Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 59

Morgunblaðið - 20.08.1988, Page 59
59 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 tebm FOLK ■ LOBANOVSKY, þjálfari sovézka landsliðsins í knattspymu, fékk enn eitt hjartaáfallið fyrir skömmu. Hann var þá staddur á ítaliu í keppnisferð ásamt liði sínu, Dynamo Kiev. ■ KARLSRUHE komst í efsta sæti v-þýzku 1. deildarinnar í knattspymu um síðustu helgi. Láðin era 28 ár frá því að liðið sat síðast á toppnum. FráJóni Halldóri Garðarssyni iV-Þýzkalandi m FRANZ Beckenbauer, v- þýzki landsliðseinvaldurinn, er laf- hræddur við Finna eftir jafntefli þeirra gegn Sovétmönnum fyrir skömmu. V-Þjóð- verjar eiga að mæta Finnum í undankeppni HM innan skamms. Þjóðveijarnir mega ekki við að tapa stigi vegna þess að þeir era í riðli með Hollendingum og aðeins efsta liðið í riðlinum er öraggt með að komast áfram. ■ DALEY Thompson, tug- þrautarkappi, segist þurfa á hinum gamla keppinaut sínum, V-Þjóð- veijanum Jiirgen Hingsen, að halda til að ná sínu bezta á ÓL. Hingsen, sem hefur átt við meiðsli að stríða, er alls ekki öraggur með að komast til Seoul og fær síðasta tækifærið til að sanna getu sína á móti í V-Þýzkalandi um þessa helgi. Thompson hefur því ákveðið að taka einnig þátt í mótinu í þeim tilgangi að hvetja Hingsen til dáða. ■ FELDKAMP, þjálfari Eintracht Frankfurt, er farinn í nokkurra daga frí. Liði hans hefur gengið afleitlega það sem af er og ekki hlotið stig. Óvíst er hvort hann kemur aftur til starfa hjá félaginu. Hann var ekki hafður með í ráðum þegar Detari var seldur frá félag- inu en það riðlaði öllum undirhún- ingi hans. Fleiri era óánægðir með stjórn félagsins og ekki ólíklegt að til meiri háttar uppgjörs komi á næstunni. ■ GLADBACHhefur sömuleiðis gengið mjög illa í upphafí og stjór- inn, Wolf Werner, þykir valtur í sessi. Það sem helzt virðist koma í veg fyrir að hann verði látinn taka pokann sinn er að aldrei í sögu fé- lagsins hefur það gerzt, að þjálfari hafí verið rekinn. ■ STEINN Jóhannsson, FH, setti í gærkvöldi unglingamet í 1000 metra hlaupi á ftjálsíþrótta- móti í Ludwigshafe í V-Þýzkal- andi. Hann hljóp á 2.27,9 mín og varð 3. í hlaupinu. Þar með bætti hann met Kristleifs Guðbjörns- sonar frá árinu 1957 en það var 2.29,1 mín. Frímann Hreinsson hljóp á 2.37 mín í sama hlaupi. Súsanna Helgadóttir náði góðum árangri í 100 m hlaupi á mótinu. Hún hljóp á 12,1 sek og sigraði. ■ LEIKMENN Liverpool vora boðaðir á fund í gær og héldu allir að tilkynna ætti eftirmann AJans Hansens. Annað kom á daginn og John Aldridge FráBob trúði ekki því sem Hennessy hann heyrði og í Englandi hringdi í íþróttadeild Liverpool Echo til að fá fregnina staðfesta! Arsenal vildi fá Aldridge í fyrra og víst er að áhuginn er ekki minni nú. Rush fer í sína gömlu stöðu en lækkar um helming í launum — fékk sex þúsund pund á viku hjá Juventus, en fær „aðeins" þijú þúsund hjá Liverpool. ■ „ÉG vildi að áhorfendastæðin á Anfield tækju fleiri, því eftir- spum eftir ársmiðum hefur verið gríðarleg eftir að tilkynnt var að Rush væri á heimleið,“ sagði Peter Robinson hjá Liverpool í gær. ■ RONNIE Whelan var fyrirliði Liverpool í tveimur leikjum á Spáni um daginn, meistaramir sigraðu — og Whelan heldur fyrir- liðastöðunni. HANDKNATTLEIKUR Bogdan Kowalczyk með tilboð erfendis frá Verður ekki þjálfari Víkings í vetureins og um hafði samist SAMKOMULAG hefurtekizt milli handknattleiksdeildar Víkings og Bogdans Kowalc- zyk landsliðsþjálfara um að hann þjálfi ekki 1. deildarlið Víkings ívetur, eins og um hafði samist i sumar. Hallur Hallsson formaður handknattleiksdeildar Víkings tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi að gengið verði frá þessu um helgina og væntanlega verði einnig gengið frá ráðningu þjálfara í stað Bogdans um helg- ina. Hallur vildi ekki tjá sig um ástæður þess að Bogdan þjálfar ekki Víking í vetur. En samkvæmt heimiidum Morgunblaðsins er mögulegt að Bogdan fari til starfa erlendis strax eftir Ólympíuleik- ana í Seoul. Samkvæmt sömu heimildum hefur Bogdan fengið nokkur mjög gimileg tilboð frá þekktum handknattleiksliðum á meginlandi Evrópu um að gerast þjálfari, enda orðinn einn þekkt- asti og virtasti handknattleiks- þjálfari heims vegna hins góða árangurs, sem hann hefur náð með íslenzka landsliðið. Bogdan Kowalczyk kom til starfa hjá Víkingi sumarið 1978. Undir hans stjóm varð Víkingur íslandsmeistari í íjögur skipti og bikarmeistari þrisvar. Arangur Bogdans sem landsliðsþjálfari hefur einnig verið frábær en ís- land náði 6. sæti bæði á Ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984 og í Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986, þriðja sæti á Júgóslavíu- mótinu í fyrra og þvi fjórða ^ heimsbikarkeppninni f Svfþjóð f janúar. Morgunblaðíð/Bjami Bogdan Kowalczyk þjálfar ekki 1. deildar lið VTkings í vetur eins og til stóð. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Fylki vantar tvö stig úr fimm leikjum FYLKIR er nú svo gott sem komið með báða fœtur í 1. deild; þeir sigruðu Selfoss 2:1 á sama tíma og Víðir í Garði tapaði 2:3 fyrir ÍR. Fylkismenn eru því komnir með 14 stiga forskot þegar 5 umferðir eru eftir, og þurfa þvf ekki nema einn sigur í viðbót til þess að gulltryggja sig. Sigur Fylkis var sanngjam, því það var aldrei neinum vafa undirorpið hvort liðið væri betra. Fýlkismenn vora áberandi meira •■■■■■ með knöttinn f fyrri KristinnJens hálfleik, og á 10. Sigurþórsson mín uppskára þeir skrifar fyrra mark sitt. Það var Ólafur Magnús- son, sem afgreiddi knöttinn í netið, eftir góða sókn upp hægri kantinn. Þrumufleygur Jóns Bjama Eitthvert glæsilegasta mark, sem sést hefur á hinum nývígða Fylki- svelli sá dagsins ljós í gærkveldi. Baldur Þór Bjamason, sem var í framlínunni í stað Amar, sem er í banni, æddi upp hálfan völlinn með boltann, en þegar hann var í þann mund að skjóta, féll hann. Knöttur- inn barst út til Jóns Bjama, sem skaut þramuskoti af 25 metra færi, og það söng nánast í skeytunum þegar netið þandist út. Markvörður- inn stóð hreyfingarlaus á meðan ósköpin gengu yfír, enda ómögulegt að koma nokkram vömum við. Glæsilegt mark! Þar með vora Fylkismenn komn- ir með tveggja marka forskot og ólíklegt að Selfyssingum tækist að jafna. Þeim tókst þó að minnka muninn með marki Þórarins Ing- ólfssonar, sem hann skoraði úr víti. Fylkir hefur mjög heilsteyptu liði á að skipa og verður eflaust gaman að fylgjast með þeim í 1. deild að ári. Bestir í gær vora Pétur, Anton og Valur; Pétur og Anton era menn- imir á bak við sóknaruppbyggingu liðsins, en Valur er sem klettur í vöminni. Fylkir - Selfoss 2 : 1(1 : O) Mörk Fylkis: Ólafur Magnússon og Jón Bjami Guðmundsson Mark Selfoss: Þórarinn Ingólfsson Maður leiksins: Valur Ragnarsson 2. FLOKKUR KR bikar- meistari ÍR-ingar lögðu Víðismenn Staðaní 2. deild FH.............12 11 1 0 37:10 34 Fyikir..........13 9 4 0 32:18 31 Víðir............13 5 2 6 27:24 17 ÍR...............13 5 2 6 20:29 17 Selfoss..........13 4 4 5 17:19 16 UMFT_____________12 5 0 7 18:23 15 ÍBV..............12 4 1 7 23:25 18 KS...............12 3 4 5 27:34 13 UBK--------------12 2 4 6 16:25 10 Þróttur.........12 1 4 7 18:28 7 3.0G4. DEILD Reynir tapaði fyrir Dalvík Tveir leikir vora í B-riðli 3. deild- ar í gærkvöldi. Reynir, næst- efsta lið riðilsins, tapaði fyrir Dalvík á Dalvík 2:1. Mörk Dalvíkur skor- uðu Ingólfur Kristjánsson og Bjöm Friðþjofsson en Heimir Bragason gerði mark Reynismanna. Magni og Sindri léku á Grenivík- urvelli og vann Magni stórsigur 4:0. Mörk Magna gerðu Jónas Bald- ursson, Hafsteinn Jónsson, Hringur Hreinsson og Tómas Karlsson. í D-riðli 4. deildar var einn leik- ur. Æskan sigraði Neista í marka- leik 6:3. Baldvin Hallgrímsson og Amar Kristinsson skoraðu tvö mörk hvor fyrir Æskuna og þeir Einar Áskelsson og Atli Brynjólfsson sitt hvort markið. MagnúS Jóhannesson skoraðu öll mörk Neistans. 2. DEILD KV. KR-INGAR urðu í gærkvöldi bikarmeistarar 12. flokki karla er þeir sigruðu Fram á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn einu. Mörkin komu öll á stuttum kafla í byijun leiksins. Það voru Framarar sem áttu fyrsta markið og var þar að verki Gunnar Andrésson. Fögn- uður Fram stóð ekki lengi, því aðeins örfáum mínútum síðar jöfnuðu KR-ingar og komust síðan yfír nokkra seinna með öðra marki. Þar með var marka- kvóti leiksins útfylltur. Mörk KR gerðu þeir Ólafur Viggósson og Grétar Guðmundsson. ÍR-INGAR gerðu sér litið fyrir og unnu Víðismenn 3:2 í Garð- inum í gærkvöldi. Heimamenn sóttu meira, en gestirnir vörð- ust vel og beittu skyndisókn- um, sem vörn mótherjanna átti í mestu erfiðleikum að stöðva. Víðismenn, sem léku undan norðan kalda í fyrri hálfleik, náðu fljótlega forystunni með marki Vilbergs Þorvaldssonar, en ÍR- ingar jöfnuðu nokkrum mínútum síðar úr vítaspyrnu. Rétt undir lok hálf- leiksins ætlaði Vil- hjálmur Einarsson, varnarmaður hjá Víði, að skalla frá eigin marki, en tókst ekki betur til en svo að Bjöm Biöndal skrifar frá Garði knötturinn hafnaði í markinu. í síðari hálfleik komu Víðismenn ákveðnir til leiks og það var Hlynur Jóhannsson sem jafnaði. En jöfnun- armarkið var skammgóður vermir, því Magnús Gylfason gerði sigur- mark IR-inga 10 mínútum síðar með þramuskoti af stuttu færi eftir aukaspymu. Víðir-ÍR 2:3 (1:2) Mörk Vfðis: Vilberg Þorvaldsson (10.) og Hlynur Jóhannsson (58.). Mörk ÍR: Bragi Bjömsson (vítasp. á 15.), Vilhjálmur Einarsson (sjálfsm. 35.) og Magnús Gylfason (70.). Maður leiksins: Halldór Halldórsson ÍR. UBKogÞór í l.deild Breiðabliksstúlkumar sem féllu niður í 2. deild í fyrra höfðu þar stutta viðvera. Þær sigraðu deildina glæsilega í sumar, töpuðu ekki stigi og náðu markatölunni 56:3! í gærkvöldi léku Þór og KS á Akureyri og var sá leikur hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fylgdi UBK eftir upp í 1. deild. Þór sigr- aði í leiknum 3:0. Staðan í leikhléi en mörk Þórs í síðari hálfleik skor- uðu þær Steinunn Jónsdottir úr víti, r Ellen Óskarsdóttir og Kolbrún Jóns- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.