Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 46____ Minning: Þorvaldur Þorsteins- son - Ólafsfirði Fæddur 4. september 1916 Dáinn 9. ágiist 1988 I dag er til moldar borinn frá Olafsfjarðarkirkju Þorvaldur Þor- steinsson fv. sparisjóðsstjóri í Olafs- firði. Þorvaldur var fæddur hér í Ólafsfirði 4. september 1916, næst elstur barna hjónanna Snjólaugar Sigurðardóttur og Þorsteins Þor- steinssonar útgerðarmanns. Systur Þorvaldar tvær, Jónína ekkja Guð- mundar Þorsteinssonar og Kristín gift Jónmundi Stefánssyni, eru báð- ar búsettar hér í Ólafsfirði. Árið 1938 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Sveinsínu Jóns- dóttur, sem ættuð er frá Lónkoti í Skagafirði. Heimili stofnuðu þau fljótt sem nú er Brekkugata 7, sem þá var sjóbúð föður hans og félaga. Þau Valdi og Sína eins og við Ólafs- firðingar köllum þau svo gjarnan, breyttu þessari sjóbúð síðan í nota- legt heimili og byggðu við og stækkuðu er efni leyfðu og fjöl- skyldan stækkaði. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, þau eru: Guðrún, gift Hreini Bern- harðssyni kennara, Jón, kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur kennara, Þóra, en hún dó bamung, Þóra, gift Guð- birni Jakobssyni múrarameistara, Ólöf, gift Kjartani Gústavssyni matsveini, og Þorsteinn, kvæntur Gunnlaugu Kristjánsdóttur. Auk þess að ala upp sinn bamahóp áttu þau hjón nægt rými og hlýju til að taka í fóstur systurson Sínu, Alf Walerhaug. Að mínu mati og allra Ólafsfirð- inga kveðjum við nú einn ágætasta son Ólafsfjarðar. Allir þeir sem kynntust Þorvaldi fundu fljótt að þar fór mikill drengskaparmaður, hógvær og hlýr í viðmóti, en fylginn sér er á þurfti að halda. Um skólagöngu Þorvaldar get ég verið stuttorður, því á hans æskuárum var framhaldsnám ungl- inga í Ólafsfirði vart til umræðu. Hann hóf sinn atvinnuferil bam- ungur í útibúi KEA hér í Ólafsfírði og fómaði því bestu árum ævi sinnar. Þó fór ekki svo að þau ár fæm í súginn, því með sínum góðu gáfum og eiginleikum nam hann í skóla lífsins mikið um verslun og viðskipti og góða þekkingu á bók- haldi og fjárreiðum. Árið 1952 lét hann af störfum hjá kaupfélaginu og tók þá við bók- haldi hjá Verslun Brynjólfs Sveins- sonar sem hálfu starfi óg bókhaldi Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. sem hálfu starfí. Þegar litið er til baka og vinnuframlag hans er borið sam- an við núvirði í vinnu vom bæði þessi störf heilsdagsstörf og rúm- lega það. Auk þessara starfa tók hann við umboði Bmnabótafélags íslands að föður sínum látnum og sinnti því af mikilli trúmennsku og það mikilli sanngimi að fáa hef ég heyrt hallmæla hans gjörðum á því sviði. Árið 1962 er Verslunin Valberg hf. stoínuð á gmnni Verslunar Brynjólfs Sveinssonar hf. og koma þar inn ungir menn þ. á m. sonur Þorvaldar, Jón, sem tekur við bók- haldi og skrifstofustjórn. Þá tekur hann til starfa hjá Sparisjóði Ólafs- fjarðar en starfsemi sjóðsins fer það vaxandi á þessum ámm að nafni Þorvaldar og frændi þurfti á dyggri aðstoð að halda. Störf Þorvaldar þar, sem og önnur sem hann tók að sér, öfluðu honum slíks trausts að árið 1970 er hann ráðinn spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Ekki ætla ég mér að reyna að gera neina úttekt á störfum Þorvaldar þar, en verkin hljóta að tala og vin- sældir hans fóm saman með mikl- um vexti sjóðsins undir traustri for- ustu hans. Allan starfstíma Valda var Sparisjóðurinn rekinn við þröngan húsakost en starfsemin jókst hröðum skrefum. Því var hann í fomstu fýrir að bæta starfsskil- yrði stofnunarinnar og um leið að bættri þjónustu við bæjarbúa. Nýtt og glæsilegt hús reis síðan hér við Aðalgötuna, þó svo að heilsubrestur Þorvaldar kæmi í veg fyrir að hann lyki því verki eða nyti betri starfs- skijyrða, sem nýja húsið bauð upp á. í þeim umsvifum stóð og stendur sonur Þorvaldar, Þorsteinn, sem við treystum vel fyrir þessari veiga- miklu stoftiun okkar. Þorvaldur lagði gjörva hönd á margt á lífsleið sinni. Hann var mikill félagsmálamaður og ráða- drjúgur á þeim sviðum. Þeir hæfí- leikar og góðar gáfur leiddu til þess að hann var kvaddur til starfa í fomstusveit bæjarfélagsins. Sem fulltrúi Sjálfstæðismanna sat hann í bæjarstjórn Ólafsfjarðar í 12 ár, þar af í 8 ár sem forseti bæjarstjóm- ar eða meðan hann gaf kost á sér til þeirra starfa. Mannasættir er orð yfír Valda, því að auk þess að stýra bæjar- stjóm farsælt í 8 ár var hann líka formaður sáttanefndar staðarins, sem þá var starfandi. Þá vil ég nefna formennsku Þorvaldar í Slysavarnasveit karla hér í bæ. Hún varði mörg ár og lagði hann mikla rækt við það félag og starfsemi þess. Ekki má gleyma stuðningi hans við íþróttastarfsemina í bæn- um, þó svo að hann stundaði ekki íþróttir sjálfur, var hugur hans með okkar fólki og sumir afkomenda hans vel liðtækir íþróttamenn. Þeg- ar mest kvað að Þorvaldi í Slysa- varnafélaginu tók hann mikinn þátt í leikstarfsemi hér, sem þá var ein aðal fjáröflunarleið slíkra áhuga- mannafélaga. Mig minnir að það fórnfúsa leiklistarstarf hafí færst yfír á fleiri félög á þeim ámm, því ég man ekki betur en vinur minn léki í a.m.k. 2 leikritum sömu jóla- leikjavertíðina á stundum, og þótti góður leikari. Eins og áður er fram komið var Þorvaldur sjálfstæðismaður mikill og lá aldrei á skoðunum sínum í anda frelsis til orðs og æðis. Hann lá ekki á liði sínu til að framfylgja þeirri sannfæringu sinni þó prúð- mennska hans og hógværð skýldu einbeittum huga oft á tíðum. Þorvatdur hafði mikinn áhuga fyrir framgangi síns byggðarlags. í þeim tilgangi gerðist hann hlut- hafi í félagi um kaup á 72 tonna bát á nýsköpunarárunum. Sævaldur hét sá bátur og kom hingað 1946. Þá var hann einn af stofnendum sameignarfélagsins Kristjáns sem rak hér 80 tonna bát um tíma. í félagi við Sigurð Jóhannesson skó- smið byggði hann fískverkunarhús, sem nú er í eigu Júlíusar Magnús- sonar. Þó svo að Þorvaldur stæði ekki í fremstu víglínu atvinnurekstrar í Ólafsfírði má með sanni segja að í mörgum tilfellum stæði hann dyggi- lega að baki þeim er í honum stóðu og eftir að hann varð áparisjóðs- stjóri kom vel í ljós vilji hans og vitund um þarfir dugandi fólks í atvinnurekstri bæjarins. Þorvaldur var skáldmæltur vel og grunar mig að allmikið efni liggi eftir hann en hógværð mannsins og lítillæti hefur komið í veg fyrir birtingu þess. Þó svo að Valdi væri staðbundinn við sitt byggðarlag og gerði ekki víðreist um ævina, var hann víðles- inn og hafði góða yfirsýn yfír lands- og heimsmálin. Er ég sit hér og reyni af veikum mætti að tjá mig nokkrum orðum um slíkan sómamann sem Þorvald- ur var, hrannast að minningar bæði frá æsku- og samstarfsárum og ég finn það og veit að mikla fyllingu vantar í þessar fátæklegu hugleið- ingar. Eftir langvarandi veikindi með erfiðum lokaþætti kveðjum við Ólafsfirðingar hjartfólginn sveit- unga og vin. Við hjónin sendum Sínu, börnum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þeim öjlum guðs blessunar. Ásgeir Ásgeirsson Það lamast eða hverfur alltaf eitthvað innra með okkur þegar vinur deyr; og því kærari sem vinur- inn er okkur því sársaukafyllri verð- ur dauðinn. Mjög erum tregt tungu að hræra, kvað Egill Skallagríms- son er hann syrgði Böðvar son sinn drukknaðan. Og nú fínn ég að eitt- hvað stórt innan í mér hefur lam- ast eða horfið — afi er dáinn. Afi var hæglátur maður. Hann - 'itn kunni að þegja. Það er hæfileiki sem ég vildi að fleiri kynnu. Ég mun hafa verið tíu ára þegar ég tók fyrst eftir þessum þætti í fari afa, og strákurinn kunni því ekki alltaf vel; hann vildi eiga hressan og fjör- ugan afa; spurði því pabba sinn hvers vegna afi væri alltaf svona þögull og þungur. „Hann er að hugsa,“ svaraði pabbi. Já, hugsaði strákurinn með sér, hann er að semja ljóð, ef til vill fallegan óð til ömmu. Það var oft þroskandi og örvandi fyrir ungan dreng að fara út í gamla litla sparisjóð og horfa á afa sinn við skrifborðið, hljóðan og hæglátan; og enn síðar fyrir ungan mann að fara út á Brekku- götu 7 og sitja við hliðina á afa sínum, eða bara hlusta á afa og ömmu drekka kaffíð sitt frammi í eldhúsi; oft án margra orða. Lýsandi dæmi um rólyndi afa er frá þeim árum þegar hann starfaði við sparisjóðinn við hlið Þorvaldar Sigurðssonar (Abba í sparisjóðn- um). Einhvetju sinni kom Siggi Áma niðiir í bæ, hitti þar mann og sagði: „Ég var að koma úr spari- sjóðnum. Nafnamir voru þar einir. Það var nú ekki hávaðinn þar.“ Afi samdi mörg kvæði og ljóð en aðeins af innri þörf. Hann var ekki að flíka þeim skáldskap; vildi ekki að aðrir kíktu í sálarkirnuna hans, geymdi öll sín ljóð í möppum sem hann faldi vel og fáir vissu af. Á sínum yngri árum gaf hann sér tíma til að skrifa, aðallega á nótt- unni, þreyttur eftir langan vinnu- dag, þegar börnin voru sofnuð, allt orðið kyrrt og í næturkyrrðinni leið afa vel. Hann tjáði sig aðeins opin- berlega í ræðum, ekki síst eftir að hann lét plata sig út í stjórnmál og varð forseti bæjarstjórnar. Ég veit ekki hvernig afí tók sig út í ræðu- stól; ég var of ungur til að muna; en mér nægir að vita að honum fórst fátt illa úr hendi. Þau voru ekki gömul þegar þau kynntust afi og amma — það er enn kallað ást þetta óútskýranlega fyr- irbæri sem bindur fólk óijúfanleg- um böndum. Amma Sveinsína kom frá Lónkoti í Sléttuhlíð til Ólafs- fjarðar árið 1934, þá átján ára, og vann á hemili Þorsteins og Snjó- laugar konu hans. „Ég varð bál- skotinn í henni ömmu þinni strax og ég sá hana og er enn,“ sagði afí mér fyrir nokkrum árum, og bætti við kankvíslega: „En ég get ekki ábyrgst hana.“ Og þar sem frumburðurinn Guðrún var á leið- inni varð langafi Þorsteinn að gefa unga óþolinmóða ástarparinu litla verbúð til að búa í; þar fæddist Jón stuttu síðar — og allt var þetta áður en hann Kristján konungur tíundi gaf þeim leyfí til að ganga í það heilaga. Verbúðin breyttist á skömmum tíma í heimili, þar sem menn og álfar hafa lifað í sátt und- ir traustri vernd Guðs. Þriðja barn þeirra ömmu og afa, Þóra, lifði aðeins mánuð. Eftir hana samdi afí eitt sitt yndislegasta ljóð. Ég sé hann fyrir mér nóttina eftir jarðarförina. Allt er kyrrt og hann mænir út í næturhúmið hryggur í sál sinni meðan hann festir hugsan- ir sínar í ljóðstafi. Ljóð þetta mun lengi lifa meðal afkomenda hans. Þtjú böm önnur eignuðust þau: Þóru sem fæddist tíu árum síðar, Ólöfu, og Þorstein, sem gegnir nú stöðu sparisjóðsstjóra og hefur gert síðan afí lét af því embætti árið 1982, þegar hann veiktist. Enda þótt afi hafi ekki kunnað að ganga hratt né tala hátt þá kunni hann manna best að skemmta sér. Þær voru ófáar stundirnar sem afi eyddi með vinum á glaðri stund. Ég sé og heyri glasaglaum sem nær marga áratugi aftur í tímann og ég heyri syngjandi glaðar raddir, og ef vel er rýnt sér maður líka sígarettureyk liðast um stofuna á Brekkugötu 7. Skál, því gleðin skal gjalla. Ég minntist á verbúð áðan. Hana átti Þorsteinn langafi. Þorsteinn var efnaður maður á þeirra tíma mæli- kvarða, en átti reyndar allt í félagi við ævivin sinn, Þorvald Sigurðsson, fyrrv. sparisjóðsstjóra. Þeir voru alla tíð kallaðir Félagarnir. Ein- hveiju sinni þegar afi var tíu ára fór hann í sína fyrstu kaupstaðar- ferð með föður sínum til Akur- eyrar. Með þeim í förinni var vinur þeirra, Ásgrímur Sigurðsson frá Karlsstöðum. Það bar við að ein- hver vatt sér að Ásgrími og spurði hverra manna þessi litli sveinstauli væri. Þá varð Ásgrími að orði: „0, hann er nú sonur þeirra Félaga.“ Afi Þorvaldur elskaði Ólafsfjörð af öllu hjarta. Hér var hans staður, hér var hans heimabyggð. Mér fínnst merkilegt til þess að hugsa að afi vildi ekki þiggja boð föður síns þess efnis að fara suður til náms. Afí var aðeins þijú ár í barna- skóla. Það var öll hans skólaganga og sýnir og sannar að löng og ströng skólaganga tryggir engan veginn að viðkomandi verði betri maður; dæmið um afa sýnir mér miklu heldur að löng og ströng ganga í skóla lífsins efli með mönn- um betra hjartalag. Afi vildi ekki ganga menntaveginn vegna þess að hann sá það fyrir að þá kæmi hann ekki aftur heim. Honum leið illa ef hann var svo mikið sem tvo daga í burtu frá sínum hjartfólgna fírði. Það er búið að vera hljótt úti á Brekkugötu 7 síðan afi veiktist fyrst alvarlega fyrir nokkrum árum. Það er fátt óyndislegra í lífinu en að horfa á mann sem maður elskar og horfír upp til veikjast, missa sjálfstraustið, lífslöngunina sem eitt sinn var svo undur sterk. En ég fann það að eftir því sem hann veiktist meir því sterkari varð aftur löngun hans til lífsins. Nú er afi dáinn, en ég get ekki séð að hann hverfi nokkum tíma okkur hinum sem eftir lifum; hann er í okkur, blóði okkar. Og elsku amma. Engin kona hef- ur fórnað sér svo gersamlega fyrir aðra sem hún. Ég vildi að ég ætti nógu sterk orð til að lýsa henni, en orð hverfa þegar ég hugsa til ömmu, öll orð nema eitt: kærleikur. Hún hefur alltaf verið eins og göfug drottning, umkringd bömunum sínum sem hvergi vilja búa nema heima í Ólafsfirði, bamabömunum, bamabamabömunum, að ógleymdu öðm nákomnu fólki sem hún hefur annast af alúð í gegnum árin, þótt hún sjálf hafi ekki alltaf gengið heil til skógar. Að hugsa um aðra og elska og að biðja Guð sinn um að vemda þá hefur verið líf hennar í meira en hálfa öld. En nú er allt hljótt úti á Brekkugötu 7. Þar mun þögul lífsleði ríkja — eins og síðustu fímmtíu árin. Helgi Jónsson Fyrir réttri öld stóð aðeins eitt íbúðarhús við sjóinn við Ólafsfjörð austanverðan, þar sem nú er blóm- legur bær með á annað þúsund íbúa. Þróun þessarar byggðar er eitt af mörgum undrum Islandssögunn- ar. Ekki var fysilegt að setjast að á þessum stað fyrir einni öld. Hrika- legur fjallahringur og hafnlaus strönd einangruðu hann frá um- heiminum og hörð vetrarveður og hafís hindmðu að auki oft og tíðum sóknina eftir lífsbjörginni sem fyrst og fremst fékkst úr hafinu. En þessi sami staður bjó líka yfir hrikafenginni fegurð og gaf þeim björg í bú sem höfðu trú á honum og kjark til þess að fylgja þeirri trú sinni eftir. Meðal ötulustu athafnamanna við uppbyggingu þorpsins við Ólafs- fjörð, sem lengi vel var kallað Horn- ið, vom „félagarnir" svonefndu. Þeir hétu Þorsteinn Þorsteinsson og Þorvaldur Sigurðsson. Ráku þeir umfangsmikla útgerð og fiskverkun og sinntu auk þess ýmsum þjón- ustustörfum. Þorvaldur var kvæntur Kristínu, systur Þorsteins, en kona Þorsteins hét Snjólaug og var systir Þorvald- ar. Þau em öll látin fyrir nokkmm ámm. Þau hjónin Þorsteinn og Snjólaug eignuðust þijú börn, Jónínu, Þor- vald og Kristínu og að auki ólu þau upp systurdóttur Snjólaugar, Gunn- laugu Jónsdóttur. Stúlkurnar þijár em á lífi en Þorvaldur andaðist 9. ágúst sl. á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði eftir nærtveggja mánaða legu þar. Þorvaldur fæddist 4. september 1916. Hann ólst upp við gott at- læti hjá samhentri og ástríkri fjöl- skyldu. Ekki var menntunin snar þáttur t Eiginmaður minn, SR. HELGI TRYGGVASON yfirkennari, lést aðfaranótt föstudagsins 19. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Jarðarförin augiýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Guðbjörg Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, VILHJÁLMUR INGVARSSON framkvæmdastjóri, Sæbraut 11, Seltjarnarnesi, lést í Landakotsspítaianum fimmtudaginn 18. ágúst. Anna Fríða Ottósdóttir. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, STEFÁN SIGURÐSSON frá Ytri-Rauðamel, Borgarbraut 63, Borgarnesi, lést í sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn 18. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Vlgdfs Einbjarnardóttir, Björn Sig. Stefánsson, Stella Stefánsdóttir, Ragnheiður E. Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.