Morgunblaðið - 25.08.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
Afborganir með kreditkortum:
Veldur ekki meiri
þenslu en önnur
afborgunarviðskipti
- segir Gunnar Bæringsson forstjóri Kreditkorta
„ÞETTA er vitleysa,“ sagði
Gunnar Bæringsson forstjóri
Kreditkorta hf um hugmyndir
ráðgjafanefndar ríkisstjórnar-
innar um að banna afborgunar-
samninga með greiðslukortum.
„Það er fráleitt að ætla að banna
eina tegund afborgunarvið-
skipta."
„Þessi viðskipti valda alls ekki
meiri þenslu en önnur afborgunar-
viðskipti. Við veitum tryggingu fyr-
ir greiðslu og við höfum mun betra
eftirlit og yfirsýn yfír hvort við-
skiptamenn okkar eru að reisa sér
hurðarás um öxl en aðrir. Þegar
úttektin fer yfír heimild korthafans
samþykkjum við ekki viðskiptin.
Ég er ekki í vafa um að það væri
árangursríkara til að slá á þenslu
að beina stærri hiuta afborgunar-
viðskipta í þennan farveg," sagði
Gunnar Bæringsson. Að sögn hans
eru afborgunarsamningar lítill hluti
veltu fyrirtækisins, í mesta lagi 5%.
Ari Skúlason hagfræðingnr ASÍ:
Niðurfærsluleið
óframkvæmanleg’
„Ég trúi ekki á niðurfærsluleið-
ina þvi ég tel að það verði ógern-
ingur að framkvæma hana. Þótt
Sjómenn:
Launahækk-
anir 20% nuimi
enannarra
- segir formaður FFSÍ
„SJOMENN geta ekki fallist á að
4,9% fiskverðshækkanir siðustu
12 mánuði hafi valdið þvi að hér
er allt i kalda koli,“ sagði Guðjón
A. Kristjánsson forseti Farmanna-
og fiskimannasambands íslands.
„Ef launa- og verðlagsþróun hefði
ekki verið hærri en 5% siðustu 12
mánuði þá værí sjálfsagt önnur
staða. En meðan almenn laun i
landinu hafa hækkað um 20-30%
hafa laun sjómanna i formi hækk-
að með fiskverði um þessi 4,9%.
Með frystingu fískverðs er því
verið að lögfesta sama misrétti og
sjómenn urðu fyrir í síðustu verð-
ákvörðun Verðlagsráðs, sem þýðir
að sjómenn verða fyrir meiri kjara-
skerðingu en aðrar stéttir. Maður
hefði fmyndað sér að nefndin hefði
borið saman mismunandi hækkanir
hinna ýmsu hópa síðustu tólf mánuði
og tekið á niðurfærslunni út frá því
en ekki yfír línuna. Það þarf að líta
á málin út frá því að þeir hópar sem
minnst hafa tekið til sfn á sfðustu
tólf mánuðum eigi ekki að taka á
sig sömu skerðingu og aðrir.
sett verði lög um 9% launalækkun
hef ég enga trú á því að laun lækki
um 9%. Þetta verður einungis til
að auka þá misskiptingu sem okk-
ur þykir yfrið næg nú þegar,"
sagði Arí Skúlason hagfræðingur
ASÍ.
Skúli taldi engar líkur á því að
verðlag lækkaði eins og ætlast væri
til þar sem launin myndu ekki lækka
og á meðan ekki kæmi til valdboð
og víðtækt eftirlit yrði lækkun verð-
lags ekki að veruleika.
„Ég trúi því ekki að heimurinn sé
svo fallegur og yndislegur að verðlag
lækki f verslunum vegna þess að
launin lækka," sagði Ari.
Ari sagðist finna að það væri orð-
ið þungt í fólki, því fyndist kjara-
skerðingin orðin næg nú þegar og
það yrði kannski til að fylla mælinn
að taka frá þeim þessi 2fi%, þótt
það væri í sjálfu sér ekki mikil hækk-
un.
„Við sjáum ekki að það séu launin
sem er vandamáliö. Vandamálið er
of mikill fjármagnskostnaður og of
mikil þensla. Draga þarf úr útægjöld-
um rfkisins, minnka framkvæmdir
og síðan þarf að taka á peningamark-
aðinum, sérstaklega „gráa markað-
inum“.
Ari taldi ekki ósennilegt að inn-
lánsfé færist yfir á „gráa markaðinn"
ef vextir verða lækkaðir hjá bönkum.
Hann taldi nauðsynlegt að koma upp
einhverri bindiskyldu í sambandi við
hlutabréfaviðskipti þannig að þeim
sem stunda þau viðskipti verði jafn-
vel gert skylt að kaupa ríkisskulda-
bréf svo að eitthvað af þessu fjár-
magni verði bundið.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
ísbor hf. annast borun nýrrar hitaveituholu á Selfossi.
Hitaveituframkvæmdir á Selfossi:
Unnið fyrir 37 milljónir
Selfossi.
FRAMKVÆMDIR fyrir samtals
37 miHjónir króna standa nú
yfir hjá Hitaveitu Selfoss. Unn-
ið er við borun nýrrar holu sem
kosta mun 15 miiyónir og við
byggingu 2.500 tonna vatnst-
anks fyrir 22 mil\jónir. Miðað
er við að þessar vatnsöflunar-
framkvæmdir nægi hitavei-
tunni næstu 5 ár. Sá tími verð-
ur notaður til að greiða niður
skuldir og kanna frekarí vatns-
öflunarmöguleika fyrir kaup-
staðinn.
Nýja borholan verður ekki
virkjuð fyrr en á næsta ári en
borun lokið í ár. Það er Ísbor hf.
sem annast borunina og er lokið
við að bora 400 metra af 1.500
metrum sem áætlað var að bora.
Fyrirtækið hefur nú hætt borun
holunnar vegna verkefna annar-
staðar en mun ljúka við hana að
þeim loknum, upp úr mánaðamót-
um.
Búið er að steypa undirstöður
undir vatnstankinn sem verður
einangraður stáltankur. Hann
mun leysa af hólmi gamlan 600
tonna tank sem kominn er til ára
sinna. Með nýja tanknum verður
unnt að anna stærri álagstoppum
en áður. Stöðvist dælur veitunnar
nægir vatnið í tanknum í sólar-
hring við venjulegar kringum-
stæðum en í 6 klukkustundir við
álag.
Auk þessara framkvæmda er
unnið að því hjá veitustofnunum
bæjarins að styrkja stoftikerfi raf-
veitunnar. Nýr stofnstrengur
verður tengdur suður fyrir bæinn
og mun auka öryggi í afhendingu
raforku fyrir stóran hluta af bæn-
um, þar með stærsta iðnaðar-
hverfíð við Gagnheiði.
Á næstu dögum verður svo ný
dæla tengd við vatnsveitukerfí
bæjarins. Dælan verður sett upp
við nýjan miðlunartank fyrir ofan
bæinn og með tilkomu hennar
mun þrýstingur kalda vatnsins
aukast um helming, í 4 kg, og
verður þá sá sami og þrýstingur
heita vatnsins. Hinn lági þrýsting-
ur á kalda vatninu hefur komið
sér mjög illa og slökkviliðsstjóri
meðal annarra gert athugasemdir
við það.
Sig. Jóns.
Hrafnkell A. Jónsson og Þóra Hjaitadóttir um niðurfærsluna:
Vandi fyrirtækjanna vaxta-
byrði ekki launakostnaður
Ríkisstjómin á ekki að þurfa hjálp við að stjóma landinu, segir Hrafnkell Jónsson
„Ég er lítt hrífinn af þvi að verka-
lýðshreyfingin aðstoði rikis-
stjórnina við að stjóma landinu.
Rikisstjórain verður ásamt Al-
þingi að hafa burði til að meta
Þjóðarsátt getur ekki
orðið um niðurfærsluleið
-segir Ásmundur Stefánsson
ÁSMUNDUR Stefánsson forseti
Alþýðusambands íslands segist
hafa gert Þorsteini Pálssyni for-
sætisráðherra grein fyrir þeirri
skoðun sinni að það væri óðs
manns æði að fara að tillögum
ráðgjafarnefndarínnar. Ef Þor-
steinn væri þeirrar skoðunar að
þjóðarsátt væri forsenda niður-
færsluleiðar væri fyrírsjáanlegt
að leiðin værí ófær því sú sátt
gæti ekki orðið.
„Ég er ósammála því að ganga
eigi í kjaraskerðingu og sú aðferð,
sem þama er verið að tala um, er
augljóslega mjög óréttlát því það
blasir við að þeir sem eru á lægsta
kaupinu myndu fyrst og fremst
bera byrðamar," sagði Ásmundur
Stefánsson við Morgunblaðið.
„Síðan er gefinn ádráttur um ein-
hveija niðurfærslu á verðlagi, sem
enginn veit hvort verður af, og
raunar hef ég heyrt að verslanir séu
að undirbúa verðniðurfærslu með
því að hækka verð og það sýnir
hver reyndin yrði.“
Ásmundur sagðist einnig telja
fráleitt að fresta kauphækkuninni
1. september því það hlyti að verða
að skoðast sem fyrsta skrefíð í átt
til þessarar kjaraskerðingar. Þar
með væri verið að storka fólki og
í raun væri fyrirséð að hörð við-
brögð yrðu gagnvart slíkum að-
ferðum.
Hann sagði að álit ráðgjafar-
neftidarinnar hefði komið sér veru-
lega á óvart því þar væru ekki að-
eins tillögur um að hækka vexti af
húsnæðisiánum heldur væri einnig
lagt til að frarnlög til verkamanna-
bústaða yrðu lækkuð og einnig tal-
að um nauðsjmlega lækkun á trygg-
ingabótum. „Það er alveg ljóst að
það sem forstjóramir hafa fram að
færa miðar allt að því að tryggja
að þeir sem lakast standa í þjóð-
félaginu taki örugglega allt á sig,
því í skýrslunni er ekki að sjá
minnstu tilburði til að taka á svarta
markaðnum eða fyrirtækjunum
sjálfum," sagði Ásmundur.
—Forsætisráðherra hefur lýst því
yfír að húsnæðisvextir verði ekki
hækkaðir við núverandi aðstæður.
Má meta það sem framlag ríkis-
stjómarinnar til þjóðarsáttar?
„Það er fyrsti skynsemisvottur-
inn sem frá forsætisráðherra kemur
í þessu máli. Það getur ekki verið
ágreiningu um að þessi tillaga for-
stjóranefndarinnar miðar ekki að
þjóðarsátt og að hafna henni gæti
verið fyrsta skrefið í þá átt að leita
annara leiða,“ sagði Ásmundur
Stefánsson.
hvort staðan bjóði upp á aðgerðir
í þessum anda,“ sagði Hrafnkell
Jónsson formaður verkamannafé-
lagsins Árvakurs á Eskifirði i
samtali um „niðurfærsluleiðina"
sem ríkisstjórnin hefur nú til
umfjöllunar. Þóra Hjaltadóttir
formaður Alþýðusambands Norð-
urlands telur litlar líkur til sam-
stöðu í stjórnarflokkunum um
aðgerðir. Því megi launafólk bú-
ast við útþynntum ráðstöfunum
sem komi harðast niður á þeim
lægst launuðu.
Af ummælum þeirra Hrafnkells
og Þóru að dæma nýtur „niðurfærsl-
an“ lítillar hylli í forystu launþega-
samtakanna. Þau segjast ekki koma
auga á færa leið til þess að Ieiða
niðurfærsluna til lykta, þannig að
áhrif hennar komi fram í launum,
vöxtum og verðlagi. Hrafnkell segist
þó geta fallist á það sjónarmið að
„niðufærslan" sé aðgengilegri en
gengisfelling. „Það er hægur leikur
að Iækka laun opinberra starfs-
manna og þeirra sem vinna eftir
samningsbundnum töxtum. En til
þess að tryggja að verð lækki dugir
ekkert minna en vösk sveit verðlög-
reglumanna," segir hann.
„í þessari stöðu fínnst mér fullt
eins boðlegt að lækka vextina með
lagaboði og dusta rykið af gömlu
haftastefnunni," segir Þóra. „Við
höfum lifað um efni fram að flestra
mati og því er eðlilegast að byija á
því að setja hömlur á innflutning.
Við getum ekki endalaust aukið
ftjálsræði í landinu. Þó ég vilji hafa
frjátsar hendur um sem flesta hluti
verðum við að hugsa um hagsmuni
heildarinnar."
Hrafnkell sagðist ítrekað hafa
bent á að fjármagnskostnaður væri
að sigla fískvinnslunni til heljar.
Hann gerði sér ljósa grein fyrir því
að harða aðgerða væri þörf og Þóra
tók í sama streng. Þau bentu þó á
að fjármagnskostnaður væri a sliga
fiskvinnsluna, ekki launin. Því væri
rangt að ráðast á launaliðina fyrst.
„Spariíjáreigendur hafa notið
gósentíðar vaxtafrelsis og það er
kominn tími til að þeir beri sinn hluta
af byrðinni. Við þurfum að lækka
vextina með lagaboði og setja eftir-
lit yfír gráa markaðinn. Það eru
ekki neinir smá fjármunir sem þessi
fyrirtæki hafa umleikis og þau bera
ekki síst sök á því hvernig komið
er,“ sagði Þóra.
Verkalýðshreyfingin mun bregð-
ast hart við óvinsælum aðgerðum
stjómvalda, langlundargeð hennar
er þrotið að mati þessara fulltrúa
launþegasamtaka. Hrafnkell sagði
að afnám bráðabirgðalaganna frá
þvi í vor væri forsenda þess að hægt
væri að eiga samráð við verkalýðs-
hreyfínguna.
„Stór hluti vandamálsins er bund-
inn í steypu suður í Reykjavík. Þar
liPfÉ3a fjármunir sem betur væru
komnir í atvinnulífi víðsvegar um
land. Það er komin til að ríkisvaldið
átti sig á megináherslum ( íslensku
atvinnulífi. Verslunargeirinn fram-
leiðir ekki neitt, eyðir aðeins,“ sagði
Hrafnkell Jónsson.