Morgunblaðið - 20.08.1988, Blaðsíða 60
EIGIVA
MIÐUMIV
27711
f" I M C H 0 t T S 5 T R H
' Krislinsson, sölusljiiri - Þorieto Guritnundssoo, sölum.
rir HsMórason. lojlr.-Uraisiejnn B«ct teL.simi 11310
T I 3
JMtfgmiÞliifrife
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
------q
dpf '£*SÉBJg0
5 HRtSSAHDl.
FKiSKA BRACB
Ráðherrar
fara tíl Seoul
BIRGIR ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, og Matt-
hías Á. Mathiesen, samgönguráð-
herra, verða væntanlega við-
staddir Ólympíuleikana, sem
haldnir verða í Seoul í S-Kóreu í
næsta mánuði.
Birgir ísleifur sagði að Ólympíu-
nefndin hefði farið þess á leit að
hann færi með íslenska liðinu sem
ráðherra íþróttamála, og myndi hann
að öllum líkindum fylgja þeim hópi
sem legði af stað héðan 11. septem-
ber nk.
Matthías fer til Seoul, m.a. til að
sitja fund þar sem ákveðið verður
hvar heimsmeistarakeppnin í hand-
knattleik fer fram árið 1993, en
hann er formaður undirbúnings-
nefndar sem sett var á laggimar til
að koma því til leiðar að keppnin
verði haldin hér á landi.
Kolbeinseyjardeilan:
sóknar Dana?
Morgunblaðið/Einar Falur
60 ára samn-
ingur grund-
völlur máls-
Viðrar vel á ijaldbúa
EINA hugsanlega leiðin sem Dan-
ir hafa til að vísa Kolbeinseyjar-
deilunni til Alþjóðadómstólsins i
Haag er samningur sem gerður
var milli íslands og Danmerkur
árið 1930. Ber samningurinn heit-
ið „Samningur um aðferðir til
úrlausnar deilumála".
Þijár leiðir eru fyrir mál að kom-
ast í meðferð dómstólsins. í fyrsta
lagi geta aðilar gert með sér sér-
stakt samkomulag um slíka meðferð
og er stærstur hluti mála dómstóls-
ins þannig til kominn.
I öðru iagi getur verið í gildi
milliríkjasamningur milli aðila sem
kveður á um að deilumálum skuli
vísað til dómstólsins. Næstflest mál
dómstólsins eru þannig til komin.
I þriðja lagi gerir stofnskrá dóm-
stólsins ráð fyrir því að ef ríki viður-
kenni lögsögu dómstólsins gagnvart
öllum öðrum ríkjum geti þau vísað
málum til hans. Danir og Norðmenn
viðurkenna þessa leið án fyrirvara
en ísland hefur aldrei gert slíkt.
Af þessu er ljóst að útilokað er
fyrir Dani að fara með Kolbeinseyj-
ardeiluna fyrir Alþjóðadómstólinn
eftir fyrstu og þriðju leiðinni.
Sjá nánar Áf innlendum vett-
vangi á bls. 32.
Tjaldstæðið í Laugardal í Reykjavík hefur verið vel sótt í sumar
og sólin skein á gesti þar í gær. Eftir að lokið var við endurbæt-
ur tjaldstæðisins í júlí hafa tjaldbúar staðið lengur við en áður
tíðkaðist. Um níu af hveijum tíu gestum á tjaldstæðinu eru útlend-
ingar, en erlendum ferðamönnum hérlendis fjölgaði um átta af
hundraði í síðasta mánuði.
Sjá umfjöllun um ferðamál í sumar á blaðsíðu 7.
Utflutningur fyrstu 6 mánuði ársins:
Verðmæti sjávarafurða
féfl um nær hálfau mifljarð
FYRSTU 6 mánuði þessa árs voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 470
milljónum króna, eða 2,8%, iægra verð en á sama tíma í fyrra. Fyrstu
6 mánuði þessa árs voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 16,302 millj-
arða króna en á sama tíma í fyrra voru fluttar út sjávarafurðir fyrir
16,772 milljarða króna, samkvæmt tölum frá Sölusambandi íslenskra
fiskframleiðenda, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sambandinu,
Landssambandi islenskra útvegsmanna og Sölustofnun lagmetis.
Sölusamband íslenskra fiskfram- I 5,048 milljarða króna, samkvæmt
leiðenda flutti út 32.538 tonn af bráðabirgðatölum, en 35.977 tonn
saltfiski fyrstu 6 mánuði ársins fyrir | fyrir 5,294 milljarða króna á sama
Kaupmenn hafa áhuga á
að reyna niðurfærsluleið
- segir formaður Kaupmannasamtakaima
FORMAÐUR Kaupmannasamtakanna segir að kaupmenn séu fullir
áhuga á að taka þátt í niðurfærsluleið, reynist hún fær, en verið sé
að afla nánari upplýsinga um málið. Hann segir það sína skoðun
að verðlag verði að lækka um leið og annað og stingur upp á að
veittur verði ákveðinn afsláttur frá kaupverði þegar vara er greidd
svo allir sjái hver niðurfærslan sé. Stjórn Kaupmannasamtakanna
hefur rætt við ráðgjafanefnd rikisstjórnarinnar um hugsanlega nið-
urfærslu kaupgjalds 6g verðlags þar sem viðraðar hafa verið hug-
myndir um 10% launalækkun og 6% verðlagslækkun, eða 8% launa-
lækkun og 4% verðlagslækkun.
Guðjón Oddsson formaður
Kaupmannasamtakanna sagði við
Morgunblaðið að samtökin hefðu
mælt með niðurfærsluleiðinni árið
1959 en nú hefðu þau enga af-
stöðu tekið til hennar enda væri
enn verið að afla upplýsinga.
„Menn eru þó fullir áhuga á því,
innan okkar samtaka, að reyna
einhveijar aðrar leiðir en þessar
hefðbundnu gengisfellingarleiðir,
og lýstu yfir að þeir væru tilbúnir
til að taka á í þessu máli,“ sagði
Guðjón.
Ráðgjafanefndin lýkur væntan-
lega störfum á sunnudag. Enn er
ekki ljóst hvort hún muni leggja
til að niðurfærsluleið verði farin í
væntanlegum efnahagsaðgerðum
en samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins hafa útreikningar Þjóðhags-
stofnunar fyrir nefndina nú síðustu
daga, snúið að þeirri leið.
Sjá innlendan vettvang bls. 24.
tíma í fyrra, að sögn Magnúsar
Gunnarssonar framkvæmdastjóra
SÍF.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
flutti út 37.474 tonn af sjávarafurð-
um fyrstu 6 mánuði ársins fyrir 4,61
milljarð króna en 45.422 tonn fyrir
4,923 milljarða króna á sama tíma
í fyrra, að sögn Bjarna Lúðvíkssonar
framkvæmdastjóra hjá SH.
SH flutti út 10.174 tonntil Banda-
ríkjanna fyrstu 6 mánuði ársins fyr-
ir 1,8 milljarða króna en 13.663 tonn
fyrir 2,2 milljarða króna á sama tíma
í fyrra, 11.933 tonn til Vestur-
Evrópu fyrir 1,5 milljarða króna en
13.935 tonn í fyrra fyrir svipað verð,
4.793 tonn til Sovétríkjanna fyrir
475 milljónir króna en 3 þúsund
tonn í fyrra fyrir 244 milljónir króna
og 10.112 tonn til Asíu fyrir 1,045
milljarða króna en 14.289 tonn í
fyrra fyrir 914 milljónir króna.
Framleiðsla þeirra, sem aðild eiga
að SH, var 44.403 tonn fyrstu 6
mánuði þessa árs en 47.684 tonn á
sama tíma í fyrra.
Sambandið flutti út 29.545 tonn
af sjávarafurðum fyrir 3,267 millj-
arða króna fyrstu 6 mánuði þessa
árs en 31.373 tonn fyrir 3,483 millj-
arða króna á sama tíma í fyrra, að
sögn Sigurðar Markússonar fram-
kvæmdastjóra sjávarafurðadeildar
Sambandsins. Sambandið flutti út
22.353 tonn af frystum sjávarafurð-
um fyrstu 6 mánuði ársins fyrir
2,926 milljarða króna en 24.306
tonn fyrir 3,050 milljarða króna á
sama tíma í fyrra. Sambandið flutti
út um helmingi minna af sjávaraf-
urðum til Bandaríkjanna fyrstu 6
mánuði þessa árs en á sama tíma í
fyrra, tvisvar sinnum meira til Asíu,
fjórðungi meira til Sovétríkjanna en
svipað til Vestur-Evrópu. Sam-
bandsfrystihúsin framleiddu 25.900
tonn af frystum sjávarafurðum
fyrstu 6 mánuði þessa árs en 27
þúsund tonn á sama tíma í fyrra.
Seld voru 49.453 tonn af fersk-
fiski úr gámum og skipum erlendis
fyrstu 6 mánuði þessa árs fyrir 2,995
milljarða króna en 49.755 tonn fyrir
2,722 milliarða króna á sama tíma
í fyrra, að sögn Vilhjálms Vilhjálms-
sonar fulltrúa hjá Landssambandi
íslenskra útvegsmanna. Seld voru
19.276 tonn af ferskum þorski fyrir
1,188 milljarða króna, eða 61,64
króna meðalverð fyrir kílógrammið,
fyrstu 6 mánuði þessa árs en 19.509
tonn fyrir 1,107 milljarða króna, eða
56,77 króna meðalverð fyrir kíló-
grammið, á sama tíma í fyrra.
Sölustofnun Lagmetis flutti út
1.203 tonn fyrstu 6 mánuði þessa
árs fyrir 381,770 milljónir króna en
1.462 tonn fyrir 350,021 milljón
króna á sama tíma í fyrra, að sögn
Theodórs S. Halldórssonar fram-
kvæmdastjóra Sölustofnunar lag-
metis.