Morgunblaðið - 25.08.1988, Side 26
26 d
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Áfni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Tilboð
í Granda hf.
Fréttir af fyrirtækjum í
sjávarútvegi eru yfirleitt
á þann veg um þessar mund-
ir, að þau berjist í bökkum.
Skal síður en svo gert lítið
úr þeim vanda, sem þar er við
að glíma. Meðal annars vegna
mikilla umræðna um hann
vekur sérstaka athygli, að
fjögur öflug fyrirtæki hafa
gert tilboð í eignarhlut
Reykjavíkurborgar í Granda
hf.
Útgerðarfyrirtækið Grandi
hf. varð til í nóvember 1985
eftir sameiningu Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur (BÚR) og
Isbjamarins hf. Áttu þessi tvö
fyrirtæki þá í erfíðleikum.
Raunar var Bæjarútgerð
Reylgavíkur um margra ára
skeið þungur baggi á borgar-
sjóði óg þar með borgarbúum.
Frá 1947, þegar Bæjarútgerð-
in var stofnuð, og til 1985,
greiddi borgarsjóður samtals
1,2 milljarða króna á verðlagi
ársins 1985 vegna rekstrar
fyrirtækisins. í þau 38 ár sem
BÚR var starfrækt varð borg-
arsjóður að leggja fram pen-
inga öll árin, að undanskildum
árunum 1967 og 1968.
Eftir tilkomu Granda hf.
1985 hefur tekist að halda
þannig á rekstri fyrirtækisins
að bæði 1986 og 1987 skilaði
hann hagnaði. I ár hefur fé-
lagið glímt við samskonar erf-
iðleika og önnur útgerðar- og
fískvinnslufyrirtæki og í vor
var gripið til hagræðingar og
annarra ráðstafana til að
koma í veg fyrir halla. Þegar
ákveðið var fyrir forgöngu
Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra, að sameina BÚR og
ísbjöminn snemst vinstri-
sinnar í borgarstjórn
Reylq'avíkur gegn þeim ráða-
gerðum. Þeir hafa síðan leit-
ast við að gera uppbyggingar-
starfíð í Granda hf. sem tor-
tryggilegast og oftar en einu
sinni látið eins og fyrirtækið
væri að stíga sín síðustu skref.
Það er í hróplegri andstöðu
við þann málflutning allan,
að nú skuli fjögur einkafyrir-
tæki taka höndum saman og
gera 500 milljóna króna tilboð
í eignarhlut Reykjavíkurborg-
ar í Granda hf., en hann er
241 milljón króna. Ef eitthvað
hefði verið að marka það, sem
talsmenn vinstrisinna í borg-
arstjóm Reykjavíkur hafa
sagt um þetta mál, hefði mátt
ætla að hér væri um byrði og
vandræðafyrirtæki fyrir borg-
arsjóð að ræða, sem hann
mætti þakka fyrir að geta
losnað við.
Undir forystu Davíðs Odds-
sonar hafa sjálfstæðismenn í
borgarstjórn Reykjavíkur
staðið skynsamlega að því að
breyta Bæjarútgerð
Reykjavíkur í einkafyrirtæki.
Strax þegar BÚR og ísbjöm-
inn hf. vom sameinuð var því
lýst yfír að ætlunin væri að
selja hlut borgarsjóðs. Hann
hefur vaxið að verðmæti á
þeim tæpu þremur ámm sem
síðan em liðin. Engin ein
mælistika dugar til að meta
verðmæti eignar Reykjavíkur-
borgar í Granda hf. í því efni
geta menn byggt ákvarðanir
sínar á ólíkum forsendum.
Reglur þær sem nú gilda um
kvóta veita eigendum Granda
hf. ákveðinn rétt en enginn
segir að þessar reglur gildi til
langframa. Þannig mætti
áfram telja og meta einstaka
þætti í þessu stóra fyrirtæki.
Borgarstjóri telur tilboðið,
sem hann hefur nú til athug-
unar, ’mjög athyglisvert og
fyrsta alvömtilboðið sem
borginni hefur borist í eignar-
hlut sinn í Granda hf.
Morgunblaðið hefur ein-
dregið stutt þá viðleitni meiri-
hluta borgarstjómar
Reykjavíkur sem hófst með
stofnun Granda hf. haustið
1985 og blaðið hefur hvatt til
þess oftar en einu sinni, að
borgin seldi sinn hlut í fyrir-
tækinu, þegar aðstæður væm
til þess. Þær virðast nú vera
fyrir hendi. Þannig hefur ver-
ið staðið að þessu máli al-
mennt, að vísa má til þess sem
fordæmis við sölu opinberra
fyrirtækja og einkavæðingu.
Þá er tilboðið í Granda hf. til
marks um að sem betur fer
telja menn enn álitlegt að íjár-
festa í fiskvinnslu og útgerð
á íslandi. Saga Granda hf.
ætti að geta orðið öðmm til
leiðbeiningar um, hvemig
unnt er að styrkja stöðu sjáv-
arútvegsfyrirtækja í einstök-
um byggðarlögum.
Jón Ingvarsson;
Granda til góða að losna
út úr pólitískri umræðu
Atvinnu fjölda fólks stefnt í voða, segir Siguijón Pétursson
„ÞAÐ er af hinu góða fyrir Granda að losna út úr þeirri pólitísku
umræðu sem hefur verið í kringum fyrirtækið. Hún hefur háð
rekstrinum og myndi gera það í framtíðinni. Mér lýst mjög vel á
þetta tilboð," sagði Jón Ingvarsson hluthafi í Granda hf. í gær.
Hann er ásamt fjölskyldu sinni eigandi að 15% prósentum hluta-
bréfa i fyrirtækinu. Siguijón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins mótmælir því harðlega að hlutur borgarinnar í fyrir-
tækinu verði seldur.
„Þjóðin lifír á sjávarútvegi og
Reykjavíkurborg á að vera þátt-
takandi í grunnatvinnuvegum
hennar. Með því að selja fyrirtæk-
ið mönnum sem hafa aðeins eigin
gróða að markmiði er verið að
stefna atvinnu fjölda fólks í voða,“
sagði Siguijón.
Fjögur fyrirtæki, Hvalur, Ven-
us, Sjóvátryggingarfélag Islands
og Hampiðjan lögðu fram tilboð í
hlutabréf Reykjavíkurborgar í
Granda hf. á þriðjudag. Tilboðið
hljóðar upp á 500 milljónir króna.
Borgin á 78% hlutafjár, fjölskylda
Jóns Ingvarssonar og OLÍS á 7%.
Óli Kr. Sigurðsson eigandi OLÍS
sagði ekki hafa fengið neinar
fregnir af kauptilboðinu og gæti
hann því ekki tjáð sig um það.
Siguijón Pétursson kvað kaup-
tilboðið hljóða upp á allt of lága
upphæð. Hér væri um meira en
eigið fé fyrirtækisins að tefla,
heldur einnig framtíðarverðmæti
sjávarfangsins og atvinnu fólks.
„Reyndin er sú að einkafyrirtæki
í sjávarþorpum víðs vegar um land
eru að fara á höfuðið, selja burt
skip og taka þannig heil byggðar-
lög með sér í fallinu. Þetta kerfi
er sér til húðar gengið. Hér þarf
augsýnilega að koma til sam-
ábyrgð hins opinbera og einkaað-
ila,“ sagði Siguijón.
Jón Ingvarsson sagði að tilboðið
væri sanngjamt miðað við eiginfj-
árstöðu fyrirtækisins þegar keypt-
ur væri svo stór hlutur. „Minni-
hlutinn í borgarstjóm hefur alltaf
verið að agnúast út í þetta fyrir-
tæki. Fulltrúi framsóknarflokks-
ins, Alfreð Þorsteinsson, hefur
haldið því fram að fyrirtækið sé á
hausnum og eigi sér ekki viðreisn-
ar von. Það er fróðlegt að vita
hvað þeir segja núna þegar jafn
vænlegt tilboð er komið fram og
rekstur þess metinn sem ábata-
samur," sagði Jón.
Tillögur samstarfsnefndar ráðuneyta um fjölskyldumál:
Lengrí skólatími og gjc
skipulag dagvistarmá
Fjölga þarf stöðugildum um 600 á fimm árum samkvæmt till<
LENGRI skóladagur yngri barna, samfelldur skóladagur, samræmd
lengd skólaárs og samræmdur kennslustundafjöldi í forskóla, óháð
fjölda barna, eru meðal þess, sem samstarfsnefnd ráðuneyta um
fjölskyldumál leggfur til i áfangaskýrslu sem skilað var til ríkissljórn-
arinnar á þriðjudag. Þar er ennfremur lagt til að barnabætur komi
i auknum mæli í staðinn fyrir niðurgreiðslur vistgjalda á dagvistar-
stofnunum, að tekið verði mið af efnalegum aðstæðum foreldra í
stað hjúskaparstöðu við gerð gjaldskrár, að fullnaðaráætlun um
nppbyggingu dagvistarstofnana verði lokið á fimm árum með stuðn-
ingi rikisins og leikskólavistun verði í auknum mæli í takt við þarf-
ir útivinnandi foreldra. Nefndin leggur til fimm ára áætlun um fram-
kvæmdir og þar kemur fram, að fjölga þarf stöðugildum um 600,
ef tillögurnar eiga að ná fram að ganga. Þessi stöðugildi skiptast
jafnt á kennara og fóstrur. Heildarkostnaður við breytingarnar er
áætlaður l.150 milljónir króna i dagvistarmálum, eða um 230 milljón-
ir á ári. í skólamálum er áætlað að aukinn rekstrarkostnaður sam-
kvæmt tillögunum nemi um 250 miiyónum króna á ári. Samkvæmt
fjárlögum 1988 er rekstrarkostnaður grunnskóla 3.200 milljónir
krona..
Samstarfsnefnd ráðuneyta um
yölskyldumál var skipuð fyrir ári
síðan. Nefndinni var falið að gera
úttekt og tillögur um skólamál,
dagvistarmál, lífeyrismál, skatta-
mál og sveigjanlegan vinnutíma.
Tillögur nefndarinnar eiga að miða
að því að treysta stöðu fjölskyldunn-
ar og auka velfarð bama. Nefndin
skilaði áfangaskýrslu til ríkisstjóm-
arinnar um tvo fyrstnefndu mála-
flokkana á þriðjudag. Helstu tillög-
ur nefndarinnar fara hér á eftir,
en þær voru kynntar á blaðamanna-
fundi í gær.
Skóladagnr verði
minnst 6 klst
Nefndin telur æskilegt markmið,
að allir grunnskólanemar njóti
skóladvalar að minnsta kosti sex
klukkustundir á dag. Þessu mark-
miði á að ná í §ómm áföngum,
þannig að skóladagur verði lengdur
úr 22-35 stundum á viku í 30-36
stundir á viku. í fyrsta áfanga verði
skólatími 1. og 2. bekkjar lengdur
sem nemur íjórum stundum á viku
og komi til framkvæmda skólaárið
1989-1990. í öðmm áfanga er gert
ráð fyrir að forskólanum verði
breytt í bekkjafyrirkomulag þannig
að allir nemendur njóti sama
kennslustundafjölda óháð fjölda
bama í árgangi í hveijum skóla.
Þessi áfangi á að taka gildi skólaá-
rið 1990-1991. í þriðja áfanga er
gert ráð fyrir almennri lengingu
skólatímans sem jafnhliða einsetn-
ingu í skóla og samfelldum kennslu-
degi þýðir að stækka þarf húsnæði
skólanna. Kostnaðaráætlun í því
sambandi hljóðar upp á 1.250 millj-
ónir króna, þar af er hlutur ríkisins
430-625 milljónir. Þessi áfangi á
að koma til framkvæmda skólaárið
1991-1992.Loks er frjórði áfanginn
skólaárið 1992-1993 og felur í sér
lengingu skóladagsins þannig að
yngstu nemendumir verði 30
kennslustundir á viku í skólanum
og þeir elstu 36-37 stundir.
Samtals 300 nýjar kennarastöður
þarf til að skólamir ráði við þetta
breytta fyrirkomulag. Aukinn
rekstrarkostnaður yrði um 250
milljónir króna á ári.
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
nefndarinnar, lagði mikla áherslu
á, að lengri skólatíma ætti ekki að
nýta einungis til viðveru í skólunum,
heldur væri markmiðið að auka
kennsluna að sama skapi og nýta
þannig skólatímann sem best í þágu
nemendanna.
Öryggi barnanna
Nefndin leggur til að á meðan
framangreindar tillögur eru ekki
komnar til framkvæmda, verði
komið á skólaathvörfum sem nem-
endur gætu dvalið í utan kennsl-
utíma. í skýrslunni segir m.a.:
„Stuttur skóladagur yngstu bekkja
grunnskólans (þ..e. 7 og 8 ára
bama) og forskólans hefur auk
þess víða leitt til erfiðleika fyrir
Inga Jóna Þórðardóttir, formað-
ur samstarfsnefndar ráðuneyta
um fjölskyldumál.
útivinnandi foreldra. Erfítt getur
reynst að fá gæslu fyrir börn eftir
að skólatíma lýkur. Þetta hefur í
för með sér mikið öryggisleysi og
vandamál bæði fyrir böm og full-
orðna.“
Lagt er til að forskóladeildum
við grunnskóla verði breytt þannig
að allir nemendur njóti sama
kennslustundaíjölda óháð fjölda
bama. Nú er úthlutað einni
kennslustund á ^viku fyrir hvert
bam í hveijum fórskóla. Það leiðir
af sér, að skólatími forskólabama
í fámennum byggðarlögum er
skammur, jafnvel einn dagur á viku.
Nefndin leggur til að við hvern
grunnskóla starfí skólaráð, sem í
eigi sæti fulltrúi foreldra. Með því
móti fái foreldrar aðgang að skipu-
lagningu skólastarfsins. Þá er lagt
til að staða umsjónarkennara við
7. til 9. bekk verði styrkt og þeim
gert kleift að sinna betur tengslum
við nemendur og foreldra.
Loks leggur nefndin til að kann-
að verði rækilega hvað valdi þ
að skólaár er enn víða styttra en
níu mánuðir. Kostnaður við 8 mán-
aða skóla er nánast sá sami og við
9 mánaða skóla, nemendur eiga
rétt á að fá sömu kennslu hvort
heldur þeir búa á Selfossi eða Sauð-
árkróki, þess vegna eigi skólaárið
að vera jafn langt, nema sterk rök
hnígi til annars.