Morgunblaðið - 25.08.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
23
EITT MERKI
— ÓTAL GERÐIR
Það fást yfir 20 gerðir af MAZDA
323, ein þeirra hentar þér örugg-
lega. Til dæmis MAZDA 323
SUPER SPECIAL 4 dyra:
• Nóg pláss fyrir fjölskylduna
og farangurinn.
• Ný, glæsileg luxusinnrétting,
niðurfellanlegt aftursæti.
• 1.3 L eða 1.5 L vélar.
• 5 gíra eða sjálfskiptur, fæst
með vökvastýri.
• Belti við öll sæti og dagljósa-
búnaður.
• Sérlega hagstætt verð.
Athugið sérstaklega:
Ný, hagstæðari greiðslukjör
en áður hafa þekkst!!
Opið laugardaga frá kl. 1-5.
ÐILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1. S. 68 12 99.
Vestur-Þýskaland:
Steingervingafundurá Nýja-Sjálandi
Ewan Fordyce, jarðfræðingnr, og félagar hans tveir, Craig Jones og Andrew Grebneff, virða fyr-
ir sér steingerð bein skíðishvals sem fundust á Nýja-Sjálandi í sumar. Skíðishvalurinn, sem skyldur
er hrefnu, lifði fyrir um 30 milljón árum og fundust beinin í 150-200 metra hæð yfir sjó, sem sýnir
að hærra var í sjó á þessum tíma en nú er. Talið er að þessi fundur geti varpað nýju ljósi á þróun
tegundanna og gefið mikilvægar upplýsingar um veðurfar á þessum tíma. Af beinunum sést að
skíðishvalir hafa ekki tekið miklum breytingum siðustu 30 milljón árin og af því má álykta að á
þeim tímum, er skíðishvalir af þessari tegund lifðu, hafi skilyrði í hafinu við Nýja-Sjáland verið
svipuð og þau eru í Norðurhöfum þar sem hvalimir lifa nú.
Danmörk:
Hyggjast stunda
túnfiskveiðar við
Seychelles-eyjar
Fornar ást-
ir fyrnast ei
Bonn.
Hjónabandsfólki í Vestur-
Þýskalandi hættir mest við því
að hrasa á vegi dyggðarinnar er
það hittir fólk sem það hefur átt
ástarfundi með fyrir hjónaband-
ið.
Þetta kemur fram í könnun sem
gerð var á vegum tímaritsins Neue
Revue sem gerð var nýlega. 41%
karla og 40% kvenna, sem aðspurð
viðurkenndu að hafa haldið fram
. hjá, sögðu að það hefðu þau gert
með fyrrverandi unnustum sínum.
í ESBJERG hefur um hríð verið
unnið af kappi við að búa þrjú
dönsk togskip til veiða við Seyc-
helles-eyjar sem em á Vestur-
Indlandshafi, um þúsund kíló-
metra norðaustur af eynni Ma-
dagaskar - og tíu þúsund kíló-
metra frá Danmörku. Að sögn
danska blaðsins Jyllandsposten
em bátarnir frá Borgundarhólmi
og vilja fiskimennirnir, sem alls
em 18 talsins, fá að njóta þess
að stunda veiðar án þess að þurfa
að hlíta ölhim þeim reglugerðum
og veiðitakmörkunum sem gera
dönskum fiskimönnum lífið leitt
á heimaslóðum.
Ætlunin er að tveir bátanna leggi
af stað næstu daga og sá þriðji í
bytjun september. Fara þeir fyrst
til Frakklands þar sem flottroll
verða tekin um borð og áhöfnin
þjálfuð í notkun þess. Síðan verður
siglt sem leið liggur um Miðjarðar-
haf, Súez-skurð og Rauða hafið til
eyríkisins og er áætlað að ferðin
frá Frakklandi vari um einn mán-
uð. Við Seychelles-eyjar á að stunda
túnfiskveiðar fyrir nýja fiskvinnslu-
stöð í Viktoríu, höfuðstað eyjanna
og hefur verið gerður eins árs samn-
ingur um veiðamar við stjóm eyja-
klasans. Áhöfnin mun að jafnaði
vinna tvo mánuði og fá síðan mán-
aðar leyfi ásamt flugfarmiða til
Danmerkur og aftur til Seychelles.
Undirbúningur að þéssu framtaki
hefur staðið yfir í meira en hálft
ár og hafa nauðsynlegar breytingar
á hverju skipi kostað tvær milljónir
d.kr. (u.þ.b. 13 milljónir ísl.kr.).
Sjómennimir verða að treysta al-
gerlega á eigin dugnað og heppni
þar sem hvorki danska ríkið, Evr-
ópubandalagið né stjóm Seychel-
les-eyja hyggjast tryggja þeim nein-
ar tekjur.
MAZDA 323...
féwf Uim
Viðræður Norður- og Suður-Kóreu:
Samið um nýjan fund
þingmannanefndar
Seoul. Reuter.
NORÐUR- og Suður-Kóreumenn
samþykktu i gær að viðræðu-
nefndir þeirra kæmu að nýju til
fundar á föstudag, eftir þrjá ár-
angurslausa fundi um siðustu
helgi.
Park Jun-kyu, formaður suður-
kóresku þingmannanefndarinnar,
ræddi í gær við formann norður-
kóresku nefndarinnar í landamæra-
þorpinu Panmunjon og stóð fundur
þeirra yfír í tvær stundir. Náðist
þar samkomulag um að þingmanna-
nefndir ríkjanna hittust á föstudag
í þeirri von að þar næðist samkomu-
lag um sameiginlegan fund þjóð-
þinga Norður- og Suður-Kóreu og
um þátttöku Norðanmanna í
Ólympíuleikunum.
„Ég vona að Norðanmenn breyti
tillögum sínum fyrir fundinn," sagði
Park í gær. Norður-Kóreumenn
hafa krafízt þess að fá að halda
hluta leikanna en hafa hins vegar
hafnað öllum tillögum Sunnan-
manna og Alþjóða Ólympíunefndar-
innar (IOC) um skiptingu leikanna.
Sunnanmenn reyndu að höggva
á hnútinn á dögunum með því að
leggja til að fram færu viðræður
æðstu manna ríkjanna í Pyongy-
ang, höfuðborg Norður-Kóreu, 29.
ágúst næstkomandi, þar sem deilan
um Ólympíuleikina yrði leyst. Norð-
anmenn höfnuðu því tilboði og
sögðu að nauðsynlegt væri að ræða
samtímis um leiðir til að draga úr
spennu á Kóreuskaganum, m.a. að
gengið yrði þar frá griðasamningi
milli ríkjanna.
Nýstárleg rafhlaða;
Sjór notaður
sem rafvaki
í fyrsta sinn
Stavanger. Reuter.
NORSKA olíufyrirtækið
Statoil skýrði frá þvi í gær
að sérfræðingar þess hefðu
fundið upp neðansjávarraf-
hlöðu sem gengi fyrir sjó.
Að sögn talsmanns Statoil
er um fyrstu sjávarrafhlöðu
heims að ræða og mun þetta
vera í fyrsta sinn sem sjór er
notaður sem rafvaki. Ending-
artími rafhlöðunnar er áætlað-
ur þijú ár og í fréttaskeyti seg-
ir að hún muni taka upp súr-
efni með sama hætti og fískar.
Með tilkomu rafhlöðunnar
er talið að komast megi hjá því
að leggja marga kílómetra af
rándýrum rafmagnsleiðslum úr
landi. Hún verður notuð til að
knýja miðunarstöð á sjávar-
botni.