Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 55 - VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ófremdarástand í Suðurgötu Velvakandi góður! Við heitum á fulltingi þitt. Suður- gatan hérí miðbæ Reykjavíkur er vinsæl spyrnugata bifhjólasveina, einkum seint á kvöldin og jafnvel fram á miðjar nætur. Fæstum verð- ur þá svefnsamt í húsunum við þessa elstu götu bæjarins, þvílíkur hávaði fylgir þessum tryilingsakstri þeirra. Þó verður að gera ráð fyrir, að aldurs vegna ættu þeir að gera sér grein fyrir því, að þannig hagar maður sér ekki í neinu íbúðarhverfi hér í Reykjavík. Að minnsta kosti ekki án þess að kalla yfir sig hörð viðbrögð samborgara sinna. Það er vissulega viðfangsefni umferðar- lögreglunnar, að koma í veg fyrir þetta. Þess. var getið í blöðunum í sum- ar, að komin væri á innileg og góð samvinna milli mótorhjólasvein- anna og lögreglu. Að minnsta kosti svo góð, að ástæða var til þess að geta þess sérstaklega í blöðunum. Við vonum að svo sé, og að um- ferðarlögreglan láti þetta ófremdar- ástand til sín taka nú þegar. Það er ekki síður verkefni lögreglunnar að stöðva svona geðveikisakstur og tilheyrandi djöfulgang en að stöðva akstur ölvaðra manna. Um leið og Velvakanda er þakk- að fyrir að koma tilskrifi þessu á framfæri, þá væntum við þess, að þeir aðilar sem mál þetta snertir láti nú verkin tala. íbúar í Suðurgötu. Háar afborg- anir af lánum Kæri Velvakandi! Ég samgleðst þeim, sem fá niður- fellda dráttarvextina af sköttunum sínum og öfunda þá ekki, þótt ég sé ekki í þeirra hópi. Margir eiga við annað vandamál að stríða og er ég í þeirra hópi. Það eru afborganir af lánum, þar sem ég borga til dæmis 10.000,00 kr., en lánið lækkar ef til vill um 1.000,00, — ef það þá hækkar ekki. Þama er ég að kaupa eitt þúsund krónur á kr. 10.000,00, sem varla getur talist hagkvæmt. Nú vil ég koma þeirri spumingu á framfæri, hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir fólk eins og mig, sem er sokkið í svona skuldafen. Ein sem er alveg að gefast upp. Þessir hrlngdu . . . Að leita dunum og dynkjum Sveinn hringdi: „Ég kann ekki við þetta orðalag „að leita í dyrum og dyngjum", sem ég er alltaf að sjá og heyra. í mínu ungdæmi var talað um að leita dunum og dynkjum, og finnst mér það mun kraftmeira og fal- legra." Er Steingrímur inn und- ir hjá íslenskum aðalverk- tökum? Þrasari hringdi: „Steingrímur Hermannsson segir það engu breyta um emb- ættisfærslu sína gagnvart ís- lenskum aðalverktökum að þiggja boð um laxveiðar í fokdýrum ám. Má satt vera, en það hlýtur að skiljast þannig, að hann og hans menn séu nú þegar inn undir hjá aðalverktökum og aðalverktakar inn undir hjá þeim.“ Seiko-úr týndist í Reykjavík Gyllt og silfurlitað úr af seiko- gerð týndist í Reykjavík þriðju- daginn 16. ágúst. Úrið er þunnt og með keðju. Líklegt er að úrið hafi týnst á einhverjum eftirtal- inna staða: Austurbæjarapóteki, Heilsuvemdarstöðinni, Suðurgötu eða Glæsibæ. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 685704. Kann einhver öll erind- in? Guðjón Árnason hringdi: „Kannast einhver við kvæði, sem hefst svo: Viltu með mér vaka, sofa. . . Erindin munu alls vera átta, en ég kann aðeis fjög- ur. Gaman væri líka að fá að vita nöfn höfunda kvæðisins og lags- ins, sem það var sungið við.“ Svart kvenhjól týndist Svart kvenhjól hvarf í mið- bænum aðfaranótt síðasta laugar- dags. Stýri og bjalla hjólsins eru svört. Klikkhljóð heyrist þegar það er á ferð. Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um hjólið eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 611610 eða 611447. í boði eru fundarlaun. Bröndótt læða í óskilum Á þriðjudagskvöld fannst brún- bröndótt læða við Lækjargötu. Hún er með svartar rendur og er hvít á trýninu. Þegar læðan fannst var hún með mosagræna ól um hálsinn, en merkingin var dottin af. Upplýsingar í síma 10539, eða á Dýraspítalanum. Dónaskapur hjá Pósti og síma íslendingur hringdi: „Ég er fæddur á íslandi, en fluttist 7 ára gamall til Banda- ríkjanna. Ég hef komið til íslands á hveiju sumri og tala íslensku ágætlega, þótt hún sé kannski ekki fullkomin hjá mér. Á mið- vikudaginn kom ég svo hingað frá Bandaríkjunum og þurfti að afla mér upplýsinga um ákveðið síma- númer. Því hringdi ég í 03, upplýs- ingasíma Pósts og síma. Þar var mér mætt með dónaskap og sagt, að ekki væri hægt að veita mér þær upplýsingar sem ég þyrfti, því ég talaði ekki nægilega góða íslensku. Hvemig er með útlend- inga sem þurfa að fá upplýsingar um símanúmer? Er þeim vísað frá ef þeir tala ekki íslensku? Nú hélt ég, að hlutverk þeirra, sem svara í þessu númeri væri að að- stoða fólk. Það er kannski mis- skilningur. Mér finnst greinilegt, að sumir starfsmenn þama taka starf sitt ekki nógu alvarlega.“ Dómkirkjan Sumarferð aldraðra Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dómkirkjusókn - miðvikudaginn 24. ágúst nk. kl. 13.00. Farið verður frá Dóm- kirkjunni, ekið um Grímsnes að Gullfossi og Geysi og til baka um Laugarvatn og Þingvelli. Að venju verður gefið kaffi í ferð- inni. Þátttökugjald kr. 500,- Þátttaka óskast tilkynnt í síma 12113 mánudaginn 22. ágúst frákl. 14.30-17.00. Sóknarnefnd. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Háteigsvegur Laugavegur Bankastræti Glaðheimar Vogahverfi Samtún Drekavogur Stigahlíð 49-97 KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139 o.fl. GRAFARVOGUR Svarthamrar Vegghamrar Krosshamrar UTHVERFI Hraunbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.