. Hann hóf snemma störf á Álafossi, þar sem hann vann sem vefari, og varð snemma verkstjóri hjá hinu stóra fyrirtæki. Þar vann hann svo lengst af, uns hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Prjónastofu Frímanns Stefánssonar. Þar var starfsvettvangur hans síðustu tutt- ugu árin; fyrst í aukavinnu, og síðar sem aðalstarf. Á Álafossi kynntist Frímann konu sinni, Unni Sveins- dóttur. Hún var borin og barnfædd á Álafossi, og þar varð fyrsta heim- ili þeirra Frímanns. Ekki leið þó á löngu áður en þau reistu sér sitt eigið hús; Blómstur- velli í Mosfellssveit. Nafnið hefur Frímann tekið með sér til að minn- ast átthaganna við Eyjafjörð, nafn- ið varð sannkallað réttnefni fyrir húsið, umhverfi þess og þá blóm- legu fjölskyldu sem þar óx upp og dafnaði. Þau Unnur og Frímann voru mjög samhent um allt sem laut að heimili og bamauppeldi, og allir sem komu til þeirra minnast hins hlýja andrúmslofts sem þar ríkti, glað- værðar og óvenjulegrar gestrisni. Utan hússins var áhugamál þeirra ekki síður sameiginlegt, því garð- og tijáræktaráhugann áttu þau saman, eins og hinn fallegi lundur við Blómsturvelli er lýsandi dæmi um. Við Pijónastofuna unnu þau einnig saman, og einhvem veginn virðist mér sem allt lífshlaup þeirra hafi mótast af tillitssemi og ást hvors til annars. Þetta sama viðmót fundu böm þeirra einnig, og ekki síður við tengdabömin þegar við urðum hluti fjölskyldunnar. Alls eignuðust þau Frímann og Unnur fímm böm. Yngst var dótt- ir, sem fæddist andvana, en hin eru: Sveinn, rafmagnstæknifræðing- ur í Reykjavík. Hann er kvæntur Sædísi Vigfúsdóttur, og eiga þau tvö böm: Svein Lárus og Vigdísi Ósk. Sigurður Stefán, rafverktaki. Sigurður fórst í flugslysi fyrir nokkrum ámm. Hann var kvæntur Ragnheiði Halldórsdóttur, og áttu þau einn son: Frímann. Ásdís. hús- móðir, búsett í Mosfellsbæ. Ásdís er gift Jónasi Bjömssyni, rafverk- taka, og eiga þau þijú böm: Sig- urgísla, Sædísi og Söndru Rós. Fyrir hjónaband átti Ásdís eina dóttur; Unni Þormóðsdóttur. Unnur ólst að mestu upp hjá Frímanni og Unni til sjö ára aldurs. Halldór Vignir, lögfræðingur, búsettur í landi Blómsturvalla í Mosfellsbæ. Hann er kvæntur Lilju Dóm Vikt- orsdóttur, og eiga þau einn son: Sigurð Jóhann. Frímann kom mér fyrir sjónir sem afskaplega heilsteyptur og góður maður. Hann var ljúfmenni, og það var víðs fjarri honum að hreykja sér hátt. Hann var hins vegar kíminn og léttur í lund, og honum var gjamara að líta á hinar björtu hliðar lífsins en þær dökku, þótt hann þyrfti að glíma við vanda- mál og sorgir ekki minni en aðrir. Hann var hófsemdarmaður, en þó manna glaðastur á góðri stund. Eg mun alltf verða Frímanni þakklátur fyrir kynni okkar, og það hvemig hann tók mér þegar ég varð hluti af fjölskyldu hans. Þau Frímann og Unnur urðu fyr- ir miklu áfalli fyrir nokkmm áram, þegar Sigurður sonur þeirra fórst, ungur maður í blóma lífsins. Ekki dettur mér annað í hug en það hafi verið Frímanni þungbært, og að það hafi fylgt honum alla tíð síðan. Hitt er líka jafn ljóst, að hann bar þessa sorg sína af æðm- leysi, og síst af öllu íþyngdi hann öðmm með sorgum sínum. Hið sama var uppi á teningnum aðeins nokkrum ámm síðar, þegar í ljós kom að Unnur var haldin ólækn- andi krabbameini. Hann stóð við hlið hennar uns yfir lauk, og breytti þar engu, að sjálfur gekk hann ekki heill til skógar, því hann kenndi hjartameins 'allmörgum ámm áður. Síðasta áfallið kom svo daginn eftir að Unnur dó, því þá fékk Frímann vitneskju um að hann gengi með illkynja sjúkdóm, sem vísast myndi hafa sigur áður en langt um liði. Öllum þessum áföllum tók hann með stöku jafnaðargeði, og var bömum sínum og bamabömum áfram sá klettur í lífsins ólgusjó, sem hann hafði alla tíð verið. Börnin löðuðust alltaf að Frímanni, og var það að vonum. Hið hlýja og trausta viðmót hans gerði það að verkum að börnum jafnt sem fullorðnum leið vel í ná- vist hans, og hann hafði gott lag á að laða fram það besta í fari hvers manns. Það var gott að fá að kynnast Frímanni, og það er gott að eiga endurminningamar um hann, þótt öll teljum við andlát hans bera allt- of skjótt að. Jafnan þegar ég heyri góðs manns getið, mun mér koma Frímann á Blómsturvöllum í hug. Jónas Björnsson Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgongu veginn, þú varst okkur stjama skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir 61. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Við þökkum þá ástúð alla, sem okkur þú njóta lést, í soigum og sólarleysi það sást jafnan allra best. Þín milda og fagra minning sem moigunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur, við komúm á eftir þér. (Síðustu sporin, F.A.) Svenni, Ásdís og Halli. Þig sem i fjarlægð fjöllin bakvið dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við minn hugur þráir hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá heyrirðu ei hvem hjartað kallar á. Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber sú fagra minning eftir skyldi reyna en aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) í dag er til moldar borinn elsku- legpir afí minn, nú em veikindin og erfiðleikarnir að baki. Frímann afi, eða afi á „Blomm“, eins og við barnabörnin kölluðum hann, var einn þeirra manna sem ávallt vildi allt gefa en ekkert þiggja. Hann var ætíð reiðubúinn að hjálpa þegar illa stóð á. Líf hans var ekki alltaf dans á rósum. Amma og afi urðu fyrir því að missa dóttuc, sem fæddist and- vana, því næst misstu þau son sinn í blóma lífsins og að lokum dó amma í maí eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar amma lá banaleguna fékk afi að vita að hann væri með krabbamein. Dauði hans kom svo snögglega að ég hef ekki áttað mig ennþá. Ég bjóst við að fá að njóta nærvem hans lengur en nokkra mánuði eftir að fregnin um veikindi hans barst mér til eyma. Ég gerði mér enga grein fyrir því hve veikur hann var. Áfall- ið eftir fráfall ömmu var ekki geng- ið yfír þegar það næsta tók við. Ég var á leiðinni í heimsókn til afa á spítalann þegar síminn hringdi og mér var sagt að afí væri dáinn. Ég fylltist reiði og biturð, sú spum- ing kom aftur og aftur upp í hug- ann, af hveiju em þeir tveir aðilar sem mér þykir vænst um teknir frá mér á svo til sama tíma. Afí var mér eins og besti faðir. Ég ólst upp hjá ömmu og afa á Blómsturvöllum fyrstu sjö ár ævi minnar í ást og umhyggju. Enginn getur hugsað sér betri æsku. Alltaf var gott að koma til þeirra, heimil- ið speglaði þann frið og léttleika sem ávallt ríkti þar. Heimili þeirra sem þau höfðu gert að einskonar sælureit, þar sem öllum leið alltaf vel. Afí var mjög heimakær, hann kaus frekar að vera heima í garðin- um og gróðurhúsinu heldur en að fara í ferðalög erlendis. Hann rak fyrirtæki þar sem hann framleiddi ullarsokka sem allir vom handfjatl- aðir af honum sjálfum. Þama vann hann ásamt ömmu, þar til hann varð að hætta vegna veikinda. Afí hugsaði alltaf meira um viðskipta- vininn en sjálfan sig í öllum samn- ingum. Afi var fæddur og uppalinn í Eyjafírðinum. Hann var næstyngst- ur sjö systkina, sem öll bjuggu á Akureyri. i dag em tvö þeirra eftir- lifandi. Það var alltaf jafnmikið til- um lagfæringum innan húss sem utan, sem komu sér ómetanlega vel. Allt lék í höndum hans — og alltaf var hann fús til að hjálpa og fær um að gera það snilldarlega vel. í sumarhirðingunum var hann kappsamur og harðduglegur og hafði mikinn áhuga á að drífa verk- in áfram. Meira að segja síðasta starfsdaginn sinn, þegar smáskúr kom oní heyið og heimamenn töldu rétt að hætta að hirða, hvatti Sverr- ir til að haldið yrði áfram, þetta tæki fljótt upp úr heyinu — og fékk hann því ráðið að áfram var haldið, og allt komst í bönd. Já, það er margs að minnast. Fyrir ekki all- löngu þurfti ég t.d. að fá ljósrit af illa fömum en mér dýrmætum handritum, og vissi ekki hvert ég gæti snúið mér með það. Sverrir komst að þessu og bauð mér hjálp sína. Leysti hann þann vanda svo vel af hendi að aðdáunarvert var. Árið 1965 kvæntist Sverrir eftir- lifandi konu sinni, Erlu Ásgeirs- dóttur frá Þinganesi í Nesjum, hinni elskulegustu stúlku. Bar hús þeirra og heimili þess ljósan vott að þar ríkti samhugur og gagnkvæmur kærleikur. Þau eignuðust eina dótt- ur bama, Sjöfn, sem var augasteinn föður síns og móður. Stjúpsyni sínum, Birki Birgissyni, var Sverrir sem besti faðir og studdi hann með ráðum og dáð ekki síður en dóttur sína. Erla stundaði alla tíð störf utan heimilis og hún þurfti áreiðanlega ekki að vinna heimilisstörfin ein að daglegri vinnu sinni lokinni. Sverrir og Erla vom þar sem annars staðar samhent og samtaka og bæði harð- dugleg. í sumarfríum sínum fóm þau hjónin gjaman til íjarlægra landa og vora búin að ferðast þann- ig viða um lönd, sér til mikillar ánægju. Var alltaf jafn indælt að fá þau aftur heim, fult af ánægju- hlökkunarefni þegar ég fékk að fara með ömmu og afa norður. Akureyrarferð með þeim var alltaf viss partur af sumrinu á meðan afi var heilbrigður. En veikindi gera víst ekki boð á undan sér. Nú em allar þjáningar og þrautir að baki oer amma mun taka á móti afa. Með þessum orðum vil ég þakka ástkæmm afa mínum fyrir allar ánægjustundimar sem við áttum saman, alla hjálpina og stuðninginn sem ég fékk frá honum, þegar ég þurfti þess með. Ég mun aldrei gleyma honum og mun minningin um hann ætíð vera í huga mér. Sú hugsun að einhvem tíma eigum við eftir að hittast mun lina sorgina. Vor hinzti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemmur aldrei aftur sem einu sinni var. Og sólbrenndar hæðir hnípa við himin fólvan sem vin. Það er ég sem kveð þig með kossi kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (H.K.L) Megi góður guð styrkja fjölskyld- una í þessum erfíðleikum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldreigi hveim er sér góðan getur. Unnur, dótturdóttir. legum frásögnum úr ferðalögunum og með stórar, vel teknar mynda- syrpur frá fögmm stöðum í fjarlæg- um löndum. Nú hefur skipast veður í lofti og leiðir skilur um sinn. Eftir lifír ljós- Iifandi f huga minning um úrvals- mann, sannan heiðursmann, sem aldrei mátti vamm sitt vita. ísland er auðugt land meðan það fóstrar slíka mannkostamenn sem Sverrir var. Megi sú bæn rætast að sem flestir hans líkar fái að vaxa upp, lifa og njóta sín og móta þjóð okk- ar. Góður Guð blessi Sverri Guðna- son í framhaldslífi hans, blessi ást- vini hans alla, héraðið þar sem hann átti sín bernsku og æskuspor og sýsluna hér, þar sem hann lifði sín manndóms- og starfsár og helgaði alla sína miklu, góðu og notadijúgu starfskrafta. Við hér á bæ þökkum bljúgum huga alla vináttu, hjálp og hlýhug Sverris og þeirra hjóna beggja í okkar garð gegnum árin. Já, ómet- anlega og dýrmæta hjartahlýju og velvild, sem alltaf var til staðar, hvemig sem á stóð. Það er mikil og góð Guðs gjöf að mega kynnast og hljóta vináttu slíkra manna. Á sumargrænni jörðunni luktust augu Sverris aftur í hinsta sinni. „Á grænum gmndum lætur Hann mig hvílast," stendur í 23. sálmi Davíðs. Og Kristur sjálfur sagði: „Ég lifí og þér munuð lifa.“ Þau glitrandi, dýrmætu sannleiksorð em æðsta huggun harmi gegn á þung- bæmm skilnaðarstundum. Éinnig er gott að minnast þeirra orða Ritn- ingarinnar að „Sá sem sáir með blessunum mun og með blessunum uppskera." Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fvrir allt og allt (V.Br.) Sigurlaug Ámadóttir, Hraunkoti í Lóni. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ÓLAFSSONAR frá Söðulsholti, Iðjumörk 1, Hveragerði. Kristfn Þórðardóttir, Eyþór Ágústsson, Ólafur J. Óskarsson, Adda Hermannsdóttir, Steinunn Óskarsdóttir, Helgi Ársælsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Erlendur Óli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Sverrir Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.